Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 32
6 „Það er alltaf skemmtilegra ef það eru tveir sem æfa saman. Þá eru það oft vinir sem koma og einnig líka hjón,“ segir Hafsteinn Daníels- son, íþróttakennari og annar eig- andi Veggsports. „Þetta er íþrótt sem flestir geta stundað, hún veitir alhliða hreyfingu og það skemmtilega við skvassið er að þú bætir keppnisandanum við hreyf- inguna. Í staðinn fyrir að vera í einhverjum líkamsræktarsal einn með sjálfum þér ertu hér að keppa í einhverju.“ Aldurshóparnir sem sækja í skvass eru allt frá tíu ára gömlum börnum upp í sjötíu ára gamlar konur og karla. Skvassið veitir gott úthald og þol og snerpan í leiknum gefur lík- amanum góða æfingu. „Þessir stuttu sprettir eru mjög góðir fyrir líkamann,“ segir Haf- steinn og bætir við að landsliðið í skvassi æfi í Veggsporti, en það hefur farið til útlanda og gengið vel á mótum. Um 700 manns æfa skvass að staðaldri í Veggsporti, sem býður auk þess upp á golfhermi með níu golfvöllum, einkaþjálfara, spinning, eróbikk og tækjasal, sem og rope jóga námskeið. Skvassið alltaf vinsælt Veggsport á Stórhöfða býður upp á fjóra skvasssali, en þessi íþrótt hefur unnið sér sess í hjörtum landsmanna seinustu tuttugu árin. Hafsteinn Daníelsson, íþróttakennari og eigandi Veggsports, hefur ákaflega gaman af skvassi.FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ef báðir foreldrarnir eru meðlimir í klúbbnum, og borga þá 2.990 krón- ur hvor fyrir mánuðinn, fá öll þeirra börn á aldrinum 12 til 16 ára að æfa frítt og á meðan er frí barnagæsla fyrir yngri börnin,“ segir Guðlaug Aradóttir, sölustjóri Iceland Spa & Fitness. „Og ef foreldrið er einstætt eða bara annað þeirra vill fara í lík- amsrækt borgar það 3.890 krónur og börnin koma frítt.“ Fyrirtækið er það fyrsta hér á landi með þessi tilboð að sögn Guðlaugar. „Og við erum líka lang- ódýrust,“ bætir hún við. Fyrirtækið á nú og rekur fimm líkamsræktarstððvar: Baðhúsið í Brautarholti í Reykjavík, Þrekhúsið í Frostaskjóli, Sporthúsið í Kópa- vogi, Betrunarhúsið við Garðatorg í Garðabæ og nýja líkamsræktarstöð á Reyðarfirði sem verður gefið nafn síðar í þessum mánuði. Kortin hjá Iceland Spa & Fitness gilda í öllum stöðvunum, sem getur komið sér vel. „Þeir eru margir sem vinna í tvær vikur af hverjum mánuði fyrir austan og koma svo í bæinn, og það hentar þeim því afar vel að geta farið bæði í líkamsrækt á Reyðar- firði og á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðlaug. Hver stöð hefur sína sérstöðu. Baðhúsið býður konur á öllum aldri velkomnar í heilsulindina, Sport- húsið leggur áherslu á fjölbreytta íþróttaiðkun á við körfubolta, fót- bolta, skvass, tennis og golf, ásamt hefðbundinni líkamsræktarstarfsemi sniðinni að þörfum fjölskyldunnar, enda Þrekhúsið og Betrunarhúsið notalegar hverfisstöðvar þar sem áhersla er lögð á persónulega þjón- ustu, að sögn Guðlaugar. Öll fjölskyldan í ræktina Líkamsræktarstöðvar Iceland Spa & Fitness bjóða nú upp á fjölskyldukort, þar sem fjölskyldum eru boðin afar hagstæð kjör á líkamsræktarkortum. Guðlaug Aradóttir, sölustjóri Iceland Spa & Fitness, í Þrekhúsinu í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Sjaldan er eins nauðsynlegt að huga vel að mataræðinu og eftir ofátið á jólunum. Lýðheilsustöð hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig mataræði skuli best hátt- að. Helsta reglan er sú að á borð- um hvers manns skuli vera matur úr hverjum hinna sex skilgreindu fæðuflokka vegna þess að hver fæðutegund hefur sína sérstöku næringarefnasamsetningu. En þó er fleira sem huga má að. Á hverjum degi er ráðlegt að innbyrða hálft kíló af ávöxtum, grænmeti og hreinum ávaxtasafa, tvö glös af mjólk, sem mest af trefjum og býsnin öll af vatni. Salt eða feitt kjöt ætti sem allra sjaldnast að vera á borð- um til að blóðþrýstingur haldist innan skynsamlegra marka. Hver maður ætti að snæða að minnsta kosti tvær fiskmáltíðir í hverri viku og fá sér frekar með honum olíu eða einhvers konar mjúka fitu í stað þess að stappa saman við fiskinn smjöri eða hamsatólg, sem hvort tveggja eykur líkur á kransæðastíflu. Að sama skapi er æskilegra að búa til sósur úr súrmjólk eða soði og þykkingarefnum heldur en að baka þær upp með mikilli fitu. Fæðuhringurinn innheldur ekki sætindi, kökur, kex, ís eða gosdrykki enda slík fæða ekki nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Þótt engin ástæða sé til að for- dæma sætindin algerlega er rétt að ráðleggja fólki að gæta fyllsta hófs við neyslu þeirra. Allir fæðuflokkar nauðsynlegir Við spurðum Ingu Maríu Valdi- marsdóttur, leikkonu og Stelpu, hvað hún ætlaði að gera til að halda sér i formi á nýju ári. Hún segist ekki vera mikið fyrir líkamsræktarstöðvarnar. „Ég hef aldrei stundað eiginlega líkams- rækt, fer bara í göngutúra.“ Hún segist kannski ætla að fjölga þeim á nýju ári. „Það er smá svona Forrest Gump í mér, ég bara geng og geng. Ég reyni kannski að fara oftar í göngutúra og halda áfram fast í gleðina.“ heilsa } Þessi vinsæli heilsudrykkur fæst hjá okkur, ásamt þessum nýju vörutegundum. aloe.verslunin.net sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products sími. 869 6448 Arka sími. 8992363 Þessi vinsæli heilsudrykkur fæst hjá okkur, á a t þessum nýj vörutegundum. aloe.verslunin.net sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products sími. 869 6448 Arka sími. 8992363 Þessi vinsæli heilsudrykkur fæst hjá okkur, ásamt þessum nýj vör teg ndum. aloe.verslunin.net sjálfstæður dreifingaraðili á Forever Living Products sími. 869 6448 Arka sími. 8992363 es i in li heils dry kur fæst hjá okkur, á amt essum nýj vörutegundum. aloe.v lu in. et sjálfstæður dreifingaraðili á Fo e r Living roducts sími. 69 6448 Arka sími. 8992363 Þessi vinsæli h l udrykkur fæ t hjá , ásamt þessum nýj vör te ndu . aloe.verslunin.net sjá fstæður dreifin raðil á Forever Living Products sími. 869 6448 Arka sími. 89 236 ssi vinsæli heilsu ur fæst hjá ok ur ásamt þessum n vöruteg ndum. alo .verslu in. et sjálf ur d eifingaraðili á rever Living Products ími. 6 48 Arka sími. 8992363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.