Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 77
3. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR29
Breski kammerkórinn The Tall-
is Scholars, sem er talinn einn
af fremstu kórum heims, heldur
tvenna tónleika í Langholtskirkju
um næstu helgi.
The Tallis Scholars hefur í yfir
þrjá áratugi sérhæft sig í tónlist
endurreisnartímans og nýtur gíf-
urlegra vinsælda um allan heim
fyrir einstaklega vel samhæfðan
og blæbrigðaríkan söng.
Fyrri tónleikar kórsins hér á
Íslandi verða haldnir í Langholts-
kirkju 7. janúar kl. 17. Þá flytur
kórinn verk eftir bresk tónskáld,
m.a. William Byrd og Thomas
Tallis.
Á seinni tónleikunum, sem
verða 8. janúar kl. 20, verður m.a.
flutt Missa Ĺ homme armé eftir
Josquin des Prez og hið margfræga
Miserere eftir Gregorio Allegri.
Á seinni tónleikunum kemur
einnig fram kammerkórinn Carm-
ina, sem sérhæfir sig í flutningi
endurreisnartónlistar og hefur
fengið frábæra dóma fyrir söng
sinn. ■
Einn fremsti
kór heims
THE TALLIS SCHOLARS Syngur í Langholts-
kirkju á tvennum tónleikum um næstu
helgi.
LEIKLIST
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
Túskildingsóperan
Þjóðleikhúsið
Höfundar: Bertold Brecht og Kurt Weill
Þýðandi: Davíð Þór Jónsson
Leikarar: Egill Ólafsson/Halla Vilhjálms-
dóttir/Ólafía Hrönn Jónsdóttir/Katla
Margrét Þorgeirsdóttir/Selma Björns-
dóttir/Eline McKay/Margrét Kaaber/
Ragnheiður Steindórsdóttir/Bjartmar
Þórðarson/Hjálmar Hjálmarsson/Ólafur
Steinn Ingunnarson/Baldur Trausti Her-
mansson/Gísli Pétur Hinriksson/Ólafur
Egill Egilsson/Atli Rafn Sigurðarson/Sig-
urður Skúlason.
Hljómsveit: Jóhann G. Jóhannsson/Sig-
urður Flosason/Jóel Pálsson/Ásgeir H.
Steingrímsson/Sveinn Birgisson/Kjartan
Hákonarson/Samúel Jón Samúelsson/
Tatu Kantomaa/Matthías Stefánsson/
Birgir Bragason/Pétur Grétarsson/Ólafur
Hólm.
Leikmynd: Börkur Gunnarsson/Bún-
ingar: Rannveig Gylfadóttir/Lýsing:
Björn Bergsteinn Guðmundsson/Mynd-
vinnsla: Gideon Kiers/Hljóðstjórn:
Sigurður Bjóla/Hljómsveitarstjóri:
Jóhann G. Jóhannsson/Sviðshreyfingar
og dansar: Palle Dyrvall/Aðstoðarmað-
ur leikstjóra: Jón Atli Jónsson/Leikstjóri:
Stefán Jónsson.
Niðurstaða: Leikstjóranum hefur tekist
að gera vandaða sýningu úr leiðinda-
verki.
Dreggjar mannlífsins í Lundúna-
borg eru viðfangsefni Túskild-
ingsóperunnar, jólasýningar Þjóð-
leikhússins, að þessu sinni. Tvær
fylkingar takast á, annars vegar
Peachum nokkur, eiginkona hans
og dóttirin Pollý, ásamt nokkru
fylgihyski, hins vegar Makki
hnífur, færasti ræningi Lundúna
og hans verkamenn. Gleðikon-
ur borgarinnar eru síðan á milli
þessara fylkinga, ásamt lögregl-
unni.
Verkið hefst á því að Pollý
Peachum hefur látið sig hverfa af
heimili foreldra sinna og gengið í
það heilaga með Makka hnífi. For-
eldrarnir eru æfir og ákveða að
koma Makka undir lás og slá þar
sem hann skal dúsa þar til hann
verður hengdur fyrir öll sín ill-
virki. Öll atburðarásin snýst síðan
um að fá kauða hengdan.
Með fullri virðingu fyrir Bert-
old Brecht og öllum bakgrunni
verksins, þá verður að segjast eins
og er að þetta er óttalega þunnur
þrettándi, innihaldslaust og lang-
dregið og ólíklegt að því væri
nokkurn tímann klúðrað á svið
nema vegna þess að það er eftir
BB. Makki næst, Makki sleppur,
Makki næst aftur - og í bæði skipt-
in svikinn af gleðikonum - frekar
snautlegt hugmyndaflug. Síðan
eru áhöld um hvort Pollý er lög-
mæt eiginkona, eða hvort það er
einhver Lucy, svaka flækja með
fullt af endurtekningum. Einnig
með fullri virðingu fyrir Kurt
Weill, þá er tónlistin frekar leið-
inleg utan tvö lög. Maður bíður
dálítið eftir að hávaðanum linni í
hvert skipti sem hún er spiluð.
Góðu fréttirnar eru hins vegar
þær að sýningin er vel unnin - að
mestu leyti - og hefði örugglega
notið sín betur ef ekki væri verið
að magna upp hávaðann með því
að láta alla leikarana/söngvarana
vera með hljóðnema krækta og
límda á hausinn. Hávaðinn varð á
köflum óþolandi. Í hvert sinn sem
einhverri persónunni lá mikið
á hjarta skullu örvilnunin og
skapsmunirnir á áhorfandanum í
hávaðasprengjum og nokkuð úti-
lokað að greina textann - verst lét
þegar Makki hnífur missti stjórn
á sér.
Þrátt fyrir þessa annmarka
voru glettilega góð atriði í sýn-
ingunni. Fyrir það fyrsta er hún
ákaflega vel sungin og alveg
makalaust að hlýða á leikar-
ana/söngvarana sveifla sér eftir
síður en svo aðgengilegum lag-
línum Weills - og það án þess að
njóta þeirra forréttinda að standa
eins og spýtukallar á sviðinu og
syngja í hljóðnema. Makalausustu
söngatriðin voru þó þegar Makki
hnífur (Ólafur Egill Egilsson)
söng á hvolfi, hangandi niður úr
kaðli og þegar Pollý (Halla Vil-
hjálmsdóttir) söng á meðan hún
gerði gríðarlega erfiðar líkams-
ræktaræfingar. Bæði atriðin voru
hreint frábær.
Eins og verða vill í söngleikj-
um eru perónurnar fremur ein-
hliða týpur og þrátt fyrir per-
sónugalleríið eru fáar persónur
í hlutverkum sem skipta máli.
Stjarna sýningarinnar er Ólafía
Hrönn, sem leikur móður Pollýj-
ar, hún gefur persónunni dýpt og
eiginleika sem gera hana áhuga-
verða og skemmtilega. Útkoman
er karakter sem hægt væri að
byggja heila sýningu á. Halla
Vilhjálmsdóttir fer feykilega vel
með hlutverk Pollýjar og er ljóst
að hér er á ferðinni ein af athygl-
isverðustu leikkonum yngstu
kynslóðarinnar, hún hefur góða
framsögn, flotta söngrödd og
ótrúlegt vald á líkamanum. Ólaf-
ur Egill Egilsson skilaði Makka
hnífi óaðfinnanlega, var siðlaust
fól frá upphafi til enda og það
var auðvelt að skilja hvers vegna
hann var leiðtoginn í krimma-
hópnum. Egill Ólafsson var
dálítið flatur og karakterlaus
í hlutverki Peachums, eins og
hann hefði ekki fundið karakter-
inn á æfingatímanum - en söng
auðvitað óaðfinnanlega. Upp-
hafsatriði sýningarinnar með
Selmu Björnsdóttur var flott og
hún hefði gjarnan mátt njóta sín
meira í sýningunni, til dæmis
fara með hlutverk Jennýjar. Að
öðru leyti skiluðu leikararnir/
söngvararnir sínu eins og til var
ætlast. Ekkert of, ekkert van.
Leikmyndin er skemmtileg og
hringsviðið nýtt vel til þess að
skapa umgjörð utan um þær ólíku
vistarverur sem leikritið gerist
í. Búningar voru ágætir, hæfi-
lega sundurlausir fyrir stétt sem
hefur engan stíl og öll tæknivinna
vel af hendi leyst. Tónlistin var
vel spiluð og flutt og niðurstað-
an hlýtur að vera: Leikstjóranum
hefur tekist að gera vandaða sýn-
ingu úr leiðindaverki.
Af betlurum og bófum
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4