Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.01.2006, Blaðsíða 28
2 ■■■■ { heilsublaðið } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Geðrækt hefur dreift segulmottum til allra landsmanna undanfarið sem minna á Geðorðin 10. „Allir hafa geðheilsu og því koma geðheilbrigðismál öllum við,“ segir Guðrún Guðmunds- dóttir, verkefnisstjóri Geðræktar, sem ætlað er að fræða fólk um geðheilbrigði og geðraskanir, um forvarnir og eflingu geðheilbrigð- is og draga úr fordómum. „Geðorðin 10 eru einföld ráð en mikilvægur leiðarvísir í daglegu lífi. Með því að rækta eigin heilsu andlega, líkamlega og félagslega erum við betur í stakk búin til að mæta því sem á vegi okkar kann að verða í lífsins ólgusjó án þess að brotna. Með því að hlúa að eigin geðheilsu verðum við einn- ig færari um að gefa af okkur og veita stuðning þeim sem á þurfa að halda.“ Geðorðin 10: 1. Hugsaðu jákvætt, það er létt- ara. 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um. 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir. 4. Lærðu af mistökum þínum. 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig. 8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup. 9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína. 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast. Áttundi hver íslenskur karlmaður getur búist við að greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein fyrir 85 ára aldur, en sjúkdómurinn er algengasta krabbamein í karl- mönnum á Vesturlöndum. Eftir því sem menn lifa lengur aukast líkur á sjúkdómnum, en á Íslandi grein- ast að meðaltali 176 karlmenn með blöðruhálskrabbamein á ári hverju. Meðalaldur þeirra eru 72 ár, en aldur og fjölskyldusaga auka líkurnar á blöðruhálskirtilskrabba- meini. Margir karlmenn veigra sér við skoðuninni á þeim forsendum að hún sé óþægileg - en þó getur hún varla talist óþægilegri en reglubundnar krabbameinsskoðan- ir kvenna. Karlmenn sem komnir eru yfir fimmtugt, og þá sérstak- lega þeir sem vita af blöðruháls- kirtilskrabbameini í ætt sinni, eru því hvattir til að drífa sig í skoðun árlega, en staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtil veldur oft litlum sem engum einkennum. Blöðruhálskirtilskrabbamein Blöðruhálskirtilsskoðun er óþægileg, en getur bjargað lífi manna. „Fyrir mér snýst klifur einna helst um styrk og liðleika. Það er mik- ilvægt að vera í líkamlega góðu ástandi, en það að þekkja sín tak- mörk og sitt jafnvægi er einnig mikilvægt. Svo hjálpar líka að vera léttur, sérstaklega þegar maður ætlar sér að ná árangri,“ segir Valdimar. Valdimar segist æfa 3-5 sinnum í viku í Klifurhúsinu en auk þess vinnur hann einnig í Klifurhúsinu. „Það mætti segja að þetta sé bara lögheimili manns, en sem betur fer er það ekki,“ segir Valdi, sem er 21 árs að aldri og hefur klifrað af krafti í rúm sex ár. Valdimar segist hafa eytt nánast öllum helgum síðasta sumar í klifri, hann fór mest á klifursvæðið austur á Hnappavöllum, en klifraði einn- ig í Gerðubergi og Vatnsdal. Hann segist hrifinn af þessum klifursvæð- um en bætir einnig við: „Ef það er útiklifur, þá er ég hrifinn af því.“ Valdimar er einn þriggja Íslend- inga sem hafa klifið leiðina Slátur- húsið sem er gráðuð 5.13b (8a). Hann segist stefna á að klifra leið af gráðunni 5.13d (8b) á næsta ári og verða þar með annar Íslendingurinn til að klifra leið af því erfileikastigi. Valdimar hefur klifrað erlendis og hreifst mikið af klifursvæðunum í kringum Barcelona á Spáni. Aðspurður að því hvert hann stefni í klifrinu segir hann að hann vilji bara klifra sem mest og takast á við nýja hluti, alls ekki lenda í því að vera að gera sömu hlutina aftur og aftur. Hann segir klifuríþróttina á mikilli siglingu hér á landi, margir efnilegir stundi sportið og hann spái því að eftir rúm 5-10 ár verði hér fjöldinn allur af góðum klifrurum. Klifurhúsið er annar tveggja staða á landinu sem eru opnir almenningi í innanhúsklifri en ásamt honum er klifurveggur hjá Fimleikafélaginu Björk. Klifurhúsið er helsta miðstöð klifrara á Íslandi og þar er á ári hverju haldin móta- röð sem gefur Íslandsmeistaratitil í grjótglímu. Grjótglíma er sú tegund klifurs sem er stunduð án reipis, þar sem sá sem það stundar tryggir sig ekki. Þetta sport er nær ávallt stundað yfir dýnum og í Klifurhús- inu eru dýnur undir öllum veggjum. Klifurhúsið, sem er í Skútuvogi 1G, er opið alla daga vikunnar. Býr næstum í Klifurhúsinu Valdimar Björnsson er með allra bestu klifurgörpum á landinu. Hann segir að hann gæti nánast flutt lögheimili sitt í Klifurhúsið, enda æfir hann þar oft í viku og vinnur þar að auki. Valdimar segir það mikilvægt að þekkja sín takmörk og jafnvægi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er alveg rosalega gott æfinga- kerfi og gríðarlega vinsælt. Við höfum verið með þessa tíma í tvö ár og vinsældirnar eru alltaf að auk- ast eftir því sem fleiri prufa,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. „Fólk er mjög ánægt með árangurinn sem það nær og þá kannski helst hvað það lærir mikið nýtt. Jafnvel fólk sem hefur verið í annarri þjálfun árum saman og fer í Pilates lærir helling og þjálfar líkamann upp á nýtt því áherslan hér er lögð á að þjálfa út frá miðju líkamans.“ Pilates-æfingakerfið var upphaf- lega hannað í byrjun síðustu aldar fyrir atvinnudansara, en síðustu áratugina hefur kerfið verið þróað fyrir almenning. Stott-Pilates kerf- ið, sem kennarar Hreyfingar eru sérþjálfaðir í, er sérlega hentugt fyrir venjulegt fólk, en það var unnið í samvinnu við sjúkraþjálf- ara, að sögn Ágústu. „Aðallega eru þetta konur sem koma í þessa tíma, en þeir eru ekki síður nytsamlegir fyrir karla því þegar maður þjálfar miðju líkam- ans, þá styrkir maður mikið bak- vöðvana. Þeir hefðu margir mjög gott af Pilates-tímunum,“ segir Ágústa. Mest eru tólf manns í hverjum tíma, sem tryggir það að hver og einn nýtur ýtarlegrar kennslu og leiðbeinslu kennarans. Auk hefðbundinna líkamsrækt- ar- og þolfimitíma býður Hreyf- ing upp á barnagæslu fyrir börn á öllum aldri, sem er þjónusta sem getur komið sér afar vel fyrir margt foreldrið. Um sextíu manns starfa í líkamsræktarstöðinni og þeirra á meðal er næringarfræðingurinn Ólafur G. Sæmundsson. Pilates-tímar í Hreyfingu Stott-Pilates þjálfunin hefur verið að ryðja sér rúms í heiminum seinustu árin og er afar vinsæl í líkamsræktarstöðinni Hreyfingu í Faxafeni í Reykjavík. Ágústa Johnson í Hreyfingu segir Pilates-æfingakerfið vera sífellt vinsælla, en kerfið var hannað fyrir atvinnudansara í byrjun síðustu aldar. Geðorðin 10 - leið að betri geðheilsu Segulmottan með geðorðunum 10. Líkamsrækt í vatni Finnur þú fyrir verkjum í fótleggjum eða baki við líkamsþjálfun? Þegar æft er í vatni minnkar álag um liði þar sem áhrif þyngdark- raftsins minnka. Það verður því auðveldara að þjálfa upp úthald og styrk án þess að það valdi of miklu álagi á liðina. Bæði rólegir og kröftugir tímar í hádeginu og eftirmiðdaga, undir leiðsögn sjúkraþjálfara, í hlýrri og bjartri sundlaug við Laugarás. Skráning og nánari upplýsingar í síma 897-2896 : Netfang: harpahe@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.