Tíminn - 05.11.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Föstudagur 5. nóvember 1976
Umsjónarmenn:Pétur Einarsson
Omar Kristjánsson
Hermann Sveinbjörnsson
Oft er viss í sinni sök...
Ungir framsóknarmenn í Reykjavík gengust fyrir
fundi á Hótel Sögu sunnudaginn 31. október síðastliöinn.
Þar varf jallað um árásir þær, sem dunið hafa linnulaust
á Framsóknarf lokknum hátt á annað ár. Til fundarins
var meðal annars mættur boðberi ,,rannsóknarblaða-
mennskunnar" á (slandi, Vilmundur Gylfason.
Vilmundur er óspar á að lýsa því, hve heiðarlegur og
sannleikselskandi hann er, og að hann boði sjálfur nýja
breytta og betri tíma á þessu landi. Ekki hefur farið hjá
því, að hann hefur orðið áberandi maður í þjóðlífinu
vegna skrifa sinna og fullyrðinga. Margir hafa orðið til
þessaðsegja að hann sé að vinna þarft verk og að margt
sé rétt í málf lutningi hans og, eins og hann segir sjálfur,
grundi málflutning sinn aðeins á staðreyndum.
Afrakstur funda af því tagi, sem' ungir framsóknar-
menn héldu, getur verið ærið misjafn. Þessi tiltekni
fundur sýndi mönnum þó svart á hvítu, að Vilmundur
Gylfason er því miður ekki annað en ákaf ur f ramagosi í
lélegu dulargervi. Jón Sigurðsson, annar ræðumaður
f ramsóknarmanna, lýsti persónu Vilmundar sem þjak-
aðri af óhemjuskap og óþolinmæði, sem er á sinn hátt
sanngjörn lýsing. Nú geta menn sagt, að það sé háttur
okkar framsóknarmanna þessa dagana að rægja and-
stæðinga okkar og leggja þá í einelti, því við svörum f yr-
ir okkur, og þá stundum á sama hátt og með sama orð-
bragði og þeirra er háttur. Til þess að styðja þær full-
yrðingar, sem að framan greinir þá verða tekin örfá
dæmi um gaspur og málæði Vilmundar á sunnudags-
f undinum.
Hann kallaði dómsmálaráðherra lygara. Af hverju var
það? Jú, dómsmálaráðherra hafði lýst því á Alþingi, að
engin f jármálatengsl væru eða hefðu verið milli Klúbbs-
insog Framsóknarf lokksins. Þetta rökstyður Vilmundur
með því, að Framsóknarf lokkurinn haf i haldið dansleiki
og fundi í þessu veitingahúsi og f jármálatengslin eru þá
augljós. Sumir hafa kallað Vilmund leigupenna í fjár
hagslegum tengslum við Dagblaðið, áður við Vísi, vegna
þess að Vilmundur þiggur kaup f yrir skrif sín. Þessi rök
eru fáránleg, og er höfundur þessa pistils sammála Vil-
mundi í því. Hver er þá ástæðan til þess, að hann notar
þessi rök, sem hann þykist hafa fyrirlitningu á í sínum
eigin málflutningi?
Hann var spurður að því á fundinum, hvers vegna
hann skrifaði ekki um öll undarleg mál, sem honum bær-
ist vitneskja um, s.s. allan þann graut af hlutafélögum,
sem hafa verið stofnuð umhverfis Alþýðublaðið. Hann
svaraði því til, að ef menn vjssu um einhverja hluti af
þessu tagi, þá ættu þeir að snúa sér til saksóknara. Sjálf-
ur velur hann hins vegar þá leið að kasta fram full-
yrðingum og dylgjum og dæmir síðan. Aðrir virðast eiga
að fara að reglum og láta dómkerfið um að sakfella
menn. Þannig fara rök hans algerlega eftir hentisemi.
Hann sagði fyrrverandi f jármálaráðherra vera lög-
brjót, vegna þess að ráðherra, með samþykki ríkis-
stjórnar og f járveitingarnefndar Alþingis, greiddi fyrir
kaupum Listasafns ríkisins. Vilmundur ætti að kynna
sér Stjórnarfarsrétt. Hann kæmist þá að raun um, að
þessi fullyrðing hans er bull. Frá byrjun hafa tiðkazt
smærri f járf ramlög, sem ekki hafa verið ákveðin á f jár-
lögum, áþekk því sem gerðist við kaup Listasafnsins.
Þetta er fyrir löngu löghelgað.
Hann sagði, að ráðherra náðaði menn og gaf það í
skyn, að það gæti dómsmálaráðherra gert eftir henti-
semi sinni. Vilmundur ætti að lesa stjórnarskrá Lýð-
veldisins Islands, einkum 29. grein og þá sér hann, að
þetta er eitt af örfáum málum, þar sem forseti landsins
velur og hafnar. Hann hélt því fram, að á íslandi væri
gjörspillt stjórnmálalíf, og einkum í Framsóknarflokkn-
um. Hvergi i heiminum brytu ráðherrar lög nema hér.
Þó hafði Vilmundur tveim dögum áður seilzt til Japan og
skrifað um sukk Tanaka. I óhemjuskap sínum hef ur Vil-
mundi yfirsézt, eins og oft, oft áður.
Hann leyf ir sér að gera öllum f ramsóknarmönnum þá
svívirðu að spyrja á fundinum, ef þar væri inni glæpa-
maður og fjárglæframaður, sem hefði t.d. stolið 10
milljónum með hvorum fundarmenn héldu, að hann
stæði, Vilmundi eða f ramsóknarmönnum. Auðvitað með
framsóknarmönnum, svarar Vilmundur sjálfur.
Framhald á bls. 12'
Réttarríki — Gróusögur:
„Hræsni,
hefndarhugur
og valdastreita"
— eru fylgjur hinna „sjálfsréttlætingafullu
vandlætara"
„Sannleikurinn er sá,
að þessi skrif hafa ekki
vakið til umhugsunar
um þjóðfélagslegan
vanda. Þau hafa vakið
fólk til vitundar um
það, með hvaða hætti
rógsiðja er, með hverj-
um hætti staðið er að
óstaðfestum áburði og
með hverjum hætti
staðið er að pólitiskri
óhróðursherferð, — og
mál er að linni.”
Þetta voru lokaorð Jóns
Sigurðssonar á hinum geysifjöl-
menna og velheppnaða fundi
um „Réttarriki — Gróusögur”,
sem haldinn var á vegum FUF i
Reykjavik siðastliðinn sunnu-
dag, þann 31. október. Fundinn
sóttu hátt á fimmta hundrað
manns, en frummælendur voru
þeir Guðmundur G. Þórarins-
son, Jón Sigurðsson, Sighvatur
Björgvinsson og Vilmundur
Gylfason.
Alhæfingar einfaldanir
og rangtúlkanir
Liklega efast enginn um það,
hvaða skrifum Jón Sigurðsson
var að lýsa með ofangreindum
orðum, en málflutningur Vil-
mundar á fundinum endur-
speglaði þessi skrif að öllu leyti,
nema hvað allar upphrópanirn-
ar og vafasömu fullyrðingarnar
voru mun meira áberandi, auk
þess sem berlega kom i ljós,
hvernig Vilmundur alhæfir, ein-
faldar og jafnvel hreinlega
rangtúlkar þær „staðreyndir”,
sem hann telur sig vera að
leggja fram, en neitar svo á
hinn bóginn að taka nokkrum
rökum og staðreyndum, jafnvel
þó að þær byggi á skjalfestum
heimildum.
Ennfremur kom i ljós, hversu
mjög er ábótavant þekkingu
hans á stjórnarfarsrétti, er
hann klifaði i sifellu á
heimildarleysi ráðherra til út-
gáfu veðskuldabréfs i sambandi
við kaup Listasafns íslands á
gamla Glaumbæ. Þar var farin
sú leið, að forráðamenn Lista-
safnsins leituðu atbeina rikis-
stjórnarinnar og málið var enn-
fremur samþykkt i fjárveit-
inganefnd Alþingis. Telja ýmsir
lögfróðir menn, að ráðherra
hafi jafnvel verið heimilt að
gefa skuldabréfið út án nokkurs
atbeina hinna aðilanna tveggja.
Allt þetta og margt margt
fleira rakti Guðmundur G.
Þórarinsson fyrir Vilmund, en
án árangurs, að þvi er virtist,
þvi maðurinn neitaði með öllu
að hafna „söguskoðunum” sin-
um, en staglaðist á þeim og
kallaði staðreyndir. Það er svo
eftirtektarvert, að blaðamaður
Alþýðublaðsins minnist tæpast
einu orði á „Listasafnsmálið” i
langri grein sinni um fundinn i
Alþýðublaðinu, þriðjudaginn 2.
nóvember. Ekki er ástæðan sú,
að hann geri ekki málflutningi
Vilmundar rækileg skil, heldur
mun ástæðan vera sú, að hann
eins og aðrir sem á Vilmund
hlýddu, sá veilurnar i málflutn-
ingnum og kaus hann þvi að láta
kyrrt liggja i frásögn sinni.
óðaverðbólgan og af-
brotaaldan
Sem dæmi um það, hvernig
Vilmundur einfaldar hlutina,
skal bent á eftirfarandi: Vil-
mundur sagði, að blaða-
mennska sin beindist að spilltu
valdakerfi sem fyrst og fremst
væri til komió vegna óðaverð-
bólgu. Astæðuna fyrir þvi, að
hann réðist einkum á Fram-
sóknarflokkinn i skrifum sinum
sagði hann vera þá, að sá flokk-
ur hafi verið við völd þegar óða-
verðbólgan skall á upp úr 1970
og hann hafi einnig verið i
valdaaðstöðu þegar afbrotaald-
an hóf hér innreið sina. Vil-
mundur gat hins vegar ekki um
ástæðuna fyrir þvi, að kerfið var
svo vanbúið að taka við þessu,
en hún hlýtur fyrst og fremst að
vera sú, að á yfir áratuga valda-
ferli viðreisnarstjórnarinnar
var hreinlega ekkert gert til að
bæta dómskerfið i landinu.
Það var ekki fyrr en Ólafur
Jóhannesson varð dómsmála-
ráðherra, að hreyfing fór að
komast á málið og rakti Guð-
mundur G. Þórarinsson ýtar-
lega á fundinum, hvilikan fjölda
mála hann hefði lagt fyrir Al-
þingi til úrbóta, eða um 30 mál á
5 ára ferli. Meðal þeirra atriða,
sem Guðmundur taldi upp, var
fjölgun dómara i sakadómi,
borgardómi og út um héruð um
10, fjölgun hæstaréttardómara
árið 1973, stofnun sérstaks fikni-
efnadómstóls, styrking rikis-
saksóknaraembættisins, sér-
stök lög um fangelsi og vinnu-
hæli, trygging lánsfjár að upp-
hæð 100 milljónir til byggingar
rikisfangelsis i Reykjavik. Enn-
fremur nefndi hann frumvörpin
um rannsóknarlögreglu rikisins
og lögréttudómstólana tvo, auk
fjölda frumvarpa um meðferð
einkamála og opinberra mála.
í lok þessarar upptalningar
sagði Guðmundur, að þrátt fyrir
meiri tilraunir til að koma á úr-
bótum, heldur en þekkzt hefði
áður, hefðu risið upp menn til að
breiða út gróusögur og dylgjur
til þess að slá sjálfa sig til ridd-
ara.
Hræsni, hefndarhugur
og valdastreita
Eftir að Jón Sigurðsson hafði
lýst einkennum blaðamennsku
Vilmundar, sem nefnd hefur
verið „frjáls og óháð” af honum
sjálfum og fylgismönnum hans,
en Jón sagöi einkennast af upp-
hlaupsmennsku og öngþveitis-
mennsku, sem græfi undan
stofnunum, réttaröryggi og lýð-
ræðinu i landinu, sagði hann:
„Dómssjúkir og sjálfs-
réttlætingarfullir vandlætarar
bæta ekki þjóðfélagið. Þeim
fylgja hræsni, hefndarhugur og
valdastreita.”
Jón sagði, að hollustan við
Sjálfstæðisflokkinn skini alls
staðar i gegn og pólitisku mark-
miðin leyndu sér ekki, enda
stæði Framsóknarflokkurinn i
vegi fyrir myndun nýrrar við-
reisnarstjórnar. Hann kvað
rógsskrifin einhverja óheyrileg-
ustu óhróðursherferð sem um
gæti hér á landi, og væri þá
langt tíl jafnað.
Vilmundur hamraði i sifellu á
þvi, að dómsmálaráðherra hafi
opnað Klúbbinn á umdeildri
lagaheimild. Þetta er enn önnur
einföidunin og útúrsnúningur-
inn. Klúbbnum var lokað með
sérstakri lagaheimild, en þegar
forsendurnar fyrir lagaheimild-
inni voru brostnar, þar sem ekki
var lengur hætta á þvi að sakar-
gögnum yrði spillt, var einfald-
lega komin lagaskylda til að
veita heimild til opnunar á ný,
sem ráðherra og ráðuneyti var
bæði rétt og skylt pð fara eftir.
Hvað eru fjármála-
tengsl?
Vilmundur minntist ennfrem-
ur æ ofan i æ á fjármálaleg
tengsl Framsóknarflokksins og
Klúbbsins, og röksemdir hans i
þvi atriði voru þær, að starf-
ræktur hafi verið klúbbur i
Klúbbnum, og þar hafi enn-
fremur verið haldnir einhvers
konar fundir á vegum Fram-
sóknarflokksins. Guðmundur
svaraði þessu til með að lesa
upp lista yfir þau félagasamtök,
sem notað hefðu Klúbbinn til að
koma saman i. Svo furðulegt
sem það kann nú að virðast, þá
var það Alþýðuflokkurinn, sem
einna oftast kom fram i þeirri
upptalningu, og ætti þvi ( sam-
kvæmt skilgreiningu Vilmundar
— að hafa átt veruleg fjárhags-
leg tengsl við Klúbbinn. Enda
sagði Vilmundur, að ef það væri
rétt, sem Guðmundur hefði lesið
upp um viðskipti Alþýðuflokks-
ins og Klúbbsins, þá væru það
fjárhagsleg tengsl.
Alþingismaðurinn og
atviksorðin
Hlutur Sighvats Björgvins-
sonar i umræðunum var ekki
stórbrotinn. Hann hóf mál sitt
með þvi að segja, að hér á landi
væri ekki réttarriki, og að hér
væru menn ekki jafnir fyrir lög-
unum og lögin ekki jöfn fyrir
alla. Varðandi gróusögurnar
hins vegar, studdi hann félaga
sinn með bröndurum og útúr-
snúningi á atviksorðum.
Eins og áður hefur komið
fram einkenndist málflutningur
þeirra félaga á fullyrðingum um
það að hér á landi væru ráðherr-
ar lögbrjótar Framsóknarflokk-
urinn væri spilltur og rotinn og
svo framvegis og svo framveg-
is, en þvi var ekki borið við aö
viðurkenna m.a. skjalfestar
staðreyndir, heldur sifellt
hamrað á þvi sama.
Gagnlegur fundur
Fundurinn var mjög gagnleg-
ur, þvi að mönnum skildist nú
betur en áður hvers konar
loddaraskapur er viöhafður I
hinni „frjálsu og óháðu” blaða-
mennsku Vilmundar Gylfason-
ar. Kom það enn betur i ljós á
fundinum heldur en i skrifum
hans. Auk þess skildist mönnum
það betur en áður, að Vilmund-
ur er ekki að grafast fyrir þjóð-
félagsmein til að koma á úrbót-
um, heldur er hann ,,sjálfsrétt-_
lætingarfullur vandlætari” og
fylgjur hans eru „hræsni,
hefndarhugur og valdastreita”.
—hs—