Tíminn - 05.11.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.11.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. nóvember 1976 TÍMINN 7 Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík: Hvers vegna fella kennarar niður kennslu? Greinargerð um 8. nóvember X fundi i fulltrúaráði Stéttarfé- lags barnakennara i Reykjavik, mánudaginn 1. nóv. sl. þar sem mættir voru fulltrúar frá öllum barnaskólum borgarinnar, auk aðal- og varastjórnar félagsins, var einróma samþykkt, að fella niður kennslu í öllum deildum 12 ára barna og yngri við barna- skóla Reykjavikur, mánudaginn 8. nóv. n.k. 1 þess stað mæta kennarar á venjulegum starfs- tima i skólunum til fundarhalda og könnunar á kjörum sfnum og stöðu. A þessum fundi lýstu allir fulltrúarnir yfir þvi, að þessi mál hefðu verið rædd i skólunum næstu daga á undan og fundar- samþykkt lægi fyrir hjá svo til öllum kennarafélögunum, að efna til aðgerða sem þessara. En hvers vegna gripa kennarar til svona aðgerða, kynni margur að spyrja? Undanfarin ár og áratugi hafa ýmsar spurningar brunnið á vör- um kennara varðandi stöðu sina og kjör. Augu þeirra hafa smátt og smátt verið að ljúkast upp fyr- ir þvi, að ýmislegt er þar með öðrum hætti en skyldi, og ýmis- legt er haft i frammi við kennara- stéttina, af valdhöfum, sem ekki er beitt við aðra, einkum og sér i lagi við þá kennara, sem annast uppfræðslu nemenda i barnaskól- um landsins. Þann 8.nóv. n.k. munu kennar- ar gera alvarlega tilraun til að leita svara við þeim spurningum, sem hvað áleitnastar eru. Hvers vegna er þeim kennur- um, sem kenna 12 ára börnum eða yngri, ætlað að kenna 4 stund- um lengurá viku fyrir sömu laun, enþeimkennurum,semkenna 13- 15 ára nemendum, enda þótt þeir kenni við sömu stofnun og allir á grunnskólastigi? Hvers vegna er sömu kennurum ætlað 10% lægra álag á yfirvinnu? Kennarar skilja það vel, að Há- skóli Islands nýtur sérstakrar virðingar hjá þjóðinni. Flest embættisstörf á vegum hins opin- bera eru eingöngu skipuð mönn- um, sem hafa tekið embættispróf frá Háskóla Islands og ekki á færi annarra að fá rétt til að gegna þeim störfum. Þannig eru mörg prestaköll óveitt, þvi enginn guðfræðiingur sækir um þau. Læknishéruð eru óveitt meðan enginn læknismenntaður maður sskir um starfið,, þótt lifi og heilsu fólksins i þvi héraði sé stefnt i voða, og enginn ólöglærð- ur maður myndi voga sér að sækja um embætti sýslumanns eða dómara, þótt nóg væri af slik- um störfum á lausu. En hvað um kennarastarfið? 1 landinu er Kennaraháskóli, sem menntar kennaraefni sin í þrjú ár eftir stúdentspróf. Mætti þvi ekki ætla, að sömu kröfur væru gerðar til þeirra, sem taka að sér kennslu og uppfræðslu æskunnar, og til þeirra, sem ráð- ast til starfa við stofnanir, er krefjast embættisprófs frá Há- skóla Islands? En þvi er ekki að heilsa. A sama tima og Kennara- háskóli Islands útskrifar kennara með háskólapróf B.Ed., eru fjöl- margar af kennarastöðum við grunnskóla setnar mönnum, sem enga kennaramenntun hafa hlot- ið, en hafa fengið ráðningu til starfsins hjá sömu aðilum og hafa yfirumsjón með Kennaraháskóla Islands og um leið mótað starfs- hætti þar. Þetta ástand eiga kennarar erfitt með að skilja. Hvers vegna er kennaraskortur- inn leystur með ráðningu fólks án starfsréttinda, fremur en i önnur embættismannastörf? Er þetta það, sem koma skal? Er þá öll kennaramenntun og allt tal um nauðsyn vel menntaðs kennara- liðs eintómt skrum? Sú spurning er all áleitin i hug- um kennara, hvers vegna verið sé að skipta menntun þeirra i ákveðna flokka eftir stigum. Hvers vegna er kennarapróf, sem tekið var i gamla kennaraskóla- húsinu við Laufásveg metið á 90 stig? Var það þróf ekki mesta kennaramenntun, sem völ var á þá? Æðsta kennaramenntun nú, B.Ed. gráða frá Kennaraháskóla íslands, er metin á 140 stig. Eitt ár við kennslu er metið á 4 stig. Hvers vegna þarf kennari með gamla kennaraprófið að kenna i meira en áratug til að fá jafn- mörg stig og nýútskrifaður kenn- ari? Hvers vegna gildir 4ra vikna námskeið, eða 80 námskeiðs- stundir, það sama og eins vetrar kennslustarf eða 4 stig. Kennarar munu einnig velta þeirri spurningu fyrir sér, hvernig beri að skilgreina ákvæði reglugerðar frá sl. vori um starfstima grunnskóla, að þvi er varðar breytingu á fridögum. Þannig munu kennarar nota timann mánudaginn 8. nóv. n.k. Ef til vill tekst þeim að fipna viðhlýtandi svör við þessum spurningum og fjölda mörgum öðrum, sem þörf er að fjalla um, en ekki hafa verið nefnd hér. Ef til vill verða kennarar ánægðir eftir þessa könnun og sætta sig við sinn hlut. En ef til vill fást ekki fullnægjandi svör og ýmis- legt kann þá að koma upp á yfir- borðið, sem nú er hulið sjónum okkar, en krefst afdráttarlausra svara. Kannski verður þá að grípa til nýrra aðgerða og krefj- ast nýrra svara. Hver veit? Stjórn Stéttarfélags barnakenn- ara i Reykjavik. Hinn 26. okt. sl. var aðal- fundur Stéttarfélags barna- kennara i Reykjavlk haldinn i Alftamýrarskólanum. Um 120 manns sóttu þennan fund. Auk venjulegra aðalfundarstarfa urðu miklar og fjörugarumræð- ur um hagsmunamál kennara. Eftirfarandi tillögur voru samþykktar: I. Aðalfundur Stéttarfélags barnakennara i Reykjavik haldinn 26. okt. 1976 skorar hér með á kennara i skólum, þar sem æfingakennsla fer fram, að neita nú þegar að taka kennara- nema frá KHl vegna mismun- andi mats rikisvaldsins á kennaraprófi úr Kennaraskóla Islands og Kennaraháskóla Is- lands. II. Aðalfundur Stéttarfélags barnakennara i Reykjavik ályktar: Með hliðsjón af þeirri megnu óánægju, sem rikir meðal kenn- ara i SBR vegna skilningsleysis og vanmats stjórnvalda á starfi kennara 1.-6. bekkjar grunn- skóla, vill fundurinn benda á eftirfarandi: 1. Félagar munu standa ein- huga vörð um, að við næstu kjarasamninga verði kennslu- skylda allra kennara grunnskól- ans hin sama. 2. Fundurinn vill ennfremur minna stjórn Sambands isl. barnakennara á, að þó hún hafi nú samið „vopnahlé” fram að næstu samningum, haldi hún vöku sinni i baráttumálum stéttarinnar og vinni m.a. markvisst að þvi, að almennt kennarapróf sé metið til jafns i launum, hvort heldur það er frá Kennaraskóla Islands eða Kennaraháskóla Islands, Leitaö verði stuðnings heildarsamtaka opinberra starfsmanna, enda er það eitt af baráttumálum BSRB, að próf, sem veita tiltek- in starfsréttindi verði metin jafngild, án tillits til þess á hvaða tima þau eru tekin. 3. Fundurinn skorar jafn- framt á stjórn BSRB að beita sér af fullri alvöru að þvi, i næsta kjarasamningi, að laun og kjör allra opinberra starfs- manna verði stórlega bætt. Stjórn félagsins skipa nú: Formaður Tómas Einarsson, Hliðaskóla. Varaform. Kolfinna Bjarnadóttir Hvassaleitissk. Ritari Aslaug Brynjólfsdóttir, Fossvogsskóla. Gjaldkeri Július Sigurbjörnsson Hvassaleitissk. Me ð s t j ór n a nd i Sigrún Guðmundsdóttir, Vogaskóla. GLÆSILEGASTA BILASYNING VOLVO FRAM TIL ÞESSA. VIÐ SÝNUM VOLVO 244, 343 OG 66 Á SELFOSSI! Nýju Volvobílarnir verða til sýnis hjá Bílasmiðju K. Á. á Selfossi, laugardaginn 6. nóvember n. k. Sýningin verður opin kl. 13 - 18. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 VO» vo VOLVO 245 VOLVO M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.