Tíminn - 17.11.1976, Page 8

Tíminn - 17.11.1976, Page 8
Steingrímur Hermannsson: Framkvæmd skattaiaga 8 Steingrimur Hermannsson flutti nýlega framsögu fyrir þingsályktunartillögu sinni um rannsókn á framkvæmd skatta- laga. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rfkis- stjórninni aö láta fara fram rannsókn á framkvæmd skattalaga i hinum ýmsu skattaumdæmum landsins. Að lokinni þeirri rannsókn verði.ef ástæða þykir til, scttar reglur, sem stuðii að samræmingu i framkvæmd skattaiaga, svo og um skyldur skattstjóra, bæði gagnvart rikisvaidinu og skatt- greiðendum. Verki þessu skai iokið fyrir álagningu skattaárið 1977 og niðurstöður birtar”. Steingrimur gat þess, aö siö- ustu mánuöi heföu orðið miklar umræöur um skattaálagningu. Lagöi hann áherzlu á aö gera þyrfti ýmsar breytingar, sem tryggðu m.a. aö allir Islendingar tækju eðlilegan þátt i rekstrar- kostnaöi sveitarfélaga og þjóö- félagsins almennt. Hins vegar lagöi Steingrimur áherzlu á, aö framkvæmd skattalaga væri ekki siður mikilvæg, eins og komið heföi fram hjá ýmsum aðilum, m.a. hjá forsætisráðherra i stefnuræöu hans, og i svari fjár- málaráöherra við fyrirspurn á Alþingi nýlega. Þá hafði fjár- málaráðherra eftirfarandi eftir rikisskattstjóra: ,,öll framkvæmd viö álagningu tekjuskatts og eignaskatts er i höndum skattstjóra sbr. ákvæöi i 37. gr. skattalaga og á þeirra ábyrgð. Rikisskattstjóri hefur enga heimild til afskipta af þvi, hvernig hver skattstjóri um sig skipuleggur og vinnur verkefnið. Það getur þvi verið misjafnt milli skattstjóra hversu itarlega farið er I ein- stök atriöi og hve mörg og þá hvaða atriði eru afgreidd við útkomu skattskrár og hver á sfðara stigi úrvinnslu”. Steingrimurvaktiathygli á þvi, að samkvæmt 42. gr. skattalaga ber rikisskattstjóra þó skylda til að beita sér fyrir vissri samræm- ingu á framkvæmd, enda hefur hann leitazt við að gera það meö árlegum fundum, o.fl. Einnig skv. 45. gr. skattalaga ber fjármála- ráðherra aö hafa eftirlit með þvi, að skattstjórar, rikisskattstjóri og rikisskattanefnd ræki skyldur sinar. Steingrimur kvað unnt að nefna fjölmörg dæmi um furðulega framkvæmd skattaálagningar. Til dæmis hafi þegar i umræöu á Alþingi verið visað til harðorðrar samþykktar Búnaðarsambands Strandamanna um tekjuskatts- álagningu á starfsemi þess, sem mun vera einstæð. Hins vegar TÍMINN kvaðst Steingrimur frekar vilja styðjast við tölur, sem hann hefði fengið frá rikisskattstjóra, um kærur vegna tekjuskattaálagn- ingar og breytingar á tekjuskött- um, sem gæfu til kynna mjög breytilegt ástand þessara mála i skattumdæmum landsins. Upp- lýsingar þessar fylgja hér með i töfhi. Þessar upplýsingar sýna, aö kærur eru langsamlega flestar i Vestfjarðakjördæmi miðað viö ibúafjölda, eða 55 fyrir hverja 1000 ibúa. Þar verður lækkun skatta einnig mest, eða kr. 3,8 milljónir fyrir hverja 1000 ibúa. Kærur i Reykjavik og Reykjanesi eru um 40 fyrir hverja þúsund ibúa, á Suðurlandi og Vest- mannaeyjum samtals 31,6 fyrir hverja 1000 ibúa. Breytingar á tekjusköttum eru hins vegar næstmestar á Suður- landi og Vestmannaeyjum, sam- tals lækkun um 1,7 milljón krónur fyrir hverja 1000 ibúa, þar næst koma Reykjanes, Vesturland og Austurland með kr. 1,5-1,6 millj. fyrirhverja 1000 ibúa, og minna i öðrum kjördæmum. Fyrir landið allt verður meðaltalslækkun kr. 1,0 milljón fyrir hverja 1000 ibúa. Steingrimur ræddi siðan nokk- uð um söluskattinn. Hann kvað erfiðara að fá tölulegar staö- reyndir um kærur og leiðrétting- ar á söluskatti, þvi þær berast inn allt árið. Hins vegar kvaö hann fjölmörg dæmi um furðulega álagningu söluskatts, t.d. I Vest- fjarðakjördæmi. Nefndi hann sér- staklega, að nú i ár hefði sölu- skattur 5 ár aftur i timann verið lagður á ýmiss konar hlunnindi, sem þó hefðu ávallt verið talin fram án þess að söluskatts væri krafizt. Af þessum sama tekju- stofni væri þvi búið að greiða tekjuskatta, og nú ætti að inn- IVliövikudagur 17. nóvember 1976 Steingrimur Hermannsson. heimta hluta af honum i sölu- skatt. Svipaða sögu mætti segja um greiðasölu, sem ávallt hefði verið talin fram, og söluskattur greiddur af hráefni i innkaupi. Þess væru nú dæmi, að skyndi- lega væri krafizt söluskatts af öll- um rekstrinum nokkur ár aftur i timann. Steingrimur varpaði fram þeirri spurningu, hvort mistökin gætu talizt hjá þeim, sem telur rétt fram, fremur en starfsmanni skattsins, sem ekki gerir viðvart um söluskattsskyldu strax. Steingrimur taldi liklegt, aö herða þyrftiákvæði 42. gr. skatta- laga um skyldu rikisskattstjóra og heimild til þess aö stuöla að samræmingu i framkvæmd skattalaga, og jafnvel 45. gr. um eftirlit fjármálaráðherra. Einnig taldi hann liklegt, að efla þyrfti skattstofurnar sjálfar til þess að þær gætu betur sinnt'þvi hlutverki sinu að leiðbeina skattgreiðend- um að vissu marki. Hann lagði áherzlu á, að skatt- stjórar og starfsmenn skattstofu ættu ekki aö vera eins konar toll- heimtumenn rikisins eingöngu, heldur jafnframt starfsmenn al- þjóðar, sem hefðu það hlutskipti að skipta þeirri byrði, sem allir landsmenn eiga að bera af rekstri þjóðarbúsins, sem sanngjarnast. Hann lagöi áherzlu á, að sann- gjörn framkvæmd skattalaga væri viljiallra og kvaöst vona, að tiilagan fengi skjóta afgreiðslu og rannsóknin framkvæmd án tafar, þannig að staöreyndir gætu legið fyrir fyrir álagningu skatta áriö 1977. TEKJUSKATTAR Kærur og breytingar skattaárið 1975 Skattumdæmi KÆRUR BREYTINGAR A TEKJUSKÖTTUM — Millj. kr. Fjöldi pr.lOOOfbúa Einstaklingar Félög Samtals pr. lOOOíbúa Reykjavik 3407 40,3 4- 35,5 4- 15,0 4- 50,5 4- 0,6 Reykjanes 1818 39,9 T 58,3 4- 7,6 4- 65,9 4- 1,5 Vesturland 306 21,9 4- 14,6 T 6,5 4- 21,1 -í- 1,5 Vestfiröir 550 55 4- 13,0 4- 25,1 4- 38,1 4- 3,8 Norðuriand vestra 180 18 4- 5,7 + 0,6 4- 5,1 + 0,5 Norðurland leystra 318 13,3 4- 7,6 + 10,5 + 2,9 + 0,12 Austuriand 4- 17,2 T 1,6 4- 18,8 4- 1,6 Suðurtand + 7,0 4- 7,4 4- 0,4 Vestmannaeyjar -r 19,6 4- 11,2 4- 30,8 Suðurland og Vestm.eyjar 595 31,6 4- 12,6 4- 18,6 4- 31,2 4- 1,7 LANDIÐ ALLT 4- 164,5 + 63,4 4- 227,9 4- 1,0 Sami kjördagur fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar? Jón Skaftason flytur þingsólyktunartillögu þess efnis Jón Skaftason hefur lagt fram þingsályktunartiliögu, sem felur það i sér, að rikisstjórnin láti at- huga, hvort ekki sé æskilegt, að reglulegar kosningar til Alþingis og sveitarstjórna fari fram sam- timis. t greinargerð segir flutn- ingsmaður: „Kjörtimabil til Alþingis og sveitarstjórna er venjulegast 4 ár. Skv. 57. gr. laga nr. 52 frá 14. ágúst 1959, sbr. lög 22/1971, eiga almennar, reglulegar alþingis- kosningar að fara fram siöasta sunnudag i júnimánuði. Hafi þingrof átt sér stað getur kjör- dagur þó verið annar. Skv. 17. gr. laga nr. 58 frá 29. marz 1961 eiga almennar sveitar- stjórnarkosningar i bæjum og þeim hreppum, þar sem fullir 3/4 hlutar Ibúanna eru búsettir i kauptúni, að fara fram siðasta sunnudag i maimánuði, sem ekki ber upp á hvitasunnudag. Það er vel þekkt hérlendis að kosningaundirbúningur fyrir al- þingis- og sveitarstjórnarkosn- ingar er kostnaðarsamur og timafrekur. Siðustu vikurnar fyrir kosningarnar eru starfs- menn flokkanna og embættis- menn, sem sjá eiga um kosn- ingarnar, algjörlega bundnir kosningastarfinu. Kosninga- undirbúningsins gætir og um allt þjóðfélagið. Venjulegast er ekki kosið sama ár til Alþingis og sveitarstjórna. Rándýr kosningaundirbúningur fer þvi fram bæði fyrir alþingis- og sveitarstjórnarkosningar. Frá þjóöfélagslegu sjónarmiði verður að telja þetta óheppilegt og að áliti flm. þessarar tillögu ónauð- synlegt. Réttur kjósandans til að neyta atkvæðisréttar sins ætti á engan hátt að skerðast við þá breytingu, að kjördagur fyrir reglulegar alþingiskosningar og sveitarstjórnarkosningar verði sá sami og að þær fari fram sam- timis. Með tillöguflutningi þessum er lagt til, að Alþingi feli rikisstjórn- inni aö athuga breytingu i þessa áttina. Flm. er kunnugt um, að árið 1970 var i Sviþjóð tekið í lög þaö ákvæði að kjósa samtimis til þjóðþings (riksdagen), lands- þinga (landsting) og sveitar- og bæjarstjórna (kommun). Þessi skipan gekk i gildi um leið og einnar deildar kerfi var komið á i þjóöþinginu. Kjördagur þar er þriðji sunnudagur i september þriöja hvert ár. Aður höfðu gilt svipuð ákvæði og hér, þ.e. að kjörttmabilið var fjögur ár og kosningar annars vegar til þjóð- þingsins og hins vegar til lands- þinga og sveitar- og bæjarstjórna Skaftason. alþingi voru aðskiidar og fóru ekki fram á sama ári. Það er fullrar athygli vert fyrir Islendinga — frá tæknilegu sjónarmiði séð — að athuga, hvernig sænskir kjósendur fara að þvi að kjósa. Ég nefni nokkur atriði: 1. Þar sem I raun er um þrennar ólikar kosningar að ræða, eru kjörseðlarnir i mismunandi litum Til aðgreiningar. þ.e. gulir (riksdag), bláir (lands- ting) og hvitir (kommun). 2. Hér er þvl svo farið, að kjós- andinn fær við kosningu af- hentan kjörseðil með nöfnum frambjóðenda allra flokka, og honum er siöan ætlað að krossa við bókstaf þess lista, sem hann styður. 1 Sviþjóð eru á hinn bóginn gefnir út sér kjörseðlar fyrir hvern þeirra flokka, sem i framboði eru, og sjá flokkarnir um að senda þá til kjósenda fyrir kosningar. Hver kjósandi fær þvi i hendur a.m.k. 15 kjör- seðla (5 flokkar x 3 kosningar) og fleiri þar sem fleiri flokkar en núverandi þingflokkar bjóöa fram. Auk þess geta þeir kjós- endur, sem þess óska, fengið eyðukjörseðla á kjörstað. Hafi kjósandi — einhverra hluta vegna — ekki fengið i hendur kjörseðla þess flokks, sem hann óskarað kjósa, þá er vaninn sá, að fulltrúar flokkanna standa utan við kjörstað allan kosn- ingadaginn og deila út kjör- seðlum. Þar að auki liggja kjörseðlar frammi á kjörstað. 3.1 kjörstað fær kjósandinn bara i hendur þrjú umslög (eitt fyrir hvern þeirra kjörseðla, sem hann tekur með sér i kjörklef- ann). Siðan fer hann inn i sjálfan kjörklefann og stingur niður i umslagið kjörseöli þess flokks, sem hann óskar að kjósa. Að siðustu afhendir hann umslögin þrjú og um leið er merkt við á kjörskrá að við- komandi hafi kosið. A um- slagahornunum eru smágöt, þannig að hægt er að sjá lit kjörseðlanna og fylgjast með þvi, að hver kjósandi hafi að- eins kosið einu sinni i hverjum kosningum, svo og að sjá til þess, að hver kjörseöill lendi i réttum kjörkassa, þ.e. gulur i þjóðþingskjörkassanum o.s.frv. Að sjálfsögöu gerir þetta kjósandanum kleift að greiöa mismunandi flokkum atkvæði i kosningunum þremur, þannig að hann getur t.d. kosið miðflokkinn til þings, jafnaðarmenn til landsþings og kommúnista til sveitar- stjórnarstarfa.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.