Tíminn - 17.11.1976, Síða 13
Miðvikudagur 17. nóvember 1976
IIMINN
13
-----------—--------------
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Óli frá Skuld” eftir Stcfán
Jónsson Gisli Halldórsson
leikari les. (11).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35. Dagvistarstofnanir fyr-
ir börn — ill nauðsyn éða
sjálfsögð mannréttindi?
Guðný Guðbjörnsdóttir
lektor flytur erindi.
20.00 Kvöldvakaa. Eisöngur:
Jón Kr. ölafsson syngur
islen/.k lög Ólafur Vignir
Albertsson leikur á pianó. b.
Bóndinn á Brúnum Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur
flytur annan hluta frásögu
sinnar. c. ,,A ströndinni
minni heima” Jóhannes
Jónsson frá Asparvik fer
með frumort ljóð. d. Af
blöðum Jakobs Dagssonar
Bryndis Sigurðardóttir les
þætti, sem Bergsveinn
Skúlason skraði. e. Tveir
þættir frá árum áður.
Guðmundur Bernharðsson
segir frá sjómennsku og
glettum við danskan faktor.
f. Um islenzka þjóðhætti
Ami Björnsson cand. mag.
talar. g. Kórsöngur Söng-
flokkur syngur lög úr laga-
flokknum „Alþýðuvísum
um ástina” eftir Gunnar
Reyni Sveinsson viö ljóð eft-
ir Birgi Sigurðsson,
tónskáldið stjórnar.
21.30 tJtvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staðir” eftir
Truman Capote Atli
Magnússon les þýðingu sina
(6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „Minningabók
Þorvaíds Thoroddsens”
Sveinn Skorri Höskuldsson
les (11).
22.40 Nútimatónlist. Þorkell
Sigurbjörnsson kynnir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Miðvikudagur
17. nóvember
18.00 Þúsunddyrahúsið Norsk
myndasaga Krakkus Kráka
Þýðandi Gréta Sigfúsdóttir.
Sögumaður Þórhallur
Sigurðsson. (Nordvision —
Norska sjónvarpið)
18.20 Skipbrotsmennirnir
Astralskur myndaflokkur.
6. þáttur. Villimaðurinn
Þýöandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir
18.45 Lungun Bandarisk
fræðslumynd um starfsemi
lungnanna. 1 myndinni er
m.a. lýst skaðsemi reyk-
inga. Þýðandi Björn
Baldursson. Þulur Gunnar
Helgason.
Hlé
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 JassLinda Walkersyng-
ur með kvartett Gunnars
Ormslev. Kvartettinn skipa
auk Gunnars þeir Guð-
mundur Steingrimsson,
Karl Möller, og Arni Schev-
ing. Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
21.05 Vaka Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.50 t sálarkreppu Sænsk
fræðslumynd um mynda-
flokk Ingmars Bergmans,
Augliti til auglitis, en loka-
þáttur hans var sýndur i
Sjónvarpinu sl. miövikudag.
1 myndinni er m.a. rætt við
sálfræðinga og fólk, sem
reynt hefur að svipta sig lifi.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son. (Nordvision — Sænska
sjónvarpið)
22.40 Dagskrárlok
Hinrik
konung
konur hans
Eftir Paul Rival
hnefum. Eftirlætisíþrótt hans var glíma. Nakinn að
beltisstað þreif hann þjóna föður síns, hann þrýsti þeim
að sér, þar til brakaði í beinum þeirra hann veltist um á
jörðinni og hálfkæfði þá með þunga sínum og neyddi þá
til að biðjast vægðar. Hann var alltaf sigursæll, þar, sem
hann var ákaflega vöðvastæltur og konungssonur.
Nánustu vinir Hinriks voru þeir, sem konunur haf ði út-
nefnt sem ráðgjafa hans, það voru þeir sem skipulögðu
öll íþróttamót og leiki, þeir voru dómarar og voru ósparir
á lof ið. Hinrik var sterkari en hvað hann var gagnrýninn.
Hann trúði því lof i þeirra og hrifningu og varð útblásinn
af hégómaskap. Einkavinirnir depluðu þá augunum hver
til annars og fundu upp á meira smjaðri . Þessir vinir
hertogans voru félausir aðalsmannasynir, sem þurftu að
komast áfram. Þeir ræddu við hann um konur, og gáfu
honum í skyn léynilegt ástarbrall, en þær sögur þeirra
fylltu Hinrik öfund og aðdáun. Sigauna skáld, sem hafði
tekizt að koma áér í mjúkinn hjá Hinrik, þegar hann var
barn að aldri, skemmti honum með hetjusögum. Vinir
Hinriks fóru með hann á veiðar. Þeir veiddu dádýr í
hinum víðlendu skógum konungs, sem lágu umhverfis
kastalana í Eltham, Richmond og Windsor, veiðimenn-
irnir urðu sem drukknir af hinni karlmannlegu og heil-
næmu gleði, sem veiðar veita, bergmál frá veiðilúðrum
gáf u þeim þrótt, þegar þeir heyrðu þá gjalla og yf ir þeim
hverfdist frostbjartur desemberhiminn. Hinn ungi
Hinrik naut munúðarfullrar gleði af þessari karl-
mannlegu skemmtun.
En samt bar skugga á hamingju hans, hann var ekki
elzti sonurinn: ,, Krúnan verður aldrei mín, ég verð alltaf
að hlýða, verð að taka við skipunum bróður míns, frá
hinum skuggalega og veiklulega Arthur." Einkavinirnir
höfðu vonir um að Arthur mætti f jarlægja. Hinrik var of
vel kristinn til að leiða hugann að slíku. Og hvað sem
öðru leið, gat veikt fólk, og það jafnvel berklaveikt, lif-
að. Hinrik VII, var berklaveikur og var búinn að vera
konungur í tuttugu ár.
Þegar voraði hvarf þessi skuggi. Þá kom f réttin um að
Arthur hef ði dáið í örmum Katrínár, þar í kastala sínum
í Wales. Hinrik grét beisklega. Því næst spurði hann
hvort hann yrði nú prins af Wales og erf ingi krúnunnar.
Honum var sagt að vera þolinmóður, því hin unga
spænska prinsessa gæti vel borið ríkisarfa undir belti.
Aðdáun sú, er Hinrik hafði á Katrínu, minnkaði allt í
einu.
Nú liðu nokkrar vikur, en þá varð Katrin að játa að hún
ætti ekki barnsvon. Þannig tóku örlögin af skarið. Katrín
var vonsvikin, og það voru hennar kæru Spánverjar líka.
Var nú gert ráð f yrír að þeir hyrf u aftur heim til Kastilíu
Hinrik VII, hefði með gleði sent hana heim, en þá yrði
hann að skila heimanmundinum. Hann aðhafðist því
ekkert strax. Hann hafði Katrínu hjá sér og hún fylgdi
konungsfjölskyldunni frá einum kastala til annars, á
þeirra stöðuga ferðalagi. Belti hinnar heilögu meyjar
hafði reynzt gagnlaust.
Elisabet drottning hélt verndarvæng sínum yfir
Katrinu, en Hinrik VII, fannst dýrt að hafa hana. En
brátt veiktist hin góða drottning, fráfall Arthurs hafði
riðið henni að fullu, því lifði hún ekki af eina sængurleg-
una enn. Hún dó í London, í íbúðsinni í Tower.
Hjúskapar áfortn konungs.
Undir eins og kunungur hafði syrgt drottningu sína
sómasamlega, fór hann að hugieiða hvern ábata hann
gæti haft af missi sínum, Hann gæti til dæmis kvænzt
Katrínu, þá gæti hann haidið þeim hundrað þúsund krón-
um, sem þegar var búið að greiða af heimanmundi henn-
ar og einnig fengið hinn helminginn, sem enn var
ógreiddur, þó að Katrín væri ekki fullkomin þá var þó
likami hennar ungur og heitur, en það mundi honum
notalegt, fullorðnum og tæringarveikum. Katrin varð
skelfingu lostin og Isabella og Ferdinand neituðu af-
dráttarlaust. Þau vildu að dóttir þeirra eignaðist ungan
og kröftugan eiginmann, sem gæti ráðið ríki lengi, þau
kröfðust þvi að fá Hinrik ríkisarfa. Katrín var að vísu
sex árum eldri en hann, en f ullþroska kona, er líklegri til
að vera manni sínum trú, til að gefa honum góð ráð og
fæða heilbrigð börn. Til þess að fá allan heimanmund-
inn, samþykkti Hinrik VII. Á tólfta afmælisdegi
Hinriks var Katrin, hátíðlega föstnuð honum, þetta var í
júnímánuði. Þessi feitlagni drengur var mjög hátiðlegur
fjegar hann dró hringinn a fingur hinnar átján ára
stúlku, sem þegar þekkti til fulls vegi holdsins. Hinrik
fannst þessi athöfn gera hann að fulltíða manni.
Þetta var ár brúðkaupa, Hinrik VII, hélt einnig hátíð-
legt brúðkaup hinnar Ijúf lyndu og fríðu Margrétar dótt-
ur sinnar. í þessu tilviki var hjónabandíð fullkomið en
ekki einungis táknrænt, því hér var um fulltíða fólk að
ræða. Brúðguminn var meira en þrítugur og konungur
Skotlands. Hinrik gerði þetta brúðkaup eftirminnilegt,
með glæsilegum hátíðahöldum og burtreiðum. Hann
stundi að vísu þungan yfir útgjöldunum og reyndi að
koma á sérstökum sköttum, en því neitaði neðri deild
þingsins.
Hinrik litaðist þá um eftir öðrum f járöflunar leiðum,
hann fór að hyggja aftur að eftirsóknarverðum prins-
essum. Hann bauðst til að ganga að eiga eina frá
Neapels, þá tvær franskar, frænkur Loðvíks XII, þær
voru mæðgur, Hinrik var f ús til að ganga að eiga hvora
þeirra, sem var, án greinarmunar. En heppnin var ekki
með honum. Konungur var orðinn þreyttur á að sjá f yrir
Katrinu, hann lét hana fá litið að borða, helzt brauð og
grænmeti, ekkert kjöt, prinsessa verður að vera grönn.
Isabella var dáin og Ferdinand var einnig að hugsa um
nytsamt kvonfang. Katrin átti nú ekki eftir neinn ullar-
kjól, sem hægt var að vera í, hún neyddíst því til að nota
daglega, skrautlega veizlukjóla. Hinrik VII, var að
hugsa um að senda hana heim. Þegar sonur hans varð
f jórtán ára, lét hann leiða hann fyrir biskup, það var
farið fram á að prinsinn, mótmælti og ónýtti trúlofun
sina. Prinsinn ungi samþykkti þetta með glöðu geði.
Hann hafði misst áhugann fyrir Katrínu, ef til vill höfðu
einkavinir'hans séð um að hann hafði þá þegar reynt
aðra ávexti. Katrín þjáðist, hljóðlát. Gamli kongurinn
móðgaði hana, það endaði með að hann ásakaði hana
fyrir óheiðarlegt framferði með einum munka hennar.
Sérhver átylla var nógu góð, ef hægt var að nota hana
til að f ylla f járhirzlur Hinriks VII, hann arðrændi þegna
sína af ákefð. Hinir miklu fyrirrennarar hans höfðu
höggvið höfuðin af aðalsmönnum sínum, hann hjó
buddustrengi þeirra. Hann var ræningi, sem hrifsaði
allt, sem hann gat náð í. Fillipus af Habsborg og drottn-
ing hans, hin vitskerta Jóhanna, höfðu orðið skipreika
við Englandsstrendur, þeim var ekki leyft að fara leiðar
sinnar nema að greiða lausnargjald. Þeim var ekki gert
að greiða fésekt, heldur urðu þau að samþykkja hag-
stæðan viðskiptasamning. Katrín sagði systur sinni öll
sín vandræði, en vitfyrringurinn hlustaði ekki á hana,
fyrir hana átti heimurinn ekkert, nema Fillipus og
likama hans og faðmlög. Hún hafði sloppið frá Spáni, og
komist til hans, til Belgíu, hún gekk f ram af honum með
afbrýði, tárum og reiðiköstum. Eitt sinn réðst hún á og
ætlaði að kyrkja eina af hinum Ijóshærðu ástmeyjum
hans, það varð að bjarga henni úr klóm hennar. Katrín
horfði á eftir systur sinni, þegar hún fór ásamt hinum
„Heldur þú i alvöru, aö bróöir
þinn muni taka mig sem kúreka á
búgaröinn sinn?” „Faröu nú
heim Denni og biddu þar til sim-
inn hringir.”
DENNI
DÆMALAUSI