Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 26. nóvember 1976 Umboðslaun, óþurftar ólagning íslendingar hafa lifað meiri umskipti i verzlunarmálum en almennt gerist um aðrar þjóðir. Það er erfitt fyrir þær kynslóðir, sem nú llfa, að átta sig á hvernig viðskiptaháttum var varið hér á landi á einokunartimunum, er verzlunaránauð rikti, sem for- feður okkar máttu nauðugir vilj- ugir þola um aldir. Núorðið er það skoðun flestra, að Islendingar njóti yfirleitt sömu viðskiptakjara og aðrar þjóðir við vöruinnkaup frá erlendum framleiðendum þrátt fyrir smæð sína og nokkra sérstöðu vegna legu landsins. Það vakti verðskuldaða undrun, er verðlags- stjóri upplýsti nýverið, eftir könnun er han lét framkvæma i Bretlandi, að islenzkir heildsalar greiddu hærra verð fyrir vörur sinar heldur en starfsbræður þeirra þar i landi. Þótt könnuninni væri um margt ábótavant og hún gefi efalitið ranga mynd af innflutningsmál- um almennt, er hún fyrir margra hluta sakir at- hyglisverð. Af henni má draga þá ályktun, að er- lend umboðslaun leiði yfirleitt til hækkaðs vöru- verðs, á kostnað neytandans i þjóðfélaginu. Um- boðslaun er óþurftar álagning er býður uppá háskalegar freistingar. Umboðslaun ríkisins Undanfarið hefur mönnum orðið tiðrætt um innflutning og vöruinnkaup hinna ýmsu stofnana þess opinbera. Hafa margir orðið til að hneyksl- ast og fullyrða að fullmikillar léttúðar gæti þar i sumum tilfellum. A furðu skömmum tima hafa úr uppsprettulindum áróðursmeistaranna komið i dagsljósið mörg dæmi um svonefnd „afbrigðileg innkaup rikisstofnana” er ekki hafi farið rétta boðleið i gegnum Innkaupastofnun rikisins. A þessi háttur rétt á sér? Er Innkaupastofnun rikis ins heppilegur innakaupaaðili fyrir févana stofn- anir og bæjarfélög? Hefur hún hamlað gegn bruðli i opinberum byggingum? Beitir hún sér fyrir hagkvæmum fjáríestingum af hálfu rikis- ins? Vist er, að hún hefur vaxið hraðar en gengur og gerist með fyrirtæki á tslandi, og umsvif henn- ar eru til jafns við stærstu heildsala landsins, en lýsir það kostum hennar? i reglugerð um Innkaupastofnun rikisins segir svo: „Hlutverk Innkaupastofnunar rikisins er að annast innkaup og útvegun á vörum, sem rikis- stofnanir þarfnast og nauðsynlegar eru vegna framkvæmda rikisins eða rekstrar, sem rikis- stofnanir hafa með höndum”. Án efa hefur tilgangurinn með stofnuninni fyrst og fremst verið sá að færa framkvæmdavaldið undir eina yfirstjórn, þannig að tryggja mætti sem hagkvæmasta fjárfestingu i opinberum framkvæmdum og sýna um leið gott fordæmi fyr- ir þjóðarheildina, i stað þess áð áður var það i höndum fjölmargra stofnana innan rikisbákns- ins. Hins vegar kemur það hvergi fram i reglugerð- inni, að Innkaupastofnunin skuli taka erlend um- boðslaun af viðskiptum fyrir umbjóðendur sina. Heldur er ekki minnzt á það i reglugerðinni, að hún eigi að hagnast á viðskiptum, er hún annast Kynning d ungu framsóknarfólki Magnús Einarsson, Egilsstöðum Fengum viðurnefnið „barnaræningjarnir" á síðum Þjóðviljans Magnús Einarsson, útibús- stjúri Samvinnubankans á Egilsstöðum, er fæddur á Valþjófsstað i Fljótsdal og upp- alinn þar til 18 ára aldurs, en fluttistþá tilEgilsstaða og hefur búið þar siðan. Hann er gagn- fræðingur frá Eiðaskóla, en ræðst strax að námi loknu til starfa hjá Kaupfélagi Héraðs- búa Egilsstöðum þar sem hann gegndi mörgum trúnaðarstörf- um, m.a. sem fulltrúi kaupfé- lagsstjóra frá 1962, eða þar til hann tók við starfi útibússtjóra Samvinnubankans á Egilsstöö- um 1. mai s.l. Magnús hefur starfaö mikið að félagsmálum i sinu heima- héraði. Hann er m.a. formaður i Tónlistarfélaginu á Egilsstöð- um, átti sæti i stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi eitt kjörtimabil, auk þess sem hann gegnir mörgum trúnaðarstörf- um fyrir Framsóknarflokkinn i Austurlandskjördæmi. — Eins og fram er komiö ert þú nýtekinn við starfi útibús- stjóra Samvinnubankans. Er þörf hér fyrir tvær lánastofnan- ir? — Almennt er ég fylgjandi sem mestu valfrelsi fyrir fólk. Fljótsdalshérað ásamt Borgar- firði eystra. er ein félagsleg heild á mörgum sviðum með ibúafjölda yfir 2700 manns, og þess vegna tel ég að það sé fylli- lega grundvöllur fyrir tvær bankastofnanir á svæðinu. Svo má þess geta, að likurnar eru meiri til þess að tveir bank- ar veiti betri þjónustu en einn. Ég er bjartsýnn á rekstur Sam- vinnubankans á Egilsstöðum. — Hvaö er langt siðan þú hófst afskipti af stjórnmálum, og hvers vegna valdir þú Fram- sóknarflokkinn? Ég gekk i FUF á Fljótsdals- héraði 1964. Eyjólfur Eysteins- son, þáverandi erindreki Sam- bands ungra framsóknar- manna, hafði þá ferðast um Austurland og staðið að stofnun félaga ungra framsóknarmanna viðs vegar i kjördæminu. Ég er félagshyggjumaður i innsta eðli minu og fann fljótt að ég átti samleiö með Framsóknar- flokknum. Við gengum nokkrir i lið með Eyjólfi og stóðum að stofnun FUF á Fljótsdalshéraði, og gerðist ég fyrsti formaður þess. Stofnun félagsins varð að mörgu leyti söguleg, þvi að alþýðubandalagsmenn veittust að ýmsum þeim, er unnu að söfnun nýrra félaga og vorum við sakaðir um að sækja fólk allt niður á barnaskólastigið inn i félagið. Þetta var að sjálfsögðu ekki rétt, en engu að siður feng- um við viðurnefnið „barnaræn- Magnús Einarsson Egilsstöðum ingjarnir” á siðum Þjóðviljans. — Hverjir eru mikilvægustu málafiokkarnir i þinu heima- héraði? — Þvi er fljótsvarað. Það eru orkumál og samgöngumál. A Fljótsdalshéraði eru sennilega mestu orkumöguleikarnir á ís- iandi, þ.e.a.s. Fljótsdalsvirkj- un. Astandið er hins vegar þannig, að nýlega stöðvuðu Raf- magnsveitur rikisins raforku- sölu til húsahitunar — sem ráð- herra slðan afnam — þrátt fyrir að Lagarfossvirkjun er nýlega tekin i notkun, og ýmsir ráða- menn voru á sinum tima van- trúaðirá þörfina fyrir hana, þaö hefur sýnt sig, að raforkuþörfin hefur aukizt meira en menn höfðu búizt við. Annað stórvandamál i sam- bandi við raforkumálin er, að dreifikerfið er svo veikt, að það flytur ekki nægilega mikla orku á milli staða. Þetta kemur fram i þvi, að það getur verið umframorka i nágrenni Lagar- fossvirkjunar og Grimsárvirkj- unar, en svo þurft að notast við disilstöðvarniðurá fjörðum, þvi að ekki er hægt að koma orkunni á milli. Aðaleinkenni samgöngukerfis- ins úti á landi er, að fólk á til- tölulega auðvelt með að komast frá einstökum stöðum til Reykjavikur. Hins vegar er ljóst, að ef byggja á upp fyrir- tæki og atvinnulif, sem treystir á markað heima i fjórðungnum, verður að tryggja að greiðar samgöngur séu á milli staða innan fjórðungsins. Til að finna viðunandi lausn á þessum vanda, er nauðsynlegt, að skipuleggja samgöngur á landi, lofti og sjó i einu lagi, þannig að út komi heildarkerfi, sem fólk getur treyst á. — Finnst þér árangurinn af stjórnarsamstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins vera sá, er þú væntir? — Það er misjafnt eftir mála- flokkum. Þannig náðist mjög góður árangur i landhelgismál- inu, og það, að hann varð svo hagstæður, vil ég fyrst og fremst þakka forystumönnum Framsóknarflokksins i rikis- stjórninni. Þrátt fyrir mjög óhagstæð viðskiptakjör undanfarið hefur tekizt að halda uppi fullri at- vinnu i landinu, gagnstætt þvi er gerðist á árunum 1967-8 þegar Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur vorusaman i stjórn. Þetta hefur aftur á móti það i för með sér, að ekki verður hægt að bæta kjörin innanlands jafnt og við- skiptakjörin erlendis batna. Menn verða að hafa þolinmæði tilað greiða niðurskuldirnar frá erfiðleikaárunum fyrst. Hins vegar hefúr rikisstjórn- inni ekki tekizt að ráða niður- lögum verðbólgunar, frekar en öðrum rikisstjórnum á Islandi, þótt heldur miði i rétta átt. Þeg- ar á heildina er litið er ég nokk- uð ánægður með störf þessarar rikisstjórnar. — Finnst þér, að sú gagnrýni, er fram hefur komið á Fram- sóknarflokkinn, og nokkra af forystumönnum hans, hafi heft framgang hans? — Ég er hræddur um það. Mér finnst, að þeir ráðherrar flokks- ins, sem ráðizt hefur verið að, hafi fullkomlega svarað fyrir sig, þótt enginn hafi gert það jafn eftirminnilega og ólafur Jóhannesson á sinum tima. Þvi miður finnst mér mál- gagn okkar, Timinn, ekki hafa brugðizt við á réttan hátt i svör- um sinum við þessum árásum, og er hann nú jafnvel farinn að nota orðbragð ólánsmanna. Timinn verður skilyrðislaust að taka afstöðu til málanna, eftir þvi hvernig þau eru vaxin, án tillits til hver i hlut á. — Hvað finnst þér sem félags- hyggjumanni um samstarf Samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins? — Það er ljóst, að Fram- sóknarflokkurinn er sprottinn upp úr tveimur félagsmála- hreyfingum, þ.e. ungmennafé- lagshreyfingunni og samvinnu- hreyfingunni. Þvi hljóta tengsl- in þarna á milli alltaf að verða mikil. Ég lit þó svo á, að Sam- vinnuhreyfingin sé i eðli sinu ekki flokkspólitisk. Þó ber að hafa i huga, að Framsóknar- flokkurinn er sá stjórnmála- flokkur islenzkur, er hvaö mest hefur stutt við bakið á henni og stuðlað að framgangi hennar. — Hvernig skýrir þú vanvirö- ingu almennings á Alþingi og alþingismönnum? — Ég hygg að það sé neikvæð- asti hlutinn af störfum Alþingis, er mest ber á, þ.e.a.s. þegar menn eru að biðja um orðið utan dagskrár til þess eins að fá aug- lýsingu. Þá virka alþingismenn oft eins og leikarar i brúðuleik- húsi. Það ber hins vegar oft minna á þeim sem mest liggur eftir. Störf alþingismanna eru áreið- anlega þrotlaus vinna, ef þeir vilja vinna sinum umbjóðend- um vel. Þetta gerizt aðallega með starfi i nefndum, vinnu við undirbúning mála, auk ýmis- konar fyrirgreiðslustarfa fyrir fólk. Ég held að þessi þáttur af starfi alþingismanna sé alltof litið kynntur. Það þarf að gera og er ég þá sannfærður um að viðhorf almennings til Alþingis og alþingismanna mun breytast til batnaðar. ÓK íýrir umbjóðendur sina. Þá er þess ekki getið i reglugerðinni, að hún hafi lager af vörum fyrir- liggjandi rétt eins og hver annar heildsali. Reynslan af störfum Innkaupastofnunar rikis- ins, þau 27 ár sem hún hefur starfað, er þvi miður sú, að hún beinir viðskiptum sinum óheppilega mikið til sömu aðilanna á Stór-Reykjavikursvæð- inu. Hún skeytir litið um byggðastefnu og dreif- ingu viðskiptanna um byggðir landsins. Hún hef- ur enga aðstöðu til að framkvæma gæðamat á vörum. Af framangreindum ástæðum verður ekki séð hvaða hagnaði eða tilgangi það þjónar fyrir rikis- stofnanir, bæjar- og sveitarfélög að beina við- skiptum sinum til Innkaupastofnunar rikisins. Þóknun hennar kemur þeim ekki til góða,—óK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.