Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. nóvember 1976 7 Ályktanir kjördæmisþings framsóknarmanna ó Suðurlandi: Nauðsyn að styrkja stöðu landbúnaðarins og hraða framkvæmdum í samgöngumálum Kjördæmisþing framsóknar- manna á Suöurlandi var haldiö i Vestmannaeyjum 12. og 13. nóv. sl. i stjórn sambandsins voru kjörnir: Formaöur sr. Sváfnir Sveinbjarnarson, Breiöaból- staö, varaformaöur Garöar Hannesson, Hverageröi, meö- stjórnendur ólafur Óiafsson, Höröur Sigurgrimsson, Jóhann Björnsson, Einar Þorsteinsson og Garðar Gestsson. Á kjördæmisþinginu voru fjöl- mörg mál rædd og ályktanir gerðar. Hér á eftir verða þær birtar I heild. Landbúnaðurinn lyftistöng atvinnulífsins Kjördæmisþingiö leggur áherzlu á nauðsyn þess aö styrkja stöðu islenzks land- búnaðar svo hann geti framleitt sem mest af neyzluvörum þjóðarinnar og jafnframt verið i enn rikari mæli lyftistöng at- vinnulifs og byggðar i landinu. Til aö stuðla að þvi er margvis- legra aðgerða þörf, en þingið vill sérstaklega benda á eftir- farandi: 1) Verðlagsgrundvöllur land- búnaðarins veiti bændum sam- bærileg kjör við aðrar stéttir og þeir fái þau laun, sem grund- völlurinn ætlar þeim. Sérstak- lega má benda á nauðsyn þess, að bændum sé greitt grund- vallarverð fyrir framleiðsluvör- ur sem fyrst eftir afhendingu þeirra, i stað þess óhæfilega dráttar, sem þeir hafa nú orðið að sæta. 2) Kannað verði nú þegar hvað þarf að gera til þess að stöðva þann samdrátt, sem viða hefur gætt i mjólkurframleiðslu og farinn er að valda skorti á neyzlumjólk. Brýnt er að ýtt verði undir meiri votheys- geymslubyggingar i hinum úr- komumeiri héruðum til þess að tryggja bændum þar öruggari afkomu frá ári til árs og tryggja næga framleiðslu mjólkur sem næst aðalmarkaðssvæöinu. Ennfremur þarf að hvetja til bygginga á nútimafjósum til þess að stöðva þann flótta frá mjólkurframleiöslunni, sem nú er. 3) Gerðar verði ráðstafanir til að örva kartöflurækt svo að uppskera fullnægi innanlands- neyzlu. 4) Þingið styður tillögur siðasta aðalfundar Stéttarsam- bands bænda i lánamálum, þar sem lögö er áherzla á viðunandi stofnlán til fjárfestingar bú- stofns og jarðarkaupa, ásamt auknum rekstrar- og afurðalán- um og væntir þess að þær nái sem fyrst fram að ganga. 5) Endurbyggja þarf raflinu- kerfi Rafmagnsveitna rikisins til þess m.a. að öllum gefist kostur á að fá 3-fasa rafmagn. Ennfremur skal bent á, að raf- orkuframleiðslan er ekki full- nýtt að sumarlagi, og væri hag- kvæmt að láta hana á vægu verði til súgþurrkunar og sér- staklega til hraðþurrkunar heys. 6) Garðyrkjubændur njóti sambærilegra kjara við aðra bændur i lána- og tollamálum. 7) Þingið skorar á stjórnvöld, að staðsetja ylræktarver i ölfusdal, eins og skýrsla Rann- sóknaráðs rikisins telur hag- kvæmast, sé fyrirtækið á annað borð talið þjóðhagslega hag- kvæmt. 8) Vegna þeirra miklu áfalla, sem bændur sunnan- og vestan- lands haf orðið fyrir af völdum óþurrka s.l. tvö sumur, þá verði þeim nú þegar veitt aðstoö til aö komast fram úr þeim fjárhags- legu erfiöleikum sem af þeim stafar. Hraða verður lagningu varanlegs slitlags 17. kjördæmisþing fram- sóknarfélaga i Suðurlandskjör- dæmi skorar á rikisstjóm og Al- þingi að vinna ötullega að sam- göngumálum kjördæmisins, og hraða framkvæmdum sem mest má verða. Kjördæmisþingið leggur höfuðáherzlu á þessi atriði: 1) Að hraða sem mest lagn- ingu varanlegs slitlags á aðal- þjóðveg austan Þjórsár og jafn- framt verði stóraukið framlag tíl varanlegrar gatnagerðar á þéttbýlissvæðum i kjördæminu. 2) Að stórauka vegabætur sem viðast á byggðavegum út frá aðalþjóðvegi og verði lögð áherzla á að leggja varanlegt slitlag á þá vegi sem þegar eru nægilega undirbyggðir. 3) Að hafizt verði sem fyrst handa við brúarsmiði á ölfusá í Óseyrarnesi. 4) Að nú þegar verði veitt nægilegt fé til að halda áfram markvissum rannsóknum á nýju hafnarstæöi á suðurströnd- inni (samkvæmt tíllögum þeirr- ar stjórnarnefndar erunnið hef- ur að þeim verkefnum á undan- förnum árum). Sérstaklega verði lokið þeim rannsóknum við Dyrhólaey, sem þessi nefnd taldi ólokið þar. Fjölbreyttari og öflugri iðnað þarf að byggja upp ó Suðurlandi 17. kjördæmisþing Fram- sóknarflokksins i Suöurlands- kjördæmi telur brýna nauðsyn bera til að aukið verði og eflt svo sem kostur er atvinnulif i Suðurlandskjördæmi. 1 þvi sambandi vill þingið sér- staklega benda á ýmiss konar iðnað. Margt mælir með öflugri sókn i uppbyggingu iðnaðar i kjördæminu. I fyrsta lagi sú mikla vatns- orka, sem fyrir hendi er, bæði virkjuð og óvirkjuð, og er nú að allt of stórum hluta flutt burt Ur héraðinu. 1 öðru lagi mikill og öflugur landbúnaður. 1 þriðja lagi mikill sjávarafli. 1 fjórða lagi ýmsir möguleik- ar á nýtingu jarðefna og endur- vinnslu iðnaðar. Þvi telur þingið að hefja beri strax raunhæfar og itarlegar til- raunir á þeim möguleikum sem við eigum og liklegastir eru til árangurs. Byggja verður upp enn þá fjölbreyttari og öflugri iðnað en nú er til þess að upp- vaxandi æskufólk þurfi ekki að flytja burt, heldur fái nóg aö starfa við sitthæfi i sinni heima- byggð. Auk þess sem einstakl- ingar og félagasamtök leiti úr- ræöa á þessu sviði, telur þingið, að rikisvaldið þurfi að beita hvetjandi áhrifum og hafa veru- legt frumkvæði. Þvi vill þingið benda sérstak- lega á: 1) Komið verði upp sem allra fyrst verknámsskóla og öflugri iðnmenntun á Suðurlandi ásamt verklegri endurhæfingu. 2) Séð verði til þess, aö iðnaðurinn fái fjármagn til upp- byggingar og njóti i þeim ef num hliðstæðrar fyrirgreiðslu og aðrir höfuðatvinnuvegir þjóöar- innar. 3) Stefnt verði að þvi, aö koma upp aðstöðu til fullvinnslu allrar landbúnaðarframleiðslu innan- héraðs. 4) Unnið berði að meiri og betri nýtingu ýmiss konar sjávarafla og komið verði i veg fyrir að verðmæti fari forgörö- um. 5) Hafin verði framleiðsla á einangrunarefni úr jarðefnum og fleira fyrir byggingariðnaö- inn. 6) Hraðað verði athugunum á hagkvæmni þess að hreinsa sykur innanlands og sykur- hreinsunarstöð reist svo fljótt sem kostur er, ef athugun leiðir i ljós að hagkvæmt sé. Engar frekari veiðiheimildir Kjördæmisþingið þakkar ráð- herrum Framsóknarflokksins fyrir einarða forustu i land- helgismálinu og treystir þvi að rikisstjórnin veiti erlendum þjóðum engar frekari veiði- heimildir innan islenzkrar fisk- veiðilögsögu, en þegar hefur verið samið um. Jafnframt minnir þingið á, að ekkert það hefur komið fram, er véfengir álit fiskifræöinga um ástand fiskstofna á Islandsmiðum. Kjördæmisþingið iýsir óánægju sinni með þau bráða- birgðalög um kaup og kjör sjó- manna á bátaflotanum, sem sett voru á siðasta sumri, og væntir þess að þau verði numin úr gildi hið bráðasta. Hagsmunamól Skaftfellinga Kjördæmisþing framsóknar- manna i Suðurlandskjördæmi haldið i Vestmannaeyjum 12.- 13. nóv. 1976 vekur athygli á þvi alvarlega atvinnuástandi, sem vofir yfir Vik i Mýrdal á næsta ári, þegar Lóranstöðin á Reynisfjalli hættir starfsemi sinni, og leggur áherzlu á, að einhverri annarri starfsemi verði komið þar á fót, t.d. jarð- stöð landssimans. Skorar þingið á þingmenn Framsóknarflokks- ins að vinna aö framgangi þessa máls. Kjördæmisþingið lýsir yfir eindregnum stuðningi við þær framkvæmdir til lendingarbóta, sem hafnar eru viö Dyrhólaey og væntir þess aö Alþingi leggi fram fé á næstu fjárlögum til þessara framkvæmda. Felúr þingið þingmönnum Fram - sóknarflokksins aö vinna ötul- lega aö þessu máli. 7 /, í 11/ ) l1 Basar framsóknar- kvenna á laugar- daginn Á MORGUN, laugardaginn 27. nóvember, verður hinn árlegi basar Félags framsóknarkvenna i Reykjavík haldinn aö Hailveig- arstöðum og hefst hann kl. 14.00. Aö venju verður þar fjölbreytt úrval af alls konar handavinnu, sem konurnar hafa unnið að undanfarið. Má þar t.d. nefna margs konar prjónles og rúm- fatnað á góðu verði. Einnig verða á boðstólum góm- sætar kökur, og geta má þess, að happdrætti verður um forláta fagurt handmálaö postulin. En sjón er sögu rikari. Komið, skoðið og gerið góð kaup. Frá basar Félags framsóknarkvenna i Reykjavik. Uppboð Uppboð verður haldið i félagsheimilinu Stapa i Njarðvik laugardaginn 27. þ.m. og hefst kl. 13.30. Seldur verður upptækur varningur, m.a. hljómburðartæki, postulinsstyttur, íatn- aður, leikföng, hljómplötur og segul- bandsspólur, svo og ýmsar ótollafgreidd- ar vörur. Greiðsla fari íram i reiðufé við hamars- högg. Lögreglustjórinn á Keflavikurflugvelli. 23. nóvember 1976 Vestmannaeyjar Umboðsmaður óskast til að sjá um dreif- ingu og innheimtu blaðsins. Upplýsingar á skrifstofunni, Aðalstræti 7, Simi 26-500, Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.