Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 26. nóvember 1976 Föstudagur 26. nóvember 1976 11 Norrænar bækur kynntar í Norræna húsinu Undanfarin ár hafa sendikenn- ararnir i samvinnu við bókasafn Norræna hússins haft kynningu á athyglisverðum bókum hins nor- ræna bókamarkaðs haust hvert. Til þessarar kynningar hefir ver- ið boðið norrænum rithöfundum, og hafa Ebbe Klövdal Reich frá Danmörku, Lars Huldén frá Finnlandi, Olav H. Hauge frá Noregi og Per-Gunnar Evender frá Svíþjóð verið gestir. Að þessu sinni verður það danski rithöf- undurinn Svend Age Madsen. Einsog áður verða kynningarn- ar tvær, hinn fyrri á bókum frá Finnlandi og Sviþjóð, og fer hún fram laugardaginn 27. nóvember og verður i umsjá sænska sendi- kennarans, Ingrid Westin, og finnska sendikennarans, Ros- Mari Rosenberg. Síðari kynningin, þegar á dag- skrá verða danskar og norskar bækur verður laugardaginn 4. des.,og sjá danski sendikennar- inn, Peter Rasmussen, og norski sendikennarinn, Ingeborg Donali um hana. Þar les Svend Age Madsen m.a. upp úr nýjustu bók sinni, tveggja binda verki, sem heitir Tugt og utugt i Mellemtid- en. Könnun Kyrrahafsins — 4. bindið í bókaflokknum Lönd og landkönnun gébé Rvik. — Fjórða bindið i bókaflokknum Lönd og landkönn- un, KÖNNUN KYRRAHAFSINS, er komið út hjá bókaútgáfunni örn og örlygur. Þýöandi er Stein- dór Steindórsson frá Hlöðum og umsjón með islenzku útgáfunni höfðu örnólfur Thorlacius og Hákon Tryggvason. Þau þrjú bindi sem þegar eru komin út, heita Frumherjar i landaleit, Handan viö sjóndeildarhring og Landafundirnir miklu. Hér er i rauninni mannkynssagan sögð með nýjum hætti eins og hún blasti við af sjónarhóii land- könnuðanna. 1 þessu nýja bindi, segir frá Vasco Núnes de Balbao, sem fyrstur Evrópumanna leit Kyrra- hafið augum, fyrstu landnemun- um á Kyrrahafseyjum og fjöl- mörgu öðru. Bókin, eins og fyrri bindin, eru prentuð erlendis og prýða lit- myndir hverja einustu siðu. Ný barnabók: Maggi mýslingur gébé Rvik — MAGGI MÝSLINGUR nefnist litil falleg litmyndabók eftir hinn heims- kunna barnabókahöfund, Richard Scarry. Það er bókaútgáfan örn og örlygur, sem gefur bókina út, en hún er þýdd af Lofti Guðmundssyni. — I bókinni eru 11 stuttar sögur með stórum lit- myndum. Auglýsið í Tímanum Sjö ára bekkur I öldutúnsskóla I Hafnarfirði. Breytingor á námsskipan í barna- og gagn Tólf ára bekkur i Árbæjarskóla i Reykjavik. frseðaskólum og nómsmat við lok grunnskóla Eftirfarandi grein er tekin úr Fréttabréfi frá menntamálaráðu- neytinu, sem út kom 15. ndvem- ber s.L. I samræmi við lög nr. 63/1974 er nú unnið að þvi að koma á 9 ára samfelldum grunnskóla. Fram til þessa hafa barna- og gagnfræða- skólar skipzt i áfanga, sem hverj- um um sig lauk með meiriháttar prófum. Barnapróf var tekið við lok 6. námsárs, unglingapróf, sem jafnframt er lok skyldu- náms, við lok 8. námsárs, landspróf miðskóla við lok 9. námsárs og gagnfræðapróf við lok 10. námsárs. A siðustu árum hafa u.þ.b. 30% hvers árgangs þreytt landspróf miðskóla og þar hafa milli 60 og 70% staðizt próf, nokkuð breytilegt eftir árum. Við tilkomu samfellds 9 ára grunnskóla verða fyrrnefnd áfangapróf afnumin og var barnaprófið fellt niður frá og með vorinu 1975 svo og öll sérákvæði, sem um það hafa gilt sbr. bréf ráðuneytisins dags. 9. september 1974 og 28. október 1974. 1 bréfinu frá 28. október segir m.a.: ,,AÖ þvi er varðar flutning nemenda milli bekkja í skyldu- námsskólum skal miða við þá reglu, að nemendur færistupp um .einn bekk á ári. Frávik frá þessu skulu ákveðin af skólastjóra að höfðu samráði við aöalkennara nemandans og að fengnum umsögnum annarra kennara hans og skólasálfræðings, starfi hann i skólahverfinu. Einnig skal fá samþykki foreldra hvort sem um er að ræða seinkun eða flýt- ingu nemanda.” Skv. 88. gr. grunnskólalaga skal stef nt að þvi, að ákvæöið um leng- ingu skólaskyldunnar i 9 ár komi til framkvæmda samtimis á landinu öllu 6 árum eftir gildis- töku laganna og helzt þvi unglingaprófið til ársins 1980, en fellur þá niður að óbreyttum lög- um. Skv. ákvæði til bráðabirgða skal menntamálaráðherra, að liðnum 4 árum frá gildistöku lag- anna, gera Alþingi grein fyrir framkvæmd þeirra og þá einkum undirbúningi að niu ára skóla- skyldu, þannig að Alþingi gefist kostur á að álykta á ný um það ákvæði. Meðan unglingaprófið helzt, er hæpið að tala um 9 ára samfelld- an grunnskóla. Er þvi helzt að miða við, að dregið verði úr áhrifum þess með þvi að rýmka túlkun ákvæða, sem um það gilda og beita t.d. sömu aðferðum við inntöku nemenda i 9. bekk og bent var á hér að framan um aðra bekki skólans. Með þessu móti er helzt unnt að fá nokkra mynd af þvi hvernig 9 ára samfelldur grunnskóli verður i framkvæmd jafnvel þótt lenging skólaskyld- unnar sé ekki komin til fram- kvæmda. Vorið 1977 er ráðgert, að gagn- fræðapróf verði haldið i siðasta sinn og jafnframt munu þeir, sem stunda nám i 9. bekk skólaáriö Í976-’77, taka lokapróf úr grunn- skóla, sem verður þá haldið i fyrsta sinn. Viðkomandi nemend- ur hafa i megin dráttum búið sig undir þessi námslok samkvæmt námskrá, sem menntamálaráðu- neytið gaf út haustið 1974. Þegar þessum áfanga er náð, má segja, að skipulagslega séð hafi verið komið á 9 ára samfelldum grunn- skóla, nema að þvi er varðar unglingaprófið sem áður hefur verið getið. Það er almennt víðurkennt, að skipulagsbreytingar eins og hér hefur verið lýst, svo og margt annað, sem felst i lögum um grunnskóla, nær ekki tilgangi sin- um, nema jafnframt eigi sér stað breytingar á innra starfi skól- anna, sem stefna i sömu átt. Af opinberri hálfu hefur verið gert verulegt átak til þess að stuðla að þessari þróun, og má t.d. nefna, að með lögum nr. 38/1971 var kennaramenntun flutt á háskólastig, námskeiðahald fyrir starfandi kennara hefur verið aukið verulega, unnið hefur verið að endurskoðun námsefnis og kennsluhátta og er árangur þess starfs smátt og smátt að skila sér út i skólana og mun gera það i enn rikara mæli á næstunni. Þá hefur verið unnið að gerð aðal- námsskrár fyrir grunnskóla, og er hluti hennar þegar kominn út. Stefnt er að þvi, að sá hluti, sem eftir er, komi út á þessu skólaári. Einn viðkvæmasti og vandmeð- farnasti þátturinn i þessum skipulagsbreytingum er náms- mat eða próf. Það er óhjákvæmi- legt að breyta bæði tilhögun opin- berra prófa svo og aöferðum við námsmat á vegum skólanna sjálfra. Til þess að skýra þennan þátt nánar er íétt að gera grein fyrir því ástandi sem rikt hefur fram undir þetta og hvernig það samrýmist þeim markmiðum, sem lög um grunnskóla setja skólastarfinu sbr. 2. og 42. gr. Algengast er, að árangur nem- enda sé metinn i lok skólaárs eða námsáfanga meö sérstöku prófi, sem þá er haldið en minna lagt upp úr vinnu nemenda meðan á námi stendur. Eins og áður er sagt, hefur barnapróf verið lagt niður sem slikt en enn eru haldin samræmd próf við lok 6. námsárs i móður- máli og stærðfræði. Er þetta fyrst ogfremstgerti könnunarskyni og m.a. til þess að einstakir skólar geti metið stöðu sina gagnvart landinu i heild. Hlutaðeigandi kennara og skólastjóra er heimilt að vikja frá niðurstöðu sam- ræmds prófs, þegar nemendum er endanlega gefinn vitnisburður, ef sérstakar ástæður mæla með þvi, sbr. áðurnefnt bréf ráðu- neytisins frá 28. október 1974. A unglingaprófi eru haldin samræmd próf i móðurmáli, dönsku, ensku og stærðfræði, og er miðað við að svo verði unz ákvæði grunnskólalaga um 9 ára skólaskyldu kemur til fram- kvæmda árið 1980. Lándsprófi miðskóla var komið á árið 1946, og var á þeim tima mikil réttarbót fyrir nemendur, sem hugðu á nám i menntaskóla. Kennt hefur verið samkvæmt samræmdri námskrá, og hafa landsprófsnemar þreytt próf i 8 greinum, þar af tvö próf i einni, þ.e. islenzku. Siðustu árin heíur skólunum þóverið heimilað að út- búa sjálfir próf i einni eða tveim- ur greinum sem ákveðnar hafa verið sérstaklega hverju sinni. Þessi mikla samræming leiddi til þess, að kennslan varð einhæf, sveigjanleiki i námi mjög li'till og fjölbreytni i vali námsefnis nán- ast enginn, enda var fyrst og fremst litið á prófin sem inntöku- próf i menntaskóla en aðrir skólar hafa i auknum mæli tekið mið af niðurstöðum þess. Við inntöku nemenda i landsprófsdeildir var i raun miðað við ákveðna lág- markseinkunn á unglingaprófi enda þótt hún hefði ekki verið skilgreind af hálfu ráðuneytisins en öðrum nemendum var gefinn kostur á að fara i aörar deildir og taka gagnfræðapróf á tveimur árum. Þeir, sem ekki fóru i lands- prófsdeildir áttu i mörgum tilvik- um kost á fjölbreyttara námi en hinir. Kennslan miðaðist ekki við samræmda námsskrá og lokapróf voru ekki samræmd. Einstakir skólarhöfðu þvi að verulegu leyti frjálsar hendur um val námsefnis og prófkröfur, sem leiddi til þess, að mikill mismunur varð milli einstakra skóla á þessu sviði. Námskröfur og yfirferð í einstök- um greinum var mjög misjöfn, og þegar kom fram á siðari hluta sjöunda áratugsins, var svo komið, að litið mark var tekiö á gagnfræðaprófinu, t.d. við inn- göngu i suma framhaldsskóla. Til þess að mæta þessum vanda var horfið að þvi ráöi að sam- ræma gagnfræðapróf I 4 greinum. þ.e. islenzku, dönsku, ensku og stærðfræði. Fyrsta samræmda gagnfræðaprófið var haldið árið 1968. Þróunin varð sú, að kröfur til landsprófs miðskóla og gagn- fræðaprófs i þessum 4 greinum urðu þær sömu og munurinn að- eins sá, að landsprófsnemar luku á einu ári þvi námi, sem gagn- fræðingar luku á tveimur, enda eru þessi próf nú metin jafngild i mörgum tilvikum. Þó er sá galli á, aö við inntöku gagnfræðinga i aðra skólaeroft aðeins miðað við samræmdar greinar, en hinum litill gaumur gefinn. Af þessu hefur leitt, að ekki hefur verið kom ið til móts við nemendur, sem hafa staðið sig laklega i þessum greinum, nema að mjög litlu leyti, enda þótt frammistaða þeirra iöðrum greinum hafiverið mjög frambærileg. Samræmdu prófin hafa haft mjög mikil og mótandi áhrif á skólastarfið i gagnfræðadeildum, og þó sérstaklega landsprófs- deildum, þar sem mest áherzla hefur verið lögð á kennslu i við- komandi greinum og hafa þau þannig oft komið i veg fyrir eðli- legt sjálfstæíi og frumkvæði skól- anna um kennsluhætti og frávik frá venjum og hefðbundnu fyrir- kom ulagi. Tilgangur samræmdu prófanna hefur verið sá að segja fyrir um hæfni nemenda til framhalds- náms i bóklegum greinum. At- huganir, sem gerðar hafa verið á niðurstöðum landsprófs miðskóla, hafa leitt i ljós, að for- sagnargildið, að þvi er þetta atriði varðar, breytist óverulega, þó að samræmdum prófum sé fækkað frá þvi, sem verið hefur. Sama gildir, þó að samræmdu prófin taki aðeins til tiltekinna þátta innan hverrar námsgrein- ar. Þá eru margir námsþættir þess eðlis, a ð það er nær útilokað að prófa kunnáttu nemenda i þeim með samræmdu prófi, og virðist þvi eðlilegt, að skólarnir sjái sjálf- ir um mat á þessum þáttum. 1 grunnskólalögum er mörkuð ný stefna i skólahaldi, kennslu og námi. Þar er gert ráð fyrir, að hver nemandi eigi þess kost aö efla hæfileika sina og „afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð, sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska”. I lögunum eru talin upp nokkur námssvið, sem skól- arnir skulu sinna, og má m.a. nefna verklegt nám og ýmsar valgreinar, verklegar og bókleg- ar i efstu bekkjum grunnskóla. Þá er einnig nefnd þátttaka nemenda i atvinnuiifinu um tak- markaðan tima. Það eraugljóst, að þessum skil- yrðum verður ekki unnt að full- nægja nema með mun sveigjan- legri kennsluháttum en verið hefur og aukinni einstaklings- bundinni ‘ leiðsögn. Jafnmikil samræming lokaprófa og verið hefur er þvi útilokuð þar eö hún vinnur einmitt gegn nauðsyn- legum sveigjanleika i námi og kennslu. Miðað við aöstæður i dag og fyrri reynslu er þó ljóst, að ein- hverrar samræmingar er þörf, m.a. vegna inntöku i framhalds- sköla og virðist hér fyrst og fremst vera um aö ræða hags- munamál nemenda eins og síðar verður vikið að. Breytt skipan samræmdra prófa viö lok grunnskóla þarf þvi að 1) leyfa það mikinn sveigjanleika i starfi skólanna, að unnt sé að ná þeim markmiðum, sem nefnd eru hér að framan. 2) fela i sér möguleika til að bera saman árangur nemenda, a.m.k. i tilteknum greinum, á landsmælikvarða, þar sem slikt er talið nauðsynlegt. Þessum skilyrðum virðist helzt mega fullnægja með eftirfarandi hætti: a) Samræmdum prófum verði fækkað verulega frá þvi sem verið hefur á landsprófi mið- skóla t.d. verði ekki prófað í fleiri en 4 greinum árlega. Uppbyggingu og gerðprófanna verði breyttá þann veg, að þau prófi aðallega grundvallar- atriði viðkomandi námsgrein- ar i samræmi við ákvæði gild- andi námskrár. Prófin geta þá allt eins tekið til þeirra atriða, sem numin eru í 7. og 8. bekk og þeirra sem numin eru i 9. bekk. b) Við námslok i 9. bekk gefi skólar nemendum vitnisburð i öllum greinum, og sé hann byggður á sérstöku prófi, sem haldið er i lok námsáfanga og/eða frammistöðu nemenda á námstimanum, þ!m.t. úr- lausnir sérstakra verkefna, sem þeir hafa leyst. Með þessu móti er dregið það mikið úrsamræmdum prófum, að áhrif þeirra á skólastarfið ættu ekki að verða óhóflega mikil án þess þó að umtalsverð breyting verði á forsagnargildi þeirra um hæfni nemenda til áframhaldandi bóknáms. Ennfremur hafa skól- arnir innan ramma gildandi laga og reglugerða verulegt svigrúm til að móta kennsluhætti sina meir í samræmi við þarfir og áhuga einstakra nemenda eða nemendahópa. A samræmdum prófum undan- farinna ára hefur dreifing eink- unna i sömu grein verið nokkuð breytileg frá ári til árs. Þá hefur einnig verið verulegt ósamræmi i einkunnadreif ingunni milli greina. Þetta jafngildir þvi, að gildi einkunna i sömu grein er mismunandi milli ára og einkunnir i tveimur greinum ekki samb.ærilegar. Linuritin hér fyrir neðan skýra þetta nánar. Linuritin sýna dreifingu eink- Eink. 0 og 10 hlutu 1% nem. 2t - 1 - 9 3% - 20 - 2 - 8 - 7% - 15 - 3 - 7 - 12% - 10 - 4 -■ 6 - 17% - ' 5 - 5 - 20% - 1. lu cílJxUIUI 1 landsprófi miðskóla, má ætla, að þessar sveiflur hafi jafnazt út og þvi ekki haft veruleg áhrif á meðaleinkunn nemenda úr öllum greinum. Með fækkun samræmdu greinanna hafa sveiflurnar aftur á móti mun meiri áhrif. Það er þvi óhjákvæmilegt að gera ráð- stafanir til að jafna þann mun, sem fram kemur i einkunnadreif- ingunni og hér hefur verið lýst. Akvarðanir um möguleika nemenda til framhaldsnáms eru teknar m.a. á grundvelli þessara einkunna og þvi nauðsynlegt, að hver nemandi hefur hlotið mörg stig i prófinu. Tiltekinn hluti þeirra, sem fær flest stig, hlýtur siðan hæstu einkunn og jafnstór hluti þeirra, sem fær fæst stig, hlýturlökustu einkunn o.s.frv., þó þannig að nemendur sem hljóta jafnmörg stig fá að sjálfsögðu sömu einkunn. Vorið 1976 voru haldin sam- ræmd próf i fjórum greinum á landsprófi miðskóla og gagn- fræðaprófi. Þessar greinar voru islenzka, danska, enska og stærð- fræði og voru sömu prófverkefui un nemenda, miðað við þann stigafjölda, sem þeir hljóta i prófi, breytist ekki, þegar gefið er fyrir á þennan hátt. Hins vegar fær hver einkunn ákveðna merk- ingu, sem er óháð greinum og óháð þvi, hvaða ár prófið er tekið. Nemandi, sem hlýtur einkunnina 8, veit að á viðkomandi prófi hafa aðeins 4% nemenda hlotið hærri einkunn, 7% jafnháa en 89% lak- ari. Nemandi, sem fær einkunn- ina 6, veit að 23% nemenda hafa náð betri árangri, 17% jafngóðum en60% lakari o.s.frv. Þessi merk- 35 30 25 20 15 10 5 0 / / ~r Lamlcpróf 1975 35 30 26 ' 20 'ft iAliofruii X = 5,79 k 1S X \ 10 t s 8 9 1U einkunii X nem. '* Laíxlspróf 1975 íslui^a 11 « • 6,1 9 10 einkunn Þessi linurit sýna dreifingu II á landsprófi miðskóla vorið allra einkunna er 1,07.1 eölisfræði lægri einkunn en 6, en u.þ.b. 16% í einkunna i eðlisfræði og fslenzku 1975. Mismunur á meðaltölum eru u.þ.b. 44% nemenda með islenzku II. 35 30 25 ' 20 15 10 5 % MB. 197X X - 3,69 35 30 > 25 20' 15 ■ 10’ -1—»-■ * i tr—1—» 5 5 7 3 9 10 einlaan S'. Stasrö: óf 1975 X - X,10 9 10 «iidam unna i stærðfræði á gagnfræða- prófi vorin 1974 og 1975. Mismun- ur á meðaltölum eink. er 0,41. Vorið 1974 er u.þ.b. 69% nemenda með lægri einkunn en 5, en u.þ.b. 57% vorið 1975. Þessi dæmi eru valin af handa- hófi. Með tilliti til þess hvað sam- ræmdu prófin hafa verið mörg á þessi grundvöllur sé sá sami, eða svipaður, frá ári til árs og aðstaða nemenda i þessu efni alltaf sú sama. Leið til að ná þessu marki er að miða við hlutfallslega einkunna- gjöf. Þegar þannig er gefið, eru úrlausnir allra nemenda, sem prófið tóku, fyrst metnar með hefðbundnum hætti og talið hvað lögð fyrir báða nemendahópa. Var áðurnefndri aðferð við eink- unnagjöf þá beitt hérlendis i fyrsta sinn og miðað við eftirfar- andi dreifingu einkunna. Myndin gefur glöggt yfirlit yfir einkunnadreifinguna, en með þessu móti verður meðaltal allra einkunna 5. Það ber að hafa i huga, að röð- ing einstakra einkunna er gjöró- lik þvi, sem menn hafa átt að venjast, en gefur ekki siður þær upplýsingar, sem leitað hefur verið eftir með samræmdum prófum, en megin tilgangur þeirra hefur fyrst og fremst verið sá að flokka nemendur sam- kvæmt hæfni til bóklegs náms. Eins og áður hefur komið fram, er ekki fyllilega raunhæft að prófa með samræmdu prófi nema tiltölulega fáa þætti, sem lögð er áherzla á i skólastarfinu. Þá er það ekki siður hæpið að ákvarða með einhliða viðmiðun við niður- stöður samræmdra prófa um möguleika nemenda til fram- haldsnáms. Þess vegna er stefnt að þvi að hlutdeild skólanna i brautskráningu nemenda við lok náms i grunnskóla aukist veru- lega frá þvi, sem verið hefur. Miðað er við, að þeir gefi vitnis- burð í öllum greinum samkvæmt markmiðum gildandi námskrár og þeirri áherzlu sem lögð hefur verið á einstaka þætti i kennsl- unni og i samræmi við leiðbein- ingar, sem veittar eru þar um. Vitnisburður skólans miðast að verulegu leyti við það hlutfall skilgreindra námsmarkmiða, sem nemandinn hefur tileinkað sér, og þarf hann ekki að byggjast á sérstöku prófi, sem haldið er við lok námsáfanga, heldur á frammistöðu nemenda á náms- timanum og/eða sérstökum verk- efnum, sem nemendur hafa leyst. 1 samræmdum greinum miðast vitnisburðurskólanna m.a. við þá þætti, sem ekki hafa verið próf- aðir á samræmdu prófi. Þessi háttur var viðhafður i vor, nema i stærðfræði sem verður að þessu leyti sett i flokk með öðrum sam- ræmdum greinum á næsta ári. Við inntöku nemenda i fram- haldsskóla koma þær einkunnir, sem skólinn gefur, ekki síður til athugunar en einkunnir á sam- ræmdum prófum, og er með þessum hætti dregið verulega úr þeim ágöllum sem alla tið hafa fylgt samræmdum prófum. Inntökuskilyrði i fram- haldsskóla fyrir þá nemendur, sem útskrifuðust s.l. vor, voru skilgreind i samræmi við framan- ritað, en þær skilgreiningar, svo og einstakir þættir við fram- kvæmd prófanna, eru nú i endur- skoðun. Þrátt fyrir þá skipan, sem hér hefur verið lýst við námsmat við lok grunnskóla, er ekki þar með sagt, að hér sé um endanlega lausn að ræða. Fylgzt verður vel með kostum og göllum þessa fyrirkoniulags einsog þeir birtast á hverjum tima, og nauðsynlegar lagfæringar verða gerðar, þegar i ljós kemur, að þeirra er þörf. Námsmat er sá þáttur i starfi skólanna, sem nú er einna mest til umræðu viðast hvar erlendis og endanleg lausn, sem allir eru ánægðir með, virðist ekki i sjón- máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.