Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 26. nóvember 1976 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18306 — 18306. Skrifstofur I Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Raflínukerfið Sex þingmenn Framsóknarílokksins hafa ný- lega lagt fram i sameinuðu þingi tillögu um, að rikisstjórninni verði falið að láta nú þegar gera áætlun um endurbyggingu raflinukerfisins i land- inu, bæði stofn- og dreifilinur. Aætlunin verði miðuð við það, að i næstu 4-6 árum verði byggt upp fullnægjandi linukerfi, svo að hægt verði að anna eftirspurn eftir raforku til iðnaðar, húshit- unar og annarra nota með nægjanlegu öryggi fyrir notendur um allt íand. I greinargerð er tillagan rokstudd á þessa leið: A undanförnum áratugum hefur verið unnið að rafvæðingu landsins frá sámveitum, og við fram- kvæmd þess verks það sjónarmið fyrst og fremst haft ihuga, að raforkan komist sem fyrst til allra landsmanna. Nú er þetta markmið að nást, og við þær aðstæður, sem hér hafa verið munu flestir sammála um að þessi stefna var rétt. Það leiddi hins vegar til þess, að reynt var að teygja linu- kerfið sem lengst með sem minnstum tilkostnaði, enda þótt afleiðingin yrði, að styrkleiki þess og öryggi fyrir notendur yrði i lágmarki. Það er þvi augljöst, að um leið og nú er tekinn lokaspretturinnviðað komá rafmagninu til ailra landsmanna, þá verði nú þegar að gera áætlun um endurbyggingu linukerfisins á sem allra skemmstum tima og framkvæmdir við það hafn- ar þegar á næsta ári. Astæður þess eru augljósar. Margföldun oliuverðs á siðustu árum á tvimæla- laust mestan þátt i hinni ört vaxandi eftirspum eftir raforku, sérstaklega til upphitunar húsa. Þrátt fyrir miklu meiri möguleika á notkun jarð- hita til upphitunar er fram að þessu hefur verið talið koma til greina, þá er augljóst, að nokkur hluti þjöðarinnar getur ekki notað hann, annað hvort vegna strjálbýlis eða of mikillar f jarlægðar frá jarðhitasvæðum. Þar sem þannig hagar til er nauðsynlegt að næg raforka verði fyrir hendi. Og áriðandi er að athuga á hvem hátt er hagkvæm- ast að nýta raforkuna til upphitunarinnar, og hlýtur slik athugun að vera einn liður i þeirri áætlun, sem þessi þingsályktunartillaga kveður á um að verði gerð. En jaínframt áætlun um a ð auka flutningsgetu linukerfisins, þarf að styrkja það og gera það öruggara, m.a. með þvi, að hringtengja það sem víðast, svo að orkan komi úr tveimur áttum, og ekki saki þótt lina rofni á einum stað. Enn fremur þurfa linurnar að verða 3-fasa, þar sem það er t.d. undirstaða iðnaðar og hagnýtingar nútima- tækni i landbúnaði. Eins og fyrr segir er raforkuskortur viða að verða svo mikill, að tafarlausar aðgerðir em óhjákvæmilegar. En nauðsynlegt er, að það verði unnið skipulega að þvi, og það markmið haft i huga þegar i upphafi, að rafmagnsmálunum verði komið í viðunandi horf um allt land á næstu árum. Sérstaklega er ástæða til að benda á þetta nú, þar sem horfur eru á, að þegar á næsta ári verði næg raforka til i landinu, og þvi augljóst að næsta skref hlýtur að vera, að gera stórátak i dreifingu hennar. Og miðað við þær fjárhæðir, sem varið hefur verið til byggingar orkuveranna, ætti það ekki að verða óviðráðanlegt verkefni, enda for- senda þess, að þær íramkvæmdir komi að fullum notum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Joseph Harsch, Chrisfian Science Monitor: Fækkar Carter sta rfs liði Hvíta hússins? Starfsmenn þar eru nú 1831 Jimmy Carter JIMMY CARTER, hinn ný- kjörni forseti Bandarikjánna, hyggst gera verulegar breyt- ingar á gerð og starfsemi rikisstjórnar landsins. Sagt er að hann ætli að dreifa þvi mikla valdi, sem að undan- förnu hefur safnazt i hendur starfsmanna Hvita hússins, þannig að ákvarðanir og stefnumótun færist aftur til ráðuneytanna. Það verður meira en litið áhugavert að fylgjast með til- raun hans til að koma málum aftur i það horf sem rikti i Washington alla tið frá dögum Georges Washington til Kennedys. Góð yfirsýn fæst yfir ástandið ef skoðaðar eru skrár yfir stjórnarstarfsmenn árið 1932.Þaðár hafði Herbert Hoover þrjá einkaritara, einn persónulegan ráðgjafa og tvo skrifstofumenn, sem sáu um framkvæmdahliðina. Þessir menn, ásamt 31 ritara, starfs- fólki i bókhaldi og simavörzlu, voru allt starfslið Hvita húss- ins. Allt starfsliðið rúmast á einni biaðsiðu i skránni yfir stjórnarstarfsmenn — það bjó allt i Hvita húsinu,sem þó var minna þá en nú. Núna er starfslið Hvita hússins 61 beinn aðstoðar- maður forsetans, auk gifur- legs skrifstofubákns, sem teygir arma sina langt út fyrir Hvíta húsið, hefur fyrir löngu yfirtekið bygginguna vestan við húsið, þar sem áður voru utanrikisráðuneytið, og ráðu- neyti landhers og sjóhers, ásamt öllu þvi sem þeim til- heyrði, auk þess sem það hefur bækistöðvar i 12 öðrum byggingum i nágrenni Hvita hússins. Heildarfjöldi þeirra starfsmanna, sem eru skráðir á vegum forsetaembættisins árið 1976 er 1831. Þrátt fyrir þennan fjölda er þetta starfslið fámennara en þegar flest var, snemma í for- setatið Nixons (1970). Þá var fjöldi starfsmanna forseta- embættisins 3715. Samt sem áður sýna þessar tölur hversu málum er háttað i Washington þessi misserin: öll meiri háttar stefnumótun er i' höndum starfsfólks Hvita hússins, en ráðuneytin, ásamt yfirmönnum hinna ýmsu stjórnardeilda, sjá einungis um framkvæmdir i málum, sem hafa áður verið þrælskipu- lögð i Hvita húsinu sjálfu. Svo dæmi sé tekið, hefur Hvita húsið á sinum vegum sérstaka deila um fjarskiptamál þar sem vinna 96 manns, sem hafa það hlutverk að móta stefnuna i fjarskiptamálum fyrir FCC, innanrikismálaráðuneytið og aðrar rikisdeildir, sem hafa með fjarskipti að gera. Rikis- stjórn Bandarikjanna er ekki stjörnað af yfirmönnum ráðu- neyta og rikisstofnana, heldur af starfsmönnum Hvita húss- ins. Allt þetta er fremur nýtt af nálinni, þvi lengst af sögu Bandarikjanna hefur forseta- embættið gengt öðru hlutverki: Völd þau, sem Hvfta húsið hefur nú náð til sin varðandi stefnumótun, eru afleiðing af þróun, sem fyrst örlaði á i tið Franklins D. Roosevelt i siðari heimsstyrj- öldinni. A dögum Dwight D. Eisenhover dró úr henni. Með John F. Kennedy hófst hún á ný, og varð óstöðvandi i tíð Johnsons og Nixons. Ein höfuðástæðan fyrir þessari þr,óun er sú, að yfirmenn ráðu- neyta og rikisstofnana eru ábyrgir fyrir þinginu, en starfsfólk forsetaskrifstof- unnar er það ekki. Henry Kissinger utanrikisráðherra verður að mæta fyrir þingi, eða einhverri af nefndum þess, til að svara fyrir gerðir sinar sé þess krafizt. En Henry Kissinger, ráðgjafa forsetans um öryggismál, er ekki hægt að kalla fyrir þing- heim. Su staðreynd, að starfs- menn Hvita hússins eru ekki ábyrgir gerða sinna fyrir þinginu, hefur verið kjarni þess vandamáls, sem nefnt hefur verið hið keisaralega 'forsetaembætti. Með þvi að starfsmenn Hvita hússins eru orðnir svona gifurlega margir hefur þingið misst aðstöðu sina til að fylgjast með og taka þátt i stefnumótun — það getur enn- þá nálgazt framkvæmda- aðilana en ekki þá, sem móta stefnuna, nema þá fyrir milli- göngu forsetans sjálfs. Þetta ástand hefur skapað Banda- rikjunum nýtt og framandi stjórnkerfi. MJöG svo áberandi og for- vitnilegur þáttur þessa nýja (og núverandi) stjórnkerfis er sá, hve likt það er núverandi stjórnarháttum i Sovétrikj- unum. Miðstjórn Kommúnistaflokksins þar i landi gegnir mjög svipuðu hlutverki og starfsfólk Hvita hússins. Hún sér fyrst og fremst um stefnumótunina, ráðuneytin sjá eingöngu um að framkvæma ákvarðanir sem miðstjórnin tekur. Ætlar Carter i rauninni að breyta þessu nýja kerfi til þeirra stjórnarforma, sem rikt hafa lengst af i sögu Bandarikjanna? Takist honum það, svo einhverju nemi, mun hann uppskera þakklæti alrikisþingsi ns. Þingið ætti þá auðveldara með að taka þátt i stefnumótun stjórnarinnar, og að nálgast þá aðila, sem að baki henni standa. Einnig gæti almenn- ingur fylgzt gerr með þvi sem gerist i Washington, fyrir til- stilli dagblaðanna. — En er þetta framkvæman- legt? — Margir halda þvi fram, að stjórnsýsla Banda- rikjanna sé orðin það flókin að gamla kerfið ráði ekki við hana. Skoðun þeirra er sú, að taki þingið þátt i stefnumótun- inni á ný muni öll framþróun tefjast. Einnig mundi vald for- setansminnka verulega. Samt sem áður stefnir Carter að þvi að verða atkvæðamikill og virtur forseti. Hann getur ekki vitað fyrir- fram hvernig hann muni bregðast viö i raun og veru, þegarhannerseztur i sætifor- setans i hinni virðulegu skrif- stofu i Hvita húsinu, og tekur til við að skipuleggja og sjá um framkvæmdirá vegum al- rikisstjórnarinnar. Vel má vera að hann sjái þá fram á, að vonlaust sé að snúa þróun- inni við, hver svo sem vilji hans kann að vera nú. (H.Þ.þýddi) '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.