Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.11.1976, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 26. nóvember 1976 Miklar umræður um vega- mál í sameinuðu þingi MlKl.AK umræöur uröu i sameinuöu þingi i gær um þings- álvktunartillögu Ólafs G. Einars- sonar (S) og Jóns Helgasonar (F) um lagningu bundins slitlags á þjóövegi. Tiliaga þeirra ólafs og Jóns kom fyrst til umræöu i sam- einuöu þingi á fimmtudag i siö- ustu viku. en framhaldsuinræöur lóru fram i gær og voru margir á inælendaskrá, þegar forseti frestaöi uinræöum aftur. Tillaga ÓlafsG. Einarssonar og Jóns Helgasonar er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að undirbúa tillögur til vegaáætlana þannig, að lagt verði bundið slitlag á helztu þjóðvegi landsins, þ.e. hringveginn og helztu vegakafla út frá honum, og stefnt að þvi að ljúka þessu verk- efni á næstu 10-15 árum. Slitlagiö verði lagtá vegina eins og þeir nú eru, eftir þvi sem fært er, þ.e. án sérstakrar endurbyggingar þeirra. Þeir kaflar veganna, sem ekki þykir fært að leggja á slitlag með þessum hætti, skulu endur- byggðir fyrir það fjármagn úr Vegasjóði samkvæmt vegaáætl- un. Unnið skal að framkvæmdum þessum i öllum landshlutum hvert ár eftir þvi sem áætlun seg- ir. Kostnaður við lagningu slit- lagsins greiðist úr Vegasjóði samkvæmt vegáætlun, og með innlendum eða erlendum lántök- um, ef þörf krefur, og eftir nánari ákvörðun Alþingis siðar.” Ól a f u r G . Einarsson hóf umræöurnar i gær. Varði hann tima sinum til að svara fyrri ræðum um mál- ið. Taldi þing- maðurinn m.a., a ð I n g i Tryggvason (F) hefði misskilið tillöguna með þvi að halda þvi fram, að þessi tillaga stangaöist á við tillögu, sem hann (þ.e. Ingi Tr.) og fleiri hefðu flutt um uppbyggingu þjóðvega i snjóahéruðum landsins. Sagðist Ólafur G. styðja tillögu Inga. Ilalldór E. Sigurðsson sam- gönguráöherra tók næstur til máls. t upphafi minnti hann á, að hann hefði beðið vega- málastjóra haustið 1974 um skýrslu yfir þá vegi, sem leggja mætti varanlegt slitlag á, án þess, að leggja þyrfti i annan kostnað. Vegamálastjóri hefði skilað skýrslu, sem ráö- herra kynnti Alþingi á sinum tima. Siðan þessi skýrsla var gef- in, hefur fjölgað vegum, þar sem aðstaða er til að leggja varanlegt slitlag. Ráðherrann sagði, að litill hagnaður væri af þvi aö fresta lagningu varanlegs slitlags á vegi, þar sem hægt væri aö koma þvi við. Hvort tveggja væri, að dýrt væri aö halda malarvegum við, sérstaklega, þar sem mikil umferð værí, auk þess, sem undirslitlag þessara vega eyddist og þyrfti að framkvæma kostnað- arsamar viðgerðir á þeim, ef drægist að leggja varan legt slitlag. t ræöu sinni sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra, að töluvert fjármagn vantaði tií vegagerðar hér á landi. Sagöi hann, að við værum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar á þessu sviði. Þó yrði að lita á það i þessu sambandi, að landið væri strjái- býlt. Taldi ráðherrann það enga goðgá, að tslendingar tækju er- lend lán til vegagerðar. Það væri gjaldeyrissparandi að byggja góða vegi. Orðrétt sagði ráðherr- ann: „Auðvitað gildir það sama hvar sem er á landinu, að sparnaður er fyrir bifreiðaeigendur að aka á bundnu slitlagi, en eftir þvi sem umferðin eykst, verður þessi sparnaður þýðingarmeiri þjóð- hagslega. Reynslan hefir sýnt, að sparn- aöur viö að aka á varanlegu slit- lagierum 20% miðað við akstur á malarslitlagi. Samsvarar þá'ð um 6,40 kr. á ekinn km fyrfr venju- lega fólksbifreið, sé miðað við kostnað, sem bila- og vélanefnd reiknar út, og er ekki ofreiknað. Þetta samsvarar þvi, að á vegi, enn sem 1000 bilar fara um á dag, myndi bífreiðaeigendum samtals sparast yfir 2 millj. kr. á ári á hverjum km þessa vegar, ef á hann væri lagt slitiag. Hér er þvi um svo mikið hagsmunamál að ræða, að ekki verðurhjá þvi kom- izt að gefa þvi gaum.” , Það kom fram i ræðu sam- gönguráðherra, að hann væri einnig mjög hlynntur tillögu þeirri, sem Ingi Tryggvason og fleiri flytja um upphækkun yega, og minnti á þær framkvæmdir, sem unnar hefðu verið i þvi sam- bandi á Holtavörðuheiði og viðar. Jón Helgason i>T~% tók næstur til máls. Sagðist hann vilja leið- rétta þann mis- skilning, sem fram hefði komið, - þegar þessi þingsályktun- artillaga var fyrst rædd, að ef hún yrði sam- þykkt þýddi það, að dregið yrði úr öörum vegaframkvæmdum. Sagði Jón, að hann og meðflutn- ingsmaður hans, hefðu einmitt lagt áherzlu á hið gagnstæða i framsöguræðum sinum. Sagði hann, að andmælendur tillögunn- ar hefðu sýnilega ekki kynnt sér hana nægilega vel. í henni væri gert rað fyrir uppbyggingu meiri: hluta þeirra vega, sem um væri talað itillögu Inga Tryggvasonar. Ingi Tryggvason (F) tók næst- ur til máls. Leiðrétti hann ummæli Ólafs G. Einarssonar. Sagðist Ingi aldrei hafa sagt, að þessi tillaga stangað- ist á við sina til- lögu. Hins veg- arhefði hann sagt, að þessar tvær þingsályktunartillögur um vega- mál gengju nokkuö sin i hvora áttina. Ingi Tryggvason sagði, að skoö- un sin væri óbreytt á þvi, að með- an jafnmargir byggju viö jafnlé- legar aöstæður i vegamálum og raun bæri vitni, bæri fyrst að rétta hlut þeirra. Það væri i sjálfu sér ekki óeðlilegt að láta vega- framkvæmdir, þar sem mikill umferðarþungi væri, ganga fyrir, en þar með væri ekki sagt, að ganga þyrfti fullkomlega frá slik- um framkvæmdum meðan aðrir byggju við mjög ófullkomnar að- stæður. Sagði þingmaðurinn, að oft væri talað um aðstöðumun i þjóðfélaginu. Sá aðstöðumun- ur kæmi viða fram, m.a. i mis- munandi aðgangi að þjóðvega- kerfinu. Páll Féturs- son (F) tók næstur til máls. Sagði hann, að þessar umræð- ur væru að mörgu leyti gagnlegar, en þó væri timan- um eflaust betur variö með þvi að setja ný vegalög og af- greiða vegaáætlun. Þingmaður- inn sagði, að sumir virtust álita, að allur vandi myndi leysast með lagningu varanlegs slitlags á vegi.Sfztværi hann á móti þvi, að varanlegt slitlag væri lagt, en sagöist vilja benda á, að snjó- mokstur á Hellisheiði (þar sem vara nlegt slitlag hefur verið lagt) iiefði kostað 12 milljónir kr. á sið- asta ári, en það væri sama upp- hæð og kostað hefði að möka Holtavörðuheiði og Oxnadalsheiöi til samans. Páll Pétursson sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með af- stöðu samgönguráðherra, sem sýnilega legði meiri áherzlu á lagningu slitlags en uppbyggingu vega. Sagöist þingmaðurinn held- ur vilja fá færa vegi yfir Holta- vörðuheiði og fyrir Hrútafjörð en slitlag á nokkra vegaspotta. Karvel Pálmason (SFV ) tók sið- astur til máls. Sagðist hann heldur kjósa, ef ekki væri hægt að vinna að báðum málun- um samtimis, uppbyggingu og hækkun vega. Þegar hér var komið, frestaði forseti umræðum. Voru þá nokkr- ir á mælendaskrá. alþingi Kosninga- aldur lækkaður niður í 18 ár? I gær mælti Eyjólfur Sig- urðsson, varaþingm., fyrir þingsá- lyktunartillögu, sem hann og fleiri Alþýðu- flokksþingmenn flytja, um 18 ára kosningaaldur. Er tillagan svo hljóðandi: Alþingi ályktar, að gerð sé at- hugun á þvi, hvort ekki sé tima- bært og æskilegt að taka upp 18 ára kosningaaldur á Islandi, og að jafnframt verði endurskoðað- ar til samræmis við það aðrar aldurstakmarkanir laga á rétt- indum ungs fólks. Athuganir þessar skal gera 9 manna nefnd, kosin af Alþingi. Nefndin kýs sér sjálf formann. 1 greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram, að þingmenn Alþýðuflokksins hafa tvivegis áð- ur ílutt tillögu um sama efni, 1965 og 1974. Kemur fram, að 1965 var leitað umsagnar ýmissa aðila um þetta mál. t greinargeröinni segir m.a.: Framangreind þingsályktunar- tillaga þingmanna Alþýðuflokks- ins frá 1965 var tekin til umræðu og afgreiðslu á þvi þingi. Var henni visað til athugunar hjá alls- herjarneínd sameinaðs Alþingis og leitaði nefndin m.a. álits eftir- talinna aðila: Sambands ungra sjálfstæðismanna. Sambands ungra framsóknarmanna, Sam- bands ungra jafnaðarmanna, Æskulýðsfylkingarinnar, ts- lenzkra ungtemplara og Sam- bands bindindisfélaga i skólum. Tveir þeirra siðasttöldu voru til- lögunni andvigir, en hinir um- sagnaraðilarnir — öll stjórnmála- samtök ungs fólks i landinu — lýstu sig fylgjandi henni. ALÞÝÐUBANDALAGSMENN VILJA TAKMARKA EIGNARRÉTT BÆNDA Þinginenn Alþýðubandalags- ins, undir forystu Ragnars Arn- alds. Iiafa lagt fram á Alþingi frumvarp uin breytingu á stjórn- arskrá lýðveldisins tslands 1944, sein kveður á um eignaskerðingu bænda. Er hcr um aö ræöa frum- varp, sem gengur m jög i sömu átt og tillögur Alþýðuflokksmanna um sama mál. Frumvarp Alþýðubandalags- manna er svohljóðandi: „Viö 67. gr. bætast þrjár nýjar málsgreinar, svo hljóðandi: öll verðmæti i sjó og á sjávar- botni innan efnahagslögsögu, svo ogalmenningar, afréttir ogönnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóöarinnar allr- ar, einnig námur i jörðu, orka i rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi. Eignarrétti á Islenskum náttúruauðæfum, landi og land- grunni skal að öðru leyti skipaö meö lögum. Tryggja ber lands- mönnum öllum rétt til eðlilegrar umgengni og útivistar i landinu. Við eignarnám á landi, i þéttbýli sem dreifbýli, skal almennt ekki taka tillit til veröhækkunar, sem stafar af uppbyggingu þéttbýlis- svæða i næsta nágrenni, opinber- um framkvæmdum eða öðrum ytri aðstæðum heldur ber að miða mat við verðmæti hliðstæðra eigna, þar sem þess háttar ástaA- ur hafa óveruleg áhrif til verð- hækkunar. Með þeim takmörkunum, sem hér greinir skal við það miða, að bændur haldi eignarrétti á jörð- um sinum, beitirétti i óbyggðum og öðrum þeim hlunnindum I heimalöndum og utan þeirra sem fylgt hafa islenzkum búskapar- háttum á liðnum öldum.” 1 greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Brýnt er orðið að taka af öll tvimæli um eignarrétt á náttúru auðæfum og landi og marka skýra stefnu i þvi máli. Hér er miðað við þá grundvallarreglu: að eignir sem enginn hefur sann- anlega átt fram að þessu og eru þess eðlis að þær þurfa að nýtast af þjóðarheildinni, verði i stjórnarskrá lýðveldisins lýst sameign þjóðarinnar allrar: að mörkin milli einkaeignar og sameignar þjóðarinnar verði á- kveðin með löggjöf, þar sem hagsmuna þéttbýlisbúa sé fylli- lega gætt, og þeim sé tryggður réttur til eðlilegrar umgengni og útivistar i landinu og til lands undir húsbyggingar á sanngjörnu verði: að staða bænda sé ekki skert og þeir haldi þeim hlunnindum, sem fylgt hafa Islenzkum búskapar- háttum á liðnum öldum.” Ráðherrar höfðu fjarvistarleyfi I upphafi fundar i sameinuðu þingi i gær kvaðst Asgeir Bjarna- son, forseti sameinaðs þings, vilja leiðrétta þann misskilning, að ekki hefðu fleiri ráðherrar en Ólafur Jóhannesson tilkynnt um íjarvistir á fundi s.l. þriðjudag. Hiö rétta væri, aö Halláór É. Sig- urðsson hefði tilkynnt fjarvistir vegna erindagjörða erlendis. Sömuleiðis hefði Gunnar Thor- oddsen iðnaðarráðherra verið á fundi erlendis, en ráðuneytinu láðst að tilkynna sér um það. íslensku námsmennirnir í Danmörku: Ætluðu sér aldrei að fara heim með Tý Gsal-Reykjavik. — Námsmenn í Arósum hafa sent Timanum afrit af bréfi, sem stllaö er til dómsmálaráðherra og ríkis- stjórnar fslands, þar sem þeir gera grein fyrir því, hvers vegna þeir þáöu ekki boð dómsmálaráðherra aö koma heim meö varðskipinu Tý — en um slíkt höfðu námsmenn- irnir beðið. Segja námsmenn- irnir f bréfinu, aö þetta boð sé „fyrst og fremst ögrun I garö námsmanna, sein staöfestir enn fjandskap rikisvaldsins gagnvart þeim”. Segjast námsmennirnir hafna þessu „uppgjafartilboði ríkisstjórnarinnar” eins og það er orðað. 1 þessu bréfi kemur m.a. .fram, að hin eindregna ósk þeirra um það, að fá leyfi til þess að flytjast heim til ts- lands með varðskipinu, hafi aðeins verið oröin tóm — þeir hafi aldrei ætlað að þiggja boðið. I bréfinu segir orörétt: „Jákvætt svar yrði hins vegar skoðað sem yfirlýsing um al- gert viljaleysi rikisstjórnar- innar til að gera námsmönn- um fjárhagslega kleift að stunda nám”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.