Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. desember 1976 5 Aðventukaffi og basar Vest- firðingafélagsins Mörg átthagafélög i Reykjavik hafa slikan kaffidag árlega. Þar mæia sér mót vinir og kunningjar úr átthögunum, sem annars sjást sjaldan og fá sér kaffi saman. Börn koma meö foreldrum sin- um, afa og ömmu, þar er ekkert kynslóðabil. Þessir dagar hafa verið mjög vinsæiir. Vestfirðingafélagið hefur ekki haft slikan kaffidag fyrr, en vildi nú gefa Vestfiröingum kost á að hittast i safnaðarheimili Bústaða- kirkjukl.3 á sunnudaginn kemur, 5. des., og fá sér góðar veitingar, sem verða á boðstólum. Félagið býður Vestfirðingum 67 ára og eldri, sem vildu og gætu komið, og væntir þess að yngri kynsloðin fylgi þeim þangað eða mæti þeim þar, sem allra fjöl- mennastir. Smá basar verður einnig þar sem góðir munir fást fyrir litinn pening. Ef vinir eða félagsmenn vilja gefa kökur eða basarmuni, tali þeir við einhvern úr stjórn félags- ins sem fyrst. Kirkjudagur í Árbæjarskóla Annan sunnudae i aöventu heldur Arbæjarsöfnuður árlegan kirkjudag sinn í Arbæjarskóla og er þessum fáu orðum ætlað aö vekja athygli á honum. Kirkjudagur er reyndar ekkert nýtt fyrirbæri i islenzkri kristni. Allt frá gullöld menningar og mennta á þjóðveldistimanum var á þessum degi mikil helgi, þótt nú sé hann horfinn af vettvangi sem fastákveðinn helgidagur kirkju- ársins. Ýmsir söfnuöir landsins hafa þá viljað endurvekja þennan fornhelga dag og fá honum fyrri reisn og virðingu. Hátiðahöld á kirkjudegi eiga að minna á sameiginleg auðæfi allra þeirra, sem trúa á Jesú Krist og eru félagar I kirkju hans. Kirkjan er samfélag þeirra manna, sem eiga i hjarta sér vitundina og vissuna um Guð, sem skynja, að hann lætur sér annt um þá, kemur inn i lif þeirra, að þeir þiggja öll lifsgæðin úr helgri hendi hans. Og kirkjudagur haldinn á jólaföstu minnir jafnframt á hann, sem stendur við dyrnar og knýr á, minnir á frelsarann Krist, og hvetur okkur til þess aö setja traust okkar allt á hann og lifa og starfa undir merkjum hans. Auk þess miðar kirkjudagur að þvi að auka safnaðarvitund .sóknarfólksins og minnir á þau verkefni sem brýnust eru og helg- ust i söfnuöinum. 1 Arbæjarsókn stendur nú yfir bygging safnaöar- húss, og er fyrsti áfangi þess fok- heldur. Unnið verður að innrétt- ingum i vetur og þess vænzt að húsið verði tekið i notkun á næsta ári fyrir félagsstarfsemi safnað- arins. Þess vegna er kirkjudagur Arbæjarsafnaðar jafnframt fjár- öflunardagur og send hefur verið út til safnaðarfólksins beiöni um fjárframlög, til þess að jarðhæð safnaðarhússins verði sem fyrst fullbúin til notkunar. Er þess vænzt að safnaðarfólk sýni þessari starfsemi skilning og styðji hana eftir föngum. Dagskrá kirkjudagsins verður I aðalatriðum þessi: kl. 10.30 verður barnasamkoma. Þar verður fluttur helgileikur og ævintýrakvikmyndsýnd.Kl. 14.00 hefst guðsþjónusta fyrir alla fjöl- skylduna og er spurningabarna og foreldra þeirra sérstaklega vænzt. Eftir messu hefst kaffisala á vegum Kvenfélags Arbæjar- sóknar og munu þar að vanda verða hlaðin veizluborð með hin- um gómsætustu kökum. Jafn- framt verður efnt til skyndihapp- drættis með mörgum glæsilegum vinningum og má þar t.d. nefna málverk eftir Veturliða Gunnars- son. Þá fer fram jassballettsýn- ing stúlkna úr jassballettskóla Báru. Kl. 9 um kvöldið hefst hátiöa- samkoma. Þar flytur frú Maria Guðmundsdóttir stutt ávarp, almennur söngur verður undir stjórn Geirlaugs Arnasonar organleikara. Martin Hunger leikur einleik á orgel safnaðarins Guðmundur Magnússon skóla- stjóri Breiðholtsskóla flytur ræðu, frú Ingveldur Hjaltested syngur einsöng, blásarakvintett leikur ásamt organleikaranum Guðna Guðmundssyni og helgi- stund verður i umsjá sóknar- prests. Kynnir á hátiðarsamkomunni um kvöldið verður Jóhann Björnsson. Safnaðarfólk i Arbæjarprestakalli. Sýnum hug okkar til kirkju og kristni I verki með glæsilegri þátttöku I á dagskrárliöum kirkjudagsins sunnudaginn kemur. . Guðmundur Þorsteinsson. Aðventuhátíð í Kópavogi Sunnudaginn 5. desember, hinn annan I aðventu, efnir Kársnes- söfnuður til árlegrar atventuhá- tiðar i Kópavogskirkju kl. 20.30. Að venju veröur boöið upp á vandað og fjölbreytilegt efni i flutningi ungra og fullorðinna. Ég vil sérstaklega vekja athygli á leik Hljómsveitar Tónlistarskóla Kópavogs og söng barnakórs Kársnessskóla. Þá mun Haraldur Ólafsson lektor flytja ræðu kvöldsins. Anægjulegt er til þess aö vita hve aðventukvöldin hafa verið vel sótt undanfarin ár. Slikt ber vott um aukinn áhuga fólks á sönnum og heilbrigðum undirbúningi undir komu mestu ljóssins hátíö- ar inn I skammdegismyrkriö. Með þvi að mæta vel á samkomuna á sunnudagskvöld sýnum við þakklæti hinum mörgu, sem af áhuga hafa stund- að timafrekar æfingar undan- farnar vikur um leið og við sækj- um okkur þarfan hugblæ aðventu og jóla. ArniPálsson. ÞRUMUFLEYGUR skirou/e Vélsleði fyrir karlmenn sem Vönduð vél með krómuðum strokkum ca 45 hö» Electronisk kveikja. Centrix sjálfskipting, þreföld drifkeðja. Hitamælir á hvorn strokk vélarinnar. 17" eða 15" breitt belti. Stillanleg fjöðrun, demparar bæðj aftan og frar kröfur skirou/e. ER ALLTAF FREMSTUR LOKKI !§***'•*«'** í 'ý't' Enn á ný hefur Skiroule sannaö yfirburði sína og nú i glimu við islenzku f jöllin. Ný sending var aö koma. KRAPfMlKILL SPARNEYTINN ÓDÝR eiMorí h.f. Akureyri • Glerórgötu 20 • Simi 2-22-32 Reykjavík • Suðurlandsbraut 16 • Sími 3-52-00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.