Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.12.1976, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. desember 1976 15 Þingfulltrúar aö störfum á nýloknu Fiskiþingi. Tfmamynd: G.E. Að afloknu Fiskiþingi: 24 mál afgreidd a þinginu gébé Rvik. — A nýafstöbnu Fiskiþingi voru afgreidd ails tuttuguog fjögur mál, sem þar voru til umræöu. Mörg þessara mála vöröubu starfsemi Fiski- félagsins en önnur sjávarútveg- inn og fiskvinnsluna almennt. Þetta 35. Fiskiþing stóö I tæpa viku og mættu allir þingfuiltrú- ar, 31 aö tölu. Hér veröa stutt- iega rakin helztu mál þingsins og úrdráttur úr helztu ályktun- um. Öryggismál Þingiö lagöi til, aö kannaöur væri fjöldi þeirra gúmbáta, sem framleiddir voru fyrir 1960, að settar verði reglur um búnaö skipa.sem veiöa bræöslufisk, aö stööugleikaprófanir veröi aukn- ar, að keypt verði þyrla, sem gæti athafnaö sig kyrrstæö yfir skipum, að reykskynjarar veröi settir um borö i öll skip og aö endurskoöaö veröi örbylgju- kerfi allt i kringum landiö. Nýting sjávarafurða Um nýtingu sjávarafuröa geröi þingiö þá samþykkt helzta, aö geröar væru gagn- gerðar breytingar á sfldar- og loðnuverksmiöjum lands- manna, svo að þær gætu nýtt, betur þann bræöslufisk, sem til þeirra berst. A sl. sumri dvaldi Þorsteinn Gislason varafiski- málastjóri i Noregi og Dan- mörku um tima viö aö kynna sér rekstur og fyrirkomulag sildar- og loðnuverksmiðja I þessum löndum, og komst aö raun um, að þar væru verksmiðjur betur búnar tæknilega og nýting þar af leiðandi betri en hér geröist. Þingiðtaldi, að þetta mættiekki svo til ganga, þar sem loðnuaf- urðir, mjöl og lýsi, væru aö verða mjög mikilvægur þáttur i þjóöarframleiðslunni. Stjórnun fiskveiða Þingiö samþykkti, aö sóknin i þorskinnyröitakmörkuöeins og hægt væri, en i staöinn yröi auk- in sókn I aörar fisktegundir, sem ekki væru fullnýttar eöa vannýttar. Starfandi er milli- þinganefnd Fiskiþings i þessu mikilsverða máli, og taldi þing- iö störf hennar hafa boriö góöan árangur og framlengdi þvi starfsemi hennar. Um nýtingu vannýttrafisktegunda var sam- þykkt aö leggja til, aö sumar- loönuveiðar væru auknar, hald- ið væri áfram tilraunum meö veiöar á djúprækju, kolmunna, spærlingi og skelfiski og ýmsum djúpfiskum. Vita- og hafnarmál Þingiö gerði þessar ályktanir helztar: Að betri leiöarmerkj- um væri komiö fyrir á grunnleiö fyrir Austfjöröum, aö öldumæl- ingar væru framkvæmdar á Bakkafiröi vegna væntanlegrar hafnargeröar, aö rannsókn færi fram á svæðinu utan Horna- fjaröaróss með tilliti til bygg- ingar varnargarös utan viö Hvanney, komiö veröi upp sjálf- virkum veöurathugunarstööv- um I Seley, Papey og Bjarnarey eystra, ef þess væri kostur, Kol- beinsey er sifellt að minnka og þingið taldi nauösynlegt, aö hún væri varin og styrkt meö ein- hverjum hætti og þar væri kom- ið fyrir radarmerki og radar- svara. Síldar- og humarveiði- leyfi Þingið geröi þá ályktun, að það mæti gildar kvartanir Aust- firöinga yfir misskiptingu leyfa til sildveiöa meö herpinót og lagði til, aö sjávarútvegsráöu- neytiö endurskoöaöi reglur sin- ar um leyfisveitingar til sildar- og humarveiöa. Fiskmat 35. fiskiþing geröi þá ályktun um fiskmat, að haldin væru námskeiö i öllum greinum fisk- mats, aö minnsta kosti einu sinni á ári, og Framleiöslueftir- lit sjávarafuröa efli ferskfisk-, skreiöar-, saltfisks- og sildar- mat á viöunandi hátt. Fræðslumál Þingið itrekaöi fyrri ályktanir um, að lögleidd veröi kennsla i vinnubrögöum i fiskvinnslu og fiskveiöum i barna- og ung- lingaskólum og fól fiskimála- stjóra að sjá til, aö hafizt væri handa um gerö og öflun gagna til kennslunnar i samráöi viö sjávarútvegs- og menntamála- ráöuneytiö. Athugasemd t viötali viö landbúnöarráö- herra I Timanum I dag er haft eftir honum, að heildarafuröa- lán bankanna út á sauöfjár- afurðir séu um 80%. Hér hlýtur að vera um mis- skilning aö ræöa hjá ráðherran- um. Nær sanni er, aö samanlögö afurðalán eru 60-70% mismun- andi eftir gæöaflokkum, en á sumar afuröir sauöf jár svo sem sviö og annan innmat en lifur, nýru og hjörtu eru engin afuröa- lán veitt. Bændur hafa hins veg- ar gert fundarsamþykktir og óskaö eftir, aö á allar tegundir sauöfjárafuröa veröi lánaö a.m.k. 80%. Er nauðsynlegt, aö þetta komi fram, ef ráöamönn- um skyldi virkilega ver ókunn- ugt um upphæðir afuröalána út á sauöfjárafuröir, ef svo er, væri skiljanlegra, hve seint sækist aö fá lánahækkanir þær, sem mörg undanfarin ár hefur verið óskað eftir. 1 frásögn af fundi á Hvoli 30. f.m. segir, að greiðslur Slátur- félagsins á gærum áriö 1975 hafi verið langt undir grundvallar- verði. Vegna þessa skal fram tekiö, að lokauppgjör sauöfjár- afuröa hefur ekki enn fariö fram til framleiöenda af ástæöum, sem annars staöar i fundarfrá- sögninni eru hafðar eftir Arna Jónassyni, erindreka. Einnig skal fram tekiö, aö Sláturfélag Suðurlands hefur undanfarin ár skilaö fullu grundvallarveröi til bænda og greitt þeim vexti af eftirstöðvum afuröaverös frá áramótum til greiösludags. Undirritaöur sótti ekki fund- inn á Hvolsvelli vegna veikinda, hins vegar var stjórnarfor- manni Sláturfélagsins, Gisla Andréssyni, sérstaklega boðiö til fundarins og einnig sótti fundinn fulltrúi Rangæinga i stjórn Sláturfélagsins, Siguröur Tómasson, Barkarstööum. 2. des. 1976 Jón H. Bergs Hafnarf jörður Lionsklúbbur Hafnarfjarðar verður með sina árlegu jólapappirssölu 4. og5. desem- be»*. CJum ágóða varið til uppbyggingar á heimili fyrir þroskaheft börn i Hafnar- firði. Aðventutónleikar i Norræna húsinu 4. des. 1976 kl. 21 Nemendur: blokkflautuk vintett og-kvartett: Ashildur Haraldsdóttir, sópranflauta. Björk Guömunds- dóttir, sópranflauta. Bolli Þórsson, altflauta. Þórir Hrafnsson, tenórflauta. Kristin Theódórsdóttir, bassa- flauta. Kammermúsikhópur Helgu Kirchberg: Duncan Campbell, óbó. Elin Guömundsdóttir, cembal, Hafsteinn Guömundsson, fagott. Helga Kirchberg, blokk- flauta. Helga óskarsdóttir, fiöla. Pálk Gröndal, celló. Viktor Pechar, fiðla. Jólalög og Barokkmúsik. Fjölbreytt dagskrá. Kaffistofan er opin til kl. 23. Jólakaffi HRINGSINS Komist i jólaskap og drekkið eftirmið- dagskaffið hjá Hringskonum að Hótel Borg sunnudaginn 5. desember kl. 3. Þar verður einnig á boðstólum: Handavinna, jólakort Hringsins, jóla- plattar Hringsins, skyndihappdrætti með fjölda góðra vinninga, m.a. ferð til Kaup- mannahafnar. Jörðin Eskifjarðarsel i Eskifirði er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Skipti á ibúð i Reykjavik koma til greina. Árni Halldórsson hrl. Egilsstöðum, simi 1313. ______ ( Verzlim & Þjónusta ) 'Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ý/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR ^ í Ingibjartur Þorsteinsson ^ Tökum aðokkur alla loftpressuvinnu, J 5 pipulagnmgameistan J ^ borun og sprengingar. Fleygun, múr- 4 ú Simar 4-40-94 & 2-27-48 ^ ÆÆWSMM n I Á M M f m 4 Þórður Sigurðsson — Sími 5-83-71 2 + 2 % Nýjagnir - Breytingar á '/ MICHELSEN Vlögeröir ^ ^ Hveragerði - Sími 99-4225 r-vivui Jiyuiuwuii o 11111 J-uuv i V 'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J 4/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J K//Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.