Tíminn - 11.12.1976, Síða 3

Tíminn - 11.12.1976, Síða 3
Laugardagur 11. desember 1976 3 H V-Rey k javik. — Bankaráð Seðlabanka íslands hefur ákveðið að stofna sérstakan sjóð sem beri heitið Þjóðhá- tiðarsjóður, af ágóða af sölu þjóðhátiðarmyntar- innar, sem gefin var út 1974. Stofnfé hans er þrjú hundruð milljónir króna, og hefur stjórn Seðlabankans gert það að tillögu sinni, að hlutverk sjóðsins verði að veita styrki til stofnana og annarra aöila, sem hafa þaö verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núlifandi kyn- slóð hefur tekið i arf. Bankastjórn og bankaráð seðlabankans buðu i gær forseta landsins, rikisstjórn og fleiri aðil- um til sin, til að kynna stofnun sjóðs þessa og tillögur bankans um ráðstöfun hans. 1 ávarpi, sem Jóhannes Nordal, formaður bankastjórnar seðla- bankans, hélt við það tækifæri, kom fram, að af þjóðhátiðar- myntinni voru slegnir tuttugu þúsund gullpeningar að nafnvirði krónur 10.000, eitt hundrað og ell- efu þúsund silfurpeningar að nafnverði 1.000 krónur og jafn mikið af silfurpeningum að nafn- virði krónur 500. Að nafnverði var verðgildi þjóðhátiðarmyntarinnar 366.5 milljónir króna, en miðað við verð á innanlandsmarkaði var heildar söluandvirði, að meðtöld- um umbúðum og yfirverði á sér- unninni mynt, samtals 524 milljónir króna. Sérunnirvoru átta þúsund gull- peningar og f jörutiu og eitt þús- und peningar af hvorri gerð silf- urpeninganna. Sérunna sláttan var seld yfir nafnverði. Hreinar sölutekjur af þjóðhá- tiðarmyntinni eru taldar þrjú hundruð þrjátiu og sjö milljónir króna. M eð tilliti til þess, að frek- ari kostnaður getur orðið vegna innlausnar á mynt og annars, heldur seðlabankinn þrjátiu og sjö milljónum eftir, en leggur þrjú hundruð milljónir i sjóðinn. Sjóðurinn verður varðveittur i Seðlabanka íslands, sem einnig mun sjá um að ávaxta hann. í til- lögu bankans um stofnskrá sjóðs- Framhald á bls. 19. Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Seðlabankans, afhenti I gær Geir Hailgrimssyni, forsætisráðherra, tillögur bankans um stofnskrá að Þjóðhátiðarsjóðnum. Timamynd Hóbert. Listasafnið fær eitt af æskuverku Sigurjóns Olafssoi halda áfram * 1,1 ,l111 ^ Fundar- höld bænda um kjara- og verð- lagsmál Fundir á Vík, Blönduósi og í Víðihlíð F.I. Reykjavik — Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, afhenti i gær Selmu Jónsdóttur, forstöðu- manni Listasafns tslands, eitt af æskuverkum Sigurjóns Óiafsson- ar, myndhöggvara, en það er brjóstmynd af gefandanum, séra Finn Tulinius, fyrrv. presti i Strö á Sjálandi. Kvað dr. Kristján i á- varpisinu Listasafni tslands mik- inn feng að þessu æskuverki Sigurjóns, sem unnið var i strik- lotu, og flutti hann Finn Tulinius þakkarorð. Finn Túlinius er af islenzku bergi brotinn, og er hann fæddur 18. sept. 1893. Hann hefur oft komið til Islands, sótt hér presta- stefnur og fylgt úr hlaði góðum gjöfum, svo sem bókagjöfum i Skálholtsbókasafn og útskorinni altaristöflu, eigin handverki, sem nú er i turni Skálholtsdómkirkju. 1 þetta sinn gat hann ekki komið sjálfur og bað þvi dr. Kristján Eldjárn að hafa milligöngu i mál- inu. Myndin er frá afhendingu brjóstmyndarinnar i Listasafni Islands, og eru á henni f.v. biskupinn yfir Islandi hr. Sigur- björn Einarsson, Sigurjón Ólafs- son, myndhöggvari, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, Selma Jónsdóttir, listfræð- ingur og forseti Islands dr. Krist- ján Eldjárn. (Timamynd G.E.) ' nýs fasteignamats verða 4,5 til 6,5 — fasteignamatið • i hefur verið óbreytt fró 1971 FJ-Reykjavfk. Nýtt matsverð fasteigna tekur gildi um áramótin. Guttormur Sigurbjörnsson tjáði Tímanum i gærkvöldi, aö margfeldi hins nýja mats væru 4,5 til 6,5eftir einstökum eignum. Nefndi hann sem dæmi, að fasteignir I Reykjavlk, neðan Elliðaánna, yrðu margfaldaðar með 6, en fasteignir í Breiðholti og Arbæ með 5,5. Fasteign- ir í nærsveitum Reykjavikur verða margfaldaðar með 6,5 að sögn Guttorms, en lægsti stuðullinn á aftur á móti við útihús i sveitum. Núgildandi fasteignamat, hefur verið óbreytt frá 1971, þannig að nú verður um verulega hækkun matsins að ræða samkvæmt upplýsingum Gutt- orms. A Alþingi hafa verið lögð fram frumvörp til laga um breytingu á þeim lögum, þar sem fasteigna- matsverð er viðmiðunargrundvöllur gjaldtöku opinberra aðila, en þar til má m.a. nefna, fast- eignaskatta, þinglýsinga- og stimpilgjöld og erfðafjárskatt. 300 milljónir af ágóðanum settar í Þjóðhátíðarsjóð MÓ Reykjavik. — t kvöld veröur bændafundur um verðlags- og kjaramál að Vik i Mýrdai, á mánudagskvöld verður fundur á Blönduósi, og i Viöihlið á þriðjudags- kvöld. Þessir fundir koma i framhaldi af fundum þeim, sem haldnir hafa veriö á Hvoli og i Árnesi. A fundinn i Vik kemur Árni Jónasson erindreki Stéttar- sambands bænda og verður frummælandi, en búnaðarfé- lögin i Dyrhóla- og Hvamms- hreppum standa fyrir fund- inum. Að fundinum á Blönduósi standa Búnaðarsamband A.- Hún. og Sölufélag Austur Húnvetninga, en frummæl- endur þar verða Gunnar Guðbjartsson form. Stéttar- sambands bænda, Guð- mundur Sigþórsson deildar- stjóri i landbúnaðarráðu- neytinu og fulltrúi frá bú- vörudeild SIS. Fundinn i Viðihlið boðar Búnaðarsamband Vestur Húnvetninga og frummæl- andi þar verður Gunnar Guðbjartsson form. Stéttar- sambands bænda. Ágóðinn af þjóðhátíðarmyntinni renni til varðveizlu og verndar verðmæta lands og menningar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.