Tíminn - 11.12.1976, Side 11

Tíminn - 11.12.1976, Side 11
Laugardagur 11. desember 1976 n Ánægjulegur menningarviðburður Guðmundur Böðvarsson: LJÓÐASAFN III. og IV. Hörpuútgáfan 1976. ARIÐ 1971 hóf Hörpuútgáfan á Akranesi að gefa út skáldverk Guðmundar Böðvarssonar, og var þá byrjað á óbundnu máli. Fyrstu þrjú bindin báru sam- heitið Linur upp og niður, en auk þess hét hvert bindi sinu sjálf- staeða nafni. Fyrsta bindið hét Atreifur og aðrir fuglar, annað Konan sem lá úti.og hið þriðja ,,— Og f jaðrirnar fjórar”.Þessu hélt fram 1 þrjú ár, og kom ein bók á ári. Áriö 1973 kom siðasta bindi óbundna málsins, og tóku þá ljóöin við. Fyrsta bindi ljóð- anna kom 1974, annaö bindi i fyrra og loks tvö þau siðustu nú i haust. Þannig hefur Hörpuút- gáfan nú lokið þessu myndar- lega átaki, og munu þeir menn, sem þar hafa að unniö, hljóta þökk þjóðarinnar að launum. í fyrsta bindi ljóðasafnsins eru þessi verk Guðmundar Böðvarssonar: Fyrst æskuljóð, sum óprentuð áður, og heitir sá kafli Ljóðæska, en auk þess eru þar ljóðabækurnar Kyssti mig sól, og Hin hvitu skip. t ööru bindi Ljóðasafns eru Alfar kvöldsins, Undir óttunnar himni, Krystallinn i hylnum og Minn guð og þinn. 1 þriðja bindi Ljóðasafns eru Saltkorn i mold I, Saltkorn i mold II og Lands- visur. Og i fjórða bindi Ljóða- safns, sem jafnframt er sjöunda og siðasta bindið i ritsafninu, eru Hriðarspor, Innan hrings- ins, Blaö úr vetrarskógi og Fimm kviður úr Gleðileiknum guðdómlega, en þetta siðasta eru svo sem kunnugt er, Dante- þýðingar Guömundar. Auk þessa er svobindaskrá og efnis- yfirlit. Margt hefur veriö skrifaö um skáldskap Guðmundar Böðvarssonar, fyrr og sföar, og er litil ástæða til að endurtaka það nú, þegar heildarútgáfa á verkum hans sér dagsins ljós. Flestir, sem á annaö borö hafa lært að sækja sér unaö og lifs- fyllingu i skáldskap, hafa lika fyrir löngu gerzt handgengir ljóðum hans. Þau hafa verið mönnum gleðigjafi á góðri stund og styrkur i andstreymi. Þau eru heilsulind, sem öngvan svikur. Þegar Saltkorn i mold komu út, urðu ýmsir til þess að segja, að þau minntu um of á ljóða- flokkinn Kirkjugarðurinn i Skeiðarárþorpi eftir Banda- rikjamanninn Edgar Lee Mast- ers, en eins og kunnugt er þýddi Magnús heitinn Asgeirsson þau ljóð á sinum tima. Það er satt að segja mjög undarlegt, hversu starsýnt mönnum varð á þetta, þvi að sannleikurinn er sá, aö Saltkom i mold og Kirkjugarð- urinn i' Skeiðarárþorpi eiga ekk- ert sameiginlegt annað en það, aö i báðum tilvikum er ort um grafir dauðra og þá, sem þar eru niður komnir. Hugblærinn formið, efnistökin og meira að segja efniö sjálft, — allt er þetta svo gerólikt sem verða má. Auðvitað er hægt að yrkja „kirkjugarðsvisur” hvar á jörð- inni sem er, — alls staðar þar sem manneskjur hafa fæðzt og lifað. þjáðst og dáið. Og Salt- korn i mold eru svo sjálfstæður skáldskapur, að alls öngvu máli skiptir hvar Guðmundur Böðvarsson hefur fengið hug- mynd sina, hvort honum hefur dottið i hug að vinna þetta verk eftir að hafa lesið Kirkjugarðinn iSkeiðarárþorpi, eöa þegarhann átti leið framhjá einhverjum kirkjugarði heima i Borgarfirði. Saltkorn i mold eru ekki að- eins snjöll gamansemi og fyndni, heldur einnig þjóðar- saga i samþjöppuðu formi. Skáldið leiðir horfnar kynslóðir fram á sviðið af þvilikri snilld, að okkur finnst við sjá fólkið og heyra, eins og við hefðum þekkt það frá blautu barnsbeini. Þótt gamankvæðin séu snjöll, eru hin alvarlegu ekki siður athyglis- verð. Hver getur gleymt kvæð- inu um Signýju grasakonu, sem eignaðist eitt barn um ævina og missti það kornungt. Eftir það hafði hún ekki „huggun af öðru en hjúkra þeim allslausu börn- um/ sem áttu ekki móður né mat.” Hún settist aö hjá föður sinum, sem var einbúi i Grýttu- Gjótu, „fámáll og sérvitur segg- ur. ” Það er svo ekki að orð- lengja, að þau feðginin fara að taka að sér munaöarlaus börn og ganga þeim i foreldra stað. Ogþvifleiribörn,sem Signý tók aðsér, þeimmun betur stundaði faðir hennar búskapinn: Og Guðmundur gamli þagði en gætti nú vel sinnar hjarðar, stundaði beitina betur og braut fyrir ærnar til jarðar og þagöi, -=- og þar við sat. En vist er að ungmennum átta, og ef til vill miklu fleiri, skilaði Grýtta-Gjóta til gagns fyrir land og þjóð. Og Signý uppskar ekki einungis þá einu lækningu, sem hugsanleg var, eftir að hafa misst sitt eina barn. Hún var lengi siðan, — og löngu eftir dauða sinn — dýrkuð, nærri eins og helg manneskja: Innan hringsins varö siðasta ljóöabók Guömundar Böðvars- sonar, sem kom út að honum lif- andi. Hún er nú vitaskuld höfð i lokabindi safnsins, ásamt Hrlðarsporum, Fimm kviöum og seinustu ljóðum höfundar, sem hér hafa hlotið nafnið Blaö úr vetrarskógi. Þótt Innan hringsins væri ekki stór að ytra útliti og léti ekki mikið yfir sér i upphafi, varhún fljót að ná hylli þeirra, sem lært höfðu að meta skáldskap Guðmundar. Liklega hafa menn einna fyrst lært Sálm um sólina, enda er það ljóð með þeim athyglisverðustu i bók- inni: hafnað, geta dæmt um valiö, en hinir, sem aðeins lesa það, sem á bókinni stendur, munu flestir ljúka upp einum munni um það, að röðunin á kvæöunum hafi tekizt meö þeim ágætum, að betur veröi naumast gert. Að byrja á kvæðinu Dyr og enda á kvæðinu Þjóðlag úr álfhamri, ber vott um óbrigðula smekk- visi. Sama er að segja um nafn- ið, Blað úr vetrarskógi. Auðvit- að er ekki vist, að höfundurinn hefði valiö kvæðunum þaö nafn, ef hann hefði skirt bókina sjálf- ur, en óliklegt er annaö en hann hefði látið sér nafnið vel lika, ef hann hefði lifað. Böðvar sonur hans segirlika, aðnafniösé ekki „...og væri sæll á sinu ævikveldi hver sá, er mætti gera að vilja slnum og verða, sól min, ögn af þinum eldi og einn af geislum þinum.” Guðmundur Böðvarsson. Hér áður til sjávar og sveita, var soltið og flakkað, og stundum sem horfin úr hafinu veiði, sem horfinn af landinu gróður, og margur sem átti sér ekki neinn öruggan griðastað. Að setjast á Signýjar leiði var sálubót fátækri móður, ef ekki var annað að leita. — Hún amma min geröi það. í þriöja bindi Ljóðasafns eru auk Saltkorna i mold, Landsvis- ur, þar sem eru önnur eins ljóö og Hvítur hestur, Vorið góða og Völuvisa: Eitt verðégað segja þér áður enég dey, enda skalt þú börnum þlnum kenna fræði mín, sögðu mér það álfarnir i Suðurey, sögðu mér það dvergarnir i Noröurey, sögðu mér þaö gullinmura og gleymérei og gleymdu þvi ei: að hefnist þeim er svikur sina huldumey, honum verður erfiöur dauðinn. Það sem mesta athygli vekur i siðasta vindi ritsafnsins, eru þó tvimælalaust ljóðin, sem bera nafnið Blað úr vetrarskögi. Þau höfðu að visu flest birzt áö- ur, hingað og þangað i blöðum og timaritum, og þvi koma þau okkur kunnuglega fyrir sjónir, þegar við lesum þau hér. — Guðmundur Böðvarsson var að visu ekki gamall maður, þegar hann lézt, á sjötugasta aldurs- ári, enda eru sannarlega ekki nein ellimörk á þeim ljóðum, sem hann orti á siðustu hérvist- ardögum sinum. Hugmynda- flugið er enn i fullu fjöri og tungutakið með sinum gamalkunna glæsibrag. (Dyr, Sigurðarkvæði, 1974, om.fl.). Höfundur þessara lina þykist hafa traustar heimildir fyrir þvi, að synir Guðmundar Bööv- arssonar, þeir Böðvar, mennta- skólakennari á Akureyri, og Sigurður, bóndi á Kirkjubóli, hafi valið þessi siðustu ljóð skáldsins og raðað þeim niður. Böðvar skrifar formálsorð að þeim og gerir þar ágæta grein fyrir þvi, með hvaða hug var gengiö að þvi verki að velja ljóðin og birta þau. — Þeir einir, sem vita hverju hefur verið valið „til að sýna að hér séu kalkvistir á ferð, heldur til aö minna á, að hér eru ljóð látins manns sem eru ort þegar: ...sumarið er liðið og hið langa, gráa haust og löngu-löngu sýnt að hverju fer.” Um þessa útgátu á verkum Guðmundar Böðvarssonar er hægt aö vera fáorður. Hún er smekkleg og snotur, en iburðar- laus. Bandið er vélaband, hvorki gott né vont, en pappir- inn hefði mátt vera betri. I fyrsta bindi Ljóðasafns var dálitiö af prentvillum, sérstak- lega vareinvond villa ikvæðinu um Litla-Brún, en þessi siðustu bindi eru nærri villulaus. 1 þvi Nóaflóði misgóðra bóka, sem jafnan steypist yfir lands- fólkið um þetta leyti árs, er það mikiö ánægjuefni að fá i hendur gersemar eins og ljóð Guð- mundar Böðvarssonar. Það er menningarviðburður, þegar komin er á markað samstæð heildarútgáfa á verkum þessa snilldarmanns. — VS. bókmenntir Sögusafn heimilanna: Kapítóla endurprentuð — og margar nýjar bækur gefnar út í ár Barokk-tónleikar, Kammersveitar Reykjavíkur gébé Rvik — Þegar sögusafn heimilanna hóf útgáfu á Sigildum skemmtisögum fyrir nokkrum árum, var ekki vitaö um undir- tektir lesenda, og þvi óvist um framhald útgáfunnar. En brátt kom i ljós að bækur þær, sem valdar höfðu verið, nutu mikilla vinsælda og er nú svo komið að margar þeirra eru uppseldar. Sögusafið hefur þvi látiö endur- prenta þrjár fyrstu bækurnar: Kapitólu, Systur Angelu og Ástin sigrar. 1 þessum bókaflokki eru ný- komnar á markaðinn eftirtaldar bækur: Ættareinkennið eftir Grant Allen, mjög spennandi saga, sem oft hefur verið spurt um og óskað eftir að yrði gefin út aftur. A vængjum morgunroöans eftir Louis Tracy, en sú saga hef- ur notið geysilegra vinsælda, enda bæði viðburðarik og spenn- andi. Fyrir tveim árum hóf Sögusafn heimilanna útgáfu á nýjum bóka- flokki undir heitinu Grænu skáld- sögurnar. Fyrstu bækurnar, sem komu i þeim flokki, var Á hverf- anda hveli eftir Margaret Mitchell og Jane Eyre eftir Char- lotteBrontK, hvorttveggja heims- frægar skáldsögur. 1 ár koma út i þessum bókaflokki Þetta allt og himininn lika eftir Rachel Field, óviðjafnanleg saga, byggð á sannsögulegu efni. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og farið sigurför um allan heiminn. Auk þess hefur hún verið kvik- mynduö og lék hin þekkta leik- kona, Bette Davis, aðalhlutverk- ið. Heitar ástir nefnist bók eftir Joy Packer, en sögusvið hennar er Suður-Afrika. Þeir atburðir sem hún greinir frá, eru þó á eng- an hátt staðbundnir og gæti hún gerzt hvar sem væri i heiminum. Þá hefur Sögusafn heimilanna gefið út nýja skáldsögu eftir hinn vinsæla danska höfund Morten Korch, og nefnist hún I.aundóttir- in, sem er hugþekk og spennandi saga. t fyrra kom út bók á is- lenzku eftir sama höfund og hét hún Tviburabræðurnir. Kammersveit Reykjavikur heldur aðra tónleika sina á vetr- inum n.k. sunnudag kl. 4 I Krists- kirkju, Landakoti. A þessum aöventutónleikum flytur Kammersveitin eingöngu tónlist frá barokktimanum. Tónleikarnir hefjast á kvintett- um fyrir málmblásturshljóöfæri eftir 17. aldar tónskáldin Holb- orne, Pezel, Purcell og Scheidt. Þá veröur fluttur einn af k'on- sertum Johanns Sebastian Bach fyrir sembal og hljómsveit. Er hann i A-dúr, BWV 1055. Einleik- ari með sveitinni i þessum kons- ert er Helga Ingolfsdóttir, semb- aljeikari. Með henni leikur fáliöuð hljómsveit skipuð einungis einum hljóðfæraleikara i hverri rödd eins og tiðkaðist á dögum Bachs. Siðast á tónleikaskránni er hinn kunni jólakonsert Arcangelo Cor- ellis, en hann var upphaflega saminn til flutnings á jólanótt. Aögöngumiðar aö tónleikunum veröa seidir við innganginn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.