Fréttablaðið - 08.01.2006, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
Sími: 550 5000
SUNNUDAGUR
8. janúar 2006 — 7. tölublað — 6. árgangur
EGILL GILZENEGGER
Slær ekki slöku við
á nýju ári
Biblía fallega fólksins væntanleg í lok mánaðarins
FÓLK 38
BALTASAR KORMÁKUR
Hyggur á frekara samstarf
við Forest Whitaker
Er í viðræðum við stórstjörnu fyrir næsta verkefni
FÓLK 38
ÓLAFUR RAGNARSSON
Íslendingar mættu
drekka meiri mjólk
atvinna
Í MIÐJU BLAÐSINS
Róm rís á ný
Kvikmyndir um
forna heimsveldið
í Róm eru í tísku á
ný. Svo virðist sem
gerð mynda sem
slíkra taki púlsinn
á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna.
HELGAREFNI 18
VIÐSKIPTI Greining Íslandsbanka
spáir því að úrvalsvísitalan hækki
um tuttugu prósent á þessu ári.
Bankinn telur að bjart sé
fram undan á hlutabréfamarkaði
vegna góðs gengis í efnahagslíf-
inu. Horfur í rekstri fyrirtækja
séu almennt góðar auk þess sem
stærstu fyrirtækin haldi upptekn-
um hætti í útrásinni á árinu.
Íslandsbanki og Landsbankinn
gera ráð fyrir að afkoma helstu
félaga á fjórða ársfjórðungi slái
öll fyrri met og heildarhagnaður
fyrirtækjanna verði um 59 millj-
arðar króna. Fyrir árið í heild er
búist við að heildarhagnaður fari
yfir 160 milljarða króna.
Það eru fjármálafyrirtæki sem
skila drjúgum hluta hagnaðarins
og leikur gengishagnaður stórt
hlutverk sem fyrr. Viðskiptabank-
arnir þrír, Straumur og FL Group,
munu hagnast um 138 milljarða
gangi spárnar eftir. - eþa/ sjá síðu 12
Íslandsbanki um hlutabréf:
Hækka um
fimmtung í ár
Erum við með
Guð í genunum?
Í nýrri bók vestanhafs
er því haldið fram að
maðurinn sé erfða-
fræðilega hannaður
til að trúa á æðra
máttarvald. HELGAREFNI 16
Konur undir
fimmtugu velja
Fréttablaðið!
MEÐAL LESTUR KVENNA 12-49 ÁRA
53%
36%
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Hnallþóra á pappadiska
Dóra Takefusa ætlar að bjóða vinum
og vandamönnum upp á kaffi, þar
sem afmælisdaginn ber upp á sunnu-
dag. Hún er 35 ára í dag.
TÍMAMÓT 14
STJÓRNMÁL Árni Magnússon félags-
málaráðherra verður frá störfum
næstu vikur vegna veikinda eigin-
konu sinnar. Er áætlað að hann
komi aftur til
starfa í ráðuneyt-
inu og á þingi í
byrjun febrúar.
Halldór Ás–
grímsson for-
s æ t i s r á ð h e r r a
gegnir embætti
fé l a gsm á l a r á ð -
herra í fjarveru
Árna. Þá mun
Sæunn Stefáns-
dóttir, varaþingmaður og aðstoð-
armaður Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra, taka sæti Árna á
Alþingi. - bþs
Árni Magnússon ráðherra:
Frá störfum
næstu vikur
ÁRNI MAGNÚS-
SON Félagsmála-
ráðherra.
ÞAÐ MÁ BÚAST VIÐ HVASSVIÐRI,
jafnvel stormi, í kvöld og í nótt. Hægari
vindur framan af og hlýnar þegar líður
á daginn. Él og síðar skúrir um landið
suðvestanvert. VEÐUR 4
Eiður bjargaði Chelsea
Eiður Smári Guðjohnsen
var hetja Chelsea
gegn Huddersfield
í 3. umferð ensku
bikarkeppninnar í gær.
Eiður Smári skoraði
sigurmark liðsins
tæpum tíu mínút-
um fyrir leikslok.
ÍÞRÓTTIR 34
BRETLAND, AP Charles Kennedy,
leiðtogi Frjálslyndra demókrata,
annars helsta stjórnarandstöðu-
flokksins í Bretlandi, sagði af sér
síðdegis í gær. Uppsögn hans kom
í kjölfarið á miklum deilum innan
flokksins sem urðu eftir að hann
viðurkenndi í síðustu viku að hann
ætti við áfengisvandamál að stríða
og hefði leitað sér hjálpar. Kennedy
hafði áður neitað því að hann væri
alkóhólisti, en sögusagnir um slíkt
hafa gengið árum saman.
Í framhaldi af viðurkenningu
Kennedys settu 25 þingmenn, um
h e l m i n g u r
þ i n g m a n n a
Frjálslyndra,
honum afar-
kosti og sögð-
ust ekki ætla
að starfa áfram
í flokknum
nema hann
segði af sér
fyrir mánudag.
Í fyrstu ætlaði
Kennedy að
berjast fyrir starfi sínu, sem hann
hefur haldið síðan 1999, og sagðist
ætla að gefa kost á sér í komandi
leiðtogakjöri sem hann óskaði eftir.
Nú hefur Kennedy hins vegar
tilkynnt að hann muni ekki bjóða
sig fram til áframhaldandi starfa
sem leiðtogi flokksins. „Hagur
flokks okkar verður að ganga
fyrir, þar liggur mín persónulega,
pólitíska og þingbundna skylda,“
sagði Kennedy á blaðamanna-
fundi sem haldinn var skömmu
eftir að tilkynningin um uppsögn
hans barst frá höfuðstöðvum
Frjálslynda demókrataflokksins í
Westminster. - smk
Leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins segir af sér:
Kennedy hættir formennsku
HÆTTUR Leiðtogi
Frjálslyndra demókrata
sagði af sér í gær.
BRENNUR Ákveðið var á fundi
ábyrgðarmanna að aðeins tvær
brennur færu fram í gærkvöldi
og öðrum brennum frestað þar til
eftir helgi. Leyft var að kveikja
í brennum í Mosfellsbæ neðan
Holtahverfis við skeiðvöllinn og
í Gufunesi. Heppilegra þótti að
fresta öðrum brennum þar sem
þær tengjast skóla- og félagsstarfi
í hverfunum. - jóa
Þrettándagleði í Grafarvogi:
Tvær brennur
leyfðar
ÞRETTÁNDAGLEÐI Margir lögðu leið sína í
Grafarvoginn í gær til að kveðja jólin með
virktum. Farið var í blysför og mættu álfar
og tröll til að taka þátt í hátíðahöldunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VIÐSKIPTI Í gærkvöldi var sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins
unnið að því að ganga endanlega
frá samningum um kaup nokkurra
aðila á hlut Straums - Burðaráss
í Íslandsbanka. Straumur var
stærsti hluthafi bankans með um
28 prósenta hlut.
Straumur mun samkvæmt þeim
drögum sem lágu fyrir í gær selja
um 25 prósenta hlut í bankanum og
halda eftir milli tveggja og þriggja
prósenta hlut. Stærsti kaupandinn
nú er FL Group, sem mun eftir
kaupin eiga 16,5 prósenta hlut í
Íslandsbanka, sem er að markaðs-
virði um fjörutíu milljarðar króna.
Þáttur, sem er í eigu Milestone
undir forystu Karls Wernerssonar,
mun auka lítillega við hlut sinn en
verður eftir kaupin stærsti hlut-
hafi bankans með 22,5 prósenta
hlut. Baugur á fimmtung í Þætti, en
meðal annarra stórra eigna Þáttar
er 66 prósenta hlutur í Sjóvá. Karl
hefur undanfarin misseri unnið að
því að auka hlut sinn í bankanum
Einnig hefur verið rætt við aðra
fjárfesta um kaup á smærri hlut-
um í bankanum.
Markaðsvirði bankans var á
föstudag 244 milljarðar króna.
Greitt verður fyrir bréfin með
hlutafé í öðrum félögum og í reiðu-
fé og mun Straumur meðal annars
fá eigin bréf og bréf í Landsbank-
anum sem hluta greiðslu. Gengi
í viðskiptunum miðast við loka-
gengið við lok markaðar á föstu-
dag.
Fyrir jól var unnið að sölu
þessa hlutar, en þá stóð til að Ólaf-
ur Ólafsson tæki stærri hlut en
nú varð raunin. Þá var gert ráð
fyrir að Straumur fengi talsvert
af hlutabréfum í KB banka sem
greiðslu fyrir hlutinn. Upp úr
þeim viðræðum slitnaði og munu
KB banka bréf ekki vega þungt nú
samkvæmt heimildum.
Skriður komst á málið á ný
eftir fund Karls Wernerssonar og
Björgólfs Thors Björgólfssonar. Í
framhaldinu tók Straumur ákvörð-
un um að minnka hlut sinn og leit-
aði til nokkurra aðila um kaup.
Þessi viðskipti eru háð samþykki
Fjármálaeftirlitsins og ekki hefur
verið ákveðið hvort stjórn bank-
ans verður breytt með því að boða
til hluthafafundar eða hvort beðið
verður næsta aðalfundar bankans
í mars. - hh
60 milljarða viðskipti
með Íslandsbanka
Í gærkvöldi var verið að leggja lokahönd á kaup nokkurra aðila á hlut Straums í
Íslandsbanka. Eftir kaupin verður Þáttur stærsti hluthafinn með hlut að verð-
mæti 54 milljarða og FL Group verður næststærsti hluthafinn.
ROKKAÐ FYRIR NÁTTÚRUNA Þúsundir voru í Laugardalshöll í gærkvöldi á hljómleikum sem haldnir voru til stuðnings náttúruvernd.
Fjölmargir listamenn komu fram á hljómleikunum og má þar nefna Björk, Damon Albarn, Sigur Rós, Mugison og Egó. Nick Cave var leyni-
gestur og ætlaði þakið að rifna af Höllinni þegar hann birtist á sviðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA