Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 6
6 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR
Þrettán dóu í fangauppreisn
Þrettán fangar létust í óeirðum
í öryggisfangelsi í Hondúras á
fimmtudagskvöld. Upp úr sauð eftir
að til átaka kom á milli tveggja hópa
fanga og skiptust þeir á skotum með
fyrrgreindum afleiðingum. Ekki er ljóst
hvernig fangarnir komust yfir byssur.
HONDÚRAS
UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS Lögreglu-
manni sem kvartaði yfir ákvörðun
dóms- og kirkjumálaráðherra um
skipun yfirlögregluþjóns við emb-
ætti sýslumannsins á Seyðisfirði
var ekki mismunað, samkvæmt
áliti umboðsmanns Alþingis.
Í kvörtun lögreglumannsins var
því haldið fram að ákvörðun ráðherra
hefði farið gegn jafnræðisreglu
stjórnarskrár og rannsóknarreglu
stjórnsýslulaga auk þess sem því
var haldið fram að rökstuðningur
ráðherra hefði ekki verið í samræmi
við efni stjórnsýslulaga. Í áliti sínu
tók umboðsmaður ekki undir þessi
sjónarmið og álítur að ekki sé tilefni
til athugasemda. - jss
Umboðsmaður Alþingis:
Ákvörðun ráð-
herra stendur
BIROBIDZHAN, AP Í sjálfstjórnar-
héraði gyðinga, langt austur í
Síberíu, hefur bjartsýni leyst
bölmóð af hólmi því í fyrsta sinn í
háa herrans tíð fer gyðingum þar
fjölgandi og fyrir vikið er þar mikil
menningarleg vakning.
Ísraelsríki er ekki eina
landsvæðið í heiminum sem
sérstaklega er helgað gyðingum því
eitt sjálfstjórnarhérað Rússlands var
beinlínis sett á fót sem heimaland
rússneskra gyðinga. Það heitir
Jevrejskaja avtonamaja oblast, sem
þýðir einfaldlega sjálfstjórnarhérað
gyðinga, og er að finna við kínversku
landamærin austast í Síberíu. Amur-
fljót rennur á landamærum þess og
Khabarovsk-héraðs en í því kom upp
skæð bensenmengun á dögunum.
Enda þótt Jósef Stalín hafi ekki
látið stofna héraðið fyrr en 1934
tóku gyðingar að flytjast þangað
strax á þriðja áratugnum, af fúsum
og frjálsum vilja, ólíkt mörgum
öðrum þegnum Sovétríkjanna sem
voru fluttir nauðugir til Síberíu.
Blómatími héraðsins var svo á
fjórða áratugnum þegar gyðingar
alls staðar að úr heiminum flykktust
þangað, dagblöð voru gefin út á
jiddísku og mikil gróska ríkti í
menningarlífinu.
Nokkrum árum síðar tók
hins vegar að halla undan fæti,
stalínísku hreinsanirnar á síðari
hluta fjórða áratugarins og síðari
heimsstyrjöldin drógu mesta
máttinn úr íbúunum og við hrun
Sovétríkjanna árið 1991 færðu
margir sig um set til Þýskalands
eða Ísraels.
Þótt gyðingar séu í dag aðeins
4.800 af 190.000 íbúum héraðsins
ríkir bjartsýni í þeirra herbúðum
því teikn eru á lofti um að samfélag
þeirra sé að sækja í sig veðrið. Á
árinu 2004 fluttu 200 gyðingar
þangað frá Ísrael og Þýskalandi en
aðeins 80 íbúar héraðsins héldu til
landsins helga. Ástæðurnar sem
fólkið gefur eru til dæmis ótti við
hryðjuverk og framandi menning.
Einn þeirra sem sneru aftur til
Rússlands er hinn 69 ára gamli
Israil Prosmushkin en hann fylgdi
í fótspor sonar síns sem ekki gat
fundið vinnu í Ísrael. „Þar er erfitt
að vera fyrir unga fólkið. Það þarf
að vakna í rauðabítið og vinna langt
fram á kvöld.“
Í höfuðstaðnum Birobidzhan ríkir
mikil menningarleg vakning þessa
dagana. Jiddíska leikhúsið hefur
verið endurreist, nýjar sýnagógur
byggðar og farið er að kenna
hebresku og jiddísku á ný í nokkrum
barnaskólum. Kynþáttahatur
er landlægt víða í Rússlandi og
því segjast íbúar Birobidzhan
glaðir yfir að búa í andrúmslofti
umburðarlyndis. „Allt er opið, allir
eru saman og allir hjálpa hver
öðrum,“ segir einn þeirra.
sveinng@frettabladid.is
Bjartsýni vex á meðal
gyðinga í austurvegi
Eftir mögur ár hillir undir bjartari tíð í sjálfstjórnarhéraði gyðinga í Síberíu.
Gyðingar hafa flust þangað unnvörpum undanfarin ár, jafnvel frá landinu
helga, og áhugi hefur kviknað á siðum og hefðum sem áður voru gleymd.
KENNSLUSTUND Í BIROBIDZHAN Mordechai Shainer rabbíni kennir börnum jiddísku í einni af spánýjum sýnagógum borgarinnar. Meni
sonur hans er á meðal þeirra sem njóta handleiðslu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Mannfall í óveðri Í það minnsta
þrettán manns hafa týnt lífi í Sofala-
héraði í Mósambík í miklu fárvirði sem
þar hefur geisað undanfarna daga. Átta
hinna látnu fórust í eldingum en hinir
drukknuðu í flóðum. Tjón af völdum
óveðursins er umtalsvert, einkum á
ökrum sem farið hafa á kaf.
MÓSAMBÍK
DÓMSMÁL Kona sem á og rekur
kínverska nuddstofu í Kópavogi
hefur verið dæmd til að greiða
fyrrverandi starfsmanni sínum
tæpar 4,7 milljónir króna í bætur
vegna vangoldinna launa. Maðurinn
fékk hjá konunni frítt fæði og
húsnæði og starfaði hjá henni í um
tvö ár.
Konan var kærð til lögreglu
9. mars í fyrra fyrir að hafa
falsað nafn starfsmannsins á tvo
ráðningarsamninga. Hún var svo
í nóvember dæmd fyrir skjalafals
í Héraðsdómi Reykjaness, en
þar vann maðurinn á fimmtudag
einkamál á hendur henni.
Í samningi sem konan gerði við
manninn í ferð til Kína haustið
2001 kemur fram að hann þyrfti
ekki að vinna lengur en 12 tíma á
dag og ætti að fá um 10.000 krónur
í mánaðarlaun. Í dómnum kemur
einnig fram að maðurinn hafi aldrei
fengið orlof og hans einu frídagar
hafi verið lögbundir frídagar. Hann
fékk engin laun greidd en konan
sendi foreldrum hans í Kína um
147.499 krónur.
Maðurinn, sem enga íslensku
skildi og átti erfitt með ensku,
komst á snoðir um að réttur væri á
honum brotinn þegar hann kynntist
í Alþjóðahúsi kínverskumælandi
Íslendingum. Hann hætti því á
nuddstofuni í desember 2003. - óká
Kona sem á og rekur kínverska nuddstofu dæmd til að greiða bætur:
Borgi tæpar fimm milljónir
NUDDSTOFAN Í KÓPAVOGI Eigandi nudd-
stofunnar þarf að borga kínverskum manni
bætur fyrir að hafa þrælað honum út í tvö
ár á lúsarlaunum.
FINNLAND Forsetakosningar
fara fram í Finnlandi í janúar.
Átta eru í framboði, þar á meðal
núverandi forseti, Tarja Halonen,
forsætisráðherrann Matti Vanhanen
og fyrrverandi fjármálaráðherra,
Sauli Niinistö. Skoðanakannanir
benda til að baráttan verði einkum
milli þeirra þriggja.
Finnskar forsetakosningar eru
tvískiptar. Fyrri hluti kosninganna
fer fram 15. janúar. Ef frambjóðandi
fær meira en helming atkvæða ber
hann sigur úr býtum. Ef enginn
nær svo mörgum atkvæðum
verður kosið aftur á milli tveggja
efstu frambjóðendanna.
Í sendiráði Finnlands fengust þær
upplýsingar að skoðanakannanir
í byrjun desember hefðu sýnt að
Tarja Halonen fengi um 40 prósent
atkvæða, Niinistö fengi um 20
prósent og Vanhanen kæmi þétt
á eftir með um 19 prósent. Hinir
frambjóðendurnir mælist með 2-5
prósent atkvæða.
Ef svo fer sem horfir verður
kosið aftur milli tveggja efstu
frambjóðendanna 29. janúar.
U t a n k j ö r f u n d a r a t k v æ ð a -
greiðsla er þegar hafin í sendiráði
Finnlands í Reykjavík. - ghs
Forsetakosningar fara fram í Finnlandi nú í janúar:
Þrír frambjóðendur berjast
TARJA HALONEN Á ÍSLANDI Forseti
Finnlands, Tarja Halonen, milli Vigdísar
Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands,
og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands,
hér á landi fyrir nokkru. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KJÖRKASSINN
Á að ráðast í gerð Norðlinga-
ölduveitu?
Já 50%
Nei 50%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að breyta Íbúðalánasjóði í
heildsölubanka?
Segðu skoðun þína á vísir.is