Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 08.01.2006, Qupperneq 8
 8. janúar 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Forsetinn talar Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á ekki aðeins að baki feril sem stjórnmálamaður. Hann var um árabil einn helsti félagsvísindamaður þjóðarinnar og brautryðjandi í kennslu í þeirri grein í Háskóla Íslands. Á þriðjudaginn ætlar hann að fara á ný í fræðimannsfötin (þessi gráu - þið munið) en þá talar hann á hádegisfundi Sagnfræðingafélagsins í Þjóðminjasafninu. Félagið er að hleypa af stað nýrri fyrirlestraröð sem nefnd er „Hvað er útrás?“ Ber fyrirlestur forsetans yfirskriftina „Útrásin: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn.“ Ekki er að efa að margir eru forvitnir að heyra hvað Ólafur Ragnar hefur til málanna að leggja og má búast við fjölmenni. Fornbílasafn Einn af öðrum kvöddu þeir okkur jólasveinarnar í vikunni sem leið og ekki laust við að margir sakni þeirra. Hermt er að þeir hafi verið óvenju rausnarlegir um hátíðarnar og bendir það til þess að góðærið margumtalaða nái einnig til fjallabyggða. Það er svo huggun harmi gegn að ekki fara allir sveinar á brott. Enn er í bænum sá örláti maður á skattfé borgarbúa, Alfreð Þorsteinsson, og hann deilir út gjöfum sem aldrei fyrr. Áratuga draumur um fornbílasafn er til dæmis að rætast í nágrenni við gömlu rafstöðina í Elliðaárdalnum. Var fyrsta skóflustungan að sýningarhúsi tekin um áramótin. Haft var eftir Alfreð í Morgunblaðinu „að allar borgir í Evrópu sem stæðu undir nafni hefðu innan borgarmarkanna fornbílasafn og nú bættist Reykjavík í þann hóp.“ Vísindasetur Annað nýtt dæmi um örlæti Alfreð Þorsteinssonar er að hann hyggst veita stórfé til stofnunar skemmti- og fræðaseturs á sviði vísinda og tækni sem reka á í samvinnu við Háskóla Íslands og Kennaraháskólann. Verður samkomulag um þetta undirritað við hátíðlega athöfn á morgun. Einhverjir kunna að velta fyrir sér hvort verkefni af þessu tagi - góð og gild sem þau eru - eigi með réttu heima hjá Orkuveitunni. Væri ekki nær að láta okkur sem kaupum heitt vatn og rafmagn njóta umframtekna fyrirtækisins með lægra orkuverði? Tilfinningarök gagnvart landinu eru einnig rök í sjálfu sér. Það má ræða hvað er faglegt mat og hvað ekki og eitt af því sem taka þarf tillit til eru tilfinningar sem menn bera til landsins.“ Svo mælti Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, í frétt í Fréttablaðinu á föstudag um Norðlingaöldu. Fagna ber þessum orðum Guðlaugs Þórs því tilfinningar hafa hingað til ekki átt sérstaklega upp á pallborð stjórnmálanna. Útreikningar hafa borið tilfinningarnar ofurliði og flestar ákvarðanir sem teknar eru á sviði stjórnmálanna eru byggðar á tölum um hagkvæmni og arðsemi. Auðvitað þarf að reikna þegar hugmyndir um meiriháttar framkvæmdir eru teknar til athugunar en er ekki alveg út í hött að byggja allar ákvarðanir á útreikningunum einum og sér? Miklu fleiri þættir en bara hagkvæmni og arðsemi hljóta að koma til álita og þar eru til- finningar ofarlega á blaði. Það skiptir nefnilega máli hvað fólki finnst, þó svo að einhver talnaspeki liggi ekki að baki. Fegurð, hvort sem er náttúrufegurð eða önnur fegurð, verður til dæmis ekki reiknuð út en hún skiptir fólk máli, ekki síður (og stundum meira máli) en gróði. Íbúar í smærri þorpum landsbyggðarinnar hafa mátt þola alls kyns glósur fyrir það eitt að vilja að vegirnir til og frá þorpinu séu sæmilegir. Þeim hefur verið sagt að það sé svo dýrt að halda úti samgöngum að réttast væri að flytja þá á höfuðborgarsvæðið. Ekkert rúm er fyrir tilfinningar í slíkum málflutningi, ekki er tekið tillit til líðanar fólksins eða langana þess. Allt ætlaði um koll að keyra fyrir nokkrum árum þegar bisk- up sagði að hjarta hans byði að Eyjabökkum skyldi hlíft. Menn sem vildu miðlunarlón á Eyjabökkum sögðu að svona fjas ætti ekki heima í umræðunni, rök og ekkert annað en rök væru það eina sem leggja ætti til grundvallar og tilfinningar og rödd hjartans væru ekki rök. Síðar var svo horfið frá virkjun á Eyja- bökkum en það er önnur saga. Það er líka önnur saga að mönnum hefur brugðist bogalistin við útreikninga. Nærtækt er dæmið af kostnaðinum við eftirlauna- frumvarp þingmanna og ráðherra, sem er miklum mun meiri en sérfræðingar komust að með aðstoð tölvuforritanna sinna. Tilfinningar eiga vel heima í stjórnmálum og kannski hefðu fleiri það betra í samfélaginu ef stjórnmálamenn leyfðu tilfinningum að ráða. Þá væru tekjur öryrkja sjálfsagt nógu háar til að þeir geti lifað sómasamlegu lífi, börn sem haldin eru geðröskunum þyrftu ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir að fá læknisaðstoð og öldruðum væri ekki gert að búa á göngum hjúkrunarheimila. Laun leikskólakennara væru líka án efa hærri ef tilfinningunum væri fylgt. Nema það sé tilfinning stjórnmálamanna að leikskólakennarar eigi að fá lág laun! Það er sérstakt gleðiefni að Guðlaugur Þór Þórðarson skuli segja að tilfinningarök séu líka rök og hugsanlega marka þessi orð hans örlítil kaflaskil í stjórnmálunum. Það verður án efa ánægjulegra að fylgjast með pólitískri umræðu í framtíðinni þegar tilfinningar verða teknar góðar og gildar sem ástæða skoðana. ■ SJÓNARMIÐ BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Ánægjulegt er að heyra þingmann Sjálfstæðisflokksins viðurkenna gildi tilfinninga. Tilfinningar skipta líka máli Árið 1993 var Aymara-indíani í fyrsta skipti í sögu Bólivíu kosinn varaforseti í landinu, hann hét Víctor Hugo Cárdenas. Þar sem ég var ánægður með þau jákvæðu áhrif sem Cárdenas hafði haft á Bólivíu fyrir kosningarnar kom ég úr fríi til Cochabamba reiðubúinn að fagna hinum ánægjulegu tíð- indum með samlöndum mínum. Við áttum að vera stoltir af því að indíáni sem talaði sex tungumál og var menntaður við virtan franskan háskóla væri nú orðinn varaforseti. Ég man það hins vegar að fyrir bróðurpart millistéttarinnar sem ég tilheyrði var kosning Cárdenas sem næstráðanda Gonzalo Sánchez de Lozada, sem var að hefja sitt fyrsta kjörtímabil sem forseti, slæmar fréttir. Einn sunnudaginn var ég að tala við frænda minn sem sagði við mig: „Já, en ímyndaðu þér hvað gerist ef eitthvað kemur fyrir Sánchez de Lozada? Þá mun Bólivía lúta valdi forseta sem er indíáni!” Í málrómi hans mátti greina þá hræðslu sem á þessum tíma var að grípa um sig hjá millistéttinni í Bólivíu vegna þeirra samfélagslegu breytinga sem voru byrjaðar að skekja bólivískt samfélag. Fyrsti Aymara-indíáninn forseti Þessir atburðir rifjast upp fyrir mér núna eftir hinar sögulegu forsetakosningar sem fram fóru í Bólivíu hinn 18. desember síðastliðinn þar sem Aymara- indíáni, Evo Morales, sigraði í kosningunum með yfirburðum. Fyrir stuttu síðan borðaði ég morgunmat með þessum frænda mínum sem fyrir rúmum tíu árum varð hneykslaður einungis við tilhugsunina um að indíáni gæti gegnt embætti forseta, og ég spurði hann hvaða skoðanir hann hefði á Morales. Hann sagði mér að hann væri ekki sammála mörgum hugmyndum hans og að Bandaríkjastjórn myndi hindra Morales við hvert tækifæri. Hins vegar sagðist hann fallast á helstu tilskipanir þeirrar grunnhugmyndafræði sem indíánarnir boðuðu að þeir myndu berjast fyrir: „ekki stela, ekki drepa, ekki ljúga“, og að hann kynni að meta að Evo ætlaði sér að binda enda á hin miklu rán á almannafé sem hefðu einkennt valdatíma lýðræðislega kjörinna ríkisstjórna síðastliðin tuttugu ár. Ég minnti hann þá á það sem hann hafði sagt mér fyrir mörgum árum um Cárdenas, og ég spurði hann hvað það væri sem hefði breyst í landinu. Hann sagði mér að núna væri komin reynsla á ríkisstjórnir sem væru myndaðar af hinum hefðbundnu stjórnmálaflokkum í landinu og að sú reynsla hefði ekki verið góð því þeir hefðu verið spilltir og ekki haft neina hugmynd um hvernig ætti að sameina þjóðina. Að hans mati réttlætti slæleg frammistaða hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka í landinu að Evo tæki nú við. Evo var ekki einungis kjörinn vegna eigin verðleika heldur var kjör hans afleiðing af efnahagslegu hruni í Bólivíu sem Sánchez de Lozada og aðrir forsetar sem aðhylltust frjálshyggju höfðu kallað yfir landið. Söguleg örlög Í orðum frænda míns heyrði ég bergmál af þeim orðum sem faðir minn sagði við mig ánægður, að loknum þingkosningum í ágúst árið 2002, eftir að hann hafði séð það í sjónvarpsfréttum að þrjátíu prósent þingmanna sem ættu sæti á bólivíska þinginu væru indíánar: „Sextíu prósent landsmanna eru indíánar; einhvern tímann hlýtur það að byrja að valda þeim áhyggjum að völd þeirra séu ekki meiri.“ Í orðum föður míns, „einhvern tímann“, mátti greina þá tilfinningu sem var útbreidd meðal hluta millistéttarinnar, að hin sögulegan stund sem íbúar Bólivíu upplifa um þessar mundir hlyti að koma einn daginn. Faðir minn man eftir hinum ánauðugu indíánum, úr barnæsku sinni í Cochabamba á fjórða ára- tugnum, sem var alltaf skipað að vinna þau störf sem voru hvað mest niðurlægjandi. Fjölskyldur forréttindastétta gáfu börnum sínum jafnvel indíána sem voru ánauðugir fjölskyldunum, til þess að indíánarnir sæju um að vinna þau verk sem börn skipuðu þeim að vinna. Trú á breytingar Evo Hluti millistéttarinnar og hluti efstu stéttarinnar í samfélaginu litu hina sögulegu þróun innan bólivísks samfélags sömu augum og prinsinn Fabrizio og frændi hans Tacredi gerðu í skáldsögunni Il Leopardo (Hlébarðanum). Í þessari miklu skáldsögu eftir Lampedusa sem gerist í Sikiley árið 1860 lá það ljóst fyrir aðallinn yrði að afsala sér titlum sínum og forréttindum vegna yfirvofandi sameiningar Ítalíu því sigur Garibaldis þýddi einnig sigur lægri stétta samfélagsins. Prinsinn var fullur efasemda yfir þróuninni, þrátt fyrir að hann vissi að þeirri stétt sem hann tilheyrði hafði mistekist hrapallega. Frændi hans, sem var aðdáandi Garibaldis, reyndi hins vegar að gera gott úr stöðunni með eftirfarandi fullyrðingu: „Sumt þarf að breytast til að ástandið haldist áfram eins og það er.“ Þannig eru faðir minn og frændi minn fulltrúar þeirra sem kusu ekki Evo en skilja af hverju hann sigraði í kosningunum. Mágur minn, sem er sölustjóri hjá matvælafyrirtæki, sagði mér að hann hefði kosið Evo vegna þess að þannig yrði komist hjá þeim miklu verkföllum sem lömuðu efnahagslíf landsins og gerðu það að verkum að tveir mismunandi forsetar hrökkluðust frá völdum á síðustu tveimur árum. „Til þess að verkföllin hætti þarf að kjósa þá sem að verkföllunum standa,“ sagði hann, stoltur yfir því hversu skarplega hann hefði áttað sig á eðli málsins. Hluti millistéttar og hluti efstu stéttar samfélagsins sættir sig við hinn nýja veruleika í landinu og trúir því af sannfæringu að Evo sé sá eini sem geti tryggt raunverulegar breytingar. Á hinn bóginn er annar hluti þessara stétta sem hræðist mjög þessa þróun. Í kosningaherferð Tuto Quiroga, fyrrverandi forseta, mátti sjá þessa hræðslu á efsta stigi; í sjónvarpsauglýsingum hans kom fram að með Evo við stjórnvölinn myndu mörg störf glatast, hann myndi þjóðvæða hagkerfið auk þess sem hann myndi skipta þjóðfána landsins út fyrir wiphala-fánanna, sem er þjóðfáni Aymara-indíánana. Quiroga gaf líka í skyn að vinátta Evo og Hugo Chavez, forseta Venesúela, myndi eingöngu hafa slæmar afleiðingar í för með sér fyrir Bólivíu. Það hefur ekki verið skortur á ritstjórnargreinum sem fjalla um að óhjákvæmilegt sé að Evo muni fara svipaðar leiðir og Chavez í Venesúela, og í íbúðarhverfum má heyra samtöl fólks þar sem því er haldið fram að einkaeignir verði gerðar upptækar og að verksmiðjueigendur og stjórnendur banka megi eiga það á hættu að verða skornir á háls. Auðvitað er hræðsla stórs hluta millistéttarinnar og efri stéttarinnar ekki eingöngu tilkomin vegna þeirra ástæðna sem Tuto misnotaði í kosningaherferð sinni. Ástæðurnar eru fjölmargar og snerta áföll og sakir sem hafa legið í skjóli djúpt ofan í ímyndunarafli kreólanna í mjög langan tíma. Hræðslan snýst að mestu leyti um hina óumflýjanlegu hefnd indíánana, að sú misnotkun sem indíánarnir í Bólivíu hafa mátt þola allt frá nýlendutímanum hljóti að leiða til stríðs á milli kynþátta í landinu. Aymara-indíáninn Túpac Catari gerði uppreisn fyrir meira en tveimur öldum síðan og sat um La Paz í nærri því eitt ár þar til Spánverjar réðu niðurlögum hers hans. Sagt er Catari hafi haft þessi orð yfir í dauðaslitrunum: „Ég mun snúa aftur sem milljónir manna.“ Fyrir marga hefur þessi endurkoma nú hafist. Þeir eru milljónir; Evo er varla annað en málsvari þessara milljóna. Það er góð ástæða fyrir því að hafa ekki kosið hann. Eða jafnvel góð ástæða fyrir því að hafa kosið hann. Edmundo Paz Soldán er bólivískur rithöfundur. Greinin birtist áður í spænska dagblaðinu El Pais. Ástæðan fyrir kjöri Morales Í DAG FORSETAKJÖR Í BÓLIVÍU EDMUNDO PAZ SOLDÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.