Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 18
8. janúar 2006 SUNNUDAGUR18
Námskeið hefjast 19. september
5. -16. september
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna
Taltímar - einkatímar
Námskeið fyrir börn
Kennum í fyrirtækjum
alliance@simnet.is
2. - 13. janúar
Námskeið hefjast 16. janúar
Kennum í fyrirtækjum
Ein leið til að taka púlsinn á utanríkisstefnu Banda-ríkjanna er að telja líkin.
Önnur er að skoða hvað er á
skjánum vestanhafs. Líklega er það
engin tilviljun að á stórveldistíma
Bandaríkjanna fyrstu áratugina
eftir seinni heimsstyrjöld
voru ófáar myndir gerðar um
Rómaveldi. Ekki voru þó allir á
eitt sáttir um kosti heimsveldisins.
Rómverjar krossfestu Max Von
Sydow í The Greatest Story Ever
Told, en slepptu Anthony Quinn
lausum í Barabbas. Kirk Douglas
barðist gegn heimsveldinu illa í
Spartacus, meðan Buster Keaton
gerði grín að því í A Funny Thing
Happened on the Way to the
Forum. Charlton Heston skildi
byssurnar eftir heima í Ben-Hur,
og Cleopatra var eitt stærsta flopp
sögunnar en hefur elst ágætlega.
Fall of the Roman Empire fjallaði
um síðustu daga Markúsar
Árelíusar rétt eins og Gladiator,
meðan Brando umlar eitthvað um
vini og landa í Julius Caesar.
Eftir Víetnamstríðið hættu
menn skyndilega að gera myndir
um Rómverja. Bandaríkin höfðu
tapað sínu fyrsta nýlendustríði.
Coppola endurgerði nýlendusögu
Conrads frá Kongó og færði
sögusviðið til Víetnam í
Apocalypse Now. Ítalir héldu
vestur á bóginn og tóku yfir
Bandaríkin í Guðföðurnum, og
hin nýja Róm virtist ansi spillt.
Kvikmyndagerðarmenn afneituðu
útþenslustefnunni og myndir um
uppreisnarmenn sem börðust
gegn illum heimsveldum komust
í tísku.
Ritstjóri Penthouse í Róm
Á sama tíma héldu Bandaríkin
sig til hlés í utanríkismálum. Séu
frá taldar innrásirnar og Grenada
og Panama og loftárás á Líbíu,
sem allar tóku ekki nema nokkra
klukkutíma, hófu Bandaríkin
engin stríð á þessum árum. Eina
kvikmyndin sem var gerð um
Rómaveldi á þessum árum var
Caligula frá árinu 1979, sem
sýndi Rómaveldi í sinni verstu
mynd. Allt vald spillir, og algert
vald algerlega. Myndin var gerð
af Penthouse-ritstjóranum Bob
Guccione og skartaði stórleikurum
eins og Malcolm McDowell og
Peter O’Toole í aðalhlutverkum
og fyrirsætum blaðsins í auka-
hlutverkum.
Árið 1991 halda Bandaríkin í
herleiðangur í fyrsta sinn síðan
í Víetnam og fleiri herferðir til
Austur-Evrópu og Afríku fylgja
í kjölfarið. Ekki er langt að bíða
þess að Róm muni rísa á ný.
Russell Crowe sem boðberi
siðmenningarinnar
Það gerðist árið 2000 með
Gladiator. Myndin var ein sú
aðsóknarmesta það árið og vann
einnig Óskarinn fyrir bestu
kvikmynd. Í upphafi myndarinnar
berst hetjan Maximus gegn hinum
villtu Germönum og þarf að drepa
þá í hrönnum áður en þeir taka við
siðmenningunni. Keisari Rómar,
hinn gamli og vitri Markús Árelíus,
vill endurreisa lýðveldið en er
myrtur af syni sínum Commodus
áður en úr getur orðið. Maximus
er gerður að skylmingarþræl en
tekst þrátt fyrir það á endanum
að endurreisa lýðveldið, þvert
á alla lógík og sagnfræði. Róm
er hér boðberi siðmenningar í
heiminum þrátt fyrir að hafa orðið
spillingunni að bráð, en uppgötvar
á endanum aftur sitt sanna eðli.
Ef til vill má túlka myndina sem
allsherjarendurreisn Bandaríska
heimsveldisins eftir niðurlægingar
Víetnam og Watergate.
Róm endurreist
Í kjölfarið á Gladiator hafa komið
fleiri myndir þar sem Rómverjar
eða önnur forn heimsveldi koma
við sögu. Ein sú áhugaverðasta er
King Arthur. Artúr er hér gerður
að Rómverja sem trúir statt og
stöðugt á gildi Rómaveldis þrátt
fyrir óhjákvæmilega hnignun
þess. En hann er einnig hálfur
Breti og undir lok myndarinnar
endurreisir hann hina sönnu
Róm á Bretlandseyjum með því
að sameinast íbúum eyjarinnar.
Bretland er því hér hinn sanni
arftaki Rómaveldis en halda má
áfram og segja að Bandaríkin séu
svo arftaki þeirra.
Enn aftar í tímann fer mynd-
in Troy, sem lýsir átökum Tróju-
manna og Grikkja. Þrátt fyrir að
sagan sé grísk er hér eindregin
afstaða tekin með Trójumönnum,
sem voru samkvæmt sögunni for-
feður Rómverja. Myndin endar
einmitt á því að Aenas, forfaðir
Rómverja, flýr hinna brennandi
Tróju til að stofna hina nýju Róm.
Kristur, Sesar og Vin Diesel
Mel Gibson krossfesti Krist eina
ferðina enn í The Passion. Þó að
rómversku böðlarnir séu hinar
verstu skepnur hvítþvær hann
Rómverja af aftökunni og kennir
gyðingunum um. Þetta er gömul
túlkun sem á rætur að rekja til
Biblíunnar sjálfar, en það er
merkilegt hvað menn eru reiðubúnir
að líta framhjá því að það voru
Rómverjar sem þrátt fyrir allt tóku
hann af lífi, sama hvað þeir kunna
að hafa þvegið hendur sínar.
Alexander lýsti dáðum annarrar
fornhetju, sem lagði undir sig
Babýlon þar sem nú er Írak og hélt
áfram áleiðis inn í Afghanistan,
en ofmetnaður verður honum að
falli. Myndin höfðaði ekki jafn
vel til áhorfenda og hetjudáðir
hins ímyndaða og mjög svo
gagnkynhneigða Maximus. En enn
er von á fleiri fornaldarmyndum.
Vöðvatröllið Vin Diesel leikur
aðalhlutverkið í og leikstýrir mynd
um Hannibal, erkióvin Rómverja,
sem væntanleg er seinna á árinu,
og þættirnir um valdatíð Júlíus
Sesars sem bera nafnið Rome
hefja göngu sína á Stöð 2 seinna
í mánuðinum. Spurning er svo
hvort slæmt gengi Bandaríkjanna
í Íraksstríðinu leiði ekki til þess
að kvikmyndagerðarmenn fari
að líta heimsveldistilburði þeirra
myrkari augum.
valurg@frettabladid.is
Róm rís og fellur enn og aftur
KIRK DOUGLAS Barðist hetjulega gegn Rómverjum í Spartakusi.
RUSSELL CROWE Endurreisti lýðveldið í
Gladiator.
CLIVE OWEN Stofnar hina nýju Róm á Bretlandseyjum.
VIN DIESEL Býr sig undir að ráðast á Róm
í Hannibal.
Myndir um Róm til forna eru aftur í tísku, en fáar Rómverjamyndir hafa verið gerðar síðan Víetnamstríðið var í hámæli.