Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 61
SUNNUDAGUR 8. janúar 2006 21
Benedikt Hermann Hermannsson
hefur að undanförnu gert það
gott í tónlistarheiminum og gaf á
síðasta ári út plötu undir nafninu
Benni Hemm Hemm. Við báðum
hann um að telja upp fimm plötur
sem hann væri að hlusta á þessa
dagana.
Animal Collective - Feels
(Fat Cat Records - 2005)
Lögin á þessari plötu, eins og á öðrum
plötum Animal Collective, eru sambland
af ofsafengnum spuna og hreinum
popplögum.
Rass - Andstaða
(Smekkleysa - 2004)
Textarnir eru stuttir og pólitískir og
tónlistin er hörð og beinskeytt.
Purrkur Pillnikk - Í augum
úti (Smekkleysa - 2001)
Textarnir eru frábærir, sándið er geðveikt
og krafturinn ótrúlegur. Mörg laganna á
þessari plötu eru ódauðleg snilld, það
liggur í augum úti.
Anthony Burr og Skúli
Sverrisson - a thousand
incidents arise (Workers
institute - 2005)
Falleg og dáleiðandi plata. Hún er
einhvern veginn kyrrstæð og á hreyfingu
á sama tíma. Það er ekki beinlínis
auðvelt að koma auga á þróunina sem
á sér stað en samt finnur maður mjög
greinilega fyrir henni.
Björk - Drawing Restraint 9
(One Little Indian - 2005)
Mér finnst þessi plata alveg mögnuð.
Hún fer út um allt. Raddpælingar í ætt við
Medúllu, Stravinskí-legar blásaraútsetningar,
rímur, og svo skemma harpan, rafhljóðin og
Will Oldham ekki fyrir.
,,Þetta er svolítið snúið,“ segir Einar
Már Guðmundsson rithöfundur þegar
hann er spurður hverjir hafi haft mest
áhrif á hann í gegnum tíðina. ,,Það
er auðvitað hægt að nefna eitthvað
sem maður hefur lesið, hlustað á eða
séð. Eftir því sem árin líða er þetta
nú komið í einhvers konar allsherj-
arkokkteil áhrifavalda.“ Aðspurður
hvort hann geti nefnt einhverjar ein-
stakar persónur sem hafi haft áhrif á
hann segir hann að af nógu sé að taka.
,,Auðvitað fer þetta svolítið eftir stað
og stund og aldri manns sjálfs. Þegar
maður er ungur vill maður oft verða
fyrir áhrifum úr ýmsum áttum.“
Einar segist þó vera nokkuð
jákvæður gagnvart breytingum.
„Ég á voðalega erfitt með að nefna
einhvern einn sem hefur mótað mig
öðrum fremur
þar sem ég er
nokkuð mót-
tækilegur fyrir
ýmsum hug-
myndum. Það er
líka alveg nauð-
synlegt að geta
tekið breyting-
um. Menn tala
oft um að vera
s a m k v æ m i r
sjálfum sér og það vill oft þýða að
menn hafi sömu skoðanir allt sitt líf.
Ég verð þó að nefna Guðberg Bergs-
son. Hann var einn af þeim sem opn-
uðu skáldlega sýn á heiminn fyrir
mér. Svo eru auðvitað menn eins og
Karl Marx sem hafa haft nokkur
áhrif á mann í gegnum tíðina.“
ÁHRIFAVALDURINN EINAR MÁR GUÐMUNDSSON
Guðbergur opnaði sýn
> Benni og plöturnar hans