Fréttablaðið - 08.01.2006, Side 66
8. janúar 2006 SUNNUDAGUR26
menning@frettabladid.is
!
Stóra svið
SALKA VALKA
Í kvöld kl. 20 Su 22/1 kl. 20
Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR!
WOYZECK
Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20
Su 29/1 kl. 20
KALLI Á ÞAKINU
Í dag kl. 14 UPPSELT Su 15/1 kl. 14
Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14
SÍÐUSTU SÝNINGAR!
CARMEN
Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr
Fö 13/1 kl. 20 FORS.ÝNING UPPSELT
Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Fi 19/1 kl. 20 Gul kort
Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort
Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort
Lau 28/1 kl. 20 Blá kort
Nýja svið/Litla svið
MANNTAFL
Í kvöld kl. 20 Lau 14/1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR!
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR!
BELGÍSKA KONGÓ
Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20
Lau 28/1 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20
GLÆPUR GEGN DISKÓINU
Þr 10/1 kl. 20 FORSÝNING MIÐAV. 500- kr.
Mi 11/1 kl. 20 GENERALPRUFA MIÐAV. 500- kr.
Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20
Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20
Naglinn
e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús
Fö 20/1 kl. 20 FRUMS. UPPS.Lau 21 /1 kl. 20
Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20
Lau 28/1 kl. 20
������������������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������������������������������������������������
��������� ���������������������������������������������������������������
����������������������������� �������������������������������������������������
��� ��������� ������������������� ������������������������������������ ���������������
������������ �����������������������������������������
�
������������ �������������� �� �����������
��������������������������������� ��������������������������������������������������
�
�� �������������������������������������� ���������� ��������������������������
Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar.
SÝNT Í IÐNÓ KL. 20
MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700
laus sæti
laus sæti
örfá sæti laus
örfá sæti laus
laus sæti
laus sæti
laus sæti
föstudagur
laugardagur
föstudagur
laugardagur
sunnudagur
laugardagur
sunnudagur
13.01
14.01
20.01
21.01
22.01
28.01
29.01
Kl. 20.00
Ágúst Ólafsson baritón kemur fram
ásamt Kammersveitinni Ísafold
á „öðruvísi“ Vínartónleikum í
Íslensku óperunni þar sem flutt
verða verk eftir Johann Strauss,
Claude Debussy og Gustav Mahler
í ústetningum Arnolds Schönberg
og Antons Webern. Stjórnandi er
Daníel Björnsson.
Hljóðfærin harpa, víóla og
flauta hljóma vel saman,
ekki síst í Mosfellskirkju
þar sem notaleg stemning
myndast jafnan á
tónleikum.
„Þetta er svo falleg kirkja og alveg
sérstök stemning sem myndast
þar,“ segir hörpuleikarinn Gunn-
hildur Einarsdóttir, sem ætlar
ásamt félögum sínum í Trio artis
að halda tónleika í Mosfellskirkju
í dag klukkan 17.
Með henni leika þau Kristj-
ana Helgadóttir flautuleikari og
Þórarinn Már Baldursson víólu-
leikari. Á efnisskránni eru verk
eftir Debussy, Bach, Telemann
og Satie.
„Reyndar höfum við meira
á stefnuskrá hjá okkur að spila
nýja tónlist, en þessir árlegu tón-
leikar okkar í Mosfellskirkju eru
alltaf á öðrum og léttari nótum.
Þetta er hugsað sem hugljúf
stund fyrir fólk að koma í kirkj-
una á sunnudagseftirmiðdegi og
hlusta á fallega tónlist.“
Trio artis hefur starfað saman
frá árinu 2002, en í ár urðu þær
mannabreytingar að Jónína
Auður Hilmarsdóttir víóluleikari
sagði skilið við tríóið, en í staðinn
er Þórarinn Már kominn og sér
um víóluleikinn.
„Þetta eru frekar ólík hljóð-
færi, harpan, víólan og flautan,
en þau passa einhvern veginn
ofsalega vel saman,“ segir Gunn-
hildur.
Undanfarin ár hafa tónleik-
ar í Mosfellskirkju í ársbyrjun
verið fastur liður hjá Trio artis,
og margir tónleikagestanna hafa
komið ár eftir ár.
„Við spilum alltaf Debussy-
sónötuna fyrir flautu, hörpu
og víólu, en það er af því að
þetta er fyrsta stykkið sem var
samið fyrir þessa samsetningu
hljóðfæra.
Okkur finnst það líka alveg
þess virði, því þetta stykki
hljómar svo fallega en er um leið
mjög djúpt stykki og óhefðbundið.
Fólki veitir satt að segja ekkert
af því að heyra það einu sinni á
ári, því það hljómar ekki bara
mjög vel við fyrstu áheyrn heldur
verður það alltaf betra og betra,
það dýpkar og dýpkar og er í
miklu uppáhaldi hjá okkur.“ ■
ÞÓRARINN MÁR, KRISTJANA OG GUNNHILDUR Þau ætla að bjóða upp á ljúfa hörputóna
með víólu og flautu á árlegum tónleikum Tríó artis í Mosfellskirkju.
Fagrir tónar í fögru húsi
Breski kammerkórinn The Tall-
is Scholars, sem er talinn einn af
fremstu kórum heims, kom fram
á tónleikum í Langholtskirkju
í gær þar sem hann flutti verk
eftir bresk tónskáld, meðal annars
William Byrd og Thomas Tallis.
Í kvöld heldur kórinn aðra
tónleika í Langholtskirkju og
flytur þá meðal annars Missa
L‘homme armé eftir Josquin des
Prez og hið margfræga Misrere
eftir Gregorio Allegri, en það er
verk sem Páfagarður leyfði ekki
að væri dreift út fyrir raðir eigin
söngvara fyrr en hinn ungi Mozart
skrifaði það upp eftir heyrn.
Þess má geta að hljóðritun
kórsins á messum Josquins des
Prez var valin einn af 100 bestu
sígildu geisladiskum allra tíma í
desemberhefti breska tónlistar-
tímaritsins Gramophone.
Á tónleikunum í kvöld, sem
hefjast klukkan 20, kemur einnig
fram íslenski kammerkórinn
Carmina, sem sérhæfir sig í
flutningi endurreisnartónlistar
og hefur fengið frábæra dóma
fyrir söng sinn. Kórarnir flytja í
sameiningu verk eftir Palestrina,
Clemens og Crecquillon.
The Tallis Scholars hefur í yfir
þrjá áratugi sérhæft sig í tónlist
endurreisnartímans og nýtur
einstakra vinsælda um allan heim
fyrir einstaklega vel samhæfðan
og blæbrigðaríkan söng.
Syngja aftur í kvöld
THE TALLIS SCHOLARS Þessi óviðjafnanlegi breski endurreisnarkór heldur seinni tónleika
sína hér á landi í kvöld.
Ungur stjórnandi er að taka við söngsveitinni
Fílharmoníu í næstu viku. Magnús
Ragnarsson heitir sá og hefur hann
undanfarin ár dvalið í Svíþjóð við
nám og störf.
Hann lauk á síðasta ári organista-
og stjórnandanámi frá Tónskólanum
í Gautaborg og Háskólanum í Upp-
sölum. Áður hafði hann lært bæði á
píanó og stundað söngnám og hefur
haldið bæði píanótónleika og söng-
tónleika, auk þess að koma fram á
tónleikum sem organisti og stjórnað
bæði kór- og hljómsveitarverkum.
Síðastliðið ár hefur hann verið fast-
ráðinn sem organisti í kirkju suður af
Stokkhólmi.
Næsta verkefni kórsins verða tvennir tónleikar um
páskana þar sem flutt verða tvö verk, Stabat mater
eftir Joseph Hayden og Vesperae solennes de con-
fessores eftir Wolfgang Amadeus
Mozart.
Hvorugt þessara verka hefur áður
verið flutt í heild sinni hér á landi,
en þekktan kafla úr verki Mozarts,
Laudate Dominum, flutti Söngsveitin
á síðustu aðventutónleikum sínum.
Söngsveitin hefur æfingar
undir stjórn Magnúsar að loknu
jólaleyfi strax á morgun og verða
reglulegar æfingar á mánudags- og
miðvikudagskvöldum í vetur. Fyrir
þá sem áhuga hafa á að syngja
með kórnum verða raddpróf haldin
á fyrstu æfingum misserisins. Vönu
og áhugasömu söngfólki bent á að
hringja í formann, Einar Karl Friðriksson, í síma 892
2613.
Tekur við Fílharmoníu > Ekki missa af ...
... sýningu þeirra Kees Visser,
Þórs Vigfússonar og Ívars
Valgarðssonar, sem opnuð var
í Nýlistasafninu í gær.
... sýningum myndhöggvarans
Péturs Bjarnasonar og
færeyska listmálarans Kára
Svensson, sem báðar voru
opnaðar í Hafnarborg í
Hafnarfirði í gær.
... sýningu systranna Ingileifar
og Áslaugar Thorlacius
sem opnuð var í Gallerí +,
Brekkugötu 35 á Akureyri.