Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 68
KVIKMYNDIR
UMFJÖLLUN
Það verður ekki af Eli Roth tekið að
hann hefur fullkominn skilning á
frumefnatöflu hrollvekjunnar þar
sem saman verða að fara ofbeldi,
nekt og grín í réttum hlutföllum.
Frumraun hans, Cabin Fever, sló
verðskuldað í gegn og sýndi svo ekki
varð um villst að hér var kominn
fram kvikmyndagerðarmaður
sem myndi hrista rækilega upp
í hryllingsmyndageiranum. Nýj-
asta mynd kappans, Hostel, gerir
það svo um munar og hér er
viðbjóðurinn svo yfirgengilegur að
Cabin Fever er eins og hvert annað
leikskólaleikrit og bara upphitun
fyrir það sem koma skyldi.
Í Hostel fylgir Eli þremur
gröðum bakpokaferðalöngum
eftir á kynlífs- og sukkferðalagi
þeirra um Evrópu. Aðalsprautan í
hópnum er Íslendingurinn Óli, sem
notar alíslenska djammreynslu
sína til þess að hjálpa bandarískum
ferðafélögum sínum að komast
yfir konur og dóp.
Félagarnir telja sig heldur
betur komna í feitt þegar þeir eru
staddir í Amsterdam og frétta af
farfuglahemili í Slóvakíu þar sem
gyðjur taka á móti ferðalöngum
með útglenntar lappir. Strákarnir
verða ekki sviknir og velta sér
upp úr holdsins lystisemdum þar
til Óli hverfur með dularfullum
hætti.
Myndin skiptir þá um gír og
Hostel hættir að vera kynlífs-
fantasía unglingspilta og breytist
í harðsoðinn „splatter“ hrylling
sem gengur líklega fram af öllum
sem eru ekki vel skólaðir í hryll-
ingsglápi. Stúlkurnar eru nefni-
lega beita og lokka ferðamenn í
net glæpahyskis sem rænir fólki
í þeim tilgangi að leyfa auðmönn-
um að pynta það og drepa gegn
vænni greiðslu. Þegar ástarbrím-
inn rennur af drengjunum ranka
þeir við sér í einhvers konar verk-
smiðju dauðans þar sem fórnar-
lömbin eru bundin á stól í litlum
klefum og böðlar þeirra ganga í
skrokk á þeim með hnífum, töng-
um, byssum, skærum, vélsögum,
borvélum og öðrum óhefðbunum
morðtólum.
Roth gefur ekkert eftir í við-
bjóðnum og skilur ekki mikið
eftir fyrir ímyndunaraflið. Hann
er heldur ekkert að rembast við
að bregða áhorfendum með stöðl-
uðum hryllingsmyndatrixum en
kýlir fólk frekar niður í sætin með
hreinræktuðum viðbjóði.
Leikararnir eru ekki að vinna
nein stórkostleg þrekvirki enda
varla verið að ætlast til þess.
Derek Richardson ber af aðalleik-
urunum og maður þjáist virkilega
með honum þegar hann er kominn
í stól slátrarans. Eyþór Guðjóns-
son stendur sig einnig með prýði.
Ofleikur ofsahressa Íslendinginn
mátulega og heldur uppi fjörinu
fyrri hluta myndarinnar og það
er ekki laust við að maður sakni
hans eftir að Óli hverfur.
Eli reynir markvisst að ganga
fram af áhorfendum og það er
ekki hægt að segja annað en að
honum takist það býsna vel. Hvert
viðbjóðsatriðið rekur annað og í
hvert skipti sem maður telur að
hann sé búinn að toppa og komist
ekki lengra dúkkar upp svæsnari
viðbjóður. Það segir sig því sjálft
að Hostel er alls ekki mynd fyrir
alla og viðkvæmir ættu að halda
sig víðsfjarri. Þeir sem kunna
hins vegar að meta almennilegan
viðbjóð fá heilmikið út úr Hostel og
sjálfum leið mér ákaflega vel þar
sem Eli tókst einu sinni að fá mig
til þess að gretta mig af viðbjóði.
Hostel er þvottekta hryllingur;
gerð fyrir lítinn pening, sneisa-
full af berum brjóstum, rössum,
blóðsúthellingum og limlest-
ingum sem líða manni seint úr
minni.
Þórarinn Þórarinsson
Dásamlegur viðbjóður
HOSTEL
LEIKSTJÓRI: ELI ROTH
AÐALHLUTVERK: JAY HERNANDEZ, DEREK
RICHARDSON, EYÞÓR GUÐJÓNSSON
Niðurstaða: Hostel er þvottekta hryllingur;
gerð fyrir lítinn pening, sneisafull af berum
brjóstum, rössum, blóðsúthellingum og
limlestingum sem líða manni seint úr minni.
Ofurfyrirsætan Kate Moss
mun neyðast til þess að snúa
aftur til Englands á næstunni
þar sem lögregluyfirvöld þar í
landi vilja ná tali af henni vegna
meintrar fíkniefnaneyslu hennar.
Moss hefur að undanförnu
verið í sjálfskipaðri útlegð frá
heimahögunum og alið manninn
í Bandaríkjunum. Eins og frægt
er orðið náðust myndir af Moss
þegar hún virtist vera að sniffa
kókaín á skemmtistað í september
síðastliðnum. Þrátt fyrir að hafa
eytt mánuði í meðferð vegna
fíkniefna í Arizona hefur hún
haldið áfram að forðast England
og er, að sögn kunnugra, að
hugsa um að flytja alfarið til
Bandaríkjanna. Í vikunni tilkynnti
varalögreglustjórinn í London,
Tarique Ghaffur, að Moss þyrfti að
koma til landsins hið snarasta þar
sem það væri henni og rannsókn
málsins fyrir bestu. Ef hún mætti
ekki til yfirheyrslu hið fyrsta væri
ljóst að handtökuskipun yrði gefin
út á hana. Að sögn náinna vina
hefur Moss aldrei streist á móti
því að tala við lögregluna. ,,Hún
er einfaldlega svo upptekin þessa
daga og vikur að hún hefur ekki
komist í það. Hún mun vafalaust
mæta á lögreglustöð á næstu
vikum þegar hún hefur tíma.“
Þarf að snúa aftur til Englands
KATE MOSS
Gæti hugsanlega verið í vondum málum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Unglingastjarnan Lindsay Lohan hefur komið af stað
orðrómi um að hún sé
ófrísk. Nýlega sást
vinur hennar gefa
henni óléttupróf
á sjúkrahúsinu
þar sem hún
dvelur um þessar
mundir eftir að hafa
fengið asmakast.
Lohan er sögð eiga
í ástarsambandi við
leikarann Jared Leto.
Kevin Federline, eiginmaður popp-prinsessunnar Britney Spears, segir
það algjört rugl að Britney hafi hent
honum út af heimili þeirra fyrir nokkru
síðan. Hann segir jafnframt
að Britney hafi ekki látið
draga bílinn hans í
burtu frá heimilinu
heldur hafi hann
verið fjarlægður
vegna viðgerða. Í
útvarpsviðtali við
Ryan Seacrest
Idol-kynni sagði
hann jafnframt
að þau ætluðu
ekki að eignast
annað barn
alveg strax.
Nafn óskarsverðlaunaleikarans Kevin Spacey var fyrir mistök sett á lista
yfir þekkt samkynhneigt fólk sem verður
notaður í breskum skólum til að eyða
fordómum gagnvart samkynhneigðum.
Þeir sem voru einnig
settir á listann voru
rithöfundarnir Oscar
Wilde og Tennesse
Williams. Lengi
hefur verið uppi
orðrómur um
að Spacey sé
samkynhneigður
en hann hefur
aldrei viljað ræða kynhneigð sína
opinberlega.
Breska leikkonan Kate Beckin-
sale hefur vísað
algerlega á bug
orðrómi um
að hún sé að
halda framhjá
eiginmanni sínum
Len Wiseman.
Beckinsale
giftist
Wiseman
fyrir nítján
mánuðum
eftir að
hafa kynnst
honum við
tökur á
myndinni
Underworld
árið 2003.
Scott Stapp, fyrrum söngvari
rokksveitarinnar Creed, hefur
trúlofast kærustu sinni Jaclyn
Nesheiwat, sem var kjörin ungfrú
New York árið 2004. Þau ætla að
ganga upp að altarinu í Flórída 10.
febrúar næstkomandi.
Stapp og Nesheiwat hittust í
janúar á síðasta ári á samkomu í New
York og hafa verið óaðskiljanleg
allar götur síðan. Stapp, sem er
32 ára, stofnaði Creed sem vann
Grammy-verðlaunin árið 2000 fyrir
lagið With Arms Wide Open. Hann
gaf út sína fyrstu sólóplötu á síðasta
ári og heitir hún The Great Divide.
Scott Stapp
genginn út
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8, 10 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 2 og 4 ÍSLENSKT TAL
„Persónurnar eru
trúverðugar og
leikurinn í flestum
tilvikum fyrsta
flokks“...„Baltasar
finnur smjörþefinn af
Hollywood“
����
- Dóri DNA - DV
����
- Toronto Sun
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
���1/2
- MMJ
Kvikmyndir.com
���
- Topp5.is
Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
....eiturgóð mynd....
Sirkus 30.12.05
����
„...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3 Íslenskur texti
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
„...líklega besta kvikmyndatónlist
Íslendings til þessa“
VG - Fréttablaðið
...áhugaverð og fáguð
kvikmynd sem veitir
ferskum straumum
inn í íslenska
kvikmyndagerð
����
- HJ MBL
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
���� „...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 16 ára
....eiturgóð mynd....
Sirkus 30.12.05
Sýnd kl. 6, 8 og 10