Fréttablaðið - 08.01.2006, Page 72
8. janúar 2006 SUNNUDAGUR32
FÓTBOLTI Ferill hollenska varnar-
mannsins Winstons Bogarde er
ákaflega áhugaverður en margir
hafa spurt sig að því hvernig
honum datt í hug að eyða bestu
árum ferilsins í frystikistunni hjá
Chelsea þegar hann hefði hæglega
getað gengið til liðs við annað
félag og fengið fyrir það fínan
pening. Bogarde útskýrir það í
nýútkominni ævisögu sinni sem
ber nafnið „Þessi svarti maður mun
ekki beygja sig fyrir neinum“.
Í ágúst árið 2000 hélt Bogarde
að hann væri á leið til Newcastle
en Bobby Robson, þáverandi stjóri
Newcastle, vildi ólmur fá hann
til félagsins eftir að hann hafði
verið leystur undan samningi hjá
Barcelona. Chelsea steig síðan inn
í myndina á elleftu stundu og bauð
Bogarde helmingi betri samning en
Newcastle gerði. Slíkum samningi
gat Bogarde ekki hafnað.
Feitur samningur
Hann skrifaði undir fjögurra
ára samning við Gianluca Vialli
og félaga en samningurinn átti að
færa honum 2 milljónir punda í aðra
hönd, rúmar 227 milljónir króna.
Þegar Bogarde mætti á æfingu
hjá Chelsea þrem vikum síðar var
búið að reka Vialli en staðan var
óþægilega lík þeirri sem Bogarde
hafði lent í hjá AC Milan. Þá samdi
hann við Arrigo Sacchi, sem var
rekinn fyrir fyrsta leik og við tók
Fabio Capello en Bogarde og hann
áttu aldrei skap saman og rifust
oft heiftarlega á æfingasvæðinu.
Fyrir vikið eyddi Bogarde
mestu af sínum tíma í Mílanó í
áhorfendastúkunni en landi hans
Louis van Gaal kom honum til
bjargar fyrir leiktíðina 1997-
98 og fékk hann til Barcelona.
Leiktíðin gekk vel og Bogarde
var í lykilhlutverki í meistaraliði
félagsins.
Næsta tímabil gekk ekki eins vel
og van Gaal var látinn blæða fyrir
gengið. Perreira, sem tók við, hafði
enga trú á Bogarde og leysti hann
undan samningi við félagið þó að ár
væri eftir af samningnum. Þaðan
fór hann til Chelsea og fljótlega
lenti hann í sömu vandamálum við
Claudio Ranieri, stjóra Chelsea
sem tók við af Vialli, og hann lenti
í með Capello. Bogarde var vanur
að skipta sér mikið af æfingum
og það þoldu hvorki Capello né
Ranieri.
Fékk ekki númer
Þeim lenti saman og úr varð að
Ranieri sendi Bogarde í varaliðið.
Síðar gekk hann enn lengra með
því að láta Bogarde ekki einu
sinni fá númer og hann ákvað að
niðurlægja Hollendinginn á háu
laununum með því að láta hann
æfa með unglingaliði félagsins.
Þrátt fyrir það datt Bogarde aldrei
í hug að fara fram á sölu. Ástæðan
var einföld: Hann vildi ekki gefa
eftir peningana sem hann hafði
samið um við Chelsea.
Í ævisögunni er sagt að ástæðan
sé bakgrunnur Bogardes. Hann
var yngstur þrettán systkina og
ólst upp við mikla fátækt. Hann
átti gott samband við móður sína
en faðir hans var drykkfelldur og
sjaldan heima.
„Ég var mikið í fótbolta og ef
það hefði ekki gengið hefði ég
orðið glæpamaður,“ segir Bogarde
í bókinni en hann talar einnig um
hneykslið hjá Ajax árið 1996 þegar
í ljós kom að dökkir leikmenn
félagsins voru með mun lægri laun
en þeir sem voru hvítir á hörund.
Þegar Bogarde fékk síðan
draumasamninginn hjá Chelsea
ákvað hann frekar að taka launin
en berjast fyrir framtíð sinni í
boltanum. Hann skammast sín
ekkert fyrir þá ákvörðun.
Mínir peningar
„Af hverju átti ég að kasta frá
mér 15 milljón evrum? Þegar ég
skrifaði undir samninginn voru
peningarnir orðnir mínir og ég
ætlaði ekki að sleppa takinu af
þeim. Vissulega hefði ég getað
farið annað og spilað fyrir minni
pening en ef fólk þekkir bakgrunn
minn þá verður það vart hissa.
Ég var alltaf mjög fátækur
og slíkt fólk sleppir ekki taki af
peningum sem búið er að bjóða
þeim. Það fá fáir tækifæri til
þess að græða svona mikið. Ég
er kannski ein verstu kaup í sögu
ensku úrvalsdeildarinnar en mér
er alveg sama,“ sagði Bogarde
en játaði þó að það hefði verið
auðmýkjandi reynsla að labba
framhjá æfingum aðalliðsins með
strákunum í unglingaliðinu. Það
voru oft þung spor.
Bogarde hengdi dagatal á
vegginn heima hjá sér þegar sextíu
dagar voru eftir af samningnum
við Chelsea og hann setti X yfir
dagana eins og fangi sem er að
bíða eftir að komast út. Líf hans
var ömurlegt þessa daga og hann
lifði óheilbrigðu lífi, drakk romm
í kók á daginn, talaði í símann og
horfði á DVD.
Laus úr prísundinni
14. maí 2004 losnaði hann
loksins úr prísundinni sem hann
hafði sjálfur byggt sér. Hann er
hættur knattspyrnuiðkun í dag og
er í dag meðeigandi fyrirtækis í
Hollandi sem setur upp tónleika.
Hann stefnir einnig á að hjálpa
Súrínam að komast á HM 2014
en hann tengist því landi líkt og
margir þeldökkir Hollendingar.
henry@frettabladid.is
Byggt á efni frá soccernet.com
Ég er kannski ein lélegustu kaup í
sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Hollenski varnarmaðurinn Winston Bogarde segir í nýútkominni ævisögu að hann skammist sín ekkert
fyrir að hafa þegið peninga frá Chelsea þótt hann hafi ekki fengið að spila. Hann segir aldrei hafa komið
til greina að yfirgefa félagið og semja um lægri laun til þess að fá að spila.
BOGARDE Í LEIK MEÐ BARCELONA Hápunktur ferilsins hjá Bogarde var tími hans hjá
Barcelona en þar lék hann stórt hlutverk í sigursælu liði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
WINSTON BOGARDE Bogarde átti ekki sjö dagana sæla hjá Chelsea en hann sætti sig þó
við stöðuna þar vegna góðra launa. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
5 6 7 8 9 10 11
Sunnudagur
■ ■ LEIKIR
14.00 Hamar/Selfoss og Höttur
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta í Hveragerði.
14.00 Valur og Skallagrímur
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta í Kennaraháskólanum.
15.00 Snæfell og Valur B mætast
í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í
körfubolta á Stykkishólmi.
17.00 Haukar og RK Vegeta mæt-
ast í Evrópukeppni kvenna í hand-
bolta á Ásvöllum.
17.30 Breiðablik og KR mætast
í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í
körfubolta í Smáranum.
19.15 Tindastóll og Keflavík
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta á Sauðárkróki.
19.15 Þór Þorl. og Njarðvík
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta á Þorlákshöfn.
19.15 Haukar og Þór. Ak. mætast
í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í
körfubolta á Ásvöllum.
18.00 Skallagrímur og ÍR mætast
í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ í
körfubolta kvenna í Borgarnesi.
14.00 Keflavík B og UMFH
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta kvenna í Keflavík.
20.00 Laugdælir og Breiðablik
mætast í bikarkeppni Lýsingar og KKÍ
í körfubolta kvenna á Laugarvatni.
■ ■ SJÓNVARP
13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein
útsending frá leik Siena og Inter.
15.50 Enska bikarkeppnin á Sýn.
Bein útsending frá leik Burton og
Man. Utd.
17.50 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
18.20 Enska bikarkeppnin á Sýn.
Bein útsending frá leik Leicester og
Tottenham.
20.20 Spænski boltinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Villarreal og
Real Madrid.
22.00 NFL-deildin á Sýn. Bein
útsending frá leik Cincinnati og
Pittsburgh.
FÓTBOLTI Michael Owen, framherji
Newcastle, vonast til þess að ná
skjótum bata eftir að hafa farið í
aðgerð vegna beinbrots sem hann
hlaut í leik gegn Tottenham á
gamlársdag.
„Það er ekki langt síðan enginn
hafði heyrt um þessi meiðsli en
núna er hægt að smala í heilt byrj-
unarlið enska landsliðsins yfir þá
sem brotið hafa þetta bein,“ sagði
Owen um beinbrotið en meðal
þeirra sem lent hafa í samskonar
meiðslum eru David Beckham,
Steven Gerrard og Gary Neville.
„Gerrard spilaði aftur sjö til
átta vikum eftir að hann lenti í
þessu en aðrir voru aðeins lengur
að ná sér. En ég er mjög jákvæður
og krosslegg fingurna um góðan
bata. Ég fór í aðgerð í síðustu
viku sem heppnaðist mjög vel og
vonast til að geta hreyft mig sem
allra fyrst.“ - hþh
Owen lætur ekki deigan síga:
Ætlar að snúa
fljótt aftur
MICHAEL OWEN Ætlar sér að spila á HM.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Thierry Henry, franski
sóknarmaðurinn hjá Arsenal,
kveðst ætla að vera áfram hjá Ars-
enal og að hann hafi aldrei heyrt í
neinum frá Barcelona, en Henry
hefur verið sterklega orðaður við
spænska stórliðið á síðustu vikum
og mánuðum. Henry hefur loksins
tjáð sig um þessar sögusagnir og
það er skemmst frá því að segja
að markaskorarinn segir ekkert
til í þeim.
„Sannleikurinn er sá að ég elska
Arsenal og hef tekið þá ákvörðun
að vera áfram hjá félaginu,“ segir
Henry. Hann hefur lengi verið
í viðræðum við forráðamenn
félagsins um áframhaldandi
samning, en núverandi samningur
hans á að renna út eftir næsta
tímabil. „Ég segi það við alla
stuðningsmenn félagsins og
annað fólk sem styður mig að
mig langar að leiða liðið á okkar
nýja heimavöll,“ segir Henry en
tímabilið í ár er það síðasta sem
Arsenal leikur á Highbury.
„Nú þegar ég hef ákveðið mig
er aðeins tímaspursmál hvenær
við göngum frá lausum endum. Ég
mun tala við Arsene Wenger og
fjármálastjórann David Dein um
framtíðina. Ég hef aldrei talað við
neinn frá öðru félagi en Arsenal.
Ég vona að nú að þessi umræða
um framtíð mína sé á enda,“
sagði Henry að lokum, greinilega
búinn að fá sig fullsaddan á hinum
endalausu sögusögnum. - vig
Thierry Henry tjáir sig loksins um orðróminn um að hann sé á leið til Barcelona:
Ég verð áfram hjá Arsenal
THIERRY HENRY Hefur ákveðið að vera
áfram hjá Arsenal.