Fréttablaðið - 08.01.2006, Síða 78
8. janúar 2006 SUNNUDAGUR38
Hvað er að frétta? Bara allt fínt. Maður
er þokkalega ferskur í byrjun árs.
Augnlitur: Blágrænn, sýnist mér
Starf: Ég er svokallaður alltmúligmaður.
Fjölskylduhagir: Giftur og einn sonur.
Hvaðan ertu? Fæðingarheimili
Kópavogs.
Ertu hjátrúarfullur? Já. Geng ekki
undir stiga og lem oft í við og segi 7, 9,
13. Svo set ég handklæðið mitt alltaf á
sama stað í almenningssturtum!
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Extras af
því sem er í gangi núna.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Það er
náttúrlega Tónlistarþáttur Dr. Gunna
alla sunnudaga á milli 14 og 16 á XFM.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Fallegasti staður: Ísland séð ofan af
hvaða fjalltoppi sem er.
iPod eða geislaspilari: Hvorugt. Ég á
lítinn USB-lykil sem er búinn að fara
tvisvar í þvottavél en er enn í fullu fjöri.
Mér þætti gaman að sjá iPod þola það.
Hvað er skemmtilegast? Að vera
glaður í góðra vina hópi.
Hvað er leiðinlegast? Að flytja.
Helsti veikleiki: Óþolinmæði.
Helsti kostur: Skipulagning og
drifkraftur (segir konan).
Helsta afrek: Þau eru flest óunnin,
en einu sinni hjólaði ég í bæinn frá
Akranesi og í fyrra gekk ég átta sinnum
upp á Esjuna.
Mestu vonbrigði: Ég tók það smá inn
á mig að Bush skyldi vera endurkjörinn,
en annars hef ég átt gífurlega
vonbrigðalausa ævi.
Hver er draumurinn? Eilíft líf á
ósnortinni Suðurhafseyju – en ekki
hvað?!
Hver er fyndnastur/fyndnust? Conan
O‘Brien er góður og Hómer klikkar
sjaldan.
Á hvað trúirðu? Ekki neitt, en
náttúruöflin eru nokkuð raunveruleg
þó ég „trúi“ ekki á þau.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Almennur hálfvitaskapur, gróðahyggja
og vinsældir ömurlegheita.
Uppáhaldskvikmynd: Mitt staðalsvar
við þessari spurningu er North by
Northwest eftir Hitchcock.
Uppáhaldsbók: Ástir samlyndra
hjóna eftir Guðberg.
Hvað er mikilvægast? Að vera góður
og breyta rétt. Eða reyna það að
minnsta kosti.
HIN HLIÐIN GUNNAR LÁRUS HJÁLMARSSON TÓNLISTARMAÐUR
Finnst leiðinlegast að flytja
HRÓSIÐ
...fær Katrín Anna Björnsdóttir,
einn af prímusmótorum
Femínistafélagsins, sem kallar
ekki allt ömmu sína.
Þegar jólabókaflóðinu er lokið
ákveður Egill Einarsson, betur
þekktur sem Gilzenegger, að gefa
út sína nýjustu afurð en það er
bókin „Biblía fallega fólksins“ sem
hefur að geyma mörg af helstu
leyndarmálum kyntáknsins.
Höfundurinn segir að þetta
sé fallegasta bók sem hann hafi
séð um ævina. Hana prýði enda
mynd af honum sjálfum berum
að ofan á kápunni. „Hún kemur
út í lok janúar,“ útskýrir hann,
kokhraustur að venju. „Umbrotið
er mestallt komið og núna er verið
að setja myndirnar inn,“ bætir
hann við. „Allir sem fengu því
leiðinlegar bækur um jólin geta
skilað sinni og fengið sér mína,“
skýtur kappinn inn.
Egill segir íþróttakaflann vera
fyrirferðarmestan en í honum gefi
hann ráð um hvernig fólk geti tekið
almennilega á því. „Þarna má til
dæmis finna þrjár til fjórar æfingar
fyrir hvern vöðva,“ segir hann.
Þá fer vaxtarræktarmógullinn
einnig yfir skemmtanalífið og
hvernig eigi að bera sig að á
„kæjanum“ eins og það er nefnt
í bókinni. „Ég kafa líka djúpt
ofan í stéttaskiptinguna og greini
muninn á treflum og hnökkum. Þá
verður sérstakur kafli helgaður
Liverpool-mönnum en það er
alveg sér-þjóðflokkur í landinu,“
útskýrir hann. Kvennaljóminn
mun að sjálfsögðu einnig kenna
íslenskum kynbræðrum sínum
sitthvað um konur og hvernig á að
umgangast þær.
Egill byrjar með nýja sjónvarps-
þáttinn sinn, sem hefur hlotið
nafnið Kallarnir, um mánaðarmótin
á Sirkus. Þá byrjar skólinn í
næstu viku en hann er að nema
íþróttafræði við Íþróttaakademíu
Suðurnesja. „Það var nóg að gera
fyrir áramót en ég náði öllu og fékk
fínar einkunni. Það er vel hægt að
gera þetta ef maður skipuleggur
tíma sinn vel.“ - fgg
Biblía fallega fólksins
EGILL GILZENEGGER EINARSSON
Í viðtali við bandaríska leikarann
Forest Whitaker sem birtist í
Fréttablaðinu í gær fór leikarinn
fögrum orðum um samstarf sitt og
Baltasar Kormák. Whitaker leikur
aðalhlutverkið í kvikmyndinni
A Little Trip to Heaven, sem
Baltasar leikstýrir og nú er sýnd
í kvikmyndahúsum borgarinnar.
Hann útilokaði enn fremur ekki
að þeir kynnu að taka upp frekara
samstarf.
Baltasar staðfesti þetta þegar
Fréttablaðið náði tali af honum
í hléi þar sem hann var að æfa í
Þjóðleikhúsinu. „Við höfum verið
að ræða þessa hluti lengi enda
náum við vel saman í vinnu og utan
hennar,“ sagði Baltasar og bætti við
að Whitaker hefði þegar samþykkt
að leika svokallað „cameo“-
hlutverk í kvikmynd sem hefur
fengið vinnuheitið Open Mic. „Hún
verður gerð eftir handriti sem ég og
Hallgrímur Helgason höfum verið
að vinna að,“ sagði leikstjórinn en
samstarf þeirra hefur áður verið
gjöfult en kvikmyndin 101 Reykjavík
var fyrsta kvikmynd Baltasars
sem leikstjóri og var gerð eftir
samnefndri skáldsögu Hallgríms.
„Hugmyndin hefur fengið góðar
viðtökur í Bandaríkjunum og ég er í
viðræðum við stórleikara um að hann
taki að sér aðalhlutverkið,“ útskýrir
leikstjórinn en vildi ekkert gefa upp
enda fátt öruggt í kvikmyndaborginni
fyrr en það hefur verið skrifað undir
alla pappíra.
Baltasar sagðist finna fyrir
því að hann hefði eignast góðan
bandamann í Forest Whitaker
enda hefur leikarinn verið
lengi að og hefur góð ítök í
kvikmyndaheiminum. „Ég fann
það strax að hann var algjörlega
heill í því sem hann sagði og vildi
gera,“ segir Baltasar og greinilegt
að aðdáunin er í báðar áttir.
Whitaker dró heldur ekkert dul á að
leikstjórinn væri ákveðinn og ýtti
leikurunum fram til hins ýtrasta.
„Það er alveg sama með hverjum ég
er að vinna, leikararnir verða ekki
teknir neinum silkihönskum, sama
hvað þeir heita,“ sagði Baltasar
og hló. „Við tókumst vissulega
á en hann lét yfirleitt undan,“
bætti hann við í gríni og sagði að
samband leikstjóra og leikara yrði
að vera þannig að þeir væru opnir
fyrir hugmyndum hvors annars.
freyrgigja@frettabladid.is
FOREST WHITAKER: FÓR FÖGRUM ORÐUM UM BALTASAR KORMÁK
Leikur „cameo“-hlutverk í
næstu kvikmynd leikstjórans
BALTASAR KORMÁKUR Segir það ekki skipta neinu máli hvað leikararnir heiti, þeir verði ekki teknir neinum silkihönskum.
071065
FRÉTTIR AF FÓLKI
Björn Bjarnason gerir hádegisviðtal sem hann
fór í á NFS í vikunni að
umtalsefni á heimasíðu
sinni. Var þetta í fyrsta
skipti sem Björn
gekk inn í hljóðver
fréttastofunnar við
Skaftahlíð en það
var sjálfur Sigmundur Ernir
Rúnarsson sem var spyrill. Birni virðist
hafa verið hálf brugðið vegna þess að
það voru engir tökumenn heldur hafi
þetta verið eins og „Í hjóðveri þar sem
tæknimenn sitja utan dyra og fylgjast
með og stjórna upptöku...“ Björn greinir
enn fremur frá því að Sigmundur hafi
stoltur sagt frá því að upptökuverið væri
stærra en hjá BBC World Service TV.
Það svífur sannkölluð Idol-stemning yfir
vötnum þegar Björn
Ingi Hrafnsson opnar
kosningamiðstöð sína á
Suðurlandsbraut 24. Sig-
mar Vilhjálmsson ætlar
að kynna dagskrána
en Davíð Smári og
Heiða, sem kepptu
bæði í Idol stjörnuleit,
skemmta gestum og gangandi ásamt
Bjarna Ara. Björn Ingi hefur verið mjög
áberandi í fjölmiðlum að undanförnu
og ætlar greinilega tjalda öllu til svo að
hann landi fyrsta sætinu á lista Fram-
sóknarflokksins í Reykjavík fyrir komandi
borgarstjórnarkosningar. Það vekur þó
athygli að hvorugur Idol-keppendanna
hafnaði í fyrsta sæti en frambjóðandinn
hefur vaðið fyrir neðan sig hvað sigur-
vegara varðar því Bjarni Ara hafði sigur í
Látúnsbarkanum á sínum tíma.
Það gerist ekki oft að ljóðabækur skjótist upp sölulista bókaverslanna
og skáldið Kristian Guttesen fagnar því
nú að ljóðabók hans Litbrigðamygla sé
komin í annað sæti sölulista yfir kiljur
hjá Pennanum Eymundsson. Listinn er
að vísu svolítið sérstakur, sem helgast
af því að krampakippir jólabókaflóðsins
hríslast um hann með tilheyrandi
bókaskilum. Kristian segist á bloggsíðu
sinni vera hæstánægður
með að koma í kjölfar
Hugleiks Dagssonar sem
trónir á toppnum með
myndasögubókina
Bjargið okkur enda sé
Hugleikur „afburða
hæfileikaríkur
listamaður“.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Jóhanna Thorsteinson, leikskólastjóri í Kópavogi, er ein þeirra sem gefa
kost á sér í annað sæti
í prófkjöri Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi
vegna bæjarstjórnar-
kosninganna í vor. Þar
etur hún meðal annars
kappi við Ármann Kr.
Ólafsson, aðstoðarmann
fjármálaráðherra, og
gamla bæjar-
málarefinn og
varabæjarfulltrú-
ann Braga Michaelsson. Jóhanna hefur
stýrt leikskólum í Kópavogi og víðar
um áratugaskeið og þykir líklegt að sú
reynsla muni nýtast henni í prófkjörinu
þar sem leikskólamál í bænum eru í
kaldakoli vegna óánægju starfsfólks
með launakjör og foreldra með skort
á þjónustu. Það er því ekki útilokað að
reitt barnafólk í bænum setji traust sitt á
leikskólakennarann. Þar fyrir utan hefur
Jóhanna það á stefnuskrá sinni að gera
fólki kleift að vera heima með börnum
sínum til tveggja ára aldurs.
Hryllingsmyndin Hostel var frumsýnd á föstudaginn en eins og kunnugt
er eru leikstjóri hennar, Eli Roth, og
framleiðandinn Quentin Tarantino,
komnir í hóp mestu Íslandsvina. Það
var líka fyrir þeirra tilstilli að Hostel var
heimsfrumsýnd í Reykjavík í nóvember.
Eli kom hingað með glóðvolgt eintak en
það kostaði Sony umtalsverðar fjárhæðir
að flýta lokafráganginum fyrir
Íslandsheimsóknina.
Kvikmyndarisinn hafði
takmarkaðan áhuga á því
að leggja út í aukakostnað
vegna forsýningar á jafn
litlu markaðssvæði en þá
létu Roth og Tarantino í
sér heyra og linntu
ekki látum fyrr en
málið var í höfn.
Þetta þykir segja meira en mörg orð um
slagkraft og völd Tarantinos í Hollywood.
ÞÞ
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI