Tíminn - 07.01.1977, Síða 6

Tíminn - 07.01.1977, Síða 6
6 Föstudagur 7. janúar 1977 Umsjónarmenn:Pétur Einarsson / Omar Kristjónsson Hermann Sveinbjörnsson Við óramót Um áramót staldra menn gjarnan við og skyggnast yfir farinn veg.Hug- að er að, hvað áunnist hefur á árinu, sem er að kveðja, og drög lögð að á hvað áherzla skuli lögð á nýju ári. Við þessi áramót er það svo, að fjöl- margt kemur i hugann sem vinna þarf að á nýju ári, þvi fjölmörg stór verkefni biða úrlausnar i okkar þjóðfélagi. Hér verður þó aðeins drepið á þrjú þeirra. 1 fyrsta lagi skal það til nefnt að mikil nauðsyn er á, að grundvallarbreyting verði gerð á kosn- ingalögum þeim til Alþingis, sem hér á landi gilda. Sú er raunin þvi miður i dag, að hin al- menni kjósandi hefur allt of litil áhrif á hvaða menn veljast til þingsetu, og þvi hafa kjósend- urnirof litlamöguleikaáaðláta iljósi ikosning- um hvaða menn þeir telji hafa staðið sig vel við stjórn þjóðarskútunnar liðið kjörtimabil og hverjir það hafa miður gert. Þessu er hægt að breyta og til þess eru margar leiðir. Ungir menn úr þremur stjórnmálaflokkum hafa bent á eitt kerfi sem þeir eru sammála um, að bezt henti okkur. Aðalatriðið i þeim tillögum sem við höfum sett fram, er að hér verði tekið upp persónukjör með valkostum. í öðru lagi verður að leggja á það áherzlu að nýskipan verði tekin upp i stjóm orkumála hér á landi. Með þeirri nýskipan þarf fyrst og fremst að vinna að þvi, að allir landsmenn eigi kost á ör- uggri og nægri orku á sama verði. Þvi marki verður ekki náð á annan auðveldari hátt en þann að yfirstjórn allrar orkuöflunar i landinu verði á einni hendi, en aðild að þeirri stjórn eigi fulltrúar úr öllum landshlutum. Siðan þarf að gera áætlun um i hvaða röð virkja eigi hina fjölmörgu virkjunarmöguleika, sem hér á landi eru fyrir hendi. Við þá röðun þarf fyrst og fremst að taka tillit til hagkvæmni og ör- yggis væntanlegrar virkjunar og jafnframt þarf að leggja á það áherzlu að i hverjum landshluta risi virkjun sem fullnægi grunnorkuþörf viðkom- andi landshluta svo fremi að hagkvæmir virkjun- armöguleika séu þar fyrir hendi . En áherzla skál lögð á, að stórt orkuver verður á næstu árum að reisa utan jarðelda- og jarð- skjálftasvæðanna. Við íslendingar ættum þegar að vera búnir að fá nóg af náttúruhamförum þó að við vöðum ekki enn um sinn áfram i þeirri blindni að reisa öll orkuverin á hættusvæðum. Jafnframt þarf að ljúka við að tengja orku- svæði landsins saman i eitt kerfi til þess að tryggja aukið öryggi i orkumálum. Þriðja málið, sem hér verður drepiðá og vinna þarf að á næsta ári, er að jafna þarf það tekju- misrétti, sem er milli stétta hér á landi. Þing Alþýðusambandsins sem haldið var seint á siðasta ári, lagði áherzlu á þetta atriði, og þvi verður að krefjast þess af forustumönnum þeirra samtaka að þeir leggi sitt af mörkum til að mis- réttið verði leiðrétt. Það geta þeir m.a. með þvi að láta það ekki lengur viðgangast að þeir sem lægstu launin hafa, séu látnir ryðja brautina i kjarasamningúm, en siðan fái allar aðrar stéttir hlutfallslega sömu hækkun. Með þeim vinnu- brögðum vinnst ekki annað en það að misréttið heldur áfram að aukast. Magnús ólafsson Kynning á ungu framsóknarfólki Atvinnuuppbygging landsbyggðarinnar verður að sitja í fyrirrúmi — ef byggðaröskunin á ekki að halda áfram enn um sinn — segir Haukur Halidórsson bóndi Sveinbjarnargerði Haukur Halldórsson bóndi i Sveinbjarnargerði i S.-Þing. er einn af stærstu bændum lands- ins. Hann hefuri nokkur ár haft SOtil 100 kýr i fjósi og jafnframt hefur hann tekið mikinn þátt i félagsstörfum, bæði í sinu heimahéraði og á landsmála- sviðinu. Þá hefur hann sótt marga fundi til annarra janda og er t.d. fulltrúi Sambands ungra fram sóknarmanna i stjórn NCF., en það eru stjórn- málasamtök ungs fólks á Norð- urlöndunum, sem SUF er virkur þátttakandi i. Við tókum Hauk tali fyrir stuttu og spurðum hann fyrst, hver væri hans skoö- un á þeim umræðum, sem aö undanförnu hafa farið fram um hugsanlegt álver við Eyjafjörð. — Ég hef ekki tekið þær umræður mjög alvarlega og hef ekki trú á, að ætlunin sé að reisa álver fyrir norðan. Fremur hygg ég, að verið sé að veifa þessari hugmynd framan i Norðlendinga i von um að þeir hafni henni og þá verði unnt að reisa álver i ró og næði fyrir sunnan heiðar. Min skoðun er hins vegar sú, aö ef ákveðið verður að reisa ál- ver hér á landi, eigi það að risa annars staðar en á suðvestur horni landsins, og ef byggja á jafn stórt álver og nú er rætt um, hygg ég, að ekki komi aðrir staðir til greina að reisa það á en við Eyjafjörö. Þó verður að sjálfsögðu aö leysa mengunar- vandamál, sem fyrir hendi kunna að vera, áöur en hér verður reist álver. Með þessu er ég þó alls ekki að segja, aö ég vilji endilega, að álver risi viðEyjafjörð, eða ein- hvers staðar annars staðar á landinu. Ég er einungis að segja, að ef menn vilja endilega reisa álver hér á landi, tel ég, að ekki komi til greina, að það risi á suðvestur horni landsins. Slikt þýddi ekki annað en aö fólkinu héldi enn áfram að fjölga fyrir sunnan, en fækka að sama skapi á öðrum stööum á landinu og byggðaröskunin héldi áfram. Annars held ég, aö þaö sé kominn timi til þess, að viö ger- um okkur grein fyrir að hvers konar þjóöfélagi við viljum stefna. Viljum við, aðhér risi fá en mjög stór fyrirtæki, sem megnið af okkar efnahagsaf- komuerbyggtá, einsog sum öfl i þjóðfélaginu virðast vilja, eða viljum við, að hér risi fjöldi smærri fyrirtækja viðs vegar um land, fyrirtæki sem tryggja, aö byggðaþróun haldist og fólki verði gert mögulegt að búa á- fram á hinum ýmsu stöðum viðs vegar um land? Ég er ekki i vafa um, að siöari leiðina tel ég mun vænlegri og meira i samræmi við islenzkt þjóðfélag. Þvi tel ég, að viö eig- um að hefja könnun á hvers konar fyrirtæki við getum byggt upp á hinum ýmsu stöðum til þessað efla byggð um land allt. Nú rekur þú mikinn búskap. Hvernig er búið að íslenzkum bændum? — Tvö siðustu ár hafa verið Haukur Halldórsson bændum mjög erfið. Bæði er það vegna fádæma erfiðs veðurfars sunnanlands og vestan og einnig hefur skort verulega á, að eðli- legur rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi. Hallar þar sérstak- lega á mjólkurframleiöendur. Hvers vegna hallar meira á þá? — Orsakirnar eru að minu mati margar og samverkandi, og það má janvel segja, að sum- ar þeirra séu bein afleiðing af þvi verðmyndunarafli, sem við búum við. Það kemur til af þvi, að i hvert skipti, sem verðlags- grundvöllurinn er framreiknað- ur, ásér stað tilfærsla mílli kúa- bænda og sauðfjárbænda, og þessi tilfærsla er kúabændum mjög óhagstæð. Hvernig útskýrir þú þaö? — Hinir ýmsu framleiðsluliöir hafa mismikið vægii búinu. T.d. eru liðir eins og kjarnfóður, raf- magn og flutningskostnaður mun stærri útgjaldaliöir hlut- fallslega séð við framleiðslu mjólkur heldur en við fram- leiðslu dilkakjöts. Siðan, þegar þessir liðir hækka og auka þar með rekstrarkostnað grund- vallarbúsins, er allt afurðar- verð hækkað um ákveðið hlut- fall, burtséð frá þvi hvaða áhrif kostnaðarhækkanirnar hafa á hinar ýmsu tegundir búvöru- framleiðslunar. Afleiðingin verður sú, að dilkakjöt hækkar meira en nemur auknum kostn- aði við framleiðsluna, en mjólkurframleiðendur fá ekki fyrir auknum kostnaöi. Þetta verðmyndunarkerfi kom ekki svo mjög að sök með- an flestir bændur bjuggu blönduðum búskap. En nú á ■sér sifellt stað meiri sérhæfni ibúvöruframleiöslu ogþvi tel ég útilokað lengur að reka blönduð bú. Slikt veldur sifellt meiri glundroða. Til þess að ráða bót á þessu vandamáli er ekki önnur leið fær en að fara að gera sér kostnaðarreikning i verðlags- grundvellinum fyrir hverja framleiðslugrein. Einnig má taka fram, að mjólkurfram- leiðsla krefst mun meiri við- skiptabúskapar en sauðfjár- rækt, og þess vegna koma örar verðhækkanir mun verr við mjólkurframleiðendur. Hefur ekki einnig mikil áhrif á afkomu bænda hve seint þeir fá afurðaverðið og hve hækkanir koma seint til framkvæmda? — Samkvæmt lögum skal end- urskoða verð á landbúnaðarvör- um f jórum sinnum á ári, þ.e. 1. marz, 1. júni, l-.sept. og 1. des., og taka þá inn i vöruverðið þær hækkanir á kostnaðarliðum, sem orðið hafa siðustu þrjá mánuði. Siðastliðin þrjú ár hef- ur þetta ákvæði verið brotið æ ofan i æ og aldrei verið tillit tek- ið til þess, sem bændur hafa tap- að vegna seinkunar á afurða- verði. Nú veit ég, að flestum neytendum finnst alveg nóg um það, hve landbúnaðarvörur hækka oft, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að þegar loks nýtt verð tekur gildi, er launaliður bóndans oft kominn ofan i nær ekkert, vegna þess að það eru ekki upp af neinu öðru en launaliönum að taka, til þess að mæta þeim hækkunum, sem verða á hinum ýmsu kostnaðar- liðum. Einnig er sá dráttur, sem er á þvi að bændur fái uppgert fyrir afurðir sinar, orðinn alveg óbærilegur. Að bíða i heilt ár eftir mestum hluta af launum sinum, eins og bændur verða að gera, myndu fáir taka i mál, og að það skuli eiga sér stað á sama tima og sifellt fleiri stéttir fá laun sin að hluta greidd fyrir- fram, er mér nær óskiljanlegt. En eru ekki ýmsir fleiri erfið- lcikar samfara kúabúskap um þessar mundir? — Jú, og þá vegur þar þyngst, hve kúabændur eru bundnir all- an ársins hring og eiga erfitt með að taka sér fri. Og þessi mikla binding er ekki metin sem skyldi i verðlagsgrundvellinum. Þú hefur leyst þetta vanda- mál með þvi að hafa mjög stórt bú. En fylgja ekki slíkum stór- búum viss vandamál, eins og erfiðleikar við kynslóðaskipti? — Það er rétt, að ég hef búið það stórt, að búið ætti að geta staðið undir aðkeyptu vinnuafli og því meiri möguleikar á að bregða sér frá. En hvað varðar kynslóðaskiptin vil ég segja, að ég tel að þau verði ekki erfiöari með þvf að reka mjög stór bú. Þá eiga t.d. feðgar mun auð- veldara með það að vinna um tima báðir að búinu og hafa af þvi tekjur sinar. Hins vegar er ljóst, að alltaf kemur til nokk- urra ára timabils, sem verður að fá aðkeyptan vinnukraft til þess að brúa biliö milli ættliöa. Fækkar kúabændum i Eyia- firði? — Þeim fækkar stöðugt, og er sú þróun mjög uggvænleg. T.d. hefur hin siðari ár mjólkur- framleiðendum i Svalbarðs- strandarhreppi fækkað um 50%. Á sama tima erum við að byggja upp nýtt mjólkursamlag og skortur er að verða á mjólk i sumum landshlutum. Jafnf.ramt er ljóst, að ekki er unnt að auka sauðfjárrækt við Eyjafjörð Framhald á bls. 19.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.