Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. janúar 1977 miAJiiii'íi' 7 Og enn lækkum við verðið: í samræmi við tollalækkun frá 1. janúar s.l. lækkum við teppabirgðir okkar þannig, að þér getið strax í dag valið teppi á hinu nýja útsöluverði. Og við bjóðum eftir sem óður mesta teppaúrval borgarinnar á einum stað. — Þér getið valið úr um 70 stórum teppa. rúllum eða um 200 mismunandi gerðum af hinum vinsaelu dönsku Weston-teppum Opið til kl. 7 á föstudögum Lokað á laugardögum JÓN LOFTSSON H.F. Símar 10-600 & 28-60: húsió Hringbraut 121 Fró Skdlholtsfélaginu Kára-bókunum vel tekið í Danmörku Þann 19. des. sl. var haldinn aðalfundur Skálholtsskólafélags- ins, en fundurinn hafði dregizt af ástæðum, sem skýrðar voru á fundinum. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa, voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum félagsins, er hnigu i þá átt að gera félaginu mögulegt að styrkja kennara Skálholtsskóla til náms við lýðháskóla á Norðurlöndum. Ennfremur var gerð breyting á þeirri lagagrein, er lýtur að stjórn félagsins, sem á að auð- velda virka aðild landsfjórðung- anna að stjórninni. Samþykkt var að verja allt að kr. 100 þús. til að laga i kringum skólahúsin gegn a.m.k. jafnháu framlagi annars staðar frá. Rætt var um nauðsyn þess að sett yrði hið fyrsta löggjöf um lýðháskóla hérlendis, svipað þeirri er gildir um sl&a skóla annars staðar á Norðurlöndum. Fundarmenn voru sammála um að að án slikrar löggjafar sé með öllu vonlaust að halda úti frjáls- um skólum eins og lýðháskólarnir eru, þótt vitað sé að þessir skólar njóta mikillar viðurkenningar og stuðnings stjórnvalda þar sem þeir eru. Hermann Þorsteinsson kirkju- þingsmaður vakti máls að æski- legt væri að Skálholtsskóli ætti frumkvæði að námsskeiðshaldi fyrir leikmenn, er starfa vildu á vegum kirkjunnar i þágu safnaða. Akveðið var að stefna að þvi að halda næsta aðalfund félagsins i sambandi við slit lýðháskólans nú i vor, en þá hefur hann starfað i 5 ár. 1 fundarlok var samþykkt til- laga þess efnis að fundurinn þakkaði þeim sira Heimi Steins- syni og frú Dóru Þórhallsdóttur það frábæra brautryðjendastarf, er þau hafa unnið við Skálholts- skóla, vottaöi þeim fyllsta traust sitt og árnaði allra heilla. Það upplýstist á fundinum að tillaga svipaðs efnis hafði verið sam- þykkt á fundi, er prestar Arnes- prófastsdæmis höfðu átt með sér fyrr i haust. Fundarstjóri var sira óskar J. Þorláksson, fyrrv. dómprófastur. Stjóm Skálholtsskólafélagsins skipa nú sira Lárus Guðmunds- son, Holti i Onundarfirði, sira Pétur Sigurgeirsson, vigslu- biskup Akureyri, Steinar Þórðar- son, Egilsstöðum, áður nemandi i Skálholtsskóla nú menntaskóla- nemi og sira Guðmundur óli Ólafsson i Skálholti. Þessir fjórir eru fulltrúar hver fyrir sinn f jórð- ung. Aðrir i stjórn félagsins eru þau: Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri og er hún ritari, sira Þorvaldur Karl Helgason, æsku- lýðsfulltrúi, er hann gjaldkeri og Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólastjóri, sem er formaður. Meðstjórnendur eru þeir sira Óskar J. Þorláksson, fyrrv. dóm- prófastur, og Jón R. Hjálmars- son, fræðslustjóri á Selfossi Skálholtsskólafélagið var form- lega stofnað 1970og telurnú rúml. 200 félaga auk 50 ævifélaga. Til- gangur félagsins er að vinna að endurreisn Skálholtsstaðar með þvi að stuðla þar aö stofnun frjáls skóla, er starfi i anda kristinnar trúar og norrænnar lýðháskóla- hreyfingar. Lög félagsins kveöa einnig svo á að unnið sé aö eflingu skólans og staðið vörð um velferð hans og gengi. Félagið hefur fram að þessu unniö að þessu mark- miði sinu með þvi að búa skólann að nauðsynlegum kennslu- og tómstundatækjum, þar á meðal vönduðu pianói. Tvö siðustu ár hefur félögum verið send fréttabréf, sem segja frá félaginu og skólanum og þvi starfi, sem þar er unnið. Eins og áður segir, á Skálholtsskóli fimm ára starfsafmæli á vori komanda og hafa þau hjónin sira Heimir og frú Dóra veitthonum forstöðu frá upphafi. Ef nú svo færi, að sett hefði ver- ið löggjöf um skólann fyrir af- mælihanseróhættað fullyrða, að betri afmælisgjöf gæti skólinn ekki fengið eða félögum Skál- holtsskólafélagsins meira gleði- efni. „Það er hæglát spenna i frá- sögninnium muninn á lifi i sveit og kaupstað og um islenzkt stór- læti og staðfestu.” ,,í þessari bók getur margt fullorðið fólk vissulega fengið svipmyndaf lifinu i norðlægasta landinu af Norðurlöndunum fimm.” Undir mynd með þessum rit- dómi stendur: „Ein af hinum fögru myndum i bókinni Dreng- en og hunden, teiknuð af Hall- dóri Péturssyni.” Þegar Kári litli kom út árið 1948, varð bókin strax vinsæl hjá stálpuðum börnum. Siöan hafa þessar vinsældir haldizt hér á landi. Er fengur að þvi, að börn- in á öðrum Norðurlöndum skuli nú einnig fá þessar ágætu bækur til lestrar. Höfundurinn, Stefán Júlfus- son, er fyrir löngu kominn i tölu beztu rithöfunda hérlendis, þótt aðrar bókmenntagreinir hafi verið viðfangsefni hans á undangengnum árum, skáld- sögur, leikrit og fl. JG Eins og skýrt hefur verið frá I fréttum, kom Kári litli i sveit eftir Stefán Júliusson út i Dan- mörku i nóvember siðastliðn- um. Útgefandi er Birgitte Hövr- ings Biblioteksforlag, sem sett hefur sér það markmið að gefa aðallega út islenzkar bækur. Hefur forlagið þegar gefið út nokkrar bækur þýddar beint úr islenzku. Kári litli I sveit kom fyrst út árið 1948 i stóru upplagi. Siðan hefur bókin verið gefin út a.m.k. tvisvar sinnum, og einnig hefur hún verið lesin i útvarp oftar en einu sinni. Hafa Kárabækurnar notið almennra vinsælda is- lenzkra barna i hartnær fjóra áratugi. Stefán Júliusson Ritdómur Svo virðist af blaðadómum, að Kári litli i sveit ætli að fá góð- ar viðtökur I Danmörku. I rit- dómi eftir Jörgen Grunnet Jep- sen i Berlingske Tidende 2. des. siðstl. undir fyrirsögninni islenzkir hversdagstöfrar segir m.a.: „Sagan er hversdagsleg, en sögð á svo lifandi og sannfær- andi hátt, að maður hrifst með. Þetta er bók, sem er vel til þess fallin að lesa upphátt á heimil- um þar sem eru börn á aldrin- um 6 til 10 ára.” „Bókin lýsir einföldum gleði- gjöfum i daglegu Hfi á Islandi, og vissulega hafa menn gott af að lesa um það efni.” „Með öðrum orðum: góð skemmtisaga i gömlum stil fyr- irbörn á aldrinum 6 til 10 ára.” I upplýsingum, sem danska Bókbandsmiðstöðin dreifir til danskra bókasafna, segir Ove Frank um bókina: „Smábarnabók um dvöl is- lenzka drengsins Kára f sveit. Þessi dvöl er bæði spennandi og áhrifarik en um leiö er lýst dag- legu lifiá islenzkum bóndabæ.” „Bókin er tilvalin til upplestr- ar fyrir 7-10 ára börn, og til við- bótar sögunni fá áheyrendur innsýn i islenzka lifsháttu.” „Btíkin er þýdd á prýðilega dönsku.” I Alaborg Stiftstidende skrifar Birthe Lauritsen um bókina hinn 9. des. siðastl. Hún lýsir fyrstánægjusinni með framtak Birgitte Hövrings Biblioteksfor- lag að gefa út bækur þýddar beint úr íslenzku. Siðan segir hún um Kára litla i sveit, sem á dönskunni nefnist Drengen og hunden: „Einkum má mæla með bók- inni Drengen og hunden. I henni dregur Stefán Júliusson upp glögga mynd úr daglegu lifi á tslandi. Maöur kemst að raun um, að lif islenzkra barna er ó- likt þvi, sem við þekkjum. Ef til vill er það töluvert reynslurík- ara en venjulegt lif danskra barna.” Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafvirkja i rafveiturekstur og húsveitueftirlit til Ólafsvikur. Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða byggingaverkfræðing . eða byggingatæknifræðing til starfa i Linu- deild. Laun skv. kjarasamningum rikisstarfs- manna. Upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.