Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. janúar 1977 9 Wmivm Wíwmm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ri.stjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- ' simi 19523. Verö I lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Ekki allt valið timbur „Enginn er eyland”. Enginn getur lifað sér ein- um, án þess að þorna, visna og tærast. Áhrif um- hverfisins hrislast um alla, og jafnvel einbúinn, sem sjaldan hittir aðra menn, leitar sér sálubótar i umgengni við dýrin og náttúruna, sem umlykur hann, eða sökkvir sér niður i hugsanir, sem eru að meira eða minna leyti aðfengnar, til dæmis fyrr á ævinni, eða honum eru tiltækar i bókum. Þetta á ekki aðeins við um einstaklinga, heldur einnig þjóðir, nema þá örfáa ættflokka, sem búa inniluktir i frumskógum eða öðrum afkimum veraldar, og eru enn böm steinaldar. Engum dettur i hug, að við íslendingar getum lifað i einangrun eða ættum að gera það. Okkur hlýtur meira að segja að vera kappsmál að fylgj- ast með straumum og stefnum meðal annarra þjóða, tileinka okkur margs konar nýjungar, sem koma til sögu i öðrum löndum, andlegar sem verklegar, og fella þær að menningu okkar og staðháttum, ef lifvænlegar eru og gagnlegar. Jafneinsætt er hitt, að ekki er allt gull, sem gló- ir, né allt gott og eftirbreytnisvert fyrir þær sak- ir, að það á útlendar rætur. Fjölmargar hræring- ar meðal annarra þjóða, ekki sizt stórþjóðanna — tizkufyrirbæri, kenningar og tiltæki — eru fyrir það eitt lærdómsrikar, að þær birta okkur, hvað varast ber og hverju skyldi hafnað. Otlendar þjóðir og útlendir menn eru engu merkilegri en við sjálf, svona upp og ofan, og það er einungis vanmáttarkennd, sprottin af mannfæð okkar og leifum gamals undirlægjuháttar, ef og þegar við fáum glýju i augum andspænis þvi, sem á fóstur- land sitt handan álanna miklu eða þaðan komið. Oft megum við minnast Oddaverjans foma, sem hafði djörfung til þess að segja: ,,Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég að hafa hann að engu”. Hér er komið að þvi, sem á miklu veltur fyrir giftu smáþjóðar: Að kunna að velja og hafna i stað þess að liggja marflöt gagnvart útlendum á- hrifum. Að þessu vék Jónas Kristjánsson, for- stöðumaður Árnasafns, á skilmerkilegan og vit- urlegan hátt i stuttri ræðu, sem hann flutti á gamlaársdag, er tveimur rithöfundum voru af- hentir styrkir úr rithöfundasjóði Rikisútvarpsins. „Erlendir straumar flæða til okkar, og þykir ekki allt valið timburiþeim reka, sem þeir bera með sér”, sagði hann. „Erfitt er að spoma við sliku, en þó er hugsanlegt, að við gætum haft meiri stjórn á hinum erlendu áhrifum, valið og hafnað meira en tiðkazt hefur nú um sinn. Og á sama hátt skyldum við reyna að hafanokkra stjórn á þvi, hvað við sækjum til annarra landa. Sumt, sem eftir er sótzt, virðist harla fánýtt — annað beinlinis háskalegt”. Þarna er fingri drepið á viðkvæman blett — hreyft við máli, sem miklu skiptir. Gegnir raunar furðu, að ekki fyrir löngu haf i orðið mikil um- ræða um svo örlagarikt málefni, jafnþráfaldlega og þrasað er langtimum saman um margvislegan hégóma i landi okkar. Enginn vafi leikur á þvi, að hér hefur mörgu þvi, sem siður skyldi, og jafnvel sizt skyldi, staðið opnar dyr á seinni árum, og til- burðir tilviðnáms hafa verið harla fálmkenndir, ef þeir hafa þá verið nokkrir. Af þessu höfum við þegar sopið rammt seyði, og er þó eins liklegt, að enn standi bikarinn barmafullur. Við-getum ekki verið eins og opið hús um þjóð- braut þvera, þar sem allt er til öndvegis leitt, hvers kyns sem er. Við erum of fá, hver einstak- lingur of dýrmætur, til þess að fórna ævi margra þvi, sem er „harla fánýtt”, og enn siður höfum við fólk aflögu til þess að henda lokuðum augum i það, sem er „beinlinis háskalegt.” —JH. ERLENT YFIRLIT Brzezinski hlýtur vandasamt embætti AAargt líkt með honum og Kissinger Zbignicw Brzezinski. SÁ MAÐUR, sem nú er oftast nefndur sem hinn raun- verulegi eftirmaöur Kiss- ingers, er ekki hinn veröandi utanrikisráöherra, Cyrus R. Vance, heldur hinn veröandi öryggismálaráöunautur i Hvita húsinu.Zbigniew Brzez- inski. Kissinger vann sér mesta frægö meðan hann gegndi umræddri stööu sem aðalráöunautur Nixons i utan- rikis- og öryggismálum. Hann var næstum strax talinn áhrifameiri en William P. Rogers, sem þá gegndi embætti utanrikisráöherra. Svipað átti sér staö i forsetatiö Kennedys. Þá var öryggis- málaráöunauturinn I Hvita húsinu, McGeorge Bundy, tal- inn mun áhrifameiri en Dean Rusk utanrikisráðherra. öryggismálaráðunauturinn hefur að þvi leyti betri aöstööu en utanrikisráöherrann, aö skrifstofa hans er i Hvita hús- inu og hann ræöir við forset- ann oft á dag, þar sem hlut- verk hans er að sjá um aö for- setinn fylgist vel meö öllu sem er að gerast á sviði utanrikis- mála og öryggismála og er honum jafnframt til ráöu- neytis og leiðsagnar. Utan- rikisráöherrann hefur hvergi nærri eins náiö samband viö forsetann, enda bundinn viö stjórn á hinu umfangsmikla kerfi utanrikisþjónustunnar. Brzezinski hefur lýst yfir þvi, að hann muni kappkosta aö skyggja ekki á utanrikisráö- herrann, enda eigi hann og forsetinn aö marka stefnuna. Hann muni haga sér i sam- ræmi við þaö. Þessu trúa margir, sem þekkja Brzez- inski, varlega, þvi aö hann er orðlagðursem fjörmikill og si- starfandi vinnuhestur, og hefur þvi stundum verið nefndur I gamni og alvöru, Vitamin Z af samstarfs- mönnum sinum. FERILL þeirra Kissingers og Brzezinski er á ýmsan hátt ekki ólikur. Báöir eru fæddir utan Bandarikjanna, Kiss- inger i Þýzkalandi, Brzezinski I Póllandi. Báðir uröu útlagar. Foreldrar Kissingers voru Gyðingar og voru svo lánsam- irað flýja þaöan i tima. Faöir Brzezinski var af aðalsættum og starfaöi i utanrikisþjónust- unni, en sagði af sér og geröist útlagi, þegar komúnistar tóku völdin I Póllandi. Hann haföi þá veriö um hriö ræöismaöur Póllands i Montreal, en áöur haföi hann starfaö i Þýzka- landi og Frakklandi og haföi þá hjálpaö Gyðingum til aö flýja frá Þýzkalandi. Fyrir það var hann siðar sæmdur heiðursmerki af stjórn tsraels. Hann settist aö i Kanada eftir aö hann gerðist útlagi og þar lauk Brzezinski yngri háskólanámi. Siöar stundaöi hann framhaldsnám við Harvardháskóla i stjórn- málafræöum. Þar bar fundum þeirra Kissingers og Brzez- inskis fyrst saman aö ráöi, er þeir kepptu um prófessorsem- bætti og varð Kissinger hlut- skarpari. Brzezinski fékk fljótlega annað kennara- embætti við Harvardskóla og gegndi hann þvi á árunum 1953-1960. Þá réðst hann til Columbiaháskóla I New York, sem yfirmaður sérstakrar stofnunar, sem fylgdist með málum kojnmúnistarikjanna. Hann hefur siöan skrifað all- mörg rit, sem einkum fjalla um málefni Sovétrikjanna og hafa þau vakið athygli og gert hann þekktan sem fræöimann á þessu sviði. Rit hans eru meiri aö vöxtum en rit Kiss- ingers, en tæplega talin eins snjöll. ÞAÐ er sagt, aö Nelson Rockefeller eigi mikinn þátt i frama Kissingers, en annar Rockefeller, David Rocke- feller, hafi mjög stutt að frama Brzezinskis. Hann beittisérfyrir nokkrum árum fyrir nýrri nefnd eöa stofnun, sem kannaöi sérstaklega mál- efni Bandarikjanna, Vestur-Evrópu og Japans og möguleika á aukinni sam- vinnu milli þeirra. Brzezinski varð aöalmaður þessarar stofnunar og vegna starfa i þágu hennar kynntist hann Jimmy Carter fyrir þrem árum. Þeim féll strax vel saman og gerði Carter þvi Brzezinski, sem aðalráöunaut sinn i utanrikismálum, þegar hann hóf baráttu sina sem for- setaefni. Það hefur ekki farib dult siöustu mánuöina, aö Brzezinski yrði öryggismála- ráðunautur, ef Carter yröi for- seti. Brzezinski var áöur þekktur sem harður andstæöingur kommúnista. Hann var þvi lengi vel ákveöinn talsmaður þátttöku Bandarikjanna i Vietnamstyrjöldinni. A siöari árum hefur hann heldur breytt um stefnu. Sá ágreiningur sem hefur risiö milli hans og Kissingers hefur ekki verið um markmið, heldur aöferöir. Kissinger hefur lagt mikla áherzlu á slökunarstefnuna svonefndu og aö málum yrbi jafnað meö beinum samn- ingum milli risaveldanna. Brzezinski hefur lagt áherzlu á aö styrkja ætti tengslin viö Vestur-Evrópu og Japan, áöur en gengið yrði til samninga viö Sovétrikin. Hann hefur jafn- framt lagt meiri áherzlu en Kissinger á bætta sambúö Bandarikjanna og þriöja heimsins. Verkefnarööun hefur þvi veriö nokkur önnur hjá honum en Kissinger, þótt markmiöið sé hiö sama. Brzezinski veröur 49 ára á þessu fæddur 28. marz 1928. Hann er kvæntur náfrænku Benes Tékkóslóvakiuforseta, sem kommúnistar hröktu frá völdum,og eiga þau þrjú börn. Brzezinski varð ekki banda- riskur rikisborgari fyrr en 1958. þ.þ. Brzezinski og Schultze ráöunautur Carters I efnahags málum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.