Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 7. janúar 1977 lilíiiÍIÍiU flokksstarfið Kópavogur Fundur í fulltrúaráði Framsóknarfélaganna f Kópavogi þriðju- daginn 18. janúar kl. 20.30, að Neöstutröö 4. Fundarefni: Bæjar- málin. önnur mál. — Stjórnin. 9 Ákæruvaldið ef misræmi verður á milli fram- burða: Þá komi fram hverjir af tékk- um þessum hafa siðarf verið greiddir og hvenær innistæða reyndist vera til fyrir þeim og þeir voru innleystir. Ennfremur komi fram upplýsingar um greiðslur af hálfu tékkaskuld- ara umfram tékkafjárhæð. Rannsakað verði sérstaklega i hve rikum mæli útgefendur tékka hafa notað þá til að stofna til og halda við tékkakeðju eða keðjusölu á tékkum. Rannsakað veröi frekar og eins itarlega og kostur er hverja yfirdráttarheimild hver tékka- útgefandi kann að hafa haft þegar hann gaf út hvern ein- stakan tékka, sem ekki var til raunveruleg innistæða fyrir, sbr. 1. liö. Fram komi fjárhæð, timalengd og form yfirdráttar- heimildar svo og settar trygg- ingar. Ef vafi kann að leika á um yfirdráttarheimild verði tékka- útgefandi og sá bankayfir- maður, sem hann kveður að veitt hafi honum yfirdráttar- heimildina eða hann hafi talað við um hana, yfirheyrðir og fari samprófun fram ef misræmi verður á milli framburða. Rannskað verði hvort og f hve rikum mæli einstakir starfs- menna banka. hafa innleyst eða greitt út fjárhæðir einstakra tékka, sem ræðir um f 1. lið, án þessað grennslast fyrir um það hjá viðkomandi banka, hvort innistæða var fyrir hendi eða ekki. Sérstaklega verði rann- sakað hvort og að hve miklu leyti bankastarfsmenn hafa átt hlut að vexti og viðgangi tékka- keðjuútgáfu eða sölu. Þess er vænzt að rannsókn málsins verði hagað þannig að sem gleggst skil verði á milli einstakra sakaraðila og sakar- efnis á hendur þeim svo að auð- veldara verði að skilja málið i sjálfstæða hluta ef til ákæru kemur. o Byggðalína norður til Akureyrar fara fram um næstu helgi og fyrstu dagana i næstu viku, en opinberlega mun linan veröa tengd til Rangárvalla við Akureyri kl. 15 þann 13. janúar, og mun Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra þá tengja linuna formlega. — Ég er ekki meö alveg nýjar tölur um kostnað við byggöalinuna norður, en án aðveitustöðva, er hann um 1.250 milljónir króna, frá Andkil aö Varmahlið, sagði Samúel. Linan frá Varma- hlið að Akureyri var byggð árið 1972 og kostaði þá um 91 milljón króna. O Á víðavangi Með stofnun hjónagarða hafa opnazt möguleikar fyrir fjöl- skyldufólk aö stunda nám við skólann, sem vert er að gefa gaum.” Loks segir Haukur Ingi- bergsson: ,,Ég hef hér reynt aö svara I mjög stuttu máli spurningunni um það, hvers vegna sé gam- an aö vera á Bifröst. Ef við reynum að oröa svariö i einni setningu. mundi hún hljóöa einhvern veginn á þá leiö, aö þar væri alltaf eitthvað aö gerast, eitthvaö sem nemend- ur taka sjálfir þátt í og bera á- byrgð á, og veröa þvi hæfari til þess aö takast á viö vandamál lifsins, þegar út I lifsbaráttuna er komiö.” —a.þ. 9 SUF-síðan vegna þess hve nærri haglendi er gengiö og ofbeit er orðin á vissum stöðum. Þvi verðum við að leggja alla áherzlu á að tryggja hag kúabændanna á þann hátt, að ekki hverfi fleiri frá þessari framleiðslugrein. Hvers vegna hófst þú afskipti af stjórnmáium? — Stjórnmál eru að vilja eitt- hvaö ákveðið og velja eitthvað ákveðið og vinna að ákveðnum markmiðum. Ég hef nokkuð ákveðnar skoðanir á ýmsum málum og vil taka þátt i að mynda þjóðfélagið að minum hugmyndum. Þess vegna starfa ég að stjórnmálum. Þeir sem telja sig ópólitiska, eru aö minu mati þeir, sem á- vallt eru að gagnrýna án þess að hafa nokkuð betra til málanna að leggja og geta ekki bent á neitt betri leiðir sjálfir. Og ef spurt er hvers vegna ég valdi framsóknarflokkinn, er það augljóst, þvi bændur og samvinnumenn hafa leyst flest sin mál á samvinnugrundvelli. Við þá hugsjón styður fram- sóknarflokkurinn allra flokka bezt, og þvistyð ég hann og vinn minum áhugamálum framgang með þátttöku i þeim flokki. Hvert er brýnasta verkefni rikisstjórnarinnar nú? — Efnahagsmálin eru vissu- lega alltaf eitt brýnasta við- fangsefnið, og þar verður að taka.vel til hendi nú. En af öör- um viðfangsefnum vil ég sér- staklega nefna nauðsyn þess að jafna hið hróplega tekjumisrétti milli stétta i landinu. Það eru allir sammála um, að bændur og verkamenn, séu lægst laun- uðu stéttirnaiý hlut þeirra verð- ur að bæta. „Snjógríp er lausnin" Senn fer að snjóa Enginn þarf lengur að skriða undir bilinn, tjakka hann upp eða færa úr stað til þess að koma á keðjum „Snjógrip er lausnin" Eitt handtak, síðan ekur þú brosandi af stað, án átaka og erfiðis Hey til sölu 120-130 hestar af heyi til sölu. Upplýsingar i sima (96) 3-21-14. 19 BÍLA- PARTA- SALAN auglýsir Nýkomnir varahlutir í: Ford Falcon 1965 Land/Rover 1968 Ford Fairlane 1965 Austin Gipsy 1964 Plymouth Valiant 1967 Daf 44 1967 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10 — Sími 1-13-97 Sendum um allt land Garðyrkjufræðingur óskast á garðyrkjustöð i Hveragerði. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Ibúð fylgir. Umsókn sendist blaðinu. Hef opnað læknastofu mina i Læknastöðinni Álftamýri 74. SIGURÐUR E. ÞORVALDSSON Sérfræðingur i lýtalækningum og almenn- um skurðlækningum. Timapantanir i sima 8-63-11. Auglýsið í Tímanum fVerzlun & Þjónusta ) 'Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ m'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ f'/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ E V. V. • ‘ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i l Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, % borun og sprengingar. Fleygun, múr- 2 2 brot og röralagnir. 5 á Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 ^ f í Blómaskreytingar _ .. ... pípulagningameistari 5 z .... . « ,r . Símar 4-40-94 & 2-67-48 ^ ^ VÍO Öll tdeKltden Við'aerðir Breytin9ar \ \ MICHELSEN Vlðgerðir já Ú Hveragerði - Simi 99-4225 er/jr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ//0 ^F/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.