Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.01.1977, Blaðsíða 17
Föstudagur 7. janúar 1977 17 Páll ve í sviðs- Ijósinu Þessi fyrrverandi fyrirliði og lykilmaður handknattleikslandsliðsins, leikur með „pressuliðinu" í kvöld gegn landsliðinu Páll Björgvinsson, fyrrum fyr- irliði landsliðsins, verður aftur i sviðsljósinu I kvöld, en þá leikur hann með „pressuliðinu” gegn iandsiiðinu i Laugardalshöll- inni. Páll var einn af lykilmönn- um landsliðsins sl. keppnis- timabil eða þar til hann meidd- ist illa i iandsleik gegn Júgo- slövum i Novo Nesto, en þar átti Páli stókostlegan leik — skoraði mörg glæsileg mörk. Páll hefur yfir flestum þeim hæfileikum að ráða, sem góður handknattleiksmaður þarf að hafa — hann er sterkur varnar- leikmaður og mjög góður að taka einstaka leikmenn úr um- ferð. Þá er hann útsjónarsamur sóknarleikmaður — skotfastur, snöggur og hefur næmt auga fyrir línusendingum. Þeir, sem hafa séð Pál leika með Vikings- liðinu að undanförnu i æfinga- leikjum segja að hann sé kom- inn i landsliðsform — og myndi styrkja landsliðiö mikið. „Pressuliðiö” sem mætir landsliðinu annað kvöld og á sunnudagskvöldið i Laugardals- höllinni, er skipað nær sömu leikmönnum og veittu landsliö- inu harða keppni i siöasta „pressuleik”, nema hvað Páll, Sigurður Gislason, 1R, Þorberg- ur Aðalsteinsson, Vikingi, og Konráð Jónsson, Þrótti leika nú með þvi. „Pressuliðið” er skipað þess- um leikmönnum: Markverðir: örn Guðmundsson, 1R Kristján Sigmundsson, Þrótti Aðrir leikmenn: Hörður Sigmarsson, Haukum Arni Indriðason, Gróttu Bjarni Jónsson, Þrótti Jón Pétur Jónsson, Val Steindór Gunnarsson, Val Páll Björgvinsson, Vikingi SigurbergurSigsteinsson, Fram Trausti Þorgrimsson, Þrótti Sigurður Gislason, ÍR Þorbergur Aðalsteinsson, Vik- ingi Konráð Jónsson, Þrótti Bjarni Jónsson er fyrirliði liðsins, en Ingólfur öskarsson, hinn kunni þjálfari Fram-liðsins er stjórnandi liðsins. | Hver verður krýndur? Hver verður krýndur? Þessari spurniugu veltirallt íþróttafólk fyrir sér, þvl að I dag verður iþróttamaður ársins 1976 á islandi krýndur við hátiðlega athöfn. Þaðeru Samtök iþróttafréttamanna sent standa að krýningunni, eins og undanfarin ár. A morgun verður að sjálfsögðu skýrt frá þvf hér á síöunni liver Itefur verið útnefndur I- þróttamaöur ársins. . ..«■ « PALL BJÖRGVINSSON.... handknattieiksmaðurinn snjalli úr Vlkingi, leikur meö „pressuliðinu” i kvöld. Hér sést hann hafa leikið á varnarmenn Dana iiandsleik ogskorar siðan örugglega. ( Timamynd Gunnar.) Axel og Ólafur með landsliðinu — sem mætir „pressuliðinu '. Nú eru þrjú ór liðin síðan þessir sterku leikmenn léku við hliðina d Geir Hallsteinssyni Dankersen-spilararnir Axel Axelsson og ólafur H. Jónsson hafa veriö valdir I landsliðið, sem mætir „pressuliöinu” tvisvar sinnum i Laugar- dalshöllinni — í kvöld og á sunnudaginn. Þeir Axei og ólafur hafa æft af fullum krafti meðlandsliðinu að undanförnu og þaö er engimu afi um, að þeir muni styrkja landsliðið mikið. Það verður gaman að sjá þessa sterku leikmenn aftur meö lands- liðinu og sérstaklega samspil þeirra Björgvins Björgvinssonar og Axels Axelssonar, sem þekkja hvor annan eins vel og puttana á sér. Þá verður einnig gaman að sjá Geir leika við hliðina á þeim Ölafi og Axel, en þeir hafa ekki leikið saman f liði um þriggja ára skeið, eða síðan i HM-keppninni i A-Þýzkalandi 1974. Landsliðsnefndin hefur nú valið 13 leikmenn sem leika gegn „pressuliðinu”, en þaö eru: Markverðir: Ölafur Benediktsson, Olympia Gunnar Einarsson, Haukum Aörir leikmenn: Geir Hallsteinsson, FH Björgvin Björgvinsson, Vikingi Viðar Simonarson, FH Jón Karlsson, Val Ölafur Jónsson, Dankersen Axel Axelsson, Dankersen Ágúst Svavarsson, 1R Ólafur Einarsson, Vikingi Bjarni Guðmundsson, Val Viggó Sigurðsson, Vikingi Þórarinn Ragnarsson, FH Eins og sést á þessu, þá er landsliðið skipað sterkum leik- mönnum, en það er óvist hvort það dugi gegn „pressuliðinu”, sem er einnig sterkt. Endurkoma þeirra Ólafs og Axels mun styrkja landsliðið mikið — bæði i vörn og sókn. „Slask" kemur — og æfir hér með landsliðinu um vikutíma Pólska meistaraliðið „Slask” frá Wroglaw, sem sló FH-inga út úr Evrópu- keppni meistaralíöa , er nú væntanlegt aftur til landsins. Allir beztu leikmenn liðsins, ásamt nokkrum styrktar- mönnum, munu dveljast hér um vikutima — frá 9.-16. fcbrúar og æfa ineð landslið- inu tvisvar sinnum á dag og auk þess leika hér 2-3 opin- bera leiki. Januz Cher- winsky, landsliðsþjálfari, scm er nýkominn frá Pól- landi, kom þessu i kring, og er greinilegt, aö hann ætlar sérstóra hluti með landsliðið okkar. LITLI OG STÓRI Þessa skemmtilegu mynd tók G.E. Ijósmyndari Timans á landsliös- æfingu hjá unglingalandsliöinu I körfuknattleik. Pétur Guðmundsson sem stundar nám og leikur körfuknattleik I Bandarikjunum, sést hér leggja knöttinn á höfuðið á einum félaga sinum I unglingaiandsliðinu. Pétur sem er 2.17 m á hæð, og félagar hans veröa á ferðinni i Osió um helgina, en þar fer fram Norðurlandamót unglinga. Strákarnir hjá unglingalandsliöinu hafa lagt mikiö á sig til að komast á NM-mótið,en þeir þurfa aöborga 80%af öllum kostnaðiisambandi við ferðir og uppihaid úr eigin vasa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.