Tíminn - 11.01.1977, Page 5

Tíminn - 11.01.1977, Page 5
Þriðjudagur 11. janúar 1977 iiil'lilí 5 Tónleikar í Kópavogskirkju Árið 1963 var stofnaður sjóður til minningar um unga stúlku, Hildi ólafsdóttur, er lézt í umferðarslysi það sama ár. Sjóðurinn er í vörzlu Kársnes- sóknar og er tilgangur hans aö efla tónlistarlif við Kópavogs- kirkju m.a. meö þvi að styrkja tónleikahald. Nú veröur stofnað til tónleika á vegum sjóðsins i Kópavogskirkju n.k. þriðjudagskvöld 11. janúar kl. 21. Flytjendur verða Sigriður E. Magnúsdóttir söngkona, brezki söngvarinn Simon Vaughan og organisti kirkjunnar Guðmundur Gilsson. öllum er heimill aðgangur og vill sóknarnefndin hvetja fólk til þess að koma og hlýða á þessa frábæru listamenn. Sóknarnefndin Gjafir til Hveragerðis- kirkju Þ.S. llveragerði.— Hveragerðis- kirkju bárust stórgjafir á siðasta ári. Peningagjafir og áheit námu samtals 623 þúsund krónum. Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri dvalarheimilisins, gaf teppi á söngloft kirkjunnar, en áður hafði hann gefið stiga og grindverk kringum söngloftið, auk ótal fleiri gjafa. Sóknarnefndin þakkar fyrir hönd safnaðarins öllum þeim, sem leggja kirkjunni lið. Leiðrétting í afmælisgrein i islendinga- þáttum laugardagiiui 8. jan 1977 um Jón Ingólfssun fyrrv. bónda á Hreiðabólstað 85 ára befði falliö niður i prentun ein lina. Rétt er málsgreinin þannig: Börn þeirra hjóna, sem til aldurs hafa kumizt, eru þrjú: Unnur húsfreyja i Deildar- tungu, gift Birni bónda þar Jónssyni, Hannessonar og konu hans Sigurbjargar Björnsdottur frá Stóru-ökr- u m. Málverkauppboð á herrakvöldi Njarðar Lionsklúbburinn Njörður: Gefur heyrnarmælingatæki til Borgarspítalans Lionsklúbburinn Njörður held- ur herrakvöld að Hótel Sögu á föstudaginn. Að venju verður þar málverka- og listmunauppboð. A málverkauppboðinu nú eru m.a. verk eftir eftirtalda: Svein Björnsson, Pétur Friðrik, Kristján Daviðsson, Kára Eiriks- son, Steinþór Sigurðsson, Orlyg Sigurösson, Sigurð Steinsson, Einar Hákonarson og Karl Kvar- an. Ræðumaður kvöldsins er Frið- finnur ólafsson forstjóri, og Guð- rún A. Simonar og ómar Ragnarsson munu skemmta, veizlustjóri er Sveinn Snorrason. Agóði af herrakvöldinu rennur allur til liknarmála, Lions- klúbburinn Njörður hefur gefið háls- nef- og eyrnadeild Borgar- spitalans sérstök heyrnar- mælingatæki, sem ekki hafa verið til hér á landi, og eru þessi tæki væntanleg til landsins um næstu mánaðamót. Verð tækjanna án tolla og flutningsgjalda er um 3 milljónir. Sértilboð Týli hf. Afgreiðum jálamyndimar í albúmum Nœstu vikur fylgir myndaalbúm hverri litfilmu er við framköllum viðskiptavinum vorum að kostnaðarla Myndealbúm þessi eru 12 mynde, handhœg og fere vel í Varðveitið minningarnar í yaranlegum umbúðum $— Austurstrœti 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.