Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 63
MÁNUDAGUR 23. janúar 2006 23 Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Nýherja sem bjóða þér faglega ráðgjöf við val á réttu lausninni. Síminn er 569 7700 og netfangið er ver@nyherji.is Hraðvirkur, sveigjanlegur og einfaldur í notkun · Upplausn: 4800x1200 dpi. · Prenthraði: Sv/hv. 22 bls. á mín. Litur 17 bls. · Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 55 sek. · ChromaLife100 kerfi sem eykur endingu ljósmynda. · Ljósmyndagæði eins og frá framköllunarþjónustunni í allt að A4 stærð. Canon iP2200 prentari Tilboðsverð 7.900 kr. Myndavélar, prentarar, fjölnotatæki og skannar á glæsilegu nýárstilboði CANON FYRIR HEIMILIÐ Háhraða skanni með filmuskönnunarmöguleika · Raunupplausn: 3200x6400, 48bita litadýpt. · Búnaður til að fjarlægja rispur/ryk. · Mjög hraðvirkur. · USB 2.0 Hi-Speed, · Fjórir flýtihnappar á skannanum. · Góður hugbúnaðarpakki fylgir með. CanoScan 8400F Tilboðsverð 19.900 kr. ÓGLEYMANLEGAR STUNDIR MEÐ CANON Söluaðilar um land allt Framúrskarandi frammistaða á góðu verði · Upplausn: 9600x2400 dpi. · Prenthraði: Sv/hv. 29 bls. á mín. Litur 19 bls. · Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 51 sek. · Tveir pappírsbakkar - DVD / CD prentun. · ChromaLife100 kerfi sem eykur endingu ljósmynda. · Single Ink blekhylkjakerfi stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Canon iP4200 prentari Tilboðsverð 14.900 kr. Aukið frelsi · Fimm milljón pixla myndflaga. · 12x aðdráttur á linsu. · 1.8” snúanlegur LCD skjár. · Hristivörn í linsu. · 18 tökustillingar. · DIGIC II örgjörvi sem eykur hraða. Canon PowerShot S2 IS Tilboðsverð 44.900 kr. Prentari, skanni, ljósritun og fax · Upplausn prentunar: 9600x2400. · Svarthvít prentun: 30 bls. á mín. · Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 36 sek. · Litaprentun: 24 bls. á mín. með texta og grafík + prentar á CD/DVD. · ChromaLife100 kerfi sem eykur endingu ljósmynda. Canon MP800 fjölnotatæki Tilboðsverð 29.900 kr. Glæsileg hönnun · Fimm milljón pixla myndflaga. · 3x aðdráttur á linsu. · DIGIC II örgjörvi sem eykur hraða. · 2.5” LCD skjár. · VGA kvikmyndabútar. · 15 tökustillingar. Canon Ixus 55 Tilboðsverð 34.900 kr. �������� Þú sparar Þú s p a r ar ��������� Þú sparar Þú s p a r ar ��������� Þú sparar Þú s p a r ar �������� Þú sparar Þú s p a r ar �������� Þú sparar Þú s p a r ar �������� Þú sparar Þú s p a r ar canon-einstaklingar.indd 1 11.1.2006 10:53:41 Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. SÝNT Í IÐNÓ KL. 20 MIÐASALA: WWW.MIDI.IS OG Í IÐNÓ S. 562 9700 UPPSELT örfá sæti laus örfá sæti laus laus sæti UPPSELT örfá sæti laus laugardagur sunnudagur laugardagur sunnudagur föstudagur laugardagur 28.01 29.01 04.02 05.02 10.02 11.02 BORGARLEIKHÚSIÐ/540 GÓLF Naglinn Höfundur: Jón Gnarr. Leikarar: Gunnar Sigurðsson og Jón Kr. Stefánsson. Leikmynd: Þórarinn Blöndal/Búningar og gervi/Helga Rún Pálsdóttir/Lýsing: Skúli Gautason/Kvik- myndun: Sveinn M. Sveinsson/Leik- stjóri: Valgeir Skagfjörð Niðurstaða: Umgjörð sýningarinnar er bráðskemmtileg og hafa má gaman af sýningunni á köflum. Einkum þegar Jón Kr. Stefánsson mætir á sviðið í hinum ólíkustu hlutverkum. Karlmennskan og fylgikvillar hennar eru viðfangsefni þessa „broslega harmleiks“ sem hefst á því að aðalpersónan, karlmað- urinn, þarf að gangast undir þá niðurlægingu að fara í ristilspegl- un. Á meðan hann er að undirbúa sig fyrir speglunina með því að drekka hina tilskipuðu sex lítra af glundri, hefur hann kærkomið næði til að skoða líf sitt. Svo virð- ist sem undirbúningstíminn sé fyrsta frí hans frá vinnu frá þrá- láta standpínuskeiðinu snemma á unglingsárum sem fljótlega skil- aði sér í óskilgetnum krakkaanga. Nokkrum árum síðar kemur hann sér upp eiginkonu sem er alltaf óánægð og tveimur krökkum. Það endar í skilnaði og nú er hann með seinni konunni – í sambúð. Hún verslar. Hann er, sem fyrr, læstur inni í sjálfum sér, alltaf í vinnunni eða „alt-mulig-mand“ þjónustu. Það má vissulega segja að honum sé vorkunn fyrir hvað allir í kring- um hann eru brogaðir, en hvað getur maður sagt. Líkur sækir líkan heim. Hvað umfjöllunarefnið varð- ar, þá er fremur fjallað um klis- jurnar um karlmennskuna en karlmennskuna sjálfa. Herrann á sviðinu er samsettur úr mörgum af þeim þáttum sem konur hafa skilgreint sem neikvæða. Það má því segja að hann staðfesti þær klisjur og skilgreiningar fremur en að varpa nýju ljósi á fyrirbær- ið. Það er ekkert nýtt eða áður óframkomið í verkinu. Engu að síður má hafa skemmt- un af sýningunni á köflum, einkum þegar Jón Kr. Stefánsson mætir á sviðið í hinum ólíkustu hlutverk- um, til dæmis föður, eiginkonum, börnum, lækni og hjónabandsráð- gjafa karlmannsins. Það er óhætt að segja að hann fari á kostum í þeim týpum sem hann leikur og eigi velflest brosin og hlátrana frá salnum. Karlmaðurinn sjálfur er leik- inn af Gunnari Sigurðssyni. Það þarf býsna öflugan leikara til að halda út heils kvöld sýningu, halda athygli áhorfandans og áhuga. Þrátt fyrir skýra og góða textameðferð, vantar töluvert upp á blæbrigði hjá Gunnari og sviðshreyfingar eru þvingaðar. Í stað stígandi frásagnar, verð- ur hún smám saman þreyttari. Bestu sprettina á Gunnar í hreinu frásagnarköflunum sem eru upp- takturinn að þeim myndum sem brugðið er upp af lífi hans. Eitt atriði hefði þó mátt missa sín. Þegar karlmaðurinn fer loksins í ristilspeglunina, brókarlaus í hvít- um slopp sem er opinn að aftan. Það er eiginlega of stutt síðan Jack Nicholson lék þetta atriði mjög svo eftirminnilega í Som- ething‘s Gotta Give. Hér verður atriðið lítið annað en lummulegur endurómur. Missir marks. Umgjörð sýningarinnar er bráðskemmtileg. Sérstaklega kvikmyndatjald sem þjónar ýmsum tilgangi í sýningunni: sem sjónvarpsskjár þar sem karl- menn á förnum vegi eru beðnir að skilgreina hugtakið karlmennska, sem umhverfi karlmannsins, sem skuggamyndatjald þar sem varp- að er upp ýmsum uppákomum og persónum í lífi hans. Súsanna Svavarsdóttir Karlmannsraunir NAGLINN Gunnar Sigurðsson og Jón Stefán Kristjánsson fara með hlutverkin í leikritinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.