Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 6
6 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR www.icelandair.is/london London ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 30 92 7 0 1/ 20 06 Innifali›: Flug báðar leiðir með flugvallarsköttum. Verð frá 25.690 kr. Þetta flug gefur 3.000 Vildarpunkta KJÖRKASSINN Fylgistu með forkeppni Evrópu- söngvakeppninnar? Já 60,6% Nei 39,4% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlarðu að borða súrmeti á þorranum? Segðu þína skoðun á vísir.is STJÓRNMÁL Sautján gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar í Reykjavík í vor. Listi flokks- ins verður boðinn fram undir merkjum hans og óháðra. Þrír gefa kost á sér í efsta sætið, borgarfulltrúarnir Dagur B. Egg- ertsson, Stefán Jón Hafstein og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Prófkjörið fer fram dagana 11. og 12. febrúar og verður aðalkjör- staður í Félagsheimili Þróttar í Laugardal. Öllum með kosninga- rétt og lögheimili í Reykjavík frá og með gærdeginum er heimil þátttaka í prófkjör- inu. Ekki þarf að undirrita sérstaka stuðningsyfirlýsingu við Samfylkinguna heldur er litið á þátttöku í prófkjörinu sem slíka yfirlýsingu. - bþs Sautján gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjavík: Þrjú berjast um efsta sætið ÞÁTTTAKENDUR Í PRÓFKJÖRI SAMFYLKINGARINNAR 1. sæti Dagur B. Eggertsson Stefán Jón Hafstein Steinunn Valdís Óskarsdóttir 2.-3. sæti Stefán Benediktsson Þórir Karl Jónsson 2.-4. sæti Sigrún Elsa Smáradóttir 3. sæti Kjartan Valgarðsson Stefán Jóhann Stefánsson 3.-4. sæti Björk Vilhelmsdóttir 4. sæti Andrés Jónsson Oddný Sturludóttir 4.-5. sæti Gunnar Hjörtur Gunnarsson 4.-6. sæti Dofri Hermannsson Guðrún Erla Geirsdóttir Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir 5. sæti Ingimundur Sveinn Pétursson 5.-6. sæti Helga Rakel Guðrúnardóttir LONDON, AP Mark Oaten, þingmað- ur Frjálslyndra demókrata, annars helsta stjórnarandstöðuflokksins í Bretlandi, tilkynnti á laugardag að hann segði af sér sem talsmað- ur flokks síns í innanríkismálum. Tilkynningin kom í kjölfar fréttar dagblaðsins News of the World, þess efnis að Oaten, sem er gift- ur tveggja barna faðir, hefði átt í sambandi 23 ára gamlan mann og greitt honum fyrir kynlíf. Átti sambandið að hafa átt sér stað frá sumrinu 2004 og fram í febrúar 2005. Oaten hafði nýlega fordæmt dómara sem var rekinn úr starfi fyrir samband sitt við mann sem stundaði vændi. Oaten sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á dómgreinarleysi sínu og þeirri smán sem hann hefði kallað yfir fjölskyldu sína og vandamenn. Um leið sagði hann af sér sem talsmaður flokksins í innanríkis- málum. Það á ekki af Frjálslyndum demókrötum að ganga því aðeins tvær vikur eru síðan formaður flokksins, Charles Kennedy, sagði af sér. Uppsögn hans kom í kjölfar- ið á miklum deilum innan flokks- ins sem urðu eftir að hann viðurkenndi að hann ætti við á feng isva nd a - mál að stríða og hefði leitað sér hjálpar. Kennedy hafði áður neitað því að hann væri alkóhólisti, en sögusagnir um slíkt höfðu geng- ið árum saman. Mark Oaten var einn af þeim fjór- um sem sóttust eftir því að taka við af Kennedy en hætti við framboð sitt á fimmtudag þar sem hann hafði ekki nægan stuðning annarra þingmanna. Starfandi leiðtogi flokksins, Sir Menzies Campbell, hvatti flokks- menn sína til að einbeita sér að pólitískum málefnum flokksins og staðhæfði að hneykslið myndi ekki leiða athygli flokksmanna frá þeim. solveig@frettabladid.is Greiddi ungum karl- manni fyrir kynlíf Mark Oaten, þingmaður Frjálslyndra demókrata í Bretlandi, sagði af sér um helgina þegar upp komst að hann hefði greitt ungum manni fyrir kynlíf. Að- eins tvær vikur eru síðan leiðtogi flokksins sagði af sér vegna hneykslismáls. UMHVERFISMÁL Stærstur hluti Íslendinga telur stóriðjufyrirtæki standa sig vel í umhverfismálum ef marka má niðurstöður könnun- ar sem IMG Gallup gerði að beiðni Samtaka atvinnulífsins. Í könnun- inni kemur einnig fram að meiri- hluti fólks telur unnt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og orkuvirkjana. Þátttakendur voru spurðir að því hvort þeir teldu raforkufyr- irtæki standa sig vel í umhverfis- málum og svöruðu 77 prósent því játandi. Álfyrirtæki komu litlu verr út en 72 prósent töldu þau standa sig vel á því sviði. Einnig voru þátttakend- ur spurðir að því hvort þeir teldu hægt að sætta sjónarmið umhverfisverndar og annars vegar gufuaflsvirkjunar, sem 88 prósent svarenda játti, og hins vegar vatnsaflvirkjunar, sem heldur færri, eða 70 prósent, svör- uðu játandi. Könnunin var gerð á tímabilinu 16.-29. nóvember, úrtakið taldi 1.303 og svarhlutfall var 61,5 pró- sent. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands, segir niðurstöðurnar ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Deilan hefur aldrei staðið um það hvort stóriðjurnar standa sig vel eða illa í umhverfismálum heldur hvort eðlileg áhrif stóriðjunnar á náttúruna séu boðleg hér á landi. Í þessu máli þarf að fara miklu lengra en að spyrja um sátt því það þarf að skýra um hvað sáttin snýst. Ég vil vita hvort Samtök atvinnulífsins hafa hug á því að reisa margar aðrar virkjanir á miðhálendi Íslands eða hvort þau ætla að lýsa yfir stuðningi við verndun hálendisins.“ - sh Meirihluti Íslendinga er ánægður með umhverfismál stóriðjufyrirtækja: Flestir telja sættir mögulegar STEFNA Á FYRSTA SÆTIÐ Dagur B. Eggertsson, Stein- unn V. Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein gefa öll kost á sér í leiðtogasæti Samfylkingar- innar. ÞINGMAÐUR Í VANDA Mark Oaten þótti allt eins líklegur til að taka við sem leiðtogi Frjálslyndra demó- krata. Sá draumur er á enda. HÚS HNEYKSLANNA Þinghúsið í London hefur ekki farið varhluta af hneykslismálum þing- manna í gegnum tíðina. MYND/AFP ÁLFRAMLEIÐSLA Meirihluti landsmanna telur stóriðjurnar standa sig vel í umhverfis- málum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.