Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
VEÐRIÐ Í DAG
16%
31%
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
F
ré
tt
a
b
la
›
i›
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005.
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Allt-fasteignir.
á mánudegi
LESTUR MEÐAL 25-45 ÁRA
Húsnæðisleitin
hefst í
Fréttablaðinu
Sími: 550 500023. janúar 2006 — 22. tölublað — 6. árgangur
KARL REYNISSON
Byggir sjálfur við húsið
fasteignir hús
Í MIÐJU BLAÐSINS
STEFÁN KARL STEFÁNSSON
Stofnar Regnbogabörn í
Bandaríkjunum
Segir íslensk stjórnvöld vera áhugalaus
FÓLK
FROSTI LOGASON
Útvarpsstöðin X-ið gaf Foreldra-
húsum 350 þúsund krónur
Peningurinn safnaðist á árlegum X-mas tónleikum
FÓLK 30
Krúttmamman
Sýning Gabríelu Frið-
riksdóttur hefur vakið
athygli. Þetta er sýning
til þess að fara einn á og
vera lengi að skoða.
MENNING 22
Hnallþórur í
Bændahöllinni
Haraldur Bene-
diktsson, formaður
Bændasamtakanna, er
fertugur í dag og bauð í
sunnudagskaffi í gær.
TÍMAMÓT 58
BJARTVIÐRI Það verður yfirleitt hæg
suðvest-læg átt með björtu veðri á Norð-
ur- og Austurlandi. Skýjað með köflum
vestan til og stöku slyddu- eða snjóél.
Hiti 0-4 stig. VEÐUR 4
SKOÐANANAKÖNNUN Flestir borgar-
búar vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, oddviti Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn, verði næsti borgar-
stjóri Reykjavíkur, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins. 37,9
prósent borgarbúa nefna Vilhjálm
og hefur hann talsverða yfirburði
yfir aðra sem nefndir voru í könn-
uninni.
Samfylkingarmenn koma í næstu
þremur sætum. 21 prósent nefndi
Dag B. Eggertsson, 13,9 prósent
nefndu Steinunni Valdísi Óskars-
dóttur og 10 prósent nefndu Stefán
Jón Hafstein. Þau sækjast eftir efsta
sæti á lista flokks síns fyrir kosning-
arnar í vor. Gísli Marteinn Baldurs-
son, Sjálfstæðisflokki, var efstur í
hliðstæðri könnun Fréttablaðsins í
ágústlok. „Ég er afskaplega ánægður
og afar þakklátur fyrir þann stuðn-
ing sem borgarbúar sýna mér. Fái
ég tækifæri til að gegna embættinu
mun ég ekki bregðast trausti þeirra,“
sagði Vilhjálmur Þ. í gærkvöld.
Fylgi hans hefur vaxið stórum
frá síðustu könnun Fréttablaðsins
og sömuleiðis fylgi Dags B. Eggerts-
sonar. „Þetta eru mjög góðar fréttir
fyrir okkur í Samfylkingunni því
samkvæmt þessu eru fleiri sem vilja
samfylkingarmann í stöðu borgar-
stjóra en sjálfstæðismann. Ég er líka
ánægður með þann góða grunn sem
ég virðist hafa í upphafi baráttunn-
ar og ætla að leggja mig allan fram
við að vinna þá sem eru óákveðnir á
okkar band.“
Fleiri nefna Steinunni Valdísi
nú en í ágústlok. „Ef maður leggur
saman fylgið þá er það greinilegt
að 44,9 prósent aðspurðra vilja sjá
samfylkingarmann sem næsta borg-
arstjóra og það finnast mér mjög
ánægjuleg tíðindi. Auk þess er ég
auðvitað glöð að sjá að fylgið við
mig er að aukast,“ sagði Steinunn
í gærkvöld.
Mun færri nefna Stefán Jón
í könnuninni nú en í ágúst. „Ég
viðurkenni að mér finnst ekki
skemmtilegt að sjá svona tölur en
ég hef ekki trú á að þetta sé hin
rétta staða ef tekin er marktæk
könnun með hærra svarhlutfalli.
Það er þó ljóst að myndin hefur
ruglast ansi mikið þegar Dagur
kom inn í baráttuna og ég þarf
auðvitað sækja mjög stíft áfram,“
sagði Stefán Jón.
Spurt var: Hver vilt þú að verði
næsti borgarstjóri? Hringt var í
600 Reykvíkinga með kosninga-
rétt. Rúmlega 300 svöruðu.
- bþs/sjá síðu 4
Vilhjálmur Þ. verði
næsti borgarstjóri
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er óskaborgarstjóri Reykvíkinga samkvæmt skoð-
anakönnun Fréttablaðsins. 38 prósent borgarbúa vilja Vilhjálm í embættið. 21
prósent vill Dag B. Eggertsson og 14 prósent Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.
Manchester United
vann Liverpool
Manchester United
batt enda á sigur-
göngu Liverpool
í ensku úrvals-
deildinni í gær.
Rio Ferdinand
skoraði eina
mark leiksins á loka-
mínútunum.
ÍÞRÓTTIR 38
Engin moðsuða í Garðabæ
„Því að þótt sjálfstæðismenn í Garða-
bæ séu í þannig skapi um þessar
mundir að telja að ekki sé óhætt að
hleypa konum mikið upp á dekk þá er
það ekkert lögmál fyrir fólk ¿ jafnvel
þótt það búi í Garðabæ ¿ að þurfa
að kjósa Sjálfstæðisflokkinn,“ segir
Guðmundur Andri í grein sinni.
Í DAG 16
PORTÚGAL, AP Útgönguspár bentu
til þess í gærkvöld að íhaldsmað-
urinn Anibal Cavaco Silva hefði
borið sigur úr býtum í forsetakosn-
ingum sem fram fóru í Portúgal í
gær. Ef spárnar standast verður
hann fyrsti hægrimaðurinn til að
gegna embætti forseta síðan árið
1974. Silva var forsætisráðherra
á árunum 1985-1995. Þrátt fyrir
að embætti forseta sé að mestu
táknrænt velur hann hver verður
forsætisráðherra og getur leyst
upp þingið.
Mótframbjóðendur Silva voru
skáldið og þingmaðurinn Manuel
Alegre og Mario Soares, fyrrver-
andi forsætisráðherra Portúgals
og forseti í tvígang. ■
Forsetakosningar í Portúgal:
Hægrimaður
verður forseti
NÝR FORSETI Anibal Cavaco Silva er
hagfræðingur og lofar að koma skriði á
efnahagslíf Portúgals.
VEÐUR Gríðarlegir kulda hafa
geisað víða í Evrópu um þessar
mundir og hafa fjölmargir látist.
Kuldinn náði á nokkrum stöðum
sögulegu hámarki um helgina og
til dæmis mældist tæplega sjötíu
gráðu frost í Síberíu í Rússlandi á
laugardag.
Frostið í Moskvu mældist
32 gráður og að minnsta kosti
sjö manns frusu í hel í borginni
aðfaranótt sunnudags. Tólf hafa
látist í Úkraínu og sex dóu úr
kulda í Lettlandi í gær þar sem
hitastigið hefur ekki verið lægra
í heila öld.
Pólverjar hafa ekki sloppið við
kuldakastið því þar lést tuttugu
og einn af völdum þess um helg-
ina. Þar með hafa 144 dáið af völd-
um kulda í Austur-Evrópu það
sem af er vetri. Spáð var tæplega
30 gráðu frosti í Póllandi í dag.
Áfram er gert ráð fyrir miklum
kuldum í álfunni.
Norðurlandabúar fóru ekki
varhluta af skapstyggð veðurguð-
anna. Fárviðri geisaði í Norður-
Noregi um helgina og fór rafmagn
af Tromsö í dágóða stund vegna
snjóþyngsla á raflínum. Í Helge-
land fuku hús eins og eldspýtur í
ofsaveðri og þar áttu vegfarendur
fótum fjör að launa.
Ástandið í Danmörku var ekki
mikið skárra. Þegar grýlukerti og
íshröngl tóku að hrynja úr burðar-
vírum Stórabeltisbrúarinnar, sem
tengir Fjón og Sjáland, var lokað
fyrir umferð og því mynduðust
margra kílómetra langar bílarað-
ir beggja vegna brúarinnar. Tók
allt að tuttugu klukkustundir að
losa fólk úr bifreiðum sínum.
Flugumferð um Kastrup-flug-
völl lá nánast niðri frá því í fyrra-
kvöld og langt fram eftir gær-
deginum. Sjálft óveðrið virðist að
baki en veðurfræðingar gera ráð
fyrir að frosthörkur muni jafnvel
færast í vöxt. - sgi
Sjötíu stiga frost mældist í Síberíu í gær og er búist við frosthörkum áfram:
Fimbulkuldi ríkir í Evrópu
ERFITT LÍF Á GÖTUNNI Þessi tvö heimilislausu skötuhjú reyndu að fá yl í kroppinn við uppgufun frá loftræstiröri í Moskvu. Sjö létust
aðfaranótt sunnudags í borginni vegna kulda sem fór allt niður í 32 gráðu frost. MYND/AFP
NOREGUR Sextán ára gömul stúlka
í bænum Hommersåk skammt frá
Stavangri í Noregi var skotin til
bana um helgina. Unnusti stúlk-
unnar, sem er ári eldri en hún,
hringdi til lögreglu aðfaranótt
sunnudags og sagðist hafa orðið
henni að bana. Hann var handtek-
inn skömmu síðar og hefur verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Óhug hefur sett að íbúum
Hommersåk sem er lítill friðsæll
bær en það voru vegfarendur sem
fundu stúlkuna liggjandi í blóði
sínu á götu í útjaðri bæjarins. ■
Óhugnanlegt morð í Noregi:
Skaut unnustu
sína til bana
MÁNUDAGUR