Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 65
í boði á netinu á um 25 sinnum hærra
verði en þeir kostuðu í miðasölunni.
„Coldplay rukka aldrei of hátt verð inn
á tónleika því þeir vilja að
þeirra mestu aðdáendur
geti keypt sig inn á þá en
ekki bara þeirra ríkustu
aðdáendur. Þeir taka
mjög hart á þessu,“
sagði heimildarmaður.
„Því miður geta þeir
lítið gert við því að gráð-
ugir aðilar kaupi
fullt af miðum
og selji þá á
netinu fyrir
margfalt hærra
verð.“
Einstakt enskunámskeið
�����������������������������������������
���������������������������
• Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum
• Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist
frá Friðriki Karlssyni
• Vinnubók með enska og íslenska textanum
• Taska undir diskana
• Áheyrnarpróf í lok náms
Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið
Allar uppl‡singar
www.pareto.is
eða í símum 540-8400 eða 820-3799
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
0
0
12
mán
kl. 22Threshold
Threshold hefst í kvöld. Fylgstu með frá byrjun.
Dr. Molly Caffrey og félagar keppa við tímann og hætta lífi
sínu til að bjarga bandarísku þjóðinni frá aðsteðjandi ógn.
Ný æsispennandi þáttaröð sem enginn má missa af.
Tölvuleikurinn Worms kemur
út fyrir PSP og Nintendo DS um
miðjan mars. Aflið í nýju hand-
tölvunum gerir það kleift að
Worms getur haldið öllum sínum
möguleikum og á sama tíma boðið
upp á bestu orma-gervigreind og
vopnakerfi sem sést hefur.
Í leiknum er fjöldinn allur af
nýjum möguleikum, ásamt mikl-
um húmor. Spilun leiksins hefur
verið hámörkuð fyrir skjái PSP
og DS en hér er snúið aftur í hina
klassísku spilun í tvívídd.
Ormarnir
koma í mars
Hljómsveitin Kimono fer í tón-
leikaferð um Evrópu í byrjun
febrúar til að fylgja eftir annarri
plötu sinni, Artic Death Ship, sem
kom út við mjög góðar undirtekir
á síðasta ári.
Kimono mun halda tónleika í Eng-
landi, Írlandi, Sviss, Þýskalandi,
Austurríki, Belgíu og Hollandi en
platan kemur út í Evrópu þann 10.
febrúar.
Meðlimir Kimono hafa verið
búsettir í Berlín undanfarið hálft
ár og
hefur
hljóm-
sveitin
þegar
haldið
tón-
leika víða
í Þýska-
landi.
Á tónleikaferð
Sálarsöngvarinn Wilson Pickett,
sem var hvað þekktastur fyrir
lögin Mustang Sally og In the
Midnight Hour, lést af völdum
hjartaáfalls síðastliðinn fimmtu-
dag. Hann var 64 ára að aldri.
Pickett hafði átt við heilsu-
vandamál að stríða undanfarið
ár.
„Hann skilaði sínu. Hann lifði
frábæru lífi, ég elskaði hann og
ég er viss um að hann hafi verið
vel liðinn,“ sagði Michael Wilson
Pickett, sonur hans.
Pickett, sem var þekktur
undir nafninu Wicked Pickett,
sló í gegn þegar In the Midnight
Hour komst á lista yfir 25 vinsæl-
ustu lögin í Bandaríkjunum árið
1965. Fylgdi hann því á eftir með
Mustang Sally ári síðar.
„Wilson Pickett, sem var
Detroit-búi eins og ég, var einn
besti sálarsöngvari allra tíma,“
sagði söngkonan Aretha Franklin
í yfirlýsingu sinni. „Hans verður
sárt saknað. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið tækifæri til að tala
við hann fyrir skömmu síðan.“
Pickett og tónlist hans var höfð
til hliðsjónar við gerð myndarinn-
ar vinsælu The Commitments árið
1991 án þess að Pickett sjálfur
kæmi fram í myndinni.
Wilson Pickett látinn
MEÐ STJÓRANUM Wilson Pickett, til vinstri, ásamt „stjóranum“ Bruce Springsteen og Paul
Shaffer á tónleikum í mars árið 1999.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Sandra Bullock hyggst rífa húsið sitt í Austin Texas en hún átti í harðri laga-
deilu um húsið við byggingafyrir-
tækið sem byggði það. Stjarnan
fékk tæplega átta milljónir
dollara frá byggingafyrirtækinu
sem stóð sig augljóslega
illa við byggingu þess og
nú hyggst hún rífa húsið
og byggja nýtt í staðinn á
sömu lóð.
Leikkonan Scarlett Johansson þurfti að svara nærgöngulum spurningum
leikstjórans Woody Allen við tökur á
myndinni Match Point. „Stundum
vorum við að taka erfiða
senu og þá öskraði
Woody „Klippa!“ og sneri
sér að mér og spurði;
„Jæja, hvað varstu svo
gömul þegar þú misstir
meydóminn?“ sagði
Scarlett sem brá talsvert
þegar Woody sótti svo
hart að henni.
Breska stjarnan Keira Knightley mútaði öryggisvörðum til þess að
hleypa vinum sínum inn í forpartí fyrir
Golden globes-verðlaunaaf-
hendinguna. „Hvað gat ég
annað gert? Ég brosti mínu
blíðasta til öryggisvarðanna
og sagði þeim að við
værum átta með aðeins
tvo miða. Þeir sögðu við
mig: „Hvað áttu fleira?“
og ég sagðist vera með
tvo snakkpoka. Þeir
tóku það gott og gilt svo
við komumst inn í eitt
flottasta partí ársins með
tveimur snakkpokum,“ sagði Keira hress.
Meðlimir hljómsveitarinnar Coldplay eru bálreiðir þessa dagana því
miðar á tónleika þeirra í Las Vegas eru