Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 12
 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR12 XX X .X XX XX X .X XX XX X .X XX 4. ársfj. 3. ársfj. 1. ársfj. H ei ld ar la un XX X .X XX 2. ársfj. 1.-4. ársfjórðungur 2004 Ef þú vilt að hrökkbrauðið þitt sé hollt en líka sérlega bragðgott skaltu velja Burger hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Svo er bragðið er ómótstæðilegt. Það er engin tilviljun að Burger er mest selda hrökkbrauðið á Íslandi. Hugsaðu um hollustuna! F í t o n / S Í A FÉLAGSMÁL Samningur um rann- sókn á framlagi eldri borgara til samfélagsins hefur verið und- iritaður. Rannsóknin er sam- starfsverkefni Félags eldri borgara, Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands og Sam- bands íslenskra sparisjóða. Ingibjörg H. Harðardóttir, lekt- or í sálfræði við KHÍ, stýrir fram- kvæmd verkefnisins. Hún segir meginmarkmið rannsóknarinnar vera að kanna hvert framlag eldri borgara sé til samfélagsins, hvert framlag samfélagsins sé til eldri borgara og enn fremur hverjar skoðanir almennings séu á þessu gagnkvæma framlagi. Bryndís Víglundsdóttir, sem á sæti í undirbúningshópi Félags eldri borgara, bendir meðal ann- ars á að nokkur umræða hafi verið um kjör og aðbúnað fólks sem orðið sé lasið og ósjálfbjarga og búi á stofnunum fyrir aldraða. Upplýsingar um fjölda, aðbún- að, aðstöðu og aðstöðuleysi liggi fyrir. Þá sé einnig rætt um fátækt aldraðra og mætti draga þá álykt- un af umræðunni að allir íbúar landsins, 67 og eldri, sitji fastir í fjötrum fátæktar. Hins vegar sé það svo að stór hópur gamals fólks búi við góða heilsu, góðan efnahag og taki á ýmsan hátt virkan þátt í hinu daglega lífi. - jss UNDIRRITUN Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra sparisjóða, og Ingibjörg H. Harðardóttir frá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Samningur um tímamótarannsókn undirritaður: Kanna framlag eldri borgara DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm héraðsdóms og þar með gert Byggðastofnun að greiða tæpar 2,6 milljónir króna til kaup- anda jarðarinnar Króks í Ása- hreppi. Byggðastofnun hafði láðst að segja kaupandanum, fyrirtæk- inu Suðutækni, fyrir fjórtán árum að vatnsréttur í Þjórsá fylgdi ekki jörðinni en rétturinn hafði verið seldur árið 1918. Hæstiréttur féllst ekki á skaða- bótakröfu kaupandans en gerði Byggðastofnun að greiða máls- kostnað að upphæð 1,3 milljónir króna. Jörðin var keypt á nauð- ungaruppboði í febrúar 1991 á 10,6 milljónir króna. - gag Byggðastofnun tapar máli: Gert að greiða 2,6 milljónir SLYS Maður á þrítugsaldri fannst meðvitundarlítill í Böggvisstaða- fjalli, skíðasvæði Dalvíkinga, á laugardag. Maðurinn var með sár á höfði. Fáir voru á ferli í fjall- inu og má telja manninum það til happs að hann fannst. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn og var mað- urinn fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Þar komst hann til meðvitundar en meiðsli hans séu ekki alvarleg. Að sögn lögreglu á Dalvík voru engin vitni að slysinu en maðurinn virðist hafa rekið sig í ofarlega í fjallinu og runnið niður ef marka má blóðslóð í fjallinu. -fgg Skíðaslys í Böggvisstaðafjalli: Fannst með lít- illi meðvitund SKÍÐASVÆÐI DALVÍKUR Talið er að maður- inn hafi runnið til og rotast. Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 Sími 553 0003 Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119 Sími 552 5070 Hrogn og Lifur 399 kr.kg. Stórlúða, smálúða, lax, fiskréttir, fiskibollur, plokkfiskur VÍMUEFNI Vínbúðir seldu áfengi fyrir 13,1 milljarð króna á síðasta ári sem er aukning um 8,6 prósent frá árinu áður. Selt magn áfengis nam 17,2 milljónum lítra sem er 8,16 prósent aukning milli ára. Vínbúðirnar seldu tóbak fyrir sjö og hálfan milljarð árið 2005. Áfengis- og tóbakssala: Aukning um tæp 10 prósent TVEIR SEKTAÐIR Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt tvo menn til að greiða rúmar þrjú hundruð þúsund krónur til ríkissjóðs fyrir að hafa tæp þrettán grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í fórum sínum. Báðir játuðu brot sitt skýlaust. HÉRAÐSDÓMUR MÓTMÆLT MEÐ NEKT Dýraverndunarsinnar lágu allsnaktir fyrir utan ráðhúsið í Barce- lona um helgina og mótmæltu því að dýr væru drepin til að búa til loðfeldi. Á skilti ungu konunnar stendur: „Hve mörg líf fyrir eina kápu?“ AP/REUTERS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.