Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 2
2 23. janúar 2006 MÁNUDAGUR
Fyrir
mannlegri
borg
Marsibil í 2. sætið
28.01.2006
Reykjavík er ekki fjölmenn borg
á heimsmælikvarða. Það er vel
raunhæft að tryggja öllum
íbúum hennar mannsæmandi
lífsskilyrði. Það á að vera
forgangs- og metnaðarmál í
mannlegri borg þar sem hver
einstaklingur skiptir máli.
marsibil.is / málefni / greinar / dagbók / myndir
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
Sluppu ómeiddir úr veltu Bílvelta
varð á Jökuldalsheiði um níuleytið í
gærmorgun en akstursskilyrði á heiðinni
voru slæm en mikil hálka og hvassviðri
var á þessum slóðum. Þrír voru í bílnum
og sluppu þeir allir ómeiddir en lögregl-
an á Egilsstöðum kom fljótt á vettvang
og flutti ökumann og farþega til byggða.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÖGREGUMÁL Fjórtán ára piltur
var tekinn af lögreglu í Keflavík í
gærmorgun en hann hafði tekið bíl
fjölskyldu sinnar ófrjálsri hendi.
Lögreglan þurfti að hafa
nokkuð mikið fyrir því að stöðva
drenginn en hann hlýddi ekki
skipunum lögreglu um að stöðva
bifreiðina strax. Eftir nokkurn
eltingarleik tókst lögreglu þó að
stöðva bifreiðina. - mh
Fór í bíltúr á fjölskyldubílnum:
Fjórtán ára í
bílaeltingaleik
LÍFEYRISMÁL Raunávöxtun Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna nam 16,1
prósenti á síðasta ári og hefur
ekki verið betri í fimmtíu ára sögu
sjóðsins. Eignir Lífeyrissjóðsins
námu 191 milljarði króna við árs-
lok 2005 en til samanburðar má
nefna að markaðsvirði Actavis er
um 190 milljarðar. Eignirnar juk-
ust um 40 milljarða króna á árinu
eða um 26,7 prósent.
Þorgeir Eyjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, er að vonum ánægður
með gengi síðasta árs. „Þessi góða
afkoma skýrist aðallega af mjög
góðri ávöxtun á innlendri hluta-
bréfaeign og við náðum þónokkuð
betri ávöxtun heldur en hækkun
Úrvalsvísitölunnar sýnir. Sam-
fara því náðum við líka ágætri
arðsemi af erlendu verðbréfa-
eigninni og innlenda skuldabréfa-
eignin skilaði líka góðum árangri,
þannig að allar eigninrnar voru
að gera vel.“
Nafnávöxtun innlendra hluta-
bréfa Lífeyrissjóðsins var 71,8
prósent en til
s a m a nbu r ð a r
hækkaði Úrvals-
vísitala Kaup-
hallarinnar um
64,7 prósent.
Í ljósi þessar-
ar góðu ávöxtun-
ar og tryggrar
stöðu sjóðsins
gerir stjórn
hans að tillögu
sinni við aðild-
arsamtök sjóðs-
ins að lífeyris-
réttindi sjóðfélaga og greiðslur til
lífeyrisþega verði hækkaðar um
4 prósent frá síðustu áramótum.
„Samþykktir sjóðsins gera ráð
fyrir að þessi gangur sé á málum
og það er engin ástæða til annars
en að ætla að hún fái hratt og gott
brautargengi,“ segir Þorgeir.
Á síðasta ári fjárfesti sjóður-
inn í innlendum hlutabréfum fyrir
12,7 milljarða króna en seldi bréf
fyrir 13,1 milljarð. Keypt voru
erlend verðbréf fyrir 13,3 millj-
arða. Þorgeir segir að með því sé
áhættunni dreift enda tiltölulega
fá félög á Íslandi sem hægt sé að
fjárfesta í þó að innlendur hluta-
bréfamarkaður sé góður og sýni
góða ávöxtun.
Um framhaldið segist Þorgeir
vera þokkalega bjartsýnn þó að
jafn góður árangur og náðist í
fyrra geti tæpast endurtekið sig.
„Mér þykir ólíklegt að þetta ár
verði jafn gott og árið í fyrra og
jafnvel þrjú síðustu ár því þau
hafa verið alveg sérstök.
Iðgjaldagreiðslur í Lífeyrissjóð
verslunarmanna námu ellefu
milljörðum króna á síðasta ári
og greiddu tæplega 48 þúsund
einstaklingar og 6.800 fyrirtæki
til sjóðsins. 7.400 lífyeirisþegar
nutu lífeyrisgreiðslna á síðasta ári
upp á samtals 2,9 milljarða króna.
Rekstrarkostnaður sjóðsins var
0,06 prósent af eignum eða sem
nemur 64 aurum fyrir hverjar
1.000 krónur. bjorn@frettabladid.is
INNKAUP Greiðslur til lífeyrisþega Lífeyrissjóðs verslunarmanna hækka um fjögur prósent í
ljósi góðrar afkomu sjóðsins á síðasta ári og tryggrar stöðu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Eignirnar jukust um
40 milljarða á einu ári
Metávöxtun varð hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna á síðasta ári. Eignir sjóðsins
nema 191 milljarði króna. Réttindi og greiðslur til lífeyrisþega hækka um fjög-
ur prósent. Framkvæmdastjórinn efast um að jafn góður árangur náist aftur.
ÞORGEIR EYJÓLFS-
SON Forstjóri
Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna.
STJÓRNMÁL Sólveig Pétursdóttir,
forseti Alþingis, hittir forseta
annarra norrænna þinga og for-
sætisnefnd Norðurlandaráðs í
Noregi í dag. Á fundi þeirra verð-
ur starfsemi Norðurlandaráðs og
áherslur í starfi þess næsta árið
til umræðu.
Þá mun Sólveig ræða sérstak-
lega við forseta norska Stórþings-
ins og kynna sér ýmsa þætti í
starfsemi þess. - bþs
Sólveig Pétursdóttir þingforseti:
Hittir norræna
starfsbræður
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Verður á fundi í
Noregi í dag.
Fórust við köfun Par drukknaði í ís-
köldu vatni í frönsku ölpunum í gær þeg-
ar það tók þátt í skipulagðri uppákomu
fyrir ferðamenn þar sem kafað er undir
þykka íshellu. Bæði misstu takið á reipi
sem átti að tryggja öryggi þeirra.
FRAKKLAND
LÖGREGLA Héraðsdómur Reykja-
víkur hafnaði á laugardag kröfu
lögreglunnar í Reykjavík um far-
bann á hendur mönnunum þremur
sem grunaðir eru um að hafa ætlað
að svíkja fé út úr Íslandsbanka
með fölsuðum bankaábyrgðum.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, sagði
ekki ljóst hvers vegna beiðninni
um farbannið hefði verið hafnað.
Hann neitaði að tjá sig um það
hvort höfnun Héraðsdóms hefði
komið honum á óvart.
Mennirnir þrír eru grunað-
ir um að hafa ætlað að svíkja út
úr bankanum hundruð milljóna
íslenskra króna. - mh
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Hafnaði kröfu
um farbann
LÖGREGLA Björn Ingi Hrafnsson,
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
segir fólk undir lögaldri ekki hafa
verið að drekka áfengi á kosn-
ingaskrifstofu hans við Suður-
landsbraut. „Vinir mínir og stuðn-
ingsmenn óskuðu eftir að halda
einkasamkvæmi á kosningaskrif-
stofunni og ég veitti leyfi fyrir
því. Ég var ekki á staðnum en hef
fengið staðfest að fólki undir lög-
aldri hafi ekki verið veitt áfengi.“
Sveinn Erlendsson, varðstjóri
lögreglunnar í Reykjavík, segir
fólk undir aldri hafa verið fyrir
utan skrifstofuna með áfengi. - mh
Björn Ingi Hrafnsson:
Ungmennum
ekki veitt áfengi
NÁTTÚRA Áberandi lítið af andfugli
sást á suðvesturhorni landsins í
árlegri vetrarfuglatalningu Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands en
aðaltalningardagur var 8. janúar
síðastliðinn. Sömuleiðis var lítið
af æðarfugli við suðvesturhorn-
ið en óvenjumikið af svartbak
en hann hefur átt undir högg að
sækja undanfarin ár. Svartsvan-
ur og förufálki komu í fyrsta sinn
fram í vetrarfuglatalningu og eitt
eintak fannst af smæsta fugli Evr-
ópu, glókolli, en árið 2002 komu
127 glókollar fram í vetrarfugla-
talningunni.
Ævar Petersen, forstöðumað-
ur Reykjavíkurseturs Náttúru-
fræðistofnunar, telur að skýring-
in á fáum öndum í ár sé að varp
hafi gengið illa í sumar og því hafi
óvenju lítið sést af ungfugli.
Um 120 manns tóku þátt í taln-
ingunni, vítt og breitt um land, en
Ævar segir veður hafa verið frem-
ur óhagstætt til talningar. „Ég
held að það skýri hversu lítið sást
til æðarfugls en hann hefur lík-
lega haldið sig langt frá ströndinni
talningardaginn,“ segir Ævar.
- kk
Vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands:
Sáu förufálka og svartsvan
SVARTSVANUR Í LÓNI Förufálki og Svartsvanur komu í fyrsta sinn fram í vetrarfuglatalning-
unni en svartsvanurinn sást í Lóni austan Hafnar í Hornafirði.
SPURNING DAGSINS
Kristján, hvernig líst þér á
nýja nafnann?
„Þetta er greinilega myndarpiltur sem
á framtíðina fyrir sér. Hann ber að
minnsta kosti fallegt nafn.“
Sonur Friðriks, krónprins Danmerkur, og
Maríu prinsessu var skírður í fyrradag og
hlaut nafnið Kristján Valdimar Hinrik Jóhann.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar,
er einn þeirra ljónheppnu sem deila nafni
með prinsinum.
RÚSSLAND AP Mikhail Saakashvili,
forseti Georgíu, sakaði Rússa á
sunnudag um að stöðva gasveitu
til Georgíu um hávetur. Tvær
sprengjur sprungu með stuttu
millibili aðfaranótt sunnudags
við gasleiðslu í Norður-Ossetíu
skammt frá landamærum Georg-
íu. Leiðslan flytur gas til Georgíu
og Armeníu.
Búist var við að gasskorts
yrði vart strax í gærkvöld enda á
Georgía engar gasbirgðir. Miklir
kuldar geisa í landinu líkt og víðar
og hefur ekki verið kaldara þar í
tuttugu ár. Kemur gasleysið sér
því sérlega illa fyrir íbúa landsins
auk þess sem rafmagnslínur hafa
eyðilagst sökum kuldans. Búist er
við að viðgerð á leiðslunum geti
tekið nokkra daga enda veður
vond.
Saakashvili kennir Rússum um
skemmdirnar enda hafi rússnesk-
ir hermenn gætt leiðslanna. Emb-
ættismenn í Rússlandi segja hins
vegar sprengingarnar skemmdar-
verk. Samskipti milli Rússlands
og Georgíu hafa verið slæm allt
frá því að Saakashvili komst til
valda fyrir þremur árum og er
þetta nýjasta atvik ekki til að
bæta þau.
Forseti Georgíu sakar Rússa um skemmdarverk:
Gasleiðsla sprengd í loft upp
Í SUNDUR Gasleiðslan sem flytur gas til
Georgíu og Armeníu var sprengd í loft upp.
AP/REUTERS
VIÐ KOSNINGASKRIFSTOFU BJÖRNS INGA
Ungmenni voru utan dyra með áfengi