Fréttablaðið - 23.01.2006, Blaðsíða 16
23. janúar 2006 MÁNUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI:
550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Súr
hvalur
sá besti í bænum
Nesvegur 100 s:5576922
Arnarbakka 4-6 s:5621070
-Þú getur alltaf treyst á prinsinn-
Hlíðasmári 8 • S:5547200 • www.hafid.is
Sjálfstæðismenn í Garðabæ eiga
að fá að velja sjálfir á lista sinn
fyrir bæjarstjórnarkosningar.
Telji þeir að nú sé fullreynt að
hafa konur í bæjarstjórninni – nú
þá eru þeir á þeirri skoðun og
bjóða bæjarbúum upp á lista með
eintómum miðaldra skröggum.
Í lýðræðisþjóðfélagi okkar daga
gætir þess of mikið að flokkar
hafi rangt við og komi ekki hreint
fram, gangist ekki við því sem
þeir standa í raun og veru fyrir en
reyni að lokka til sín hugsanlega
kjósendur annarra flokka með
því að fá til liðs við sig fólk sem
betur færi á að væri fulltrúar ann-
arra stjórnmálaafla. Fyrir vikið
gerist það sem öll börn upplifa
þegar þeim verður það á að sulla
of mörgum litum saman: litirnir
eyða hver öðrum, allt verður alls-
herjar grámugga. Smám saman
verða flokkarnir allir eins: sams
konar fólk með sams konar bak-
grunn segir það sama með sama
orðalagi og kjósendurnir þurfa
að úllendúllendoffa sig í gegnum
kosningar með þá nagandi tilfinn-
ingu að þetta skipti hvort sem er
engu máli, allt sé ákveðið hvort
sem er með hagsmuni verktaka að
leiðarljósi.
Því er það fagnaðarefni að fram
komi listi með svo afdráttarlaus-
um sérkennum. Þetta er algerlega
prjállaus listi og verður það von-
andi áfram svo að kjósendur fái
nú einu sinni skýrar línur – hér er
flokkur sem kemur nákvæmlega
til dyranna eins og hann er klædd-
ur: í jakkaföt með bindi; listi þar
sem er engin kona, engin ung
manneskja, engin gömul mann-
eskja, engin fötluð manneskja,
með öðrum orðum ekkert skrýtið
fólk sem truflar bara ákvörðun-
artökuna með þvaðri um hluti
sem koma málum ekkert við; bara
miðaldra karlmenn, hið eðlilega
kyn. Hér er sem sé flokkur þeirra
sem telja að affarasælast sé að
láta karlmenn ráða för.
Sjálfstæðismenn í Garðabæ
eru í svona skapi um þessar mund-
ir og við skulum alveg leyfa þeim
að vera það – gleymum því ekki að
ekki er langt síðan þetta sama fólk
treysti ungri og hæfileikamikilli
konu fyrir bæjarstjórastarfinu,
Ásdísi Höllu Bragadóttur. Hún
var hins vegar sjanghæjuð yfir í
atvinnulífið að því er virðist með
þeim afleiðingum að sjálfstæð-
ismenn í Garðabæ telja sig for-
smáða af gjörvöllu kvenkyninu: á
hverfanda hveli eru hjörtu kvenna,
hugsa þeir beisklega og neita að
hafa meira við þetta dyntótta kyn
að sælda.
Ásdís Halla setti ýmislegt
skemmtilegt í gang á sinni stuttu
tíð, sem maður getur ímyndað sér
að hafi mælst misjafnlega fyrir í
flokknum sem ráðið hefur bænum
frá því að hann hét Garðahreppur
og mótað allt það sem hún vildi
bylta. Ásdís Halla vildi meðal
annars búa til miðbæ þar sem
fólk legði í jafn róttækar aðgerð-
ir og að ganga eigin fótum á milli
staða, og rífa þá forsmán sem nú
getur að líta í miðju bæjarins. Þótt
þessi áform séu enn uppi í orði
kveðnu hefur manni virst að held-
ur sé verið að milda þau í þágu
jeppismans.
Og nú þegar boðið verður upp á
sveit miðaldra skrögga sem sjálf-
ir viðurkenna að þeir séu „ekki
sölulegir“. Fyrir vikið gefst nú
kjósendum fágætt og langþráð
tækifæri til að hleypa að annars
konar öflum við stjórn og mótun
bæjarins. Línurnar skýrast og
aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokk-
urinn fá tækifæri til að verða
raunverulegur valkostur fyrir þá
kjósendur sem vilja setja önnur
sjónarmið í öndvegi við rekstur
bæjarins en þau sem miðaldra
skröggar aðhyllast, og eru stund-
um kennd við verktakastjórnmál.
Hinir flokkarnir geta til dæmis
boðið kjósendum upp á konur.
Því að þótt sjálfstæðismenn í
Garðabæ séu í þannig skapi um
þessar mundir að telja að ekki sé
óhætt að hleypa konum mikið upp
á dekk þá er það ekkert lögmál
fyrir fólk – jafnvel þótt það búi í
Garðabæ – að þurfa að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn. Lýðræðið virkar
þannig að við eigum að kjósa það
fólk sem við treystum best til
þess að starfa vel fyrir samfélag-
ið en hins vegar er það útbreidd-
ur misskilningur að okkur sé það
áskapað að kjósa tiltekinn lista
umfram annan, annaðhvort vegna
erfða eða umhverfisþátta. Eitt af
því sem á að gera okkur að virk-
um þátttakendum í eigin lífi er
kosningarétturinn.
Engin moðsuða í Garðabæ
Í DAG
LISTI SJÁLFSTÆÐ-
ISMANNA
GUÐMUNDUR ANDRI
THORSSON
Það er fagnaðarefni að fram
komi listi með svo afdráttar-
lausum sérkennum, algerlega
prjállaus listi sem kemur
nákvæmlega til dyranna eins
og hann er klæddur: í jakkaföt
með bindi…
Jonas.is
Þeir sem sakna Jónasar Kristjánssonar
eftir að hann hætti sem ritstjóri DV geta
fundið skrif hans á netinu. Jónas hefur
um árabil haldið úti heimasíðu, Jonas.
is, þar sem meðal annars má finna nær
alla leiðara hans frá ritstjóraárunum á
Vísi, Dagblaðinu og DV, en þau skrif
spanna yfir meira en þrjátíu ára tímabil.
Ekki er ólíklegt að sagnfræðingar muni
þegar fram líða stundir leita í þessa
námu. Sem stendur birtir Jónas einkum
örstutta pistla um alþjóðamál og þá
aðallega um eitthvað sem virðist fara
í taugarnar á honum. Engu að síður
er þetta oft ágætt efni og ábendingar
gamla ritstjórans umhugsunarverðar.
Viðhorf breytast
Vefþjóðviljinn á Andriki.is veltir því fyrir
sér hver sé ástæðan fyrir því að margir
hafi að undanförnu skipt um skoðun
á Norðlingaölduveitu. „Fyrir aðeins
þremur árum virtist nokkuð góð sátt
um veituna eftir úrskurð Jóns Kristjáns-
sonar, setts umhverfisráðherra, um nýja
útfærslu á henni. Á þessum þremur
árum hafa efnisatriði málsins ekki
breyst heldur hugur manna til veitu á
þessum stað“, segir Vefþjóðviljinn. Og
bætir við: „Það sem hefur einnig gerst
á þessum þremur árum er að
efnahagsástandið hefur
batnað verulega. Atvinnu-
leysi var nær tvöfalt
meira á vetrarmánuðum
árið 2003 en það er um
þessar mundir. Íslend-
ingar eru líklega á toppi
hagsveiflunnar nú en
voru að byrja að
fikra sig upp
á við vorið
2003.“
Ræður efnahagur?
Vefþjóðviljinn segir að það sé áhuga-
verð spurning hvaða áhrif efnahags-
ástandið hefur á afstöðu manna til
virkjana og annarra framkvæmda sem
ganga augljóslega á náttúruna. Það
megi gera því skóna að í hagsæld séu
fáir tilbúnir til að fórna fallegri náttúru
undir veitur, virkjanir og háspennulín-
ur. Þegar atvinnuleysi aukist sé ekki
óvarlegt að gera ráð fyrir að einhverjir
vegi það þyngra að atvinna verði til
við virkjanir og línulagnir. Vefþjóð-
viljinn segir að „heilnæmt umhverfi,
óspillt náttúra, fjölbreytt lífríki og
önnur umhverfisgæði“ verði seint efst
á forgangslista þeirra sem búa við mjög
kröpp kjör. Menn þurfi að hafa
efni á umhverfisvernd til að
stunda hana.
gm@frettabladid.is
Margt bendir til þess að sjálfstæðismenn endurheimti meirihluta sinn í Reykjavíkurborg í borgarstjórnarkosn-ingunum í vor, en þeir hafa ekki verið við völd í borginni
frá því 1994, þegar Reykjavíkurlistinn komst þar til valda undir
forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
Samkvæmt könnun Fréttablaðsins, sem gerð var á laugardag
og sagt var frá í blaðinu í gær, þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn
undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar fá tæplega 53 af hundr-
aði atkvæða í kosningunum í maí, og það myndi þýða að flokkur-
inn fengi níu fulltrúa af sextán í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta
er að vísu aðeins minna í prósentum talið en í síðustu könnun
Fréttablaðsins í ágúst á síðasta ári og enn er langt í kosningar, en
engu að síður er þetta staðfesting á sterku og stöðugu fylgi Sjálf-
stæðisflokksins í borginni eins og kom fram í ummælum oddvita
flokksins í borginni í blaðinu í gær: „Þetta er afar ánægjulegt og
traustvekjandi, sérstaklega í ljósi þess að könnunin er gerð þegar
yfir stendur prófkjörsbarátta hjá bæði Framsóknarflokknum og
Samfylkingunni,“ sagði Vilhjálmur.
Sundrungin á vinstri vængnum kemur því sjálfstæðismönnum
enn til góða, en á það ber að líta að Samfylkingin, sem veita mun
Sjálfstæðisflokknum mesta samkeppni, er enn ekki búin að velja
forystumann sinn fyrir kosningarnar, og gerir það ekki fyrr en
rétt um miðjan næsta mánuð. Þar eru þrír um fyrsta sætið og virð-
ist baráttan einkum vera á milli Stefáns Jóns Hafstein, sem var í
efsta sæti hjá Samfylkingunni síðast, og eins nýjasta liðsmanns
flokksins, Dags B. Eggertssonar. Það hefðu einhvern tímann þótt
tíðindi að sitjandi borgarstjóri skuli koma á eftir þessum tveimur
herramönnum samkvæmt skoðanakönnunum og ekki ólíklegt að
einhverjir muni ganga sárir frá borði að loknu prófkjörinu.
Eins og nú horfir, þá stefnir í yfirráð Sjálfstæðisflokksins í flest-
um fjölmennustu sveitarfélögunum á þéttbýlasta og fjölmennasta
svæði landsins eða öllu Suðvesturlandi, þótt undantekningar séu
vissulega þar á. Flokkurinn er nú þegar með meirihluta á mörg-
um þessara staða og fátt sem bendir til annars en að hann haldi
þar styrk sínum í flestum tilfellum. Það munar að vísu mjóu sums
staðar og það hlýtur að vera andstæðingum Sjálfstæðisflokksins
hvatning til að halda vöku sinni, því það er á þessu svæði sem
mannfjöldinn eykst stöðugt og velmegunin virðist vera mest.
Úrslitin í prófkjörinu í Kópavogi renna enn stoðum undir sterka
stöðu Sjálfstæðisflokksins þar, sérstaka athygli vekur þar útkoma
Ásthildar Helgadóttur i fjórða sæti listans. Árangur hennar einn-
ar vegur aðeins upp á móti hrakförum kvennanna í „Karlabæ“
um næstliðna helgi. Þarna sannast enn og aftur að fólk úr íþrótta-
hreyfingunni á oft auðvelt með að komast áfram í pólitík.
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Könnun Fréttablaðsins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar.
Yfirburðir Sjálf-
stæðisflokksins
Eins og nú horfir, þá stefnir í yfirráð Sjálfstæðis-
flokksins í flestum fjölmennustu sveitarfélögunum á
þéttbýlasta og fjölmennasta svæði landsins eða öllu
Suðvesturlandi, þótt undantekningar séu vissulega
þar á. Flokkurinn er nú þegar með meirihluta á mörg-
um þessara staða og fátt sem bendir til annars en að
hann haldi þar styrk sínum í flestum tilfellum.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.
est les skiptabla ið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉ ÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.