Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. marz 1977
Atvinnunýj ung í Höfðakaupstað:
Hörpudisksveiö-
ar og vélavinnsla
Hér sést, hvernig staöið er að
verki, þegar hörpudiskurinn
er handunninn.
Höfðakaupstaður, þar sem nú
á að fara að vélvinna hörpu-
disk.
JJ-Höfðakaupstað. — í siðustu
viku vorum við hér búnir að
veiða það, sem i okkar hlut
kom af rækju úr Húnaflóa, 330
lestir, en nú hefur veriö leyft
að veiða 200 lestir til viðbótar,
og af þvf fáum við rifan fjórða
hlut. En nú eru einnig að hefj-
hér hörpudisksveiðar og
vinnsla þess afla.
Rækjan er unnin I frystihúsi
á Hólanesi, og hefur tuttugu til
þrjátiu manns starfað að þvi,
mest konur. Hörpudiskurinn
veröur einnig unninn þar. Við
höfum fengiö vélar til vinnsl-
unnar, og er ekki vitaö til, að
slikar vélar séu annars staðar
nema einar á Vestfjörðum,
Það er skozkt framleiöslu-
fyrirtæki, sem selur þessar
vélar, og er maður frá því að
setja þær niður og búa þær
undir vinnslu. Vélbáturinn
Hjörtur I Vlk var fenginn til
þess að veiða hörpudisk til
reynsluvinnslu á mánudaginn.
Fékk hann leiöinlegt veður, en
aflaði þó tvær lestir, og nægir
það til þess, að unnt er að
reyna vélarnar.
ar mllur frá landi, og er ör-
stutt á þau, sem næst eru.
Við veiðarnar er notaður '
plógur, sem rótar hörpu-
diskinum upp úr botninum, og
poki, sem hirðir fenginn.
Hafrannsóknastofnunin tel-
ur, að talsvert sé af hörpudiski
i Húnaflóa, og var hér veitt
dálitiö fyrir nokkrum árum og
handunniö 1 landi. Miðin eru
hér út með Skaganum, nokkr-
Ástand þjóðvega:
SNJÓFLÓÐ Á VATTARNESI
GRJÓTHRUN Á ÓLAFSVÍKURENNI
gébé Reykjavlk — Samkvæmt
upplýsingum frá vegaeftirlit-
inu, mun ástand á vegum vera
nokkuð sæmilegt viöast hvar á
landinu miðað við árstima. Þó
mun griöarlegt úrfelli hafa
verið á norðanverðu og utan-
verðu Snæfellsnesi og er Ct-
nesvegur lokaður allri umferð
milli Gufuskála og Maiarrifs.
Ekkert mun hægt að gera við
veginn þar sökum aurs og
bleytu fyrst um sinn. Grjót-
hrun varð I ólafsvikurenni og
lokaði veginum á mánudag, en
I gærmorgun var vegurinn
ruddur á ný. Austur á Vattar-
nesi féllu tvö snjóflóð á veginn
á mánudag, en hann var aftur
orðinn fær i gær eftir að hann
hafði verið ruddur.
Nokkuö snjóaði á Vestfjörö-
um um siðustu helgi, og eru
allar heiðar þar ófærar og
þung færö á Djúpveginum til
Súöavikur. Gott færi mun þó
t.d. vera frá Þingeyri til Flat-
eyrar. Sem stendur er Súg-
andaf jöröur ekki I neinu vega-
sambandi vegna ófærðar.
Vegurinn noröur I land var
talinn fær, en Oxnadalsheiði
var mokuð I gærmorgun.
Ófært er frá Raufarhöfn til
Þórshafnar, en vegurinn frá
Þórshöfn til Vopnafjaröar var
ruddur i gær. Fjaröarheiði og
Oddsskarð eru ófær. A báðum
stöðum er mikill snjór, og þar
sem veðurspá er ekki talin
nógu trygg, hefur ekki verið
lagt út I að ryðja Oddsskarð
enn. Það þyrfti að hlána til
þess að það yrði hægt, en þeg-
ar þvi veröur lokiö, verður
Fjarðarheiðin einnig rudd.
Fremur þungfært mun vera
á Héraði og I gær var rutt inn I
Hallormsstað, og inn I Skriö-
dal er fært stærri bflum og
jeppum. Jökuldalur er aö
mestu talinn ófær. Lónsheiöin
varð fær, eftir að hún var rudd
i gær, en þar var mjög mikil
hláka og höföu vegageröar-
menn nóg að gera viö að veita
vatni af veginum.
Þaö er fólksbilafæri frá
Egilsstööum til Reykjavikur,
sem verið hefur I nærri allan
vetur.
Ný mjólkurstöð í Borgar-
nesi tilbúin eftir 3 ár
SJ-ReykjavIk — Unnið er aö
byggingu nýs mjólkursamlags-
húss i Borgarnesi, sem ætlunin
er að verði tilbúið fyrri hluta
ársins 1980. Núverandi hús
Mjólkursamlags Kaupfélags
Borgfirðinga var byggt á árun-
um 1930-1940 og er orðið allt of
litið og nú ekki taliö fullnægj-
andi húsnæði fyrir matvæla-
framleiðslu svo nýbyggingarn-
ar koma til með aö bæta úr
brýnni þörf.
Aætlað er aö nýja mjólkur-
samlagshúsiö muni kosta
hundruð milljóna króna. Það er
teiknað á teiknistofu sambands-
ins undir yfirumsjón Gunnars
Þorsteinssonar forstöðumanns,
en hann hefur skipulagt flest
nýrri sláturhús og mjólkursam-
lög á landinu og fleiri byggingar
á vegum SIS, nú slðast fisk-
vinnslustööina nýju á Höfn I
Hornafirði.
Að sögn Indriða Albertssonar
mjólkurbússtjóra I Borgarnesi
er jarðvinnu við nýja húsið lokið
og verið að undirbúa söklda.
Ætlunin er aö fyrsti áfangi
framkvæmdanna, aðalbygging-
in, verði fokheld I sumar. Hún
verður 2.300 fermetrar að flat-
armáli og kjallari undir henni
að hluta, eða 1500 ferm. Alls
verður hið nýja húsnæði mjólk-
ursamlagsins 29.000 rúmmetr-
ar, en auk aðalhússins verður
þvottastöð og aöstaöa fyrir
tankblla. Búið er að verja 40
milljónum króna til fram-
kvæmda þessara og áætlað er
að 120 milljónir þurfi til viðbót-
ar nú i vor og sumar til að ljúka
fyrsta áfanganum.
Þorsteinn Theódórsson verk-
taki I Borgarnesi annast fram-
kvæmdir við nýja mjólkursam-
lagið, en vinnuflokkur frá hon-
um hefur annazt helztu bygg-
ingarframkvæmdir I Borgar-
nesi að undanförnu, svo sem við
iþróttahúsiö og nýbyggingu
naglaverksmiðjunnar.
Borgarnes er miðstöð viðskiptalifs, athafnalifs og embættisfærslu um Borgarfjörð og Mýrar. Þar
hefur iengi veriö eitt af helztu mjólkursamlögum landsins, og þar er nú verið að reysa nýjt
mjólkurstöð, sem á að koma i stað hinnar gömlu. *