Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 4
4 MiOvikudagur 9. marz 1977 Flugléiðir árið 1976: Aukning vard á flestum sviðum Samtals fluttu flugvélar Flug- leiöa, þ.e. Flugfélag tslands, Loftleiða og International Air Bahama 714,394 farþega f áætl- unar- og leiguflugi árið 1976. Áriö áður nam þessitala 668,462 og er aukning 6,9%. Aukning varð i öllum greinum farþegaflutninga á áætlunar- leiðum og sömuleiðis I leigu- flugi. Nýmæli var pilagrimaflug Loftleiöa i Afrlku. Þá jókst leiguflug Flugfélags Islands til Spánar. Veruleg aukning varö á vöruflutningum. Verteraðhafa I huga að á árinu stöövaöist flug algjörlega i tvær vikur vegna verkfalla. Nokkur aukning var á áætl- unarflugi á millilandaleiðum bæði yfir Norður-Atlantshaf og milli islands og Evrópulanda. Yfir Noröur-Atlantshaf voru fluttir 254.199 farþegar en 243982 árið áður. Aukning er 4,2%. A Evrópuleiðum voru fluttir 127.794 farþegar en voru 115,153 árið áður. Jukust þessir flutn- ingar um 11,0%. Samtals var farþegatala Flugfélags islands og Loftleiöa á þessum leiðum 381,993 farþegar en voru 359,135 árið áður. Samtals er aukning 6,4%. í áætlunarflugi Inter- national Air Bahama milli Nassau og Luxemborgar voru fluttir 73,064 farþegar. Vöru- flutningar i áætlunarflugi milli landa jukust verulega, Yfir Norður-Atlantshaf voru fluttar 3,838 lestir, á Evrópuleiðum 1,344 lestir, Aukning miðað við árið á undan varð 20,8%. Innanlandsflug Milli staöa innanlands voru fluttir um 205,756 farþegar en voru 205,176 áriö áður. Aukning 0.3%. Fjölförnustu leiöir innan- lands voru milli Reykjavikur og Akureyrar, Vestmannaeyja, Isafjaröar og Egilsstaða. Vöru- flutningar innanlands námu 4,387 lestum. Leiguflug A siðastliðnu ári voru farin mörg leiguflug til meginlands Spánar svo og til spönsku eyj- anna Kanarieyja og Mallorca. Samtals voru fluttir 22,392 farþegar I þessum flugferðum en voru 13,426 árið áður. Aukn- ing er 66,8%. Pilagrimaflug i Afriku milli Kanó I Nigeriu og Jeddah i Saudi-Arabiu voru nú flogin I fyrsta sinn og uröu farþegar 1 þeim samtals 15,330. Farþegar i öðrum leiguflugferð- um voru 15,859. Samtals urðu farþegar i leiguflugi með flug- vélum Loftleiða, Flugfélags Is- lands og International Air Bahama 53,581 en voru 32.215 áriö áður og er aukning 66,3%. I áætlunarflugi fluttu félögin 660.813 farþega og i leiguferðum voru fluttir 53,581 — samtals voru þvi farþegar i áætlunar- og leiguflugi 714,394. Voru árið áður 668.462 og er aukning 6,9%. Sama verð á loðnu til frystingar gébé Reykjavik — 1 gærdag á- kvað Verðlagsráð sjávarútvegs- ins aö lágmarksverð á loðnu til frystingar skyldi haldast óbreytt út loðnuvertiðina, þ.e. kr. 26,- hvert kg., en á miðnætti s.l. rann út áður settur tlmafrestur á fyrr- nefndu veröi. Áöur hefur Verðlagsráð sjávar- útvegsins ákveðið að lágmarks- verð á loðnuhrognum til frysting- ar á loönuvertiö 1977, skuli vera kr. 70.- hvert kg. Kosningar í háskólanum ÞANN 10. marz næstkomandi munu fara fram kosningar til stúdenta- og háskólaráðs Háskóla tslands. Á miðvikudagskvöld kl. 20 verður framboðsfundur vegna þessa i háttöasal háskólans. Sú nýjung verður nú reynd að út- varpað verður á miðbylgju frá fundinum, 1412 kHz þ.e. 212 metr- um. Er þetta gert til að auðvelda stúdentum, sem ekki komast á fundinn, að fylgjast meö t.d. fólki með kornabörn. Tíma-myndin Það hefur ekki verið amalegt að nota tóm- stundirnar til þess að bregða sér á bak og liðka hestana. Að minnsta kosti hefur það verið tilvalið I þeim landshlutum, þar sem jörð hefur verið al- auð að kalla i allan vetur og harðfrosin fram undir þetta. Maður talar nú ekki um, ef hægt er að hafa isi lögð vötn að skeiðvelli. Og hér sjáum við unga stúlku, sem horfir um- hyggjusamlega á hestinn sinn, þarsem hann svalar þorstanum I lækjarsitru á áningarstað. Kannski er þetta gæðingur — kannski meðalhestur. En hvort heldur er, þá leynir sér ekki, að stúlkunni þykir vænt um hestinn sinn. Ljósmyndaranum hefur tekizt að láta auga myndavélar sinnar fanga dálitið af þeirri ást og alúð. LJÓSM: GUNNAR * Litlaus jafnteflisskák AE-Reykja.vik — 5. umferðin f einvígi þeirra Spasskys og Horts fór fram í gærkvöldi Um 200 manns lögðu leið sína niður á Loftleiöir I þetta sinn. Keppendur mættu báðir á réttum tlma og hófu skákina I miklum flýti. Þeir tefldu svo- kallaöa Petros-rússneska byrjun, kennd að sjálfsögðu við Petrosj- an. Og ekki nóg með það. Þetta afbrigði er kallaö stundum - „hraðskákaafbrigöið" þ.e. menn beita þessu oft I hraöskák og sér- staklega byrjendur. Greinilegt var að keppendur tefldu stíft til jafnteflis og skiptu upp á mönnum I grlð og erg. Heyrðust raddir vlðs vegar um keppnis- staðinn, að samiö yrði jafntefli mjög fljótf og aöeins tlma- spursmál hvenær það mundi gerast. Hvorugur sýndi einhverja „takta” en þegar llða tók á skák- ina fannst mönnum, sem tafliö ætlaöi að snúast Spassky I hag. En við nánari athugun kom 1 ljós að svo var ekki. Þeir sömdu síöan jafntefli I 24. leik eftir aöeins 3 tlma setu. Hvltt: Spassky Svart: Hort 1. e4-e5 2. Rf3-Rf6 3. Rxe5-d6 4. Rf3-Rxe4 5. De2-De7 6. d3-Rf6 7. Bg5-Dxe2+ 8. Bxe2-Be7 9. Rc3-c6 10. 0-0-0-Ra6 11. Hhel-Rc7 12. Re4-Rxe4 13. dxe4-Bxg5 14. Rxg5-Ke7 15. f4-Re6 16. Rh3-Rc5 17. Rf2-Hd8 18. Bf3-f6 19. h4-Be6 20. g4-a5 21. a3-h6 22. h5-Hd7 23. Rhl-He8 24. Rg3-Kd8 Mecking taugaslappur AE-Reykjavik Og svo kemur hér 3. skák Polugajevskys, sem tefld var I gær. Hún fór I biö eftir 50 leiki, en slöan þráléku keppendur og þar með endaði skákin jafn- tefli 146 leikjum. 4. skákin verður tefld I dag, samkvæmt stundatöflu, en óvlst er hvort veröi úr henni. Mikill taugaslapp- leiki háir nú Mecking, hann er alveg svefnlaus þó svo hann taki svefnpillur á hverju kvöldi. Nú er svo komiö að hann hef ur rekiö aðstoðarmann sinn Mariotti, vegna þess að hann kennir honum um tapiö nú á dögunum. Ef Mecking tapar einni skák I viðbót mun hann að öllum llkindum hætta i einvlginu og taka sér hvlld frá skákiökun I bili alla vega. Framhald á bls. 23 GENS UNA SUMUS Biðskák í Rotterdam AE-Reykjavik — 5. skák þeirra Larsens og Portisch var tefld I gær eftir að henni haföi veriö frestað I fyrradag. Hún fór I bið eftir 40. leiki.Staðan er sögö hreint jafntefli.... Hvitt Svart 1. e4-e5 2. Rf3-Rc6 3. Bc4-Bc5 4. d3-Rf6 5. Rc3-d6 6. Bg5-h6 7. Bxf6-Dxf6 8. Rd5-Dd8 9. c3-Re7 10. Re 3-0-0 11. 0-0-Rg6 12. d4-Bb6 13. dxe5-dxe5 14. Dxd8-Hxd8 16. Hfel-Rf8 17. Rd5-c6 18. Rxb6-axb6 19. He3-Rg6 20. a3-Kf8 21. h3-f6 22. Kh2-Ke7 23. Bb3-Be6 24. Bxe6-Kxe6 25. Hed3-Ha4 26. Hd7 -He7 27. H7d6+-Kf7 29. Hxe6-Kxe6 30. f3-Ke7 31. Rfl-Rf4 32. Re3-g6 33. g3-Re6 34. Rg2-Ha8 35. Rh4-Rf8 36. Kg2-Hd8 37. Hxd8-Kxd8 38. Kf2-Ke7 39. Ke3-Kf7 40. Rg2-Rd7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.