Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 9. marz 1977 19 Nokkur atriði varðandi kostnað við slátrun og heildsöludreifingu á sauðfj áraf urðum í tilefni af þvl, að undanfarið hafa orðið nokkur blaðaskrif þar sem deilt er á kaupfélögin og Bil- vörudeild Sambandsins fyrir það sem nefnt er hár kostnaður við slátrun og heildsöludreifingu á sauðfjárafurðum, vill Búvöru- deild koma á framfæri nokkrum atriðum þetta varðandi. Verðákvöröun á kjöti Akvörðun á heildsöluverði á kjöti fer þannig fram, að svo köll- uð Sexmannanefnd ákvarðar grundvallarverð til bænda fyrir hvert kjötkfló. Þá reiknar nefndin út áætlaðan heildarkostnað við slátrunina og kjötsöiuna fyrir hverja sláturtið, og fyrir sláturtlð s.l. haust nam þessi upphæð 139 krónum og skiptist niður i 22 kostnaðarliði, sem falla á kjötið frá því að bóndinn afhendir dilk- inn I sláturhúsdyrunum og þang- að til verðinu er skilað til hans. Þetta tvennt, annars vegar grundvallarverðið og hins vegar slátrunar- og sölukostnaðurinn, er slðan lagt saman og gerir heildsöluverð kjötsins. Slátrunarkostnaðurinn Vegna þeirrar miklu verðbólgu, sem rlkt hefur hér á landi undan- farin ár, hefur Sexmannanefnd sjaldnast tekizt að áætla hina ýmsu kostnaðarliði við slátrunina og kjötsöluna nægilega hátt, sem sjálfsagt stafar af þvl, að menn hafa vonað, að hægt væri að draga meira úr verðbólguhraðan- um en reynzt hefur mögulegt. Af áðurnefndum 139 kr. er sláturleyfishöfum ætlað að greiöa allan kostnað við slátrunina, verkun, umbúðir, frystingu, geymslu, flutningskostnað afurð- anna, móttöku á sölustað, af- hendingu, tryggingariðgjöld, umboðslaun til heildsöluaðila, vexti, rýrnun, opinber gjöld, skrifstofukostnað og margt fleira. Töluverðan hluta af þessum kostnaði þarf auk heldur aö greiða áður en nokkur sala fer fram, svo sem umbúöir, slátrunarkostnað, frystingu og flutningsgjöld. Að þvi er varðar sláturhús á vegum Sambandskaupfélaganna, þá leiðir það af skipulagi félag- anna, að félagsmönnum þeirra (bændum) er jafnóðum gerð full grein fyrir stöðunni I sölumálum, Félögin taka afurðirnar I umboðssölu af bændum, en kaupa þær ekki á fastákveönu verði, og af því leiöir aftur, að þau greiða bændum allt innkomið söluverð, að frádregnum slátrunar- og sölukostnaði. Þvi er ekki að leyna, að vegna verðbólgunnar hefur mörgum sláturleyfishafanum reynzt erfitt á næstliðnum árum að greiöa bændum fullt grundvallarverð fyrir afurðirnar, þ.e. aö hinn áætlaði slátrunar- og sölukostn- aður Sexmannanefndar hefur ekki reynzt nægilega hár. Veru- legan þátt i þessu á að sjálfsögðu einnig sú staöreynd, aö aðstööu- munur hinna einstöku slátur- leyfishafa er mjög mikill. Þrátt fyrir þetta munu Sam- bandskaupfélögin almennt greiða bændum strax i lok sláturtiðar, eða ekki siðar en 1. nóvember, 75- 80% af grundvallarveröi af- urðanna. Sum kaupfélög greiða jafnvel enn hærra hlutfall, og ekki er vitað til þess, að neitt félag greiði þá minna en 75%. Eftir- stöðvar eru greiddar svo fljótt sem unnt er og jafnóðum og vör- urnar seljast, en endanlegt uppgjör getur þó ekki farið fram fyrr en aö haustinu eftir hverja sláturtið, þegar séð er hvert sölu- verðið hefur verið og einnig hver kostnaðurinn hefur reynzt. Aftur á móti eru innleggjendum reikn- aðir fullir vextir á allar eftir- stöövar, sem ógreiddar eru 1. janúar, frá áramótum og til greiðsludags. Heildsölukostnaðurinn Nær samfellt frá stofnun Sam- bands isl, samvinnufélaga fyrir 75 árum hefur það verið stærsti söluaðili á Islenzkum landbún- aðarafurðum, jafnt á innlendum sem erlendum markaði. Það hefur þó ekki verið né er I skjóli neinnar einokunar, að Sambandið hefur haft þessi sölumál að mestu i slnum höndum, þvi að vitaskuld hafa aðrir aðilar notiö fyllsta frelsis til aö sinná þessum iriál- um. Umboðslaun þau, sem Búvöru- deild tekur fyrir þjónustu þá er hún veitir, eru 2%. Miöað við veltu verða þau að teljast vera mjög lág, en þetta er sama hlut- fall og algengast er, þegar reikn- uð eru sölulaun á útflutnings- afurðum landsmanna, eins og t.d. freöfiski. Að gamalli venju reikn- ar deildin sér umboðslaun af kjöti á haustverði hvers árs, þ.e. þegar veröiö er I algjöru lágmarki, og á verðhækkanatlmum lækkar þetta umboöslaunaupphæðina um milljónir króna árlega. Þá hefur það i för með sér, að umboðslaun- in verða I reynd lægri en 2%, þegar endanleg uppgjör liggja fyrir. I þeim tilvikum þegar kom- ið hefur fyrir, að söluverð á afurðum hefur lækkað frá haust- verði, hefur Búvörudeild jafnan lækkað umboðslaun sin tilsvar- andi. Af umboöslaununum eru greiddir margir kostnaðarliöir hjá Búvörudeild, svo sem kostn- aður viö sölu á innlendum mark- aði og við útflutning ásamt auglýsingum, kostnaður við söfn- un og útreikning á birgða- skýrslum frá sláturleyfishöfum, kostnaður við útreikning afurða- lána, kostnaður við umsjón og skiptingu afuröalána og endur- greiðslur til sláturleyfishafa, kostnaður viö innheimtu söluand- virðis og skil á þvl til slátur- leyfishafa, kostnaöur við afreikn- ing á afurðum, opinber gjöld o.fl. Búvörudeild Sambandsins tek- ur við mestu af þvl afurðamagni, sem til Sambandskaupfélaganna berst hverju sinni, eða nær öllu sem þau hafa ekki markaö fyrir hvert á sinu félagssvæði. Þessar afurðir selur Sambandið bæði inhanlands — mest á Reykjavlkursvæðinu — og einnig utanlands, það sem ekki er mark- aöur fyrir innanlands og leyfi fæst hverju sinni til að flytja út úr landinu. Útjöfnun á kostnaði Sambandið selur allar þessar vörur I umboðssölu, þ.e. það skil- ar söluandvirðinu aftur til kaup- félaganna, en auk umboöslauna sinna dregur það að sjálfsögðu frá verðinu þá kostnaðarliði, sem alla á vöruna við sölumeöferð hennar. Þessir kostnaöarliðir eru margvislegir, en meðal hinna helztu eru geymslugjöld að hluta, ýmis konar akstur, afhending, rýrnun, kostnaður við kjötaf greiðslustöð, rannsóknastofu, eftirlit, námskeiðahald, vátrygg- ingar og fleira. Vaðandi þessa kostnaðarliði er þess að geta, að þeirri reglu hefur verið fylgt aö jafna þeim út á milli sláturleyfishafanna jafnt þeirra sem flutt er út frá og hinna sem eingöngu er selt frá innan- lands. Þetta á fyrst og fremst viö um þann kostnað, sem veröur við innanlandssöluna, en það gefur auga leið, að til þess að allir geti setið við sama borð hvaö verð áhrærir, verður aö jafna honum niður á allt kjötmagnið, einnig þaö útflutta. Þessi kostnaður hef- ur siöustu árin numið nálægt 4% af heildarsöluverðmætinu, svo að hann og umboöslaun hafa saman- lögð numið 5-6%. Það er að sjálf- sögöu matsatriði, hvort menn telja þennan kostnað háan, en að mati þeirra, sem gjörst þekkja mun almennt talið að svo sé ekki, heldur þvert á móti. Sá háttur er siðan hafður á um greiöslur til kaupfélaganna, að Sambandið gerir upp og greiöir þeim mánaöarlega a.m.k. 85% af brúttó innkomnu söluverði afurð- anna. Afgangurinn greiðist svo strax og lokiö er sölu hverrar vörutegundar, og þá aö frádregn- um áföllnum kostnaöi og umboðs- launum. Vinnslukostnaðurinn Samkvæmt nýlegum tölum frá Framleiðsiuráði landbúnaðarins hefur hlutfallið á milli meðaltals útborgunarverös til bænda og heildsöluverðs verið þannig á árunum 1965-75, að útborgunar- verðið hefur verið lægst 79,93% og komizt hæst 1 82,48%. Eru þá dregin frá heildsöluverðinu slátrunar- og sölukostnaöur, ásamt neytendagjaldi til Stofn- lánasjóös. Þetta þýðir meö öörum oröum, að hráefniskostnaðurinn er nálægt 80% af endanlegu heild- söluverði, en vinnslu- og sölu- kostnaðurinn nálægt 20%. í þessu sambandi er fróðlegt að lita á það, hve háir einstakir liðir I vinnslu- og sölukostnaðinum eru hlutfallslega miðað viö heildsölu- verðið. Ef litiö er á áðurnefndar 139 krónur, sem Sexmannanefnd áætlaði fyrir kostnaði við slátrun- ina og kjötsöluna s.l. haust, kem- ur I ljós að skiptingin veröur sem hér segir: Slátrunarkostnaður......11,31% Rekstur sláturhúsa.......2,76% Frysting og geymsla.......3,10 Umbúöir..................1.01% Laun v/dreifingar og geymslu..................0,62% Flutningskostnaður.......1.18% Tryggingar...............0,44% Opinber gjöld............0,24% Verðjöfnunargjald........0,41% UmboðslaunSambandsins .1,59% Þá er ekki síður fróðlegt að Ilta á sjávarútveg til samanburðar I þessu sambandi. Eftir þeim upp- lýsingum, sem Búvörudeild hefur aflað sér, mun algengast, að hrá- efniskostnaður i fiskfrystingu, fisksöltun og herzlu sé nálægt 50- 60% af söluverði afurðanna, en laun starfsmanna I vinnslu- stöðvunum munu vera mestur hlutinn af þeim kostnaði, sem fellur þar á hráefniö i vinnslu. Til frekari samanburðar er einnig á þaö að lita, að fiskvinnslustöðvar starfa að öllum jafnaöi, allt árið, en sauðfjársláturhús eru ekki starfrækt nema 1-2 mánuði og standa oftast ónýtt aðra hluta ársins, svo að fastakostnaður við húsnæði verður þar hlutfallslega mun hærri. Fiskvinnslustöövar hafa einnig starfsfólk, sem vinnur I þessari starfsgrein mestan eða allan hluta ársins og er þvl I stöðugri þjálfun við verk sin. Sláturhúsin þurfa að ráða starfsfólk til starfa um mjög skamman tima að haustinu, og þvl gefur auga leið, að þjálfun þess I starfi verður mun sundurslitnari. Þegar litiö er á þessar stað- reyndir, má ljóst heita, að vinnslu- og sölukostnaður is- lenzkra sauöfjárafurða getur ekki talizt hár. Menn munu yfirleitt sammála um, að það skipulag, sem bændur hafa hér komiö á um vinnslu, sölu og dreifingu á fram- leiðsluvörum slnum hafi, þegar á heildina er litið, gefizt mjög vel. Ræöur þar mestu umboössölu- fyrirkomulagið, sem tryggir, að bændur fái sinn hlut af endanlegu söluverði. Sýnir þetta sig bezt I þvi, aö hvergi á Vesturlöndum mun vera minni munur á verði þvi, sem neytendur greiða fyrir landbúnaðarvörurnar, og þvi verði, sem framleiðendur fá fyrir vörurnar, en hér á tslandi, en þess ber þó að geta, að i þvi dæmi er frádreginn sá 20% söluskattur, sem rlkissjóður innheimtir af neytendum I sölu kjötsins. 28. febrúar 1977. Sýning i Mokkakaffi Norski málarinn Rolf Sörby sýnir um þessar mundir tuttugu og þrjú oliumálverk og nokkrar fleiri myndir f Mokkakaffi. Þetta er sölusýning og verður opin allan marzmánuö. Þetta er I þriðja sinn, að Sörby sýnir verk sln hér. Tæknileg upp- lýsingaþj ónusta einn af hornsteinum gróskumikils efnahagslífs JH-Reykjavik — „Virk miðlun og dreifing tæknilegra og vis- indalegra upplýsinga til vis- indamanna, tæknimanna og atvinnufyrirtækja er nú talin einn af hornsteinum grósku- mikils efnahagslifs”, segir i fréttabréfi frá Verkfræðinga- félagi islands. t bréfinu er slðan skilgreint, hvers konar þjónustu hér er vant, og er þar tilgreind svo- nefnd frumkvæð þjónusta, tengslaþjónusta, fyrirspurna- þjónusta, tilvlsanaþjónusta, tilvitnanaþjónusta, notenda- fræðsla, skipulagning sam- vinnu, efling sérhæfðra upp- lýsingaaðila, skráning inn- lendra upplýsingaaðila og skráning erlendra upplýsinga- aðila. Rannsóknarráð hefur barizt fyrir þvl i tiu ár, að komiö yrði upp tæknilegri upplýsinga- þjónustu, er miðist við aö þjóna sjávarútvegi, landbún- aði, iðnaði og byggingastarf- semi, og I ársbyrjun 1975 skip- aði rannsóknaráð nefnd til þess að gera tillögur um skipulag slikrar þjónustu. Alitsgerð þessarar nefndar var birt i bókarformi i júni- mánuði siðast liðnum. Fram- kvæmdanefnd rannsóknaráðs hefur kannaö tillögur nefndar- innar vandlega og ákveðiö að beita sér fyrir því aö koma á fót tæknilegri upplýsingaþjón- ustu. Tillögur um skipulag hennar var kynnt mentamála- ráðuneytinu siöast liðið sum- ar, og menntamálaráðuneytiö fór þess þá þegar á leit, að fé yrði veitt á fjárlögum i þessu skyni. 1 haust fjallaði rann- sóknaráð um tillögur aö fern- um nýjum verkefnum, og var mælzt til þess, að það raðaði þeim eftir þvi, sem brýnast þætti. Rannsóknarráö ákvað aö leggja höfuðáherzlu á upp- lýsingaþjónustuna. Hin verk- efni voru fjarkönnun, hafls- rannsóknir og snjóflóðarann- sóknir. Fjárveiting til þessa hefur þó ekki enn fengizt, en ráðgert er aö efna til kynning- arfundar i vor, sennilega I byrjun aprilmánaöar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.