Tíminn - 09.03.1977, Síða 11

Tíminn - 09.03.1977, Síða 11
jg-a'liiÍliMíl1 Miðvikudagur 9. marz 1977 n Útgefandi Framsóknarflokkurinn. r ramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306: Skrifstofur i Abai- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingá- ' simi 19523.. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjaid kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f.. Heimili og skattar Eitt umdeildasta atriðið i sambandi við endur- skoðun tekjuskattslaganna er skattlagning hjóna. Það er deilt um, hvernig hagaskuli skattlagningu á tekjum konu, sem vinnur utan heimilisins, og hvort konu, sem er eingöngu heimavinnandi, skuli ætlaðar tekjur og skattar hjónanna reiknaðir samkvæmt þvi. Það er deilt um hvort hjón skuli samsköttuð eða sérsköttuð. Af öllu þvi, sem að undanförnu hefur verið ritað og rætt um þessi mál, má telja það einna athyglisverðast sem kom fram i grein eftir Árna Benediktsson i Timanum 3. þ.m. Þar sagði m.a. á þessa leið: „Hjónaband er félag, sem tveir jafnréttháir ein- staklingar ganga til, með sameiginlegum réttind- um og skyldum, þar með sameiginlegum fjárhag, sem i fæstum tilfellum verður sundurslitinn. Þetta er mikilvægasti hornsteinn þjóðfélagsins og lög- gjafarvaldinu ber að hlúa að þvi, en ekki brjóta það niður.” Hér er vissulega komið að kjarna málsins. Heimilið er mikilvægasti homsteinn þjóðfélagsins. Bregðist heimilin þeim skyldum, sem á þeim hvila, stenzt þjóðfélagið ekki lengi. öll löggjöf hvortheldur hún snertir skattamál eða önnur mál, verður að taka mið af hinu mikilvæga hlutverki heimilanna. í skattamálum skiptir ekki aðalmáli, hvort hjón telja fram sameiginlega eða sérstak- lega, þótt æskilegast sé öllum aðilum að þetta ger- ist á sem einfaldastan og óbrotnastan hátt. Aðal- atriðið er, að kostir heimilisins séu ekki þrengdir óeðlilega með háum sköttum, og þvi sé þannig gert unnt að fullnægja hlutverki sinu. Þetta verður bezt gert i sambandi við tekjuskattslögin með þvi að hafa persónufrádrátt nægilega mikinn. Það á ekki að skattleggja þær tekjur, sem þykja nauðsynleg- ar til eðlilegs heimilishalds, til viðbótar þvi, sem fer i söluskatt og aðra óbeina skatta. Þess vegna verður frádráttarliðurinn að vera nægilega rúm- ur. í stjórnartið viðreisnarstjórnarinnar lögðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðubandalagið mikla áherzlu á þetta með tillöguflutningi um hækkun persónufrádráttar. Ef fallizt er á það sjónarmið, að heimilinu skuli ætlaðar hæfilegar ráðstöfunartekjur veða önnur atriði skattalaganna mun viðráðanlegri og ein- faldari i meðferð á eftir. En miklu skiptir, að skattalög séu sem einföldust og reynt sé að minnka þá flækju, sem þau eru nú i, en ekki að auka hana. Og skattalög á að byggja á þeim grundvelli, eins og öll önnur lög, að heimilið sé mikilvægasti horn- steinn þjóðfélagsins og búa eigi að þvi i samræmi við það Hvalnesskriður Allir fögnuðu hringveginum á sinum tima en Austfirðingar þó mest. í siðasta blaði Austra, vek- ur Jón Kristjánsson athygli á þvi, að enn er slæm- ur farartálmi áþeirri leið að vetrarlagi, en það er Lónsheiðin. Kunnugir telja, að leggja megi veg yf- ir Hvalnesskriður fyrir 50 milljónir króna, veg, sem aldrei yrði ófær vegna snjóa i venjulegu ár- ferði. Vegarlagning um Hvalnesskriður myndi verða mikill ávinningur fyrir Austfirðinga og raunar landsfólkið allt. Charles W. Yost: Skömm er óhófs ævi Bandaríkin verða að spara orkuna BANDARIKJAMENN hafa rekiö sig illilega á þaö undan- farin 60 ár hve auövelt er aö flækjast vlt I styrjaldir á er- lendri grund, þótt þeir hafi engu valdiö um upphafiö. Þvi hefur sú gamla hugmynd um einangrunarstefnu án ábyrgö- ar, sem einkenndi afstööu Bandarikjanna i utanrikis- málum allt fram aö árásinni á Pearl Harbour, veriö á undan- haldi. A hinn bóginn eru Banda- rikjamenn fyrst núna aö átta sig á þvi, aö sú stefna, sem þeir hafa fylgt allar götur siö- an 1920 varöandi afskipti af efnahagsmálum annarra þjóöa, er aö ganga sér til húö- ar. Fram til þess hefur stefna þeirra litazt af þeim tima, er þeir gátu ævinlega hagrætt fjármálaviöskiptum sinum viö aörar þjóöir sjálfum sér skil- yröislaust i hag. Þessi afstaöa er nú oröin hættuleg bæöi vel- ferö og öryggi Bandarikjanna. Nærtækasta dæmiö er auö- vitaö orkumálin. Þrátt fyrir margitrekaöar aövaranir og sífellt versnandi ástand uröu Bandarikjamenn þrumu lostnir þegar oliukreppan skall á áriö 1973. Þrátt fyrir þessa ógnvekjandi aövörun var brugöizt slælega viö og þjóöin tók von bráöar upp forna siöi og ástundaöi sitt ljúfa sóunarlif. ENN HAFA Bandarikjamenn veriö varaöir harkalega viö, ekki af erlendum aöilum i þetta sinn, heldur af náttúru- öflunum: Vegna kulda I austurríkjunum og þurrka i vesturrikjunum gengur nu mjög á dýrmætar orkubirgöir. Sjálfsagt komast Bandarikja- menn yfir þessi vandræöi rétt eins og oliukreppuna áöur, án teljandi skaöa. Þó er þaö svo, aö þeir orkugjafar, sem mest eru nýttir i landinu, nefnilega olia og gas, þverra óöfluga innanlands, og veröa æ dýr- mætari erlendis. Þaö veröur enginn varanlegur afturbati aö þessu sinni, ef Bandarikin halda áfram skefjalausri mis- notkun þessara þverrandi orkulinda, og skeyta þvi hvergi aö þróa hættulausa og nýtanlega orkugjafa i þeirra staö. Schlesinger, fyrrv. varnarmálaráöherra, sem Carter hefur skipaö sem yfirmann orkumála i Bandarikjunum. Schlesinger veröur fyrsti maöurinn, sem gegnir sliku starfi Auöveldast er aö ásaka OPEC-löndin og stóöu oliufé- lögin um aö fjórfalda oliu- veröið, hagræða mörkuöum og safna til sin gifurlegum gróöa. Vafalaust má setja út á fram- feröi þeirra, en þaö er ekki kjarni málsins. Flestir sér- fræöingar eru sammála um þaö aö oliu- og gasverð hafi verið langt undir lágmarki undanfarin 30 ár, þ.e. fram til 1974, og aö þetta óraunhæfa verðlag sé aðalorsökin fyrir óhófsvenjum Bandarikja- manna. Vestur-Þjóöverjar og Sviar, sem búa viö mjög áþekk lifs- kjör og Bandarikjamenn, nota 40-50 af hundraði minni orku á mann en Bandarikjamenn. Þeir nýta betur almennings- farartæki, aka minni biium og færa sér I nyt i mun rikari mæli gufu og rafmagn bæöi til iönaðar og heimilisnota. Bandarikjamenn ættu aö vera færir um aö haga sér á svipaðan hátt. A tiltölulega skömmum tima (3-4 árum) gætu þeir dregiö til muna úr þeirri hættu, sem er þvi sam- fara aö reiöa sig á innflutta orkugjafa og hagstætt veður- Eitt fyrsta embættisverk Carters sem forseta var aó hvetja þjóöina til orkusparnaöar vegna kuldanna I vetur. far,eins og rikt hefur um ára- tugi fram til þessa. En sllkt er einungis mögulegt ef almenn- ingur getur breytt þeim neyzluvenjum sinum, sem eru undirrót vandans. Má þar fyrst nefna til benzinsveigina tröllauknu, sem illu heilli komust aftur i tizku á siöasta ári. Þá er þaö ekki siöur alvarlegt hversu iönaöarfyrir- tækin sóa gufu, rafmagni og varmaorku, en heitt vatn og loftkæling er misnotuö á heimilum og vinnustöðum. ÞESSU er hægt að breyta án þess aö verulega séu skert raunveruleg lifskjör þjóöar- innar. Sviar og Vestur-Þjóö- verjar njóta alveg sambæri- legra þæginda og Bandarlkja- menn. Engu aö siöur veröa hinir siöastnefndu aö breyta i stórum dráttum gildismati sinu og lifsvenjum. Engu er erfiöara aö breyta en mannlegu eöli, þvi miöur. Bandarikjamenn eyöa gifur- legu og vaxandi fjármagni i heilsugæzlu. Aöalorsakir sjúkrahúsvistar og dauösfalla eru krabbi, hjartasjúkdómar og slys. Miklar auglýsinga- herferöir eru farnar gegn meginorsökum þessara mein- semda, en þær teljast reyking- ar.mengunafiönaöi og bllum, ofát og kolvetnarik fæöa, hreyfingarleysi, of hraöur akstur, oftast undir áhrifum áfengis. Engu aö siöur vilja Bandarikjamenn fremur þola þessa meinvætti, og borga gif- urlegar upphæðir vegna þess tjóns sem þeir valda, en aö láta af ósiöum sinum. En hvernig snúast menn nú viö i vor, þegar þessi kaldi vetur veröur um garö geng- inn, og landið vefst blóm- skrúöi? Skyldu þeir gleyma oliukreppunni enn á ný, og taka upp sinar fyrri venjur? Halda þeir áfram aö flyt ja inn rúman helming þeirrar ollu sem notuö er? Þvi miöur er allt þetta liklegt. En fyrr eöa siöar mun al- vara lifsins mæta þjóöinni. Bandarikjamenn munu neyð- ast til aö klóra i bakkann meö þvi að beita alls konar neyöar- ráðstöfunum, sem vafalaust draga úr lifsþægindunum, til þess aö bæta fyrir þá gffurlegu sóun sem þjóðin hefur ástund- að. (H.Þ.þýddi) Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.