Tíminn - 09.03.1977, Qupperneq 13
Miðvikudagur 9. marz 1977
13
Konrad Lorenz.
Dauöasyndir mannkyns.
Vilborg Auður isleifs-
dóttir þýddi.
Almenna bókafélagið.
Frá örófi alda Jiafa menn búið
við ýmiskonar háska og hættu-
ástand. En það er fyrst á þess-
ari öld að sá uggur sezt að
mörgum vitrum mönnum að
mannkynið kunni að fara sér að
voða, gera jarðarhnöttinn
óbyggilegan eða spilla lifs-
skilyrðum sinum. Hér er nú
komin tiltölulega litil bók þar
sem ágætur visindamaður gerir
grein fyrir þeim hættum, sem
honum viröist að nú vofi mestar
yfir mannkyninu. Allt eru það
sjálfskaparviti.
Konrad Lorenz er Austur-
rikismaður og kunnur islenzk-
um lesendum af bókinni Talað
við dýrin. Hann er hátta-
fræðingur, — etholog — og hefur
kannað ýmsa hætti manna og
dýra. Hann telur, að eðlishvatir
eða eðliávisun þróist með
mönnum og dýrum frá kyni til
kyns samkvæmt þvi sem hverj-
um kynstofni sé hentugast og
hagkvæmast til að halda velli i
lifsbaráttunni. Þvi séu örar og
stórkostlegar breytingar hættu-
legar, þar sem þær kunni að
valda þvi að hinar meðfæddu
eöiishvatir eigi ekki lengur við.
Þessi skoðun Lorenz um eðlis-
hvatirnar veldur þvi að hann
telur það fráleita skoðun að
maðurinn fæðist eins og
óskrifað blað, sem hægt er að
skrifa á hvað sem verá skal.
Samkvæmt þeim kenningum,
segir hann, aö viða sé mikiö gert
til aö má út einstaklingsein-
kenni og það sé draumur vald-
hafa viða um heim. „Hinum
kapitaliska stórframleiðanda
sem hinum sovézka-flokks-
starfsmanni hlýtur að vera þaö
álika mikið kappsmái að gera
sem flesta alveg eins að gera þá
að viönámslausum fyrir-
myndarþegnum, eins og Aldous
Huxley sýnir þá i hinni ógnvekj-
andi framtiðarskáldsögu sinni:
„Brave New World.”
Lorenz ræðir um þær hættur,
sem mest hafa verið ræddar
siöustu árin, off jölgun, mengun
og umhverfiseyðingu. En jafn-
framt þessu fjallar hann um
andleg einkenni manneskjunnar
og ýmsar breytingar á þvi sviði
Og fyrir þaö er bókin merkileg-
ust nýjung.
Hraðinn og óttinn hyggur
Lorenz að vinni nútimamannin-
um mikið tjón. Hann telur að
ásamt eignalöngun, eftirsókn
eftir viröingastöðum eða löngun
i hvort tveggja leiki óttinn
veigamikið hlutverk, óttinn við
fátæktina, óttinn viö að taká
rangar ákvaröanir en
ekki sizt óttinn við aö verða
ekki lengur þessu slitandi
iifi vaxinn. „óttinn I hvaða
mynd sem hann birtist er
sá þáttur sem grefurymdan
heilsufari nútimamannsins og
veldur háum blóðþrýstingi,
nýrarýrnun, ótimabæru hjarta-
slagi og öðrum álika ófögnuði.”
I framhaldi af þessu segir
Lorenz að vera, sem hætti að
ihuga,eigi á hættu að glata þeim
eiginleika sem vissulega er sér-
kenni mannsins, hæfileikanum
að þróa með sér hugtakahugs-
un, mái, samvizku og ábyrgt
siðferði. „Ein versta afleiðing
hraðans eða óttans, sem hefur
getið af sér hraðann er hin aug-
ljósa vangeta nútímamannsins
til þess að vera einn með sjálf-
um sér. — Hin sivaxandi sókn I
hávaða, sem er beinlinis þver-
sagnarkennd ef litið er á tauga-
veiklun nútimamannsins á
sér aöeins eina skýringu. Það
er eitthvað sem verður aö
yfirgnæfa. A göngu okkar
úti i skógi heyrðum við hiónin
Konráð Lorenz talar um aö
menn missi hæfnina til að taka á
sig erfiði og strit sem launast
siöar. Dekraðir og óþolinmóðir
nútimamenn vilja fá allar óskir
uppfylltar viöstöðulaust. Það
hefur óheppilegar afleiðingar á
sviði kynhegðunar. Þolleysi
gagnvart vanliðan breytir eðli-
legum hæðum og lægöum
mannlifsins i flatneskju. Ljós og
skuggar verða aö til-
breytingarlausri grámósku.
Það leiðir til seigdrepandi
leiðinda.
t framh. af þessu ræðir Lorenz
um útkulnun tilfinninganna.
Þá minnir hann á það, að
Mikið
vit
>
í
lítilli
bók
„Það er enginn skortur á
hindrunum, sem við verðum að
sigrast á, ef mannkyniö á ekki
að farast. Sigurinn yfir þeim er
sannarlega nógu erfiður til þess
að veita hverjum og einum
meðvitund um gildi sitt. Það
hlýtur að vera viðfangsefni
uppalenda að lyfta hulunni af
tilvist þessara hindrana.”
Margt væri freistandi að
minna enn á úr þessu kveri.
Lorenz segir, aö menningarlif
byggist á valdi manns yfir hvöt-
um sinum. Hann telur samband
barna við foreldra mikla
nauðsyn, skortur á persónuleg-
um tengslum við móður i frum-
bernsku valdi vanhæfni til
myndunar félagslegra tengsla,
en ófullnægjandi samskipti for-
eldra og barna hafa þó miklu
viötækari áhrif. Hann telur þaö
hættulegt aö rekja öll afbrot til
samfélagsins, gera þau sök
bókmenntir
glamur i útvarpi,sem nálgaðist
óðfluga. Þetta kom okkur á
óvart. Á að gizka 16 ára ungling-
ur kom aleinn á hjóli sinu, en
hafði útvarp á bögglaberanum.
Konan mín sagði „Hann er llk-
legast hræddur við aö heyra I
fugli.” En ég held aö hann hafi
einungis óttast það aö mæta
sjálfum sér eitt andartak.
Hvers vegna tekur margur
gáfu- og menntamaðurinn hinar
heimskulegu sjónvarpsaug-
lýsirfgar fram yfir eigin félags-
skap? Áreiöanlega vegna þess
að þær hjálpa honum til þess að
bægja frá sér ihugun.”
Siðan minnist Lorenz a hina
stööugu þurftaraukningu þar
sem hver framleiðandi reynir
að auka þörf neytandans, svo aö
margar vlsindastofnanir fást
eingöngu við rannsóknir á þvi
hverníg slikt megi takast. Þar
nefnir hann óþarfar umbúðir
sem dæmi og segir að þetta óhóf
og vitahringur framleiðslu- og
þurftaraukningar muni veröa
Vesturlandabúum og þá fyrst og
fremst Bandarikjamönnum
banabiti.
hvorki orðið né hugtakið gleöi
komi fyrir hjá Freud. Hann
þekkir nautnina, gleðina ekki.
Og umhugsunarverðar eru frá-
sagnir af ungu fólki sem mistók-
ust tilraunir aö svipta sig lifi og
varð hamingjusamt fólk þótt
þaö lifði viö örkuml vegna til-
tækis sins. „Tvimælalaust
gerðu þessar öröugu hindranir
unglingunum, sem leiðindin
höfðu hrakið á barm örvænting-
ar, lifið aftur þess virði að lifa
þvi.”
Svo koma þessi viturlegu
ályktunarorö:
uppalandans, þvl aö þá sé
brotamaðurinn sviptur ábyrgð
og ábyrgðartilfinningu en brott-
hvarf ábyrgðartilfinningar er
mikið gæfuleysi.
Konráð Lorenz veit að
náttúruvlsindin taka til manns-
ins og það er unnt að verða
margs vís um manninn með þvl
að taka eftir skepnum, en þó
veit hann vel um mun manns og
dýrs og hvað hafi gert mann úr
dýri.
Lorenz telur eðlilegt að á
gelgjuskeiði séu menn haldnir
nýjungagirni og uppreisnar-
hneigö. Þessu skeiði fylgi svo
venjulega annað skeið þegar
menn fá aftur mikið dálæti á
öllu sem gamalt er. Þetta var
kynstofninum og menningu
hentugt meöan breytingar voru
ekki eins örar og gagngerar og
nú.
En nú óttast Lorenz það sem
kalla má hefðarof þegar yngri
kynslóðinni tekst ekki að ná
sambandi við eldri kynslóöina á
menningarlegum grundvelli, að
ekki sé minnzt á að hún geti
endurspeglaö sjálfa sig I henni.
Yngri kynslóðin meöhöndlar þá
eidri eins og hóp af framandi
þjóðerni og mætir henni með
þjóðernishatri. Þessar truflanir
eiga fyrst og fremst upptök sln i
ófullnægjandi samskiptum for-
eldra og barna. Afleiöingarnar
birtast sem sjúkdómseinkenni
þegar á barnsaldri. En i sam-
bandi við það sem kalla má upp-
reisn æskunnar segir Lorenz
m.a.:
„Augljóslega er fátt eftir-
breytnisvert I nútimamenningu
Vesturlanda með þéttbýli sinu,
umhverfiseyðingu, blindu kapp-
hlaupi fjárgræðginnar, til-
finningalegíi örbirgö og for-
heimskun. Allt þetta fær fólk til
þess aö gleyma dýpri sannind-
um og vizku, sem menning okk-
ar hefur að geyma. í raun og
sannleika hefur æskan ærna
ástæbu til þess að segja öllum
yfirvöldum strlð á hendur. Hins
vegar er erfitt að gera sér grein
fyrir þvi hversu stór sá hluti
ungiinga I hópi uppreisnar-
gjarnarar æsku er, sem lætur til
skarar skriða af framantöldum
ástæöum. Þegar til átaka kem-
ur opinberlega gerist það af
öðrum og ómeðvituöum hvötum
og þar ber hatrið milli
menningarhópa tvimælalaust
hæst. Ytri mynd uppreisnar ber
fremur einkenni alvarlegrar
taugaveiklunar, þar sem hinir
hugsandi æskumenn eru i minni
hluta. Vegna misskilinnar holl-
ustu eru hinir skynsömu ekki
þess megnugir að draga sig út
úr hópi þeirra, sem eingöngu
láta stjórnast af eðlishvöt. 1
spjalli minu viö stúdenta fékk
ég á tilfinninguna að tala hinna
skynsömu væri hreint ekki eins
lág og maður gæti haldið eftir
þeim svip aö dæma sem
stúdenta-óeirðirnar báru.”
Þessi ummæli leiða huga
minn að þeirri vakningu gegn
tóbaksreykingum sem nú er
vakin I skólum landsins. Mér
virðist að sú vakning gæti orðið
upphaf þess að uppreisn is-
lenzkrar æsku á komandi árum
hafi jákvæöan tilgang i þjónustu
lifs og heilbrigði og brjóti niður
þá helstefnu eiturnautna-sýki
sem nú veldur mestri ógæfu á
Islandi. Það gæti oröið Islenzkri
menningu ómetanlegur fengur.
Ekki vil ég segja að ég sé al-
gjörlega sammála öllu sem
Lorenz segir I þessu riti, en allt
er það umhugsunarvert og
fremur hygg ég að þaö sé sjald-
gæft að finna bók þar sem jafn-
margt er viturlega sagt. Ég
vona að þeir sem lesa þessa um-
sögn vilji kynna sér bókina
sjálfa, þvi aö þetta er bók sem
ég vil hvetja alla hugsandi
menn til að lesa.
H.Kr.
6. tónleikar Tónlistar-
félagsins
Tónlistarfélagið efnir til tón-
leika i Austurbæjarbiói á
laugardaginn, og hefjast þeir
klukkan fimm siðdegis. A efnis-
skránni verða verk eftir Mozart,
Schubert og Beethoven, en um
þessar mundir eru 150 ár liðin
frá andláti hans.
Á tónleikunum mun Pina
Carmirelli leika á fiðlu og Arni
Kristjánsson á planó.
Þetta eru sjöttu tónleikar
Tónlistarfélagsins á starfsárinu
1976-77.
Pina Carmirelli