Tíminn - 09.03.1977, Síða 15

Tíminn - 09.03.1977, Síða 15
Miðvikudagur 9. marz 1977 15 19.35 Ný viðhorf i efnahags- málum Kristján Friðriks- son iðnrekandi flytur annað erindi sitt: Sextiu milljarða tekjuauki i þjóðarbúið. 20.00 Kvöldvaka Einsöngur: Hreinn Pálsson syngur Franz Mixa leikur á pfanó. b. „Timinn minar treinir ævistundir” Öskar Halldórsson lektor talar um Pál Ólafsson skáld á 150 ára afmæli hans og les einnig úr ljóðum hans. c. Æskuminn- ingar önnu L. Thoroddsens Axel Thorsteinsson rithöf- undur les siðari hluta frá- sögunnar. d. Um islenska þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. e. Kórsöngur: Stúlknakór Hlíðaskóla syngur Söng- stjóri: Guðrún Þorsteins- dóttir. Þóra Steingrims- dóttir leikur á pianó. 21.30 trtvarpssagan: „Blúndu- börn” eftir Kirsten Thorup Nina Björk Arnadóttir les þýðingu sina (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27). 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guðmundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (5) 22.45 Nútimatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 5 skákar. Dagskrár- lok um kl. 23.50. sjónvarp Miðvikudagur 9. mars 18.00 Bangsinn Paddington Nýr, breskur myndaflokkur - i 15 þáttum um ævintýri bangsans Paddingtons. Sög- ur af honum hafa komið út i islenskri þýöingu. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaö- ur Þórhallur Sigurösson. 18.10 Ballettskórnir Nýr, breskur framhaldsmynda- flokkur I 6 þáttum, geröur eftir sögu Noel Stratfields. 1. þáttur. Sagan hefst áriö 1935, en þá eru liðin 10 ár, siðan visindamaður ætt- leiddi þrjár litlar, munaöar- lausar stúlkur. Þennan ára- tug hefur hann verið aö heiman, en frænka hans hefur annast uppeldi stúlkn- anna. Féð, sem hann skildi eftir til framfæris þeirra, er á þrotum, og þvl verður hún að taka leigjendur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.35 Gluggar Lásbogar. . Úlfar. Frumstæðar fleytur Þýöandi Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 Ungverskir dansar Frá sýningu Islenska dans- flokksins I Þjóðleikhúsinu á Listahátiöinni I júni 1976. Tónlist Johannes Brahms. Höfundar dansa Ingibjörg Björnsdóttir og Nanna ólafsdóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. 21.05 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaöur Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.50 Hryðjuverk Einurð eöa undanlátssemi? t siðari þættinum um hryðjuverka- menn er sjónum beint að Tupamaros-skæruliöunum I Uruguay og Quebec-frelsis- hreyfingunni I Kanada. Rætt er viö menn, sem hryöjuverkasamtök þessi hafa rænt. Einnig er leitað svara við spurningunni, hvort gengiö skuli að kröf- um hryðjuverkamanna eða þeim svaraö af hörku. Þýð- andi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.40 Dagskrárlok Hættulegt ferðalag mmmm eftir Maris Carr von gat verið á erf iðleikum. Alltaf höfðu læknar verið við höndina, en nú bar hún alla ábyrgðina og vissi að henni mátti hvergi skeika. Hún rétti úr sér og reyndi að lita sem reyndust út og gekk síðan aftur inn til Grace. Þá fann hún sjálfstraustið vaxa og eftir hálfa klukku- stund var hún alveg búin að gleyma öllum efasemdum um sjálfa sig. Barn Grace hafði ákveðið að koma í heiminn og hún var sú sem átti að hjálpa því. Þrátt fyrir að skurðstofan var stór og loftgóð, var allt of heitt inni. María setti í gang vifturnar í loftinu og fór í öllu að fyrirmælum Pennýjar. Sjálf gekk Penny um og sá um að allt væri í lagi. Hún leit f ram í biðstof- una og þar sat Nellie á verði. Við hlið hennar var Neil, maður Grace og einn af félögum hans. Penny dró niður andlitsgrímuna og leit alvarleg á þá. — Það er ekki til neins fyrir ykkur að sitja hér. Þetta tekur nokkrar klukkustundir ennþá. Farið heldur og fáið ykkur að borða. Neil var öskugrár í framan og yfirspenntur á taugum. Hann mótmælti ákaft, en Penny stóð fast á sínu. — Það þjónar engum tilgangi að þú verðir veikur líka, sagði hún róleg. — Ég vil helzt ekki fá fleiri sjúk- linga eins og er. Grace þarfnast þín á eftir, hugsaðu um það. — Það var komið langt fram yfir kvöldmat, sagði Nellie og stóð upp. — Á ég að sækja mat handa ykkur þarna inni? Penny hristi höfuðið. — Ekki mér, en María ætti að borða eitthvað. — En ég held, að þú ættir samt að fá þér kaff ibolla, sagði Nellie ákveðin. — Neil getur skroppið með hann hingað. — Takk, það væri ágætt. Vertu ekki hræddur, Neil. Þetta verður allt í lagi. Þú verður nýbakaður faðir bráðlega. En það liðu sex klukkustundir þar til barnið ákvað að líta nánar á heiminn. Fanný var dauðhrædd um að eitt- hvað hefði farið úrskeiðis við fallið og velti fyrir sér, hvort Grace fyndi svona mikið til vegna innvortis meiðsla eða hvortfæðingin væri bara svona erfið. Allan tímann var svo að sjá, sem allt væri eðlilegt, en svo margt gat farið úr skorðum, að Penny var stöðugt á nálum og þorði ekki að slaka á eina sekúndu. María vildi heldur ekki borða, svo maturinn stóð óhreyfður, en kaff ið var indælt og jók orku þeirra að mun. María stóð betur að vígi en Penny að því leyti að hún var vön hitanum og rakanum í lostinu. Þegar allt var afstaðið, furðáði Penny sig á að ekki skyldi hafa liðið yf ir hana, því sannarlega hafði ekki munað miklu öðru hverju. Neil beið ásamt Nellie, þegar Penny opnaði fram í biðstofuna. Hún dró af sér hanzkana og grímuna og þurrkaði sér með handklæði, sem hún greip af borðinu. Hún var svo þreytt, að hún megnaði varla að brosa til Neils. Hann var hins vegar of óttasleginn til að þora að spyrja. — Allt búið. Rödd Pennýjar var eins og hást hvísl. — Þú átt myndar dóttur. Hún er nærri tólf merkur. — En Grace? Hann neri saman hödnunum. — Er allt í lagi með hana? — Henni líður ágætlega. Penny gat loks brosað. — Þær eru að aka henni aftur inn í sjúkrasalinn. — Bíddu hérna í fimm mínútur, svo máttu fara inn til hennar. En farðu eins hægt og þú getur, því hinir sjúklingarnir eru sofandi. — Hvernig líður þér eiginlega? spurði Nellie áhyggjuf ull. — Þú lítur út fyrir að vera alveg uppgefin. — Það er hitinn. Ég þarf bara að fá frískt loft, þá verð ég hress aftur. Ég ætla að skreppa út í nokkrar mínútur. Það er bezt að þú farir með Neil og sjáir um að hann truf li Grace ekki of mikið. Ég vil ekki að blóð- þrýstingur hennar hækki. Þið fáið grímur hjá Maríu. Fæturnir á Penny voru þungir eins og blý, þegar hún kom út fyrir. Það var koldimmt og Penný hallaði sér dauðþreytt upp að veggnum og lofaði golunni að blása burtu hitanum. — Penny? Mike kom upp tröppurnar upp á veröndina oggreipum handleggi hennar. — Vina mín, þú ert alveg búin að vera. Orlitla stund var hún þakklát fyrir að geta hallað sér að honum og motmælti ekki, þegar hann lagði hand- legginn um mitti hennar. Viljalaus lofaði hún höfðinu að hvíla við öxl hans og hún heyrði hann andvarpa. — Þetta var betra, sagði hann lágt, og laut niður svo vangi hans snerti hár hennar. — Mmmm .... það er dásamlega svalt úti. Annars hafði ég ekki búizt við að hitta þig á þessum tíma. Klukkan hlýtur að vera farin að ganga tvö. — Ég hef verið nálægur alveg síðan Fanný sagði mér f rá þessu með Grace. Ég ætlaði að koma inn til að vita, hvortég gæti hjálpað nokkuð, en Nellie rak mig burtu, sagði að þú hefðir stranglega bannað að nokkur kæmi inn. Penný hló. — Okkur Maríu tókst þetta ágætlega. Sem betur fór var fæðingin fullkomlega eðlileg. — Það er auðvelt að segja það núna, sagði Mike alvarlegur. — En ég get imynað mér að þið haf ið búizt við ýmsu, fyrst hún datt. Þú varst hetja að taka alla ábyrgðina á þig. Mig grunaði ekki að þú kynnir skil á hjúkrun. Faðir þinn minntist aldrei á það. — Hann vissi það ekki. Penny andvarpaði. — Ég er engin Florence Nightingale, heldur ákvað ég bara að verða hjúkrunarkona ef það skyldi verða til þess að ég nálgaðist pabba eitthvað. — Ég hélt kannski að hann mundi vilja að ég starfaði hérna með honum. Mike þrýsti henni þéttar að sér. — Þú hlýtur að haf a verið einmana. Ég vildi bara að pabbi þinn sæi þig núna. Han yrði stoltur af þér. — Ef til vill. Mike fannst hjarta sitt herpast saman af dapur- leikanum í rödd hennar og án þess að hugsa, sneri hann höfðinu og kyssti hana á vangann. Og áður en henni vannst tími til að andmæla, sneri hann henni í faðmi sérog þrýsti vörum sínum að hennar af svo þungri ástríðu, að hún hrökk upp úr leiðslunni. Hún heyrði ákafan hjartslátt hans gegnum þunnan jakkann og undraðist sem snöggvast, hvað hún lét auðveldlega undan. En svo vall reiðin upp í henni og hún setti báðar hendur á brjóst hans og ýtti honum f rá sér. Hann sleppti henni strax. — Af hverju gerðirðu þetta? hrópaði hún ásakandi og neri sig um munninn með handarbakinu. — Þú veizt vel að ég var ekki að gef a þér undir f ótinn. Ég var bara svo þreytt! Hún sá ekki framan í hann, en skynjaði spennuna milli þeirra og fann nærveru hans með hverri taug líkamans. — Augnabliksæði... Hann andaði ótt, eins og hann hefði hlaupið. — Og forvitni. Mig langaði að vita, hvort það væri eitthvað kvenlegt að baki þessari ströngu hjúkrunarkonugrímu. Striðnistónninn í orðum hans æsti hana enn meira. — Þú velur þér sannarlega rétta andartakið fyrir tilraun-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.