Tíminn - 09.03.1977, Síða 24

Tíminn - 09.03.1977, Síða 24
Wmbm *T? g:-ði fyrirgóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - ' ' *1 Þaö er betra að vera með sólgleraugu i sól- skininu og logninu á Seljalandsdal, þvi að annars er hætt við, að fólk fengi ofbirtu I augun. En tsfirðingar vita, hvers við þarf i skiðaferðum og gönguferðum. 0 Skagfirðingar í essinu sínu LOGN Á ÍSAFIHÐI í 24 DAGA SAMFLEYTT: Paradísarlíf á fönn- unum í Seljalandsdal GÖ-Sauðárkróki. — Skagfirzk hestamennska er I algleymingi. Liklega hafa aldrei verið jafn- margir hestar á járnum I Skagafirbi og i vetur. Hafa held- ur óviða verib hestar á járnum að vetrinum að undanförnu, en nú bregður svo við, að á sumum bæjum eru margir hestar á járnum og fjöldinn allur I tamn- ingu. Hér hefur lika allt lagzt á eitt að gera það skemmtilegt að bregöa sér á hestbak. Vötnin eru á isum, svo að riöa má beint af augum svo til hvert sem er, enda hefur verið heldur betur sprett úr spori. Innhéraðið, bæði sveitirnar vestan vatna og Blönduhliöin, hefur verið svo til snjólaust 1 vetur, en úti I Fljót- um og Sléttuhliö er mikill snjór og allt inn fyrir Hofsós. A Sauðárkróki, þar sem f jöldi manna á hesta, er rekin tamn- ingastöð, og eiga hana Ingimar Pálsson og Jóhann Þorsteins- son. Þeir eru tamningamenn góðir og hafa ærnu að sinna við að gera gæðinga úr þeim folum, er þeim hafa verið fengnir til tamningar. GS-Isafirði. — Við búum við mikinn snjó, og Breiðadalsheiði og Botnsheiði eru ófærar bilum, en eigi að sibur hefur verið hér himnesk tið. t febrúarmánuði var hér blæjalogn tuttugu og fjóra daga samfleytt og sólskin i átján daga óslitið. Þótt hér sé oft kyrrt er slikt harla sjaldgæft að vetrarlagi. Fyrsta sjógarð- inn á vetrinum gerbi á mánu- daginn. Þá lagði hingað inn norðaustansjó. Veöurbliðunni hafa fylgt á- kaflega miklar útivistir fólks. Aldrei hefur annar eins fjöldi veriö á skiðum á Seljalandsdal og I vetur. Þar hefur verið krökt af fólki alla daga, og langar bið- raöir viö lyfturnar um helgar. Margir fara 'langar göngu- ferðir upp um fjöll, enda af- bragðsgóðar göngubrautir, þar sem snjótoðararnir hafa þjapp- að snjóinn. 1 svona tiðarfari hafa þessar brautir haldizt langtimum sman. Það má með sanni segja, að margur hefur fengið hressandi útivist og holla hreyfingu i blið- viðrinu á Seljadalsdal I vetur, og ekki spillir sú fegurð, sem auganu mætir, þegar horft er yfir drifhvitan snjóinn, sem þekur landið niður i fjöru. Biðstaða við Kröflu — segir Jón Illugason, formaður almannavarna gébé Reykjavik — Það er óbreytt ástand hér og biðstaða eins og er, sagði Jón Illugason, formaður almannavarna I Mý- vatnssveit,.þegar Timinn ræddi við hann I gær. Hann sagði að menn þeir, er voru I helgarfrii s.l. helgi, hefðu enn ekki veriö kvaddir til vinnu, nema um tiu menn, sem vinna að sérstöku verkefni á svæðinu, og leysa þeir þá jafnstóran vinnuflokk af. Fjöidi starfsmanna á svæð- inu verður þvi hinn sami að næturlagi, eða rúmlega 70 manns. — Hins vegar vinna hér fleiri að deginum, og eru það þá Mývetningar, sem fara að virkjunarsvæðinu á daginn, en búa niöri I byggð, sagði Jón. Að sögn Halinu Guðmunds- son, jarðfræðings á skjálftavakt i gær, mældust 123 jarðskjálftar frá þvi kl. 15 á mánudag til kl. 15 á þriðjudag. Styrkleiki þeirra var misjafn, þrettán reyndust vera 2-2,5 stig á Richter, en sá sterkasti þrjú stig, og fannst hann greinilega i Kröflubúðum i gær. Noröurendi stöðvarhússins, miðað við suðurendann, hefur risið um 7,7 mm. Jarövisinda- menn fylgjast áfram mjög náið með öllum hreyfingum á mæl- um og enn eru jarðfræöingar tveir, Páll Einarsson og Halldór Ólafsson, i tjaldi sinu i Gjá- stykki og fylgjast meö hreyfingum mæla þar. Herjólfur fær andlitslyftingu gébé Reykjavik — Þessa dag- ana er unniö við að hreinsa og mála Vestmannaeyjaferjuna Herjólf i Slippnum 1 Reykjavik, og er ferjan allskellótt á að lita, eins og sést ámeðfylgjandi Timamynd Róberts. Þá mun einnig unnið að þvi að sjóöa I einhverjar litlar sprung- ur i skipinu og fylgjast norskir sérfræðingar frá fyrirtækinu sem byggði Herjólf með verkinu en hér mun vera um sex mán- aða ábyrgðarskoöun að ræöa, að sögn Jóns H. Sigurðssonar, for- stjóra Slippfélagsins hf. Snögg umskipti, þegar rigndi: Allt á floti í Borgarfirði SJ-Reykjavik — Þetta er allt að komast i lag, sagði Indriði Al- bertsson, mjólkurbússtjóri I Borgarnesi, I gær, þegar Timinn spurðist fregna hjá honum af vatnsskortinum, sem rikt hefur i héraðinu að undanförnu. — Ég var einmitt að tala við bóndann á Hundstapa á Mýrum, en hjá honum var mjög slæmt ástand, og þar var allt komiö á flot i vatni. En það rigndi mikið hér á mánudag og jöröin er gaddfros- in svo að vatnið kemst ekki nið- ur i hana. Vatnsskortur hefur verið I Borgarfirði og á Mýrum allt frá áramótum, að sögn Ind- riða Albertssonar, og voru eig- inlega öll vatnsból oröin þurr. Sennilega var ástandið þó verst á Mýrunum. Bændur sóttu sjálfir vatn I næstu ár og læki, sem ekki voru þurrir, og þar sem sérstaklega margar skepnur voru á húsum, hlupu mjólkursamsölumenn undir bagga og fluttu bændum heim vatn um leið og þeir sóttu mjólkina. Einnig veittu þeir að- stoð þeim sem næst búa Borgar-: nesi. — Ekki held ég að nytin hafi minnkað i kúnum, nema þá kannski rétt fyrst, svaraði Ind- riöi spurningu blaðamanns. Þær venjast þvi fljótlega að fá vatn tvisvar á dag i stað þess að hafa það alltaf hjá sér. PALL! OG PÉSI látið Svarthöfða fá sérstakt vigorð. — Jæja, hvaö er það? — Afram meö JW7<o

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.