Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 17. marz 1977 Tvær myndir úr Grjótaþorpi Rúnar Gunnarsson efnir þessa dagana til ljósmyndasýningar i Galleri Sólon Islandus i Reykjavik, en hann hefur fengizt við opin- bera ljósmyndun i 15 ár, tók fyrst myndir handa Alþýðublaðinu, hóf siðan nám i ljós- myndun, fyrst hér heima, en siðan við Dramatiska institutet i Stokkhólmi, en þá hafði hann starfað sem kvikmyndatökumaður við islenzka sjónvarpið og stjórnað þar útsend- ingum frétta i nokkur ár. Hann starfar nú sem dagskrárgerðar- maður fyrir sjónvarp- ið. Ljósmyndun sem list- grein Þaö er orðiB mjög langt siðan byrjað var að lita á ljósmyndun öðrum þræði sem listgrein. Þó veröur það aðsegjast eins og er, að það er tiltölulega örðugra aö fólk í listum uðum saman, þar til sólin loks lætur sjá sig. Eða með öðrum orðum, við getum ekkiséðhæfnii ljósmyndun nema unniö sé að ákveðnum hlutum, en þetta ger- ir Rúnar Gunnarsson einmitt aö nokkru leyti, þvi 12 af 22 mynd- um hans eru úr Grjótaþorpinu, sex vestan frá New York. Sýning er heild. . Hér hefur verið látið aö þvi liggja að ljósmyndasýning sé ans. Það er auðvelt aö sjá, að Rúnar Gunnarsson vill vera á nýjum stað með myndavélina, hann tekur ekki myndimar frá þeim stööum sem við göngum um daglega, heldur leitar að efni með þvi að fara yfir girð- ingar, og sér hann þá Grjóta- þorpið frá nýrri hlið. Fyrir minn smekk leggur RúnarGunnarsson dálitið óljóst mat á Grjótaþorpið, niöurniösl- an er of mikil, og það mannlega og viöfelldna verður dálitið und- ir. Mynd númer fjögur er þann- ig séð miklu betri heimild um aldur húsanna 1 Grjótaþorpinu en til að mynda hús, sem er aö grotna niður og er komið i endanlegtsambandiö við regnið og vindinn. Það sama má segja um þvottá snúru, þarermaður- inn enn til og hverfið er á lifi. Við lestur á stefnuyfirlýsingu i sýningarskrá stendur þetta: „Siðan fer ljósmyndarinn að gera heimildarmyndir, meta gildi myndanna eftir hugblæ þeirra. Hann framleiðir mynda- seriur og markmiðiö verður nú að skrá i myndum Snorra-Eddu framtiöarinar. Og til þess að það gangi, þarf maður aö kunna á augnabVikin, tæknina, formið og allt það. Svo rennur það upp fyrir ljós- myndaranum, að heimildar- gildið og formið er ekki allt. Myndin fer að lifa eigin lifi. Hún virkará mann beint.án tillits til innihaldsins Hún er mynd, og hún virkar. Þegar hingað er komið, opn- ast manni svið, sem er miklu æöra en sjálf ljósmyndatæknin segir til um. Eins og krystallinn er vegur ljóssins til feguröar, verður myndavélin vegur ljós- myndarans til listsköpunar. Og hvaö ljósmyndarann sjálfan snertir...” Þessi yfirlýsing, sem er að visu ekki undirrituð af neinum, segir okkur aö beöiö sé um sér- stakt lif fyrir hverja mynd fyrir sig, en þaö verður aö segjast eins og er, að myndir Rúnars Gunnarssonar eru ekki það sterkar að maður taki þær ósjálfrátt með sér heim, eina eða fleiri, en sem heild er sýn- ingin dálitiö i minni. Jónas Guðmundsson Að varðveita himin á mynd meta slika vinnu en aðra mynd- list og kemur þar margt tii. Fyrst og fremst þó það, að allir geta tekið myndir, þvi það er ljósmyndavélin sem tekur myndina. Stillingar, formskyn, gæði glerja og framköllun er svo sér á parti,en þrátt fyrir allt, þá er ljósmynd sjaldan mjög perSónuleg fyrir ákveðinn mann.Einstök verk geta þó orð- ið eftirminnileg, eins og sum portret Jóns Kaldals — en samt, sérkenni i ljósmyndun eða stlll er vandséðari en til að mynda málverk eftir listmálara, sem oftast bera sérstök, persónuleg einkenni. Við þekkjum á auga- bragði myndir eftir Gunnlaug Scheving, Kjarval og Jón Stefánsson, en hvort ljósmynd ereftir ákveöinn frægan mann, það er öröugra að sjá. Þetta segir okkur að það sé erfitt að sýna ljósmyndir opin- berlega á sjálfstæöum einka- sýningum, nema hartsé gengið eftir ákveðnum hlutum. Helzt þurfa allar myndirnar að vera tengdar ákveðnu myndefni. Ljósmyndarinn getur veriö Höfundur með vinnuna sina heppinn með veður, átt leið um og smellt af, og frábær mynd verður til. Aðrir þurfa að hafast viö á staðnum, vikum, eða mán- miklu fremur heild en einstak- ar myndir, að þær séu eins kon- arskýrsla um ákveöiöefniog þá um leiö um getu ljósmyndar- MÓ-Reykjavik — Þessa dag- ana er verið að prófa ogstilla fyrstu vélina af þrem I Sig- ölduvirkjun, og búizt er við að þvi verki verði lokið upp úr næstu heigi. Jafnframt er unn- ið að uppsetningu á vél tvö, en ekkert er enn ákveðið um hvenær sú vél veröur tekin I notkun. Timinn náöi i gær tali af Halldóri Eyjólfssyni starfs- manni við Sigöldu, og Bolla Þóroddssyni, sem hefur yfir- umsjón með niöursetningu vélanna. Sögðu þeir að allri útivinnu væri lokið að undan skildum ýmsum frágangi, sem biöi vors. Alls vinna nú um eitt hundrað manns þar efra. Einmuna veðurbliða er þar, og hefur svo veriö 1 allan vetur. Halldór sagöi að Júgóslav- arnir væru alfarnir meö vélar slnar og tæki og heföi mest af þessu verið flutt af landi brott nýlega. Tekið hefði veriö skip á leigu og heföu vélarnar veriö heill skipsfarmur. Orkuverið-við Sigöldu — lan vetrarhjúpi. H !:í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.