Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. marz 1977 15 bænum” eftir Betty McDon- ald i þýöingu Gisla ólafs- sonar. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Viö sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræöir viö Ingvar Hallgrims- son fiskifræöing um rækju. Tónleikar. Morguntónleikar kl. 11.00: Attilio Pecile og Angelicum hljómsveitin I Milanó leika Tilbrigöi i c- dúr fyrir klarinettu og hljómsveit eftir Rossini, Massimo Pradella stj./ St. Martin-in-the-Fields hljóm- sveitin leikur Hljómsveitar- kvartett I D-dúr eftir Doni- zetti, Neville Marriner stj./ Sinfóniuhljómsveitin I Pitts- borg leikur Sinfónlu nr. 4 i As-dúr eftir Mendelssohn, William Steinberg sti. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. A frlvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Spjall frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson tók saman. Flytjendur meö honum: Börkur Karlsson og Stein- unn Hjartardóttir. 15.00 Miödegistónleikar Tékk- neska kammersveitin leikur Serenööu fyrir strengjasveit I Es-dúr op. 6 eftir Josef Suk, Josef Vlach stjórnar. John Ogdon og Konunglega f Ilharmoniusveitin i Lundúnum leika Pianókon- sert nr. 1 eftir Ogdon, Law- rence Foster stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.40 öryggismál byggingar- iönaöarins Sigursveinn Helgi Jóhannesson málara- meistari flytur fyrr erindi sitt: Þáttur kemisku efn- anna. 17.00 Tónleikar. 17.30 Lagið mitt Anne Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur i útvarpssal: Svala Nielsen syngur lög eftir Jón Ásgeirsson, Jó- hann O. Haraldsson, Sigurö Þóröarson, Arna Björnsson, Skúla Halldórsson og Sig- valda Kaldalóns. Guörún Kristinsdóttir leikur á pianó. 20.05 Leikrit: „Skuldaskil” eftir August Strindberg Þýöandi: Geir Kristjáns- son. Leikstjóri: Gisli Al- freðsson. Persónur og leik- endur: Axel: Gunnar Eyjólfsson, Ture: Siguröur Skúlason, Lindgren: Bald- vin Halldórsson, Anna: Helga Stephensen, Ungfrú Cecilia: Margrét Guð- mundsdóttir, Kærasti hennar: Hákon Waage, Ungfrú Maria: Þóra Friö- riksdóttir, Kammerjunk- ari: Bessi Bjarnason, Þjónn: Randver Þorláks- son. 20.45 Kammersveitin i Stutt- gart Guðmundur Jónsson pianóleikari kynnir hljóm- sveitina og stjórnanda hennar, Karl Munchinger, i tilefni af tónleikum hljóm- sveitarinnar i Reykjavik i þessum mánuöi. 21.30 Hugsum um þaö Gisli Helgason og Andrea Þóröardóttir sjá um þáttinn og ræöa viö fyrrverandi eiturlyfjaneytanda, sem segir sögu sina af fikniefna- neyslu og afbrotaferli. — Áöur útv. 24. f.m. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (34) 22.25 Kvöldsagan: „Sögukafl- ar af sjálfum mér” eftir Matthias Jochumsson Gils Guömundsson les úr sjálfs- ævisögu hans og bréfum (9). 22.50 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 23.35 Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór rekur 9. skák. Dagskrárlok um kl. 23.55. Hættulegt ferðalag vitum bæði aðþetta er fullkomlega eðlilegt. Ég get ekki hugsað um þig sem manneskju, sem ég er bara mál- kunnugur. Mér finnst ég hafa þekkt þig alla ævi. Þú hef ur verið mér svo mikils virði undanfarna mánuði að ég get ekki komið fram við þig eins og ókunna manneskju. Loksins, þegar við hittumst, varð ég svo glaður, að ég hefði getað stokkið yfir ána. Penny hló og gremja hennar hvarf. — Ég skil það. Mér þykir líka vænt um að hafa hitt þig, en við verðum að vera skynsöm. Enginn veit að við höf um skrifazt á . Ég vil ekki að fólk haldi að ég hafi bara fleygt mér fangið á þér eða að þetta haf i verið ást við fyrstu sýn. Hún háfði ætlað þetta sem grín, en f urðaði sig á því, hvað hann varð alvarlegur. — En það er einmitt það sem það er, ekki satt, Penny? Við urðum ástf angin við fyrstu sýn. Mér finnst það stórkostlegt. Mig hefur aldrei getað dreymt um að slíkt gæti gerzt. Hún var óstyrk. — Mér geðjast vel að þér, Roy, en það er dálítið annað að vera ástfangin. Þú ert of fIjótur á þvér. Mér f innst að við ættum að fara rólegar í sakirn- ar. — Jæja, elskan, ég skil. Stúlkum geðjast víst ekki að því að maður ýti á eftir þeim. En ég er bara þannig, að þegar mér finnst eitthvað, þá verð ég að láta það í Ijós. Ég skal reyna að hafa hemil á sjálfum mér. Að svo stöddu nægir mér að ganga hérna við hliðina á þér. Hann var svo einlægur og biðjandi á svipinn, að Pennýju hlýnaði um hjartaræturnar. Hún hafði ekki orðið mikillar ástar og umhyggju aðnjótandi eftir að foreldrar hennar sendu hana á skóla i Englandi. Nú birtist Roy og bauð henni alla þá ást,sem hún þarfnað- ist. Hún hafði reynt að leyna vonbrigðum sfnum yfir því að faðir hennar hafði ekki svarað beiðni hennar um að fá að koma hingað. Hún var meira einmana en nokkru sinni og bréf Roys höfðu hjálpað henni, að sigr- ast á einmanaleikanum. Það var ekki hans sök að hann var öðruvísi en hún hafði hugsað sér hann. Hugmynda- f lugið hafði hlaupið með hana í gönur. Hún óskaði þess ' að geta tekið hann eins og hann var, en hún þurfti lengri tíma. Það væri auðvelt að þiggja þá ást og umhyggju, sem hann bauð henni, því hún þarfnaðist þess. En ef hann yrði svo leiður á henni? Slíkt gat gerzt, einkum þegar þau höfðu aðeins kynnzt bréf lega og stæðu síðan augliti til auglitis og kynntust eiginleikum hvers ann- ars. Ég held að Roy haf i ekki hugsað um þá hlið máls- ins, sagði hún viðsjálfa sig. Nú er undir mér komið að við gerum enga vitleysu. Hann þakkar mér það kannske seinna. — Penny. Hvað er að? Þú ert búin að stara á rósa- runnann þarna í fimm mínútur. Hin fara bráðum að koma. — Fyrirgefðu. Penny leit afsakandi á hann. — Ég var bara að hugsa. Við ættum kannski að fara til Vincents áður en við heimsækjum Júlíu. Eða viltu heldur fara einn til hennar? — Nei, nei. Það liggur ekkert á að líta til hennar. Pennýju var undarlega innan brjósts þegar þau gengu inn í sjúkraskýlið. Henni fannst eins og Roy reyndi einhvern veginn að skil ja hana f rá öllum hinum. Síðan hún kom, hafði henni fundizt hún ein af hópnum og allir höfðu verið vingjarnlegir og hjálpsamir. En nú var hún allt í einu á verði gagnvart þeim og það var Roy að kenna. Hvers vegna geðjaðist þeim ekki að honum? Sjálfur virtist hann gera sér fulla grein fyrir því og forðaðist þau eftir megni. Henni leið eins og hún hefð glatað öllum vinum sínum hér og hafði á tilfinningunni að þannig yrði það á meðan hún héldi sig að Roy. 6. kafli. — Ég hafði ekki grun um að þér væruð svona f ramúr- skarandi hjúkrunarkona, ungfrú Davenport, sagði Vin- cent og stóð upp og rétti henni höndina um leið og hún kom inn. — María hefur lofsungið yður alveg síðan ég kom inn úr dyrunum í morgun. — Ég vona að allt sé í lagi, sagði Penny svolítið óstyrk, þar sem hún var ekki viss um að allt sem hún hafði gert, væri að hans skapi. En hún hefði getað verið alveg róleg, því í vingjam legum, brúnum augum hans var ekkert nema þakklæti. Hann dró f ram stól handa henni. — Ég hefði ekki getað gert betur sjálfur. María sagði mér að fæðingin hefði verið bæði löng og erf ið. Það var einstök heppni að þér voruð hérna, því ég hefði aldrei náð hingað í tíma. Hann þagnaði, en hélt svo áf ram: — Segið mér, hvers vegna vissi faðir yðar ekki, að þér lærðuð hjúkrun? — Penny brosti. — Ég ætlaði að koma honum þægi- lega á óvart með því. Vincent renndi augunum til Roys sem stóð aftan við Pennýju og brosti. En brosið hvarf, þegar Vincent horfði fast á hann og sagði lágt: — Leitt, mjög leitt að hann skyldi ekki vita það. Penny varð undrandi og svolítið hrædd við breyting- una, sem varð á andliti Vincents er hann horfði á Roy og hún flýtti ser að segja: — Það er ekki víst að faðir minn hefði orðið mjög glaður. Hann hvatti mig aldrei til að koma hingað. — Það er satt. Vincent kinkaði kolli. — Hann var and- vígur því að hvítar konur hefðu fasta búsetu á plant- ekrunum. Faðir yðar var hugaður maður og einstak- lega umhyggjusamur, ungfrú Davenport. Okkur er öll- um mikill missir að honum. Roy gekk hröðum skrefum til dyra. — Ég ætla að fara og segja nokkur orð við Júlíu, sagði hann fljót- mæltur. — Hittu mig f rammi, þegar þetta er búið. Fannýju leið illa. Það var óþarfi af honum að vera beinlínis dónalegur. Hún brosti afsakandi til Vincents. — Ég held, að hann haf i áhyggjur af henni. Hún er allt- af að spyrja eftir honum. Hún átti erf itt með að koma orðunum upp og hugsaði með sér að Vincent myndi tæpast trúa þessari skýringu. — Ég get ekki séð að nokkur hjutur sé að f rú Mathe- son, sagði hann kuldalega.— Þér hafið sjálfsat komizt að raun um að hún er móðursjúk og þegar hún fær ekki það sem hún vill, tekur hún upp á undarlegustu hlutum. Það sem hún þarfnast fyrst og fremst er agi. Ég hef þegar lýst því yf ir, að ég tel ráðlegt að hún fari héðan sem fyrst. Penny kinkaði kolli. — Mig grunaði sitt af hverju, en þar sem Stevens hafði áhyggjur af henni, héldum við henni hérna nokkra daga, það skaðar engan, er það? — Nei, það er allt i lagi. Maður lærir að sigla milli skers og báru með tímanum.Ég get ímyndað mér, að þér haf ið verið í erf iðri aðstöðu. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði á hana. — Ungf rú Davenport, mig langar til að þér vitið að viðerum þakklát fyrir alla aðstoðina. Ég vona að yður finnist ég ekki vera að skipta mér af málum, sem koma mér ekki við, en ég held að það væri skynsamlegt af yður að sjá svo um að þér hefðuð ekki mikinn frítíma. Það er hægt að halda tilf inningum og hugaræsingi í skef jum með því að hafa nóg að gera. Starfið hérna í sjúkraskýlinu er ágætt til slíks. Penny varð svo hissa yf ir hversu vel hann skildi líðan „Veiztu Glna, éfc vann köku- kappátið og vissi ekki einu sinni, aö keppni stæöi yfir!” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.