Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.03.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. marz 1977 13 bandið, og ganga svo bara Ut og skella hurðinni á eftir sér. Það skelltu jú engir aörir hurðum i samfélagi Nóru. En fyrir mér, sem bjó meðal þröngsýns mið- stéttarfólks i Noröur Ródeslu, var Nóra samt sem áður ekki svo fráleit. En — ég hefði gjarn- anviljað sjá leikritiö, sem Ibsen skrifaði aldrei: Um það sem kom fyrir Nóru siðar. Gat hún bjargað sér, eða sneri hún aft- ur? Ef til vill urðu hún og Helm- er miklu hamingjusamari á eft- ir, þótt ég sé i vafa... En þaö væri einnig hægt að snúa vandamálinu öðru visi fyr- ir sér. Getur ekki hugsazt, að vissar rótgrónar stofnanir, eins og t.d. hjónabandið, fullnægi ekki andlegum þörfum fólks? Svo virðist sem bæöi karlar og konur séu sifellt að verða fyrir vonbrigðum, karlmennirnir eru ekki eins og þeir ættu að vera, konurnar eru ekki eins og þær ættu að vera. En kannski leitum við að lausnum á röngum stöð- um. Viö afnemum hjónabandið, en eftir sem áöur er staðreynd að konan eignast börnin, það er grundvallaratriöi. Merkingarlaust tal — Gullna minnisbókin (The Golden Notebook) er almennt álitin vera bók um frelsun kon- unnar. — Já, hún var ein af fyrstu bókunum um frelsun konunnar, sem litu dagsins ljós. En siðan hafá viðhorfin breytzt svo hratt og svo mikið, að nú virðist hún fremur gamaldags. En þegar hún kom út, fékk ég hatursfull bréf og ögnanir og var talin eins konar ófreskja. Þetta uppþot var eflaust tengt þvi, að kven- frelsishreyfingin var að hef jast. — Eruð þér enn kvenréttinda- kona? — Það er eitthvað við kven- réttindahreyfingu nútimans sem mér fellur alls ekki. Þaö er allt taliö. Þetta er raunar kald- hænislegt. Þegar ég var ung, vorum við eins og steinrunnar. Viö sátum og töluðum og urðum eins og mæður okkar. Viö töluö- um og töluöum — og kvörtuðum yfir körlunum okkar. Nú er þetta orðið miklu viðtækara og stofnanakennt. Alls staðar sitja konur saman og tala — og þær munu halda þvi áfram klukku- stundum, vikum og árum sam- an — um galla karlmanna. Það sem mérfinnstþær ættu að gera er að risa upp og reyna að gera eitthvað. Orðin ein duga ekki til neins. Þetta er sett á oddinn. Ég skil jú vel að fólk þurfi að ræöa mál- in. En þegar endalaust er haldið áfram að tala, er eitthvað að. Svo ef ég er einn af stofnendum nýju kvenfrelsishreyfingarinn- ar, fellur mér ekki það sem ég hef orðið til að skapa. Engan veginn. — Hvað finnst yöur að konur ættu að gera? — Finna raunhæfar leiðir til að leysa vandamál sin. Einu sinni rakst ég á nokkuð sniðugt i Bandarikjunum. Hjón ein voru bæði mjög önnum kafin i félags- málum — hún I kvenfrelsis- hreyfingunni, hann í karlrétt- indahreyfingunni. Hún gætti barnannaþegarhannfórá fund, og öfugt. En svo sáu þau að þetta var óhagkvæmt, bezt væri ef kvennahreyfingin og karla- hreyfingin væru til húsa á sama stað. Og það varð úr. Loks kom aö þvi að fundimir urðu svo leiöinlegir, aö einhver stakk upp á þvi að betra væri að skemmta sér. Og 'svo komu karlmennimir niöur á neðri hæðina og þá... Það sem raunverulega vekur áhuga, erað fólk i ýmsum lönd- um er fariö að gera eitthvaö hagnýtt, skipta meö sér einu starfi t.d. vinna þriggja daga vinnuviku hvort hjónanna. Hver áhrif þetta hefur á börnin, það fáum við að vita eftir fimmtán ár. — Snúum okkur að bókmennt- unum: — Eigið þér uppáhalds- höfunda, sem nú eru á lifi? — Þér eigiö við hvort ég lesi bækur einhverra höfunda strax og þær koma út? Já, raunar. Sérstaklega Kurt Vonnegut. Þaö myndi lika gleöja mig að sjá heföbundnu skáldsöguna og visindaskáldsögup^ ganga i heil agt hjónaband. Ég er mikill að- dáandi visindaskáldskapar, en hann hefur vissa galla, og litiö er niður á hann. Þess vegna hafa höfundar vfsindaskáld- sagna ekki nægilega mikið sjálfstraust til aö þora aö hafa persónulýsingar i bókum sinum. Þá les ég gjarnan verk Alison Lurie ungs rithöfundar og Hell- ers — auðvitað, Lisu Alther, Bellows... Fyrst þér spyrjiö, þá tek ég eftir þvi, að þetta eru allt tDoris Lessing: Veikleiki kven- frelsishreyfingarinnar er sá, að konur bara tala og tala. Ef ég er ein af stofnendum henn- ar, fellur mér ekki þaö sem ég hef tekiö þátt i aö skapa. Amerikumenn. Brezkar bók- menntir virðast nú I dálitilli óreiðu. Auk þess hefur alltaf verið eitthvaö athugavert viö skáldskap Englendinga — hann er of sveitalegur. Þótt Stóra Framhald á bls. 23 íanna er lærir af l OG MARGAR BJORKRAR og það af engu minni hörku en gegn áðurnefndri stóriðju. Þvi sú mengun, sem væntanlegar bjórkrár koma til meö að fram- leiða, mun fyrst og fremst orka á hinn mannlega sálargróöur, skemma hann og rótslita, og verður þvi allri annarri mengun skaðlegri. Talsmenn framleiöslu á áfengum bjór segjast með hon- um vilja hressa upp á menning- una I landinu og hleypa nýju lifi I drepleiðinlegan borgarbrag Reykjavikur. Svona einfalt er máliö sagt vera, og þessum gleðiboðskap er þjóöinni I fúl- ustu alvöru ætlaö að trúa, enda dyggilega stutt af ýmsum framámönnum, sem hafa skrif- að bækur. Segja má, að fátæktin hafi verið fylgikona tslendinga gegn um-ár og aldir. Með 19. öldinni fer nokkuö að rofa til. Ungir gáfumenn taka þá I vaxandi mæli að leita sér menntunar út fyrir landsteinana, einkum til Danmerkur. Heimurinn var þá að hrista af sér martröð miðald- anna og nýir straumar frelsis og framfara, að ná tökum á þjóðunum. Þessir straumar bárust til tslands, m.a. I tima- ritum, sem isl. lærdómsmenn gáfu út i Kaupmannahöfn og sendu hingað heim. Frelsis- straumar þessir vöktu þjóðina til umhugsunar um ástand sitt og hag, sem þá var vægast sagt á yztu þröm mannsæmandi lifs. TimaritinFjölnir, Armann á Al- þingi og Ný félagsrit, fluttu Is- lendingum boðskap nýrra möguleika til að rétta úr kútn- um og bæta sinn hag, jafnt á félagslegu sem verklegu sviöi. Menn greindi að visu á um að- ferðir og leiðir til að ná settu marki, en allir vildu vel og það gerði gæfumuninn. Þessi fram- faravilji þjóðarinnar beindist i þrjá farvegi til framgangs góð- um áformum. Þeir voru: Góð- templarareglan, Ungmennafé- lögin og Samvinnufélags- skapurinn. Þessar félagsmála- hreyfingarurðu samstiga við að manna og bæta þjóðlifið og lyfta þvi á hærra plan. Það varð and- leg vakning I landinu, vorboði margþætts og gróskumikils menningarlifs. Samvinnu- hreyfingin undir forustu bænda lyfti merki frjálsrar vezlunar hátt, með stofnun kaupfélag- anna, og markaði djúp og varanleg gæfuspor til f jármála- legs sjálfstæðis i landinu og bjartari daga. Áriö 1902, fyrir réttum 75 árum, var svo Sam- band isl. samvinnufélaga stofn- að, en það hefir i gegn um árin, lyft menningarlegum grettis- tökum i verzlunar- og atvinnu- málum landsmanna, veriö sómi kaupfélaganna, sverð og skjöld- ur og öflugt vigi frelsis og fram- fara. Þegar Góötemplarareglan nam hér land, rikti hér mikiö umkomuleysi og drykkjuskapur var mikill. Fjöldi manns gekk þá Reglunni á hönd til bjargar sér og sinum nánustu. 1 hópi þeirra voru margir af öndvgis- mönnum þjóöarinnar, sem skildu, að allar framfarir hlutu að byggjast á samstööu algáðra manna og studdu þvi framgang Reglunnar i ræðu og riti, jafnt utan þings sem innan sjálfra þingsalanna. Þá voru bannlögin sett, en árin sem þau voru i gildi, urðu svo til engar fangels- anir af völdum drykkjuskapar. Vegna erfiöra markaðsmála með fiskafurðir landsmanna, voru bannlögin, illu heilli, num- in úr gildi og flutt inn létt Spánarvin er ætla mætti aö bjórdýrkendur hefðu átt aö kunna að meta. Þessi vin réðu hér rikjum til 1933, en bjór- og vindýrkendur hófu háværar kröíur um innflutning sterkra vina. Þá var ekki verið að biöja um bjór, heldur sterk vin. Veiku vinunum.er sum hver hafa nán- astsama styrkleika og bjór, var þá fundið allt til foráttu, eins og þeim sterku nú. Taki menn eftir þessu. Jú, jú, undan þessum kröfum var látiö, þrátt fyrir harða og skelegga baráttu templara og annarra góðra manna. Ég minnist t.d. þess, að um þetta leyti flutti próf. Björn Magnússon snjallt og greinar- gott útvarpserindi, er hann nefndi, A ég að gæta bróður mins. Fjallaöi erindiö m.a. um þann mikla háska, sem þjóðin, með innflutningi sterkra vina, væri að steypa sér i. Og þaö voru margirfleiriandansmenn, sem vöruöu viö þessum voða. En allt kom fyrir ekki, sterk vfn flæddu yfir landið og brátt seig aftur á ógæfuhlið, eins og dæmin sanna. Verður sú sorgarsaga ekki nánar rakin hér. Ég hef nú getið að nokkru tveggja þeirra félagsmála- hreyfinga, er hvaö bezt komu þjóðinni til bjargálna. Ung- mennafélögin, bindindissöm og hugsjónarik, komu þar einnig mjög við sögu. Boðskapur þeirra og starf byggðist á eld- heitri trú á landið og þjóðina og i fararbroddi þessarar æskuglööu fylkingar, vormanna Islands, fóru skáld þess tima, er sungu vonir og kjark I þjóðina og hlúðu aðungum vaxtarsprotum hennar. Æskumenn voru þá vaxtar- broddur frjálsrar og þjóðlegrar félagshyggju og enn eiga þeir hugsjónir og nægan vilja til að láta gott af sér leiða, það eru þeir einmittnú nú aö sýna með sinni kröftugu baráttu gegn tóbaksauglýsingafarganinu. Sé þeim þökk og heiður fyrir fram- takið. ,,Ef æskan vill rétta þér örf- andi hönd, þá ertu á framtiðar- vegi”, segir Þorsteinn Erlings- son. Égheitiá vormenn íslands, æskufólkið i landinu, að halda áfram sem horfir og hefja nú al- hliöa baráttu fyrir bættri menn- ingu og þjóðlegri reisn. Og ég skora á alla góöa menn aö fylgja dæmi unga fólksins og fella þennan bjórfrumvarps ósóma og gera það myndarlegt. Ver- um einhuga þjóö, ungir sem aldnir, blásum á kynslóðabiliö svo kallaða, svo viö einum rómi getum tekið undirmeð skáldinu, er sagði: Sendum út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann. ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.