Tíminn - 29.03.1977, Page 3
Þriöjudagur 29. marz 1977.
Þessi mynd var tekin af bakhúsunum i Skóiastræti á&ur en slökkvistarf hófst viö Bernhöftstorfu
á laugardaginn.
tanda að
rlögum eldsins
___________________________3
Virðist
vera
íkveikja
segir
þjóðminjavörður
SJ-Reykjavik. — Þa& viröist
mjög liklegt aö um ikveikju
hafi veriö að ræöa, sagði Þór
Magnússon, þjóöminjavöröur
og formaöur húsafriöunar-
nefndar, Timanum i gær, um
eldsvoðann i Bernhöftstorfu.
— Ég veit ekki hvers konar
hugarfar sá hefur haft, sem
þar hefur verið aö verki.
Fundur var haldinn i húsa-
friðunarnefnd, sem raunar
haföi veriö ákveðinn fyrir
brunann.ÞórMagnússon kvaö
hafa haft samband viö rann-
sóknarlögregluna og áherzla
yröi lögö á aö itarleg rannsókn
færiframá brunarústunum og
reynt yröi að komast fyrir um
upptök eldsins.
Þdr sagöi brunarústirnar
lita óhrjálega út, enda heföi
veriö rótað i þeim eftir brun-
ann af öryggisástæðum svo
ekki væri hætta á aö brak félli
ofan á menn.
Þór sagði, að sér virtist
hægöarleikur að byggja
gamla bakariiö upp, enda væri
þaö merkilegt hús.Norö
urhlið þess stæöi aö mestu
uppi.
Bakhúsin væru ónýt og heföi
þaö engin úrslitaáhrif á á-
kvarðanir um endurreisn
Bernhöftstorfu, þvi þau heföu
hvort eö er þurft að endurnýja
aö mestu leyti vegna þess hve
illaþau voru farin. Teikningar
eru til af húsunum og væri
hægt aö endurbyggja þau ann-
aö hvort i upphaflegri mynd
eöa meö tilliti til framtiðar-
notkunar.
Stefán örn Stefánsson arki-
tekt mun fylgjast meö hreins-
un brunarústanna fyrir hönd
Þjóðminjasafnsins og veröur
nýtilegt timbur hirt, sem gefiö
gæti visbendingu um hvernig
húsin voru byggö.
— Þaövoruuppi hugmyndir
meðalstjórnvalda aö reyna aö
endurbyggja þessi gömlu hús,
sagöi Þór Magnússon þjóö-
minjavöröur. — Ég hef rætt
við áhrifamenn eftir brunann,
en þeir vilja litiö segja og eng-
ar ákvarðanir taka aö svo
komnu máli, enda eru sumir
ráöherranna fjarverandi.
var megináherzla lögð á aö
reyna aö hefta útbreiðslu elds-
ins og þá einkum að verja
Gimli, en vindur stóö einmitt I
átt aö þvi húsi. Fram undir kl. 2
var tvisýnt hvort tækist að ráöa
niöurlögum eldsins, en það tókst
aö tokum og var vöröur viö rúst-
irnar um kvöldiö og nóttina.
Eldur komst 1 þak og kvist á
Gimli, en þaö tókst aö vinna bug
á honum. Verzlunin og Ibúöar-.
húsiö á horni Bankastrætis og
Lækjargötu eru nær óskemmd
svo og sýningargluggi i húsi
Dómus viö Bankastræti.
Mikill mannfjöldi streymdi
niöur i Lækjargötu og Banka-
stræti þegar spuröist um eldinn.
gamlar
haföi veriö. Eg get vel skiliö
þetta, slikt verður ekki metið til
fjár. Mér finnst eigi aö byggja
upp Bernhöftstorfuna eins og
hún varog vinda bráöan bug aö
þvi. Viö eigum ekki svo mikiö af
gömlum húsum, og við höfum
nóg landrými til a& byggja á
stórhýsi.
— Þaö er gaman aö búa I hús-
um sem eiga sér sögu, sagöi Vil-
borg ennfremur, —Sagan fær lif
ef viö höfum minjar i kringum
okkur.
— Húsinbrunnu vel. Þetta var
þurrt og gamalt timbur og lag-
inn maöur hefur kveikt f þeim á
snyrtilegan hátt. Þaö var gott
veöur og þægileg aðsta&a, ekki
of margir á vakt hjá slökkviliö-
inu og fáir á ferli I miðbænum,
sagöi Erlingur Gislason leikari,
sem einnig átti leiö um Banka-
strætiö meðan eldur var uppi i
gömlu húsunum við Skólastræti
og Lækjargötu.
— Mér finnst það eigi að
endurreisa húsin, sagöi Erling-
ur — hins vegar var til skamm-
ar aö sjá þau svona niðurnidd
eins og þau hafa veriö um langt
skeiö. Við ættum aö fara til-
Færeyja og sjá hvernig þeir
halda viö gömlum húsum. Þeir
kunna þaö.
Bernhöf ts torf an
Verður henni bjargað?
stutt hugleiðing um sögu og framtíð Torfunnar
Bernhöftstorfan er að
brenna tilkynnti útvarpið,
og fólkið dreif að og
horfði á reykinn, sem
teygði sig til himins og
logana, sem léku um
stafna og þil. Minnstu
munaði að þrætubókin
brynni spjaldanna á milli
Slökkviliöinu tókst vel aö
hemja eldinn i logninu, aöeins
brann móhúsið, sem hvort eö er
var komið að falli, og gamla
bakariiö, e&a bökunarhúsið, en
þaö er þó minnst skemmt
Lækjargötumegin — gæti þess
vegna enn verið heilt.
Ahorfendur að bálinu skiptust
I tvær fylkingar. Sumir voru
sorgmæddir yfir þvi aö missa
yndi sitt, Torfuna, aðrir sög&u,
aö nær heföi verið aö læsa
slökkviliöiö inni.
Bernhöftstorfan
Bernhöftstorfan er oft skil-
greind sem húsaröðin frá
Bankastræti aö Amtmannsstig.
Sumir telja þó gamla bakariiö
hina einu sönnu Torfu, þótt önn-
ur hús séu lfka merkileg og
gömul, t.d. Amtmannsstigur 1,
sem er frá 1828 — nema turninn,
sem er frá 1905. Gimli er lika frá
byggingafræðilegu sjónarmiði
merkilegt hús, en þaö var reist
áriö 1904 (1905?).
Knud Zimsen geröi járnbent
loft yfir eitt herbergi I Gimli, en
þaö var yfir miöstöövarklefa og.
er liklega eitt fyrsta járnbenta,
steypta loftiö, sem hér á landi
var gert.
Þá var þakplatan á
Gimli lika steypt, síðan malbik-
uö og stráö steinsalla yfir. Er
það fyrsta þakiö, sem gert er úr
steinsteypu hér á landi. Gimli er
hlaöiö úr steypusteinum frá
verksmiðjunni „Mjölni” og
fleiri nýjungar voru i smiöi
þess.
Bankastræti 2 var fyrrum
Ibúöarhús, brauðgerðarhús og
geymsluhús, þar á meöal var
mógeymslan, stóð viö Skóla-
stræti, en þar var lengi reið-
hjólaverkstæðiö óöinn.
Þessi hluti torfunnar var frá
upphafi byggingasamstæ&a um
lokaöan húsagarö, sem mun
hafa verið litiö breytt frá upp-
haflegri gerð.
Ibúöarhúsiö aö Bankastræti 2
var reist áriö 1834.
Ariö 1861 var byggt stórt
geymsluhús viö suöurenda
húsagarösins og áriö 1885 var
reist sölubúð viö noröurenda
hússins og er þar enn verzlað.
Húsin munu öll hafa verið
klædd bikaöri reisifjöl og eru
talin heilleg dæmi um dönsku
húsin I Reykjavik, sem ein-
kenndu bæinn fram á miöja
seinustu öld, og skáru sig svo
mjög úr torfbæjum innlendra
manna.
Það var hinn kunni danski
kaupmaður, Knudtzson, sem
reisti þennan hluta torfunnar,
en hann seldi siðan Bernhöft,
bakara. Knudtzson byggöi fleiri
hús á Islandi.
Hver er framtíð Torf unn-
ar?
Ltklega er of snemmt aö segja
fyrir um framtiö Bernhöftstorf-
unnar. Torfusamtökin hafa ekki
sagt sitt siöasta orö i málinu. í
stuttu viötali viö útvarpiö sagöi
Guörún Jónsdóttir arkitekt aö
hún teldi að þaö ætti aö byggja
húsin upp. Til eru uppdrættir af
þessum húsum, unnir af arki-
tektum og nemum I húsageröar-
list, upplýsti þjóöminjavöröur,
og er spurningin þá væntanlega
sú, hvort þaö sé ekki hrein föls-
un — eöa hvort viö getum þaö
ekki.
Viö varöveitum merkilegar
bækur á mikrófilmum. Þannig
er lika hægt að varöveita hús
geyma þau i skjalaskápum, eöa
teikningar þeirra og lýsingar.
Þaö er lika varðveizla.
Ýmsar þjóöir, t.d. Pólverjar,
undir forystu Kadlubowskys
húsameistara, hafa endurreist
gamla borgarhluta, og var farið
eftir uppdráttum, ljósmyndum
og samtölum við sjónarvotta og
gamla ibúa húsanna. Þetta hef-
ur þótt takast vel hjá Pólverj-
um.
Islendingum hefur ekki farn-
azt eins vel, og er hinn mislukk-
aöi „sögualdarbær” bezt til
vitnis um þaö.
Þessi Bonanza sveitabær er
gott dæmi um þaö, hvaö viö ekki
eigum aö gera, þvi hugmynda-
flug ófaglæröra i húsagerö hefur
ekkert meö sagnfræöilega
upprifjun aö gera, og er aöeins
fjáraustur.
Þaö er öröugt aö sjá nú, hver
framtiö Bernhöftstorfunnar
verður. Um fjóra möguleika
viröistað ræöa, aö hún veröi rif-
in, veröi kúlunni að bráö, aö hún
veröi endurbyggð, aö hún veröi
geymd i teikningum — e&a aö
reynt veröi aö kveikja I henni
aftur.
Jónas Gu&mundsson