Tíminn - 29.03.1977, Page 10

Tíminn - 29.03.1977, Page 10
10 Þriðjudagur 29. marz 1977. Það undrar engan að núver- andi stjórnarsamstarf hefur byggzt á málamiðlun milli þeirra andstæðu fylkinga sem að rikisstjórninni standa. Marg- ir óttuðust i upphafi samstarfs- ins að rikisstjórnin myndi annað hvort verða sundruð og at- kvæðalitil af þeim sökum eða lúta yfirburðum Sjálfstæðis- manna i siðustu kosningum ella. Hvorugt hefur gerzt. Enda þótt margir kynnu að hafa vænzt meiri einbeitni i sumum málum hefur rikisstjórninni tekizt að feta þann meðalveg sem einn leiðir til farsældar. Þegar hér er komið sögu er timabært að lita yfir farinn veg og reyna að meta árangurinn sem náðst hefur. Það sem fyrst ernefnter sigurinn iiandhelgis- málinu.Og það er full ástæða til að minnast hans, þvi að nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Næst er að nefna það að rikisstjórnin hefur tryggt örugg framiög til byggðasjóðs. Vissulega hefðu margir i röðum Framsóknar- manna óskaðennmeiriframlaga tilframkv- og uppbyggingar á landsbyggðinni, en I ljósi þeirra erfiðleika sem steðjað hafa að i efnahagsmálum verð- ur aö viðurkenna að með þess- ari ákvörðun, um framlögin til byggðasjóðs, hefur verið komizt hjá verulegum erfiðleikum úti um land. I þriðja lagi er rétt að hafa það i huga að rikisstjórnin hefur tryggt frið um öryggis- og varnarmái þjóöarinnar. Nú sýnistsitt hverjum um þau mál, en þau eru þó svo mikilvæg að það er ekki lítils viröi að um þau sé fjallað af varúð og hyggind- um. Allir muna hviliku mold- viðri hafði veriö þyrlað upp um þessi málefni þegar rikisstjórn- in var mynduð. Varnarbarátta I raun og veru hefur starf rikisstjórnarinnar að öðru leyti verið fyrst og fremst varnar- starf. Þegar rikisstjórnin var mynduð stóð þjóðin frammi fyr- ir óvenjulega miklum og iskyggilegum vandamálum i efnahagslifinp. Tiltrú almenn- ings á undirstöður Islenzkra at- vinnuvega hafði beðið hnekki. Fram undan virtist ekkert ann- að en sorti. Flestir bjuggust við efnahagslegu hruni, almennu atvinnuleysi, vöruskorti og landflótta. Mest af starfi rikis- stjórnarinnar hefur beinzt að þvi aö afstýra þessu, og það hef- ur tekizt. Það má ef til vill segja að ekki hafi enn náðst full tök á verðbólgunni, það má benda á að skuldasöfnun erlendis hefur haldiö áfram. En hinu má ekki gleyma að það hefur tekizt að halda fullri atvinnu i landinu. Það hefur tekizt að halda áfram ýmsum mikilvægum fram- kvæmdum úti um land. Og sú stefna hefur verið mörkuð að freista þess að verja hag hinna lægst launuðu með sérstökum láglaunabótum i stað þeirra al- mennu hækkana sem áður höfðu leitt til sivaxandi mismununar. Andstæðingar rikisstjórnar- innar tala ekki mikið um þenn- an árangur, og þáð er rétt að það er alltaf léttara að benda á gerðir og athafnir heldur en á hitt sem tókst að afstýra. Það verður hins vegar ekki dregiö I efa að þeir fjölmörgu launþegar og láglaunafólk sem óttaðist at- vinnuleysisvofuna kunna að meta það starf sem unnið hefur veriðá þessusviði. Og þetta fólk finnur það einnig að það er ekki sama að lifa við rúmlega 50% verðbólgu eins og verið hefur á siðustu mánuðum. Menn verða einfaldlega að hafa það I huga að það er ekki unnt að vinda of- an af verðbólgunni i einu vet- fangi án þess að atvinnulifið raskist verulega og atvinnu- örygginu verðimikil hætta búin. Sama máli gegnir um erlendar skuldir, enda hefur rikisstjórnin fylgt áætlun um þau mál sem miðast við að draga jafnt og þétt úr hallanum og ná jafnaði á nokkrum árum með samfelldu þrotlausu starfi. Ekki skiptir sá árangur litlu að I stað þeirrar óvissu sem rikti getur fólk nú horft fram á leið af meiri vissu um það sem er I vændum. Það er þegar tekið að rofa til I efnahagsmálum, og svigrúm hefur myndazt til þess að veita láglaunafólkinu kjara- bætur. Þessar kjarabætur eru fyllilega tfmabærar, en á hitt er að lita að þær verða til litils ef knúnar eru fram almennar hækkanir sem koma jafnt þeim til góða sem hafa fyrir góðar tekjur. Akvarðanir I kjaramál- unum eru mesta vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyr- ir um þessar mundir, og þvi verður ekki trúað að verkalýðs- hreyfingin beiti afli sinu til þess að hlaða undir þá sem þegar lifa við góðar aðstæður á kostnað hinna sem berjast I bökkum. Það er meira að segja hæpið að verkalýðshreyfingin myndi standast slik mistök einu sinni enn án þess að verða fyrir af- drifariku félagslegu áfalli sjálf. Framleiðslustefnan er svarið Sannleikurinn er sá að það er vafamál hvort nútimaþjóðfélag sem vill stefna að jafnari og rétt látari tekjuskiptingu getur þol- að þá óstjórn öllu lengur sem oft rikir á vinnumarkaðinum. í flestum nágrannalöndunum hafa á undanförnum árum kom- iðfram hugmyndir um almenna tekjustefnu.ramma sem lagður er utan um tekjuskiptinguna I þvi skyni að hindra of mikla mismunun þegnanna innbyröis. Hér á landi þarf að auki að leggja miklu meiri áherzlu á aukna hagræðingu og nýtni I at- vinnulffinu til þess að tryggja fólkinu mannsæmandi lifskjör með hæfilegum vinnutima og skynsamlegu vinnuálagi. En ef ætlunin er að bæta kjör þjóð- arinnar til langframa verður að huga aö undirstöðunum. Fólkið lifir á framleiðslunni. Aukin og betri framleiðsla er hinn eini grundvöllur sem batnandi lifs- kjör geta byggzt á. Fram- leiðslustefnan er þvl svarið við óskum almennings um batnandi kjör. Undanfarin ár hefur veriö barizt varnarbaráttu til þess að afstýra efnahagslegum ógöng- um. Það er tekið að rofa til, en þá þýðir ekki að hlaupa upp og sólunda þvi sem unnizt hefur. Ef fslendingum á að auðnast að sóknartimabil taki við af varn- arbaráttu verða ákvarðanir um kaup og kjör að byggjast á skynsemi og sanngirni nú I vor. Samtök um grá- sleppu- hrognin JB-Reykjavik — Akveðið hef- ur verið að stofna undirbún- ingsnefnd til stofnunar sam- taka fyrir framleiðendur grá- sleppuhrogna, en formlegur stofnfundur hefur enn ekki verið haldinn. Timinn hafði samband við Ingimund Kon- ráðsson hjá tslenzku útflutn- ingsmiðstöðinni h.f., en stöðin hefur haft undirbúning stofn- unarinnar með höndum. Sagði Ingimundur, að þetta væri enn á undirbúningsstigi, en á- kvörðun um stofnun þessara samtaka hefði verið tekin samkvæmt beiðni ýmissa framleiðenda grásleppu- hrogna. — Þetta hefur verið þeirra hugðarmál mörg undanfarin ár, en ekki komizt I fram- kvæmd fyrr, og vorum við beðnir um að gangast fyrir stofnun samtakanna. Þetta eru fyrst og fremst hags- munasamtök sem eiga aö gæta hagsmuna framleiðenda ogsjómanna og semja um sölu framleiðslunnar. Þá munu þessi samtök koma fram sem fulltrúi fyrir hönd félags- manna við veröákvaröanir I framtiðinni og annaö sem beinllnis snertir þá, sagði Ingimundur. Þá sagöi Ingimundur aö all- mikill áhugi virtist vera á þessuhjá mönnum, enda hlyti þaö að vera til hagsbóta fyrir þá, að þeir kæmu fram sem sameinaöur hópur og gætu þá betur fylgzt með þvl, hvað þeim væri skammtað fyrir vinnu sina og framleiðslu. Fjöltefli unglinga viö Smyslov og Alster Námskeið í viögeröum á litsjónvarps- tækjum SJ-Reykjavfk. Á laugardag lauk tveggja vikna endur- menntunarnámskeiði fyrir út- varps- og sjónvarpsvirkja, sem Félag islenzkra út- varpsvirkja hélt. Kennt var viðhald og viðgerðir á lit - sjónvarpstækjum. Þátttak- endur voru um 20 og kennt var sex daga vikunnar. Þetta er fyrsta endurmenntunarnám- skeiðið vegna væntanlegra út- sendinga islenzkra sjónvarps- ins I lit. Æskulýðsráð Reykjavikur gekkst fyrir þvi aö fá aðstoðar- menn Horts og Spasskys til þess að tefla fjöltefli við fulltrúa úr tómstundahópum i skák úr ung- lingastigsskólum Reykjavikur. Fóru bæði fjölteflin fram i félagsmiöstöðinni Bústöðum. Alster tefldi laugardaginn 19. marz við 35 skákmenn. Fóru leikar þannig, að hann vann 26 skákir, gerði 8 jafntefli og tap- aði einni. Sá, sem sigraði Alster, var Sveinn Halldórsson úr Fella- skéla. Jafntefli gerðu: Haukur Arason, Hagaskóla, Birgir Guðmundsson, Hvassa- leitisskóla, Ragnar Magnússon, Hólabrekkuskóla, Guðjón R. Sigurðsson og Valdimar Ó. Óskarsson, Laugalækjarskóla Birgir Ó. Steingrimsson, Breið- holtsskóla, Sveinn Hannesson, Armúlaskóla og Sigurður Jóns- son, Vörðuskóla. Smyslov tefldi siðan miðvikudaginn 23. marz við 35 unglinga. Hann vann 33 skákir en gerði 2 jafntefli. Þeir, sem gerðu jafntefli við Smyslov, voru Jóhann Hjartar- son Ur Álftamýrarskóla og Jó- hannes G. Jónsson úr Hvassa- leitisskóla. Gott atvinnuástand á JB-Rvik — Atvinnuástandið hefur verið með bezta móti hér hjá okkur I vetur, enda er veðrið nú eins og á sumardegi, sagði Ingimundur Hjálmarsson fréttaritariTimansá Seyðisfiröi Isamtaliviðblaðið. — Unnið er I báðum frystihúsunum fram á nótt alla vikuna, bæði virka daga og um helgar. Viö höfum tvo skuttogara hér á staðnum, annan alveg nýjan og hafa þeir aflað vel I vetur. Það er ein- göngu afli Ur þeim, sem unninn er núna, en smábátarnir eru ekki enn farnir að róa. Loðnu- vertiðinni er nýlokið, og er Haf- sild h.f. að mala beinin frá Seyðisfirði frystihúsunum frá þvl fyrr I vetur, en það hefur ekki verið hægt fyrr vegna þess að loðnu- bræðslan sat alveg i fyrirrúmi. Sagði Ingimundur að raf- magnsmálin hjá þeim væru I lagi núna, eftir að verksmiðj- umar hættu aö bræöa. En þegar loðnuvertfðin stóð sem hæst, var sem vonlegt er, geysimikiö álag á rafstöðvunum og voru niu diselstöðvar I gangi frá Vopna- firði til Hornafjaröar. Þá sagði hann, að verið væri að ryðja Fjarðarheiði, en hún hefði verið fær jeppum i vetur, þvi nægi- lega kalt heföi verið á f jöllum til þess að þeir kæmust yfir á harðfenni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.